Þjóðviljinn - 12.03.1983, Qupperneq 31

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Qupperneq 31
PJÓÐVIL'JINN'.— SÍÐA 31 Myndar Alusuisse nœstu ríkisstjóm? Ef Alusuisse ætlar að slíta ríkis- stjórnarsamstarfí með svona til- lögu, sögðu Alþýðubandalags- mennirnir á alþingi í gær - þá er Alþýðubandalagið komið í opið pólitískt stríð við auðhringinn og flokkanna sem standa dyggan vörð um hagsmuni hans. - Loft var lævi blandið á alþingi í gær, er hvorttveggja málin, sem gætu orðið tilefni stjórnarslita voru tekin til umræðu: tillögur í báð- um deildum um samkomudag þings eftir kosningar, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur haft í frammi hótanir um að gæti orðið stjórnarslitamál og viðræðu- nefndin við Alusuisse sem Al- þýðubandalagið hefur haft í hót- unum um að gæti orðið stjórnars- litamál. Það mál var tekið fyrir í sameinuðu alþingi í gær. Garðar Sigurðsson mótmælti harðlega málatilbúnaði meirihluta at- vinnumálanefndar, sem skil- yrðislausa samninga við Aiu- suisse að tillögu sinni. Garðar skipar einn minnihlutann. Tillaga meirihluta atvinnumál- anefndar undir forystu Eggerts Haukdals þykir vera óbeint van- traust á iðnaðarráðherra og hefur hún eðlilega hleypt mjög illu blóði í Alþýðubandalagsmenn. Stjórnarsam- starfið á blá- þrœði síðustu daga þinghalds Tillagan er um leið handarútrétt- ing til Alusuisse hringsins og styrkir hans stöðu í deilunni við íslendinga. Þannig gætu alvarlegustu hrak- spár Alþýðubandalagsmanna frá því 1965-1966 ræst; að auðhring- urinn hefði það sterka stöðu að geta haft afgerandi áhrif á innan- ríkismál og landstjórn á íslandi. Er þessi orð voru sett á blað í gær hafði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra kvatt sér hljóðs á alþingi og mótmælt harðlega þessum tillöguflutningi. Ætluðu Alþýðubandalagsmennirnir að rekja sögu Alusuisse-málsins ít- arlega í umræðunum sem gert var ráð fyrir að stæðu fram á nótt í gær. I orðræðum þeirra sem fylgjast með þingstörfum þessa dagana er þetta Alusuisse-mál óneitanlega sett í samhengi við tillögu Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um að þing komi saman að afloknum kosn- ingurri. Þar stendur Framsókn- arflokkurinn fastur fyrir með hót- un um að slíta ríkisstjórnarsam- starfi. í gær var búið að mæla fyrir þessari tillögu en óvíst um fram- gang hennar að öðru leyti. Yfir- leitt brosa menn í kampinn vegna hótunar Framsóknarmanna í málinu. Og sjálfir höfðu þeir Ólafur Jóhannesson og Steingrímur Hermannsson á orði í gær, að þessi tillaga væri ekkert merkileg og hefði enga lögform- lega þýðingu! Þess vegna þykir samþykkt tillögunnar vera heldur léttvæg ástæða til að slíta stjórn- arsamstarfi, svo ekki sé meir sagt. Ótrúlegur undirlœgju- háttur gagnvart erlendu valdi Hjörleifur Guttormsson sagði í gær í umræðunni að tillagan um viðræðunefnd við Alusuisse væri í besta talli vitnisburður um barn- askap - en allavega bæri hún vott um ótrúlegan undirlægjuhátt gagnvart erlendu valdi. Þessi orð segja sitt um viðhorf Alþýðu- bandalagsins gagnvart þessari til- lögu. Þeir sem standa að þessari til- lögu eru þeir Eggert Haukdal for- maður stjórnar Framkvæmda- stofnunnar Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins Halldór Asgrímsson varaformaður Framsóknar- flokksins og formaður Seðla- bankastjórnar, Jón Baldvin Hannibalsson leiðtogi Alþýðu- flokksins, Ólafur Þ. Þórðarson Framsóknarmaður að vestan og Sverrir Hermannsson forstjóri Framkvæmdarstofnunar ríkisins. Það er þessi nefnd undir forystu Eggerts Haukdals sem flytur til- löguna og hafa til þess samþykki flokka sinna. Það var auðfundið í sölum al- þingis í gær að hugsanleg sam- þykkt þessarar tillögu gæti haft í för með sér stjórnarslit. Það væri í fyrsta skipti svo vitað sé, að er- lendur auðhringur hefði jafn af- gerandi áhrif á landstjórnina á Is- landi. Fleiri en einn meiri- hluti á þingi Ólafur Ragnar Grímsson mælti í gær fyrir tillögu þriggja flokka í efri deild um að Alþingi skuli koma saman eigi síðar en 18 dögum eftir kosningar. Tómas Árnason viðskiptaráðherra kvaddi sér hljóðs um þingsköp áður en þings- ályktunartillaga var tekin fyrir og kvað Tómas ekki eðlilegt að Alþingi gerði samþykkt um þetta efni. Þessu mótmæltu Kjartan Jó- hannsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Olafur Ragnar Grímsson sagði m.a. í framsögu sinni að ef þessi tillaga yrði ekki samþykkt, gæti svo farið að næstkjörið þing kæmi ekki saman fyrr en hálfu ári eftir kosn- ingar. Það gæti engan veginn talist eðlilegt við þessar aðstæður. Forseti sameinaðs þings: _ Hafnaði beiðni um deildafundi Forseti hefur látið misnota emb- ætti sitt með því að hafna beiðni frá þremur þingflokksformönnum um að gera hlé á fundi sameinaðs Al- þingis meðan greitt væri fyrir mál- um í báðum deildum, sagði Ólafur Ragnar Grímsson um þingsköp í sameinuðu þingi. Þetta gerðist eftir að Jón Helga- son forseti hafnaði beiðni þing- flokksformanna Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks um deildarfundi. Deildi Ólafur Ragnar hart á for- seta og Framsóknarflokkinn sem hann sagði að hefði notað það að forsetinn er Framsóknarmaður. Jafnframt væri auðséð að Alusuisse-meirihlutinn gengi fyrir öðru á þinginu að mati Framsókn- arflokksins. Páll Pétursson sagði að þetta væri í valdi forseta sameinaðs Al- þingis og hann væri sammála þeirri ákvörðun. Ólafur G. Einarsson sagði að Sjálfstæðismenn hefðu áhuga á, að boðunardagur þingsins yrði sam- þykktur fyrst í deildunum. Síðan væri flokkurinn reiðubúinn til að sitja fundi sameinaðs Alþingis til að greiða fyrir Alusuisse-málinu. Sagði hann leitt til þess, að vita að forseti sameinaðs Alþingis hunds- aði greinilegan meirihluta Alþingis um fundahald. Karl Steinar Alusuisse-nefndin hafði forgang hjá Jóni Helgasyni og flokki hans. Guðnason túlkaði sama vilja Al- þýðuflokksins og kvað ekki eðli- legt að forseti meinaði deildum um fund. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að kjarni málsins væri sá, að Fram- sóknarflokkurinn vildi ekki fundi í deildum vegna þess að þar væru á dagskrá tillögur um að þing komi saman eftir kosningar. Forseti sat fast við sinn keip og var umræðu fram haldið um Alusuisse-nefndina, þar sem Hjör- leifur hélt áfram úttekt sinni á mál- inu. _óc Kemur alþingi ekki saman fyrr en í haust? Ólafur Jóhannesson sagði að grunsemdir vöknuðu um að hér væri komin fram viljayfirlýsing um tvennar kosningar. Hins vegar væri þetta þingsályktunartillaga sem hefði ekki annað gildi en sem vilja- yfirlýsing. Ákvörðun um dagsetn- ingu væri í höndum forseta. Utan- ríkisráðherra rabbaði síðan um þetta mál og í kringum það í léttum dúr nokkra stund. í máli hans kom m.a. fram, að hann teldi þetta ekki merkilega tillögu. Á meðan Olafur Jóhannesson hélt tölu sína í hinni virðulegu efri deild, fylgdi Matthías Bjarnason úr hlaði þingsályktunartillögu sama efnis í neðri deild. Þar hóf Steingrímur Hermannsson andóf gegn tillögunni og sló á sömu strengi og utanríkisráðherra í efri deild. -óg Framsókn hafnar tillögu um annað Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir því að ríkisstjórnin segi af sér eftir kosningar, sagði Steingrímur Hermannsson í tilefni af tillögunni um að þing komi saman eftir kosningarnar. Mér flnnst eðlilegt, sagði Steingrímur að þessir þrír flokkar sem myndað hafa nýjan meirihluta myndi ríkis- stjórn. Óskaði Steingrímur Alþýðu- bandalaginu til hamingju með nýja meirihlutann og lét að því liggja að stjórnarmyndunarviðræður væru þegar hafnar. Svavar Gestsson mótmælti þessari túlkun harðlega en óskaði Steingrími hins vegar til hamingju með nýja meirihlutann sem Framsókn hefði búið til með Sjálfstæðisflokknum í álmálinu. Matthías Bjarnason mótmælti einnig harðlega túlkun Steingríms Hermannssonar um að væri kom- inn nýr meirihluti. Sá meirihluti væri ekki um annað en það, að þing kæmi saman eftir kosningarnar. Það væri nefnilega þannig að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi ekki fyrir nokkurn mun leyfa Framsóknar- flokknum og Gunnari Thoroddsen að stjórna landinu með bráða- birgðalögum og tilskipunum. Umræðu var svo frestað. -óg Síðustu fréttir Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi var tillagan um samkomudag al- þingis eftir kosningar sam- þykkt í efri deild með 12 atkvæðum gegn 6. Króna á hvert kíló bíls: Bíí stjórar mót- mæla Nú á síðustu dögum þinghalds eru margs konar frumvörp og áætl- anir í vegamálum á leið í gcgnum þingið. Meðal þess er frumvarp til laga um fjáröflun til vegagerðar, þar sem gert er ráð fyrir að frá og með árinu 1983 skuli greiða ár- gjald, vegagjald sem renni óskipt til vegagerðar í landinu. Gjaldið er ein króna af hverju kílógrammi upp að 2000 kg. Greiða skal sjötíu aura fyrir kílóið frá 2001 kg til 5000 kg eigin þyngdar hverrar bifreiðar og flmmtíu aura fyrir hvert kg þar umfram. Þó skal hámark veggjalds vera 7600 krónur fyrir hverja bif- reið. Vörubílstjórar hafa mótmælt áformum um þetta veggjald og ver- ið tíðir gestir í baksölum þingsins undanfarna daga. í gær umkringdu þeir Alþingishúsið á stórum vöru- bifreiðum og þeyttu bílhornin há- vær í þann mund að fundur var sett- ur í neðri deild Alþingis kl. 13.00, þar sem veggjaldið var til lokaaf- greiðslu. Hins vegar komst málið aldrei til umræðu í gær. Var hinn vörpulegi hópur bílstjóranna á pöllum í allan gærdag en bílarnir biðu mannlausir hækkunarinnar fyrir utan þinghúsið. _______________-óg Þingað daga og nætur > Mörg frum- vörp að lögum Sl. miðvikudag voru mörg frum- vörp samþykkt sem lög frá Alþingi. I efri deild voru samþykkt lög um sjúkratryggingagjald þ.e. framlenging á því gjaldi, um tekj- uskatt og eignaskatt sem gerir ráð fyrir því að helmingur tekna skuli talinn fram til skatts hjá þeim sem hætta vinnu aldurs vegna. Þá var hið merka frumvarp um málefni fatlaðra að lögum en það hefur ver- ið lengi í meðförum þingsins. Loks má nefna að efri dcild sam- þykkti frumvarp til framlengingar á leyfi fyrir starfsemi Happdrættis DAS. Frá neðri deild voru afgreidd frumvarp um framlengingu á skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Á kvöldfundi dcildanna voru auk ofangrcindra sainþykkt tvö frum- vörp til laga. Frá neðri deild frum- varp um fólksflutninga með lang- ferðabifreiðum, en það felur í sér m.a. leyfisveitingu til flmm ára í stað eins árs áður til hópferða. Enn fremur var samþykkt frumvarp um kaupstaðarréttindi fyrir Ólafsvík. -óg Leiðrétting Röng fyrirsögn birtist á 3. síðu blaðsins í gær þar sem sagt var frá fundi sveitarstjórnarmanna um sameiningu sveitarfélaga. í stað fyrirsagnarinnar: „Sveitarfélög í eina sæng?“ mátti lesa aðra: „Verða aðildarfélög sameinuð?“. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.