Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. mars 1983 dægurmál (sígiid?) Loks nýtt frá „Echo“ Echo and the Bunnymen eru í hópi athyglisverðustu hljóm- sveita Breta um þessar mundir. Þótt hljómsveitin hafi aðeins sent frá sér þrjár breiðskífur þá nýtur hún mikilla vinsælda og í rauninni miklu meiri vinsælda en maður getur búist við af hljómsveit sem ekki er afkastameiri. Þó þeir félagar í Echo and the Bunnymen hafi ekki verið dug- legir við plötugerð hafa þeir verið' ötulir við tónleikahald og það er fyrst og fremst það sem hefur skapað þeim vinsældir. Hljómsveitin var stofnuð í Li- verpool 1978 af þeim Ian McCull- och og Will Sergeant, síðar bætt- ist Less'Pattison íhópinn. Enginn trommuleikari var í hljóm- sveitinni og var því notaður trommuheili hvers nafn var Ec- ho. Hljómsveitin var svona skipuð þangað til Pete De Freitas tók við hlutverki trommuhcilans. Um mitt ár 1979 hljóðritaði hljómsveitin sína fyrstu breið- skífu Crocodiles sem fékk nokk- uð góða dóma. Önnur plata Echo and the Bunnymen með Gullfoss í baksýn. Sif Jón Viöar Andrea hljómsveitarinnar, Heaven Up Here, kom út í maí 1981. Heaven Up Here fékk góða dóma enda með betri plötum þessa árs. Nýjasta plata hljómsveitarinn- ar, Porcupine, kom út ekki alls fyrir löngu. Það er skemmst frá þvf að segja að platan er þræl mögnuð og býr yfir miklu aðdráttarafli. Hún er nokkuð frá- brugðin Heaven Up Here, áhrifa sýrutónlistarinnar gætir minna en áður. Tónlist Echo and the Bunnym- en hefur svipuð áhrif á mig og tónlist Joy Division og síðar New Order, maður ánetjast henni smám saman og líður illa fái maður ekki sinn daglega skammt. Þeir eru snjallir hljóðfæraleik- arar en annars er það sérstakur söngstíll McCullochs ásamt gítar- leik Sergeants sem gefur hljóm- sveitinni þennan sérstaka blæ. Sérstaklega finns mér gítarleikur- inn vera skemmtilegur og gera mikið.til að skapa þessi Echo áhrif. Mér finnst Porcupine vera mjög góð þlata frá einni bestu hljómsveit Breta um þessar mundir. Menn sóa ekki tíma sín- um til einskis með því að hlýða á tónlist Echo and the Bunnymen. 3 missætir f rá USA Þursar með nýtt efni í farangrinum. Ljósm. Sævar. Þursarar á stjá Þursarnir eru að leggja upp í hljóm- leikaferð um landið og heiðra fyrst Sauðkræklinga með list sinni á þriðju- daginn, þann 15. mars. Þursar munu verða með nýtt efni á boðstólum sem síðan verður þrykkt á plötu nú á næst- unni. Hljómleikaferð þessi er e.k. af- mælisreisa hjá þeim Þursum, þvr að þeir urðu 5 ára 25. febrúar sl., og verður „afmælisveisla" haldin á eftir- töldum stöðum: Sauðárkróki 15. mars, Stóru- Tjarnarskóla 16., Menntaskólanum Akur- evri 17., (óvíst þann 18.), Fjölbraut Akra- nesi 22., Menntaskólanum v/Hamrahlíð 23., Vestmannaeyjum 25. mars, á Borginni 7. apríl (afmælisveisla fyrir mig?) og þann 12. verður ráðist inn á Austurland. Þursarnir eru eins og voðamargir vita 4/6 (=2/3) Stuðmanna: Ásgeir Óskarsson, Egill Ólafsson, Tómas Tómasson og Þórður Árnason. A. „Mezzo“ Miklar og góðar fréttir berast nú úr ríki Engla og Saxa, Mezzo- forte geysist þar upp listann yfir vinsælustu litlu plöturnar og stekkur lag hljómsveitarinnar „Garden Party“ úr 61. sæti í það 40.. Það að lagið skuli ná þessu sæti táknar að þeir verða filmaðir í þessari viku fyrir hinn vinsæla enska tónlistarþátt „Top of the pops“ og ætti það að hafa enn frekari áhrif á sölu plötunnar. eru þeir Bob Seger, Christophcr Cross