Þjóðviljinn - 18.03.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 18.03.1983, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mars 1983 Yfirlýsing Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga: Að fordæma nýjungar að óreyndu Húsfreyjan komin út: Nýr full- trúi í Jafn- réttisnefnd Gylfi Örn Guðmundsson hefur verið skipaður fulltrúi Alþýðu- flokksins í Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar í stað Helgu G. Guðmundsdóttur. Helga fylg- ir Vilmundi Gylfasyni í Banda- lagi jafnaðarmanna og mun það ástæðan fyrir því að hún óskaði eftir að láta af störfum í nefnd- inni. Bridge Eftiiiarandi spil barst þættinum aö norðan. Paö fylgdi meö, aö enn gerast ævintýrin. Svo sannarlega, en óljósan grun hefur umsjónarmaður um aö állur hafi komist í spilabakkann (þetta var ekki tölvugefið...) og skapaö eins konar álfareiö innan stokksins og útkoman hafi veriö þessi: s — h 1097 t D1098762 I 1098 5 ÁD872 h KG53 t K I Á43 S109543 h — t ÁG543 I KD2 Allir utan hættu, norður gefur. Eitthvað hafa N/S þarió farið frjálslega meö kerfisnotkun sina, sagnir gengu þannig: Norður Austur Suöur Vestur 3 grönd Pass(?) 4 hj(?) Dobl 4 sp.(?) Dobl 6 lauf Dobl 6 tiglar Dobl Pass Pass Pass 3 grönd i opnun lofuðu þéttum (?) láglit og framhaldiö er venjulegur vasaróman. Nú. útspil Austurs smár spaöi og sagn- hafi var víst ekki ýkja lengi aö „rúlla" heim 12 slögum, á þessa 12 hp., slemmu. Eins og sjá má, stendur alltaf hjarta- slemma í A/V, því Suöur getur ekki valdaö bæöi hjónin í laufi og spaðann. Skemmti- leg álfareið, ekki satt? Skák Karpov að fafli - 114 Spánverjinn Arturo Pomar, eitt af undra- börnum skáklistarinnar mætti Karpov í síö- ustu umferð Olympíumótsins. Karpov tefldi af frábæru öryggi rétt eins og hann haföi gert í öllu Olympíumótinu. Aö visu missti hann af vinningi í 28. leik, en hélt þó öllum yfírburðum og knúöi andstæðing sinn til uppgjafar i 48. leik. Hann ríöur hér mátnet af mikilli snilld: Karpov - Pomar 43. a4! h4 44. Kd3 Rg5 45. Hf8+ Kb7 46. Hb8+ Ka6 47. Bd2! Hg3! 48. Kc2 - Svartur gefst upp. Þjóðviljanum hefur borist inn- legg Landssambands ísl. akstursí- þróttafélaga í umræðuna um Rallye d’Islande sem meiningin var að halda hér á landi í sumar. Hér birtist yfirlýsing landssam- bandsins nokkuð stytt: Undanfarið hefur farið fram í fjölmiðlum mikil umræða um hið svokallaða íslandsrall, Rallye d’Islande, sem Frakkinn Jean- Claude Bertrand hefur hug á að halda hérlendis í samvinnu við ís- lenska aðila næsta sumar. Hefur þessi umræða oft á tíðum verið byggð á misskiiningi, rangtúlkun og vanþekkingu. í sambandi við þetta mál sem snýr að okkur hvað keppnina og framkvæmd hennar varðar vill L.Í.A. koma eftirfar- andi sjónarmiðum og staðreyndum á framfæri: L.Í.A., Landssamband ís- lenskra akstursíþrótta eru lands- samtök allra þeirra klúbba og fé- laga sem akstursíþróttir stunda á íslandi, og eru þessi samtök 3ja ára gömul. L.Í.A., sem og akst- ursíþróttaklúbbarnir í landinu eru áhugamannafélög, sem ekki fá styrki frá ríki eða sveitarfé- lögum, eins og mörg íþróttafélög í landinu. L.Í.A. er aðili að F.I.S.A., Federation Internatio- nal Sport de l’Automobil sem hefur yfirumsjón með öllum akstursíþróttum í heiminum. Landssamband hvers aðildar- lands um sig hefur alræðisvald í öllum málum sem varða aksturs- íþróttir í hverju landi, þannig að L.Í.A. hefur yfirumsjón með öll- um akstursíþróttum, reglusetn- ingum og framkvæmd í keppnum á Islandi. Góður skipuleggjandi Hugmyndin um að halda Rall- ye d’Islande barst okkur til eyrna síðastliðið vor frá Ferðaskrifstofu ríkisins og ferðamálaráði. Þegar keppninsbeiðandi, Bertrand, hafði samband við L.Í.A. í upp- hafi tókum við hugmyndum hans með mikilli varúð. Við ákváðum að kynna okkur málið vel og í dag, eftir að hafa fundað með honum hér heima og erlendis og sérstaklega eftir að sérfræðingur okkar á rall-keppnum fór til Alsír og fylgdist með skipulagningu hans og stjórnun á keppni þar, erum við fullvissir um hæfni hans til að setja’ upp slíka keppni hér heima. Keppnin fer fram á vegum Þeir andstæðingar þessarar rallkeppni, sem mest hefur heyrst í, eru Náttúruverndarráð, land- verðir og leiðsögumenn. Þeir tala um náttúruspjöll, lélega land- kynningu og aukið álag á ferða- mannastaði. Hvað varðar gróðurskemmdir ög náttúru- spjöll viljum við segja þetta: Keppnin fer fram á vegum sem eru merktir af Vegagerð ríkisins og tilheyra alfarið undir vega- gerðina. í reglum keppninnar segir: Keppendur aki á veginum, en ekki utan hans, að viðlagðri brottvísun úr keppni. Ökutækjum sem taka þátt í keppninni er skipt í þrjá flokka. Bifhjól, bíla með drifáeinumöxli og bíla með drif á tveimur öxlum. Þungir, margöxla bílar (trukkar) taka ekki þátt í keppninni og inná sérleiðum (keppnisleið) verða aðeins keppendur, eftirlitsmenn og fréttamenn. Mikið hefur verið talað um Arnarvatnsheiði og skemmdir sem þar gætu orðið. Benda má á að einungis bílar með drif á tveimur öxlum (jeppar) og mótorhjól fara þá leið, og ætti því ekki að vera hætta á að ekið verði utan vegar. Okkar áætlun er að um 15-20 fjórhjóla drifs bifreiðar verði í keppninni, svo ekki er um að ræða hersingu ökutækja eins og náttúruverndarmenn orða það. Að sögn þeirra sem best þekkja til íslenskra ferðamála, er þessi keppni best skipulagða hóp- ferð, sem fyrirhuguð hefur verið um hálendi íslands. Það skýtur því nokkuð skökku við að ætla að banna slíkt framtak okkar til ferðamála á þeim forsendum að allt annað skipulag og eftirlit í ferðamálum sé í upplausn. Er þessi keppni ekki skref í þá átt að koma ferðum um hálendi lands- ins undir innlent eftirlit og stjórn. Við íslendingar verðum að gæta þess að fordæma ekki allar nýj- ungar að óreyndu, svo ísland verði ekki land hinna glötuðu tækifæra. Sem dæmi má nefna að ein fyrsta kröfuganga á íslandi var farin til að mótmæla inn- leiðingu símans í sveitir landsins. í dag viðurkenna allir að það var spor til betra mannlífs. _|,5i Páska- veisla og friðar- Ijóð HÚSFREYJAN, 1. tbl. 1983 er komið út og er fallegt og efnis- mikið að vanda. Það er í þetta sinn mikið helgað páskunum og er forsíðumyndin af fallega skreyttu páskaborði. Handavinn- uþáttur Stefaníu Magnúsdóttur heitir að þessu sinni „Páska- skraut“ og einnig er að finna upp- skrift að úrvals páskatertu eftir Jenný Sigurðardóttir. María Pétursdóttir segir frá konum í Kína, en þangað fóru þær María, Sigurveig Sigurðardótt- ir, Unnur Schram Ágústsdóttir og Svanlaug Árnadóttir sl. nó- vember í boði Kvennasambands Kína og var sú ferð ævintýri lík- ust. Viðtal er f blaðinu við séra Þóri Stephensen, er nefnist Út- fararsiðