Þjóðviljinn - 12.03.1983, Síða 14

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Síða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. mars 1983 „Ef íhaldið nær að gleypa hér allt held ég að fólk megi fara að biðja fyrir sér“. „Ekki viss um að pabbi myndi kjósa mig!“ En það gerir ekkert til -hann býr í öðru kjördœmi! ,,„Ég er af svo gróinni Framsóknarætt, að það skilur enginn hvað ég er að vilja í Alþýöubandalaginu. Faðir minn er bróðir Gunnars Guðbjartssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, og sjálfur er pabbi mikill Framsóknarmaður. Alexander Stefánsson, Þingmaður, er náfrændi minn og fleira gæti ég nefnt. Svo þú sérð að ég geng nokkuð gegn ættinni - a.m.k. karlleggnum - ég er ekki einu sinni viss um að pabbi kjósi mig. En það gerir ekkert til, því hann er ekki í mínu kjördæmi.“ Þetta segir Elsa Kristjánsdóttir og hlær við. Við erum stödd á fallegu heimili henn- ar í Sandgerði, en þar býr hún ásamt síðari manni sínum, Þóri Maronssyni, lögreglu- manni. Elsa skipar annað sætið á framboðs- lista Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi. Okkur lék forvitni á því að vita hvaða manneskja færi þar og því drifum við okkur á hennar fund. Úr Staðarsveit á Austurvöll „Annars eru margar frænkur mínar í Al- þýðubandalaginu, t.d. Jóhanna Leópolds- dóttir og Margrét Björnsdóttir," segir Elsa. „Ekki veit ég af hverju kvenfólkið í ættinni sækir í Alþýðubandalagið en karlarnir í Framsókn - nema það sé rétt sem kvenna- framboðskonur segja að konur séu í eðli sínu meiri félagshyggjuverur en karlar. En ég kann ekki að dæma um það.“ Elsa Kristjánsdóttir er Snæfellingur að uppruna, fæddist að Hólkoti í Staðarsveit. Móðir hennar er Björg Þorleifsdóttir, en hún er fædd og uppalin að Hólkoti. Faðir hennar er Kristján Guðbjartsson frá Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi. „Ég var alin upp sem strákur á heimilinu. Hjá okkur bjuggu tvær konur og þær og mamma sáu alveg um inniverkin. Pabba vantaði hins vegar hjálp úti við og það kom í minn hlut. Ég á yngri systur, en þær eru allmiklu yngri, og enga bræður. Mér líkaði þetta uppeldi vel - fannst.miklu skemmti- legra að vera úti.“ Elsa gekk á Samvinnuskólann í Bifröst, var síðan kaupfélagsstjórafrú og bókari á Þórshöfn í 8 ár. Þá bjó hún í Reykjavík í ein 5 ár og flutti síðan til Sandgerðis þar sem hún hefur átt heima í 9 ár. Hún hóf störf við útibú Landsbankans í Sandgerði um ára- mótin 1974-75 og hefur verið þar æ síðan. Við þetta má bæta, að Elsa Kristjánsdóttir á tvö uppkomin börn af fyrra hjónabandi, Elsu Dórótheu Gísladóttur og Kristján I Gíslason. Þau eru bæði flogin úr hreiðrinu - Elsa Dóra vinnur í banka í Reykjavík og Kristján stundar kvikmyndagerð og sjó- mennsku. „Nei, ég held að það sé ómögulegt að segja fyrir um hvernig kosningarnar fara,“ segir Elsa þegar ég bið hana að spá. „Sér- framboðin setja nokkurt strik í reikninginn - Bandalag jafnaðarmanna mun bjóða hér fram og svo kemur sennilega kvennafram- boð. Það er alls óvíst hvernig þetta fer.“ Fallegt á Suðurnesjum Elsa segir að sér líki ágætlega í Sandgerði og sé ekkert á förum. Þórir er uppalinn í Sandgerði og þar hafa þau hugsað sér að vera. „Margir telja að það sé afskaplega ljótt hér á Suðurnesjum," segir Elsa. „Lands- lagið er kannski ekki ýkja stórbrotið og það mætti kannski vera hér svo sem eins og eitt fjall eða ein á. En það þarf ekki að fara langt út fyrir bæinn til þess að finna fallega bolla eða lautir. Og Reykjanesskaginn er allur stórbrotinn og ekki langt að fara til að komast í hrikalegt landslag. Og á allra síð- ustu árum héfur garðræktaráhugi gripið um sig hér á bæjunum og plönturnar lífga ótrú- lega mikið upp á. Nei, ég get ekki fallist á að hér sé ljótt.“ Þessi neikvæði þankagangur um Suður- nesin meðal Suðurnesjamanna sjálfra staf- ar kannski fyrst og fremst af því, að hér er svo mikið af aðkomufólki. Og það fólk var kannski vanara stærra landslagi en hér er. Fólk hefur yfirleitt tilhneigingu ti! að hafa taugar fyrst og fremst til bernskustöðvanna og bera allt saman við þær. Og fjöllin hér komast skiljanlega ekki í hálfkvisti við fjöll- in fyrir vestan - hér eru jú engin fjöll. Eg finn mikið fyrir því, að þessi þanka- gangur er á undanhaldi. Unga fólkið sem ólst hér upp hefur aðrar tilfinningar en hinir eldri, eins og vera ber. Og það vill gjarnan setjast hér að.“ Sandgerði er vaxandi bær og ber þess greinileg merki. Alls staðar eru ný hús í byggingu og framkvæmdahugurinn virðist mikill. Hinn 1. des. 1982 voru íbúar Sand- gerðis 1.206 og hafði fjölgað um tæplega 50 frá því 1. des. 1981. Öldungadeildin og pólitíkin Ég spyr Elsu hvernig standi á því að kona af miklum Framsóknarættum taki upp á því á miðjum aldri að fara að vafstra í pólitík. „Það hafa fleiri spurt að þessu, en ég veit ekki hvort ég get gefið afdráttarlaust svar,“ segir Elsa. „Þótt það sé kannski ekki rétt að kenna einhverju einu um vil ég nú samt benda á Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum sem aðila í málinu. Ég hef alltaf verið hlynnt vinstri stefhu en gaf mig lítið að pólitík. Ég dreif mig í öld- ungadeildina í Fjölbrautaskólanum og þar opnaðist kannski ný sýn fyrir mér á tilver- una. Þarna voru margir frábærir kennarar Elsa hefur unnið í útibúi Landsbankans í Sandgerði sl. 7 ár. Hér er hún ásamt Salóme Guðmundsdóttur, skráningarstjóra, Margréti Högnadóttur, gjaldkera(og útibússtjóranum Þórarni Eyþórssyni. (Ljósm. — Atli). 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.