og John Cougar. Sá síðast- nefndi er nýjasta rokkstirnið í Ame- ríku, virðist enda hafa allt til þess að bera: góður rokksöngvari, með ör- lítið hása rödd, ágætis lagasmiður og loks.alveg gasalega sætur - jafnvel fallegur - og kvað rota allt á hljóm- leikum. Hans fyrsta og eina plata er Amcrican Fool þar sem hann flytur við undirleik þrælgóðrar hljómsveitar (2 gítarleikarar, bassaleikari og trom- mari) léttblúsaö rokk, sem á köflum minnir aðeins á Bruce Springsteen og sumir segja Rod Stewart, sem þó er hæpin samlíking og líklega til komin af því að umboðsmaður Rods mun hafa uppgötvað John Cougar (Coug- ar er annað nafn yfir dýrið púmu sem John tók sér, sennilega til að leggja áherslu á eigin glæsileik, en hefði varla gert það ef hann kynni íslensku .... síðara nafn hans er Mellencamp og er kappinn 30 vetra). American fool er mjög áheyrileg plata með kröftugum lögum þar sem þekktust mun ballaðan um Jack og Diane og lagið Hurt So Good, en þau voru á sama tíma nr 1 og 2 á amerísk- um vinsældalistum. Mun slíkt ekki hafa gerst síðan Bítlarnir voru og hétu, að sami flytjandi leggi undir sig tvö efstu sætin í einu, svo að eitthvað hlýtur John kallinn Cougar að hafa við sig, þó að ekki hafi hann frumleik Bítlanna. Annars kom vinur tninn með þrælgóða uppástungu um dag- inn: að láta John Cougar Mellencamp leika Jim heitinn Morrisson (Doors), ef sú kvikmynd verður einhvern tímann að veruleika. ... Ég hef heyrt margt vitlausara.. Christopher Cross sendi frá sérsína fyrstu plötu 1980 og var þar á ferð glimrandi gott popp-rokk sem færði Plötunni hefur verið mjög vel tekið og er hún ofarlega á svok- ölluðum „spilalista" (play list) allra helstu útvarpsstöðva Bret- lands, B.B.C. eitt og tvö, Capitol og Radio Luxemborg. Platan hefur komið út í nokkr- um löndum Evrópu og er verið að vinna að því að koma henni á markað í öllum löndum Evrópu. Þeir sveinar munu ekki sitja auðum höndum næstu vikur því að fyrirhuguð er hljómleikaferð honum fleiri en ein Grammy- verðlaun (nokkurskonar Óskarsverð- laun) og ári seinna sló hann aftur í John Cougar Mellencamp, rokkari nr 1 í Ameríku. gegn með Arthur’s Theme, titillagi kvikmyndarinnar Arthur sem sýnd var í Áusturbæjarbíói fyrir skömmu (með Dudley Moore og Lizu Min- elli). Nú er Kristófer aftur kominn á stúfana með Another Page og má segja að hér sé sykrað blað í sögu hans, a.m.k. einum of væmið fyrir minn smekk (ég nota að vísu aldrei sykur í kaffi né te). Hann heldur reyndar stíl sínum frá fyrstu plötunni, en hér finnst mér t.d. söngur hans veikari og útsetningar litlausari, þannig að platan verður í heild mjög keimlík. Þó að allt sé þetta gífurlega um Bretland í júní og er síðan ráðgert að halda til Evrópu og halda nokkra hljómleika þar. Þeir munu hljóðrita litla plötu í maí og fylgja henni eftir með áðurnefndu hljómleikaferðalagi. Svo í ágúst mun hljómsveitin hefja vinnslu á sinni fimmtu breiðskífu. Að sögn Steinars-manna eru menn mjög áhugasamir í Bret- landi og andrúmsloftið mjög já- vel gert, t.d. liðsmenn Toto ístúdíónu og bakraddir sungnar af Carl Wilson, Art Garfunkel, Michael McDonald (Doobiebrothers) og Don Henley (Eagles). Sjálfsagt tekst Krisssa Kross að þvælast töluvert á vinsælda- listum vegna fyrri frægðar, en ég held hann ætti að kafa enn dýpra í fortíð sína, þegar hann spilaði með þunga- rokkhljómsveitinni Flash (áður en hann gerðist rótari hjá Fleetwood Mac) og hressa dálítið upp á fram- tíðina. Bob Seger er enginn nýgræðingur í rokkinu. Hann stofnaði fyrst hljóm- sveit 1964, þá 17 ára gamall, og hefur verið að puða í rokkinu síðan, að undanteknum tveim árum í mennta- skóla. Árið 1975 stofnaði hann The Silver Bullct Band og fóru þá hjólin að snúast. 1976 slógu þeir í gegn með annarri plötu sinni, Live Bullet, hljómleikaplötu sem færði þeim gullplötu og fyrir þá næstu fengu þeir platínumplötu, Night Moves. Nýlega kom út platan The Distance með Bob Seger og The Silver Bullet Band og er hér á ferð þrælgóð rokk- plata. Minnir örlítið á Springsteen, og svo gömlu kempurnar í Creedence Clearwater Revival (Shame on The Moon), og er í hvorugu tilvikinu Ieiðum að lfkjast. En af þessum þrem missætu amensku strákum, Cougar, Cross og Seger, stendur sá síðast- nefndi föstustum fótum í músíkinni, sá í miðið verður að sanna betur hvað í honum býr, en þeir tveir eru bless- unarlega lausir við sykursæta laga- smíð Kristófers, sem vonandi vendir sínu kvæði í kross. Annars er sykur smekksatriði og það sem einum finnst sætt finnst öðrum sætara og þeim þriðja kannski sætast... A. kvætt. Það sést ef til vill best á því að á tónleikum sem haldnir voru í Venue í London mættu tæplega 1000 manns en það er besta að- sókn á þann stað í fjóra mánuði. Það er Steinar Records Ltd. sem gefur plötuna út en Pinnacle dreifir henni. Síðan er bara að sjá og bíða og vonandi tekst þeim strákum í Mezzoforte að gera það enn betra í Englandi því að þeir eiga það svo sannarlega skilið. UB„læf“ Það er ávallt hátíð hjá mér þeg- ar UB-40 sendir frá sér breiðskífu og enn meiri þegar þeir senda frá sér hljómleikaplötu. Því mikið orð fer af tónleikum þeirra, ekki aðeins fyrir gæði tónlistarinnar og gott „sound” heldur aðallega fyrir þá stemmningu sem gjarnan ríkir á tónleikum þeirra. Þessi ár sem hljómsveitin hefur starfað hefur hún skapað sér virð- ingu, fyrir tónlist sína, fyrir sjálf- stæði sitt og fyrir þau baráttumál sem hljómsveitin berst fyrir. Á þessari hljómleikaplötu eru 10 lög sem öll er að finna á fyrri breiðskífum hlómsveitarinnar. „Food for thougt“, „Tyler“ og „Burden of shame“ er að finna á Signing Off, fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar. „Sardonic- us“, „Don’t slow down“, „Pres- ent Arms“ og „One in ten“ er að finna á annarri plötu hljóm- sveitarinnar, Present Arms. Lögin „Folitician”, „Piper calls the tune“ og „Love is all is al- right“ er að finn á seinustu plötu UB-40, UB 44. Eins og sést á þessari upptaln- ingu eru þetta öll vinsælustu lög hljómsveitarinnar og fullt eins hægt að líta á þessa plötu sem „best off” plötu. Það er vissulega fengur að fá að heyra þessi lög eins og þau hljóma á tónleikum en það er sorglegt að fá ekki að heyra neitt nýtt frá hljóm- sveitinni. Þessi lög voru hljóðrituð á ferð hljómsveitarinnar um írland í febrúar 1982. Þetta eru ótrúlega góðar hljóðritanir. Þeir slá hvergi rangan tón plötuna á enda. Mér finnst gæði tónlistarinnar bitna nokkuð á því andrúmslofti sem jafnan ríkir á tónleikum hljóm- sveitarinnar, það er aðeins í einu lagi sem einhver stemmning heyrist. Þessi plata er ágæt fyrir þá sem ekki hafa kynnst UB-40, hér fá þeir á einu bretti rjómann af laga- smíð hljómsveitarinnar. Rjóma sem er vissulega með því bragð- besta sem enskt tónlistarlíf hefur uppá að bjóða í dag. JVS að slá í gegn í Englandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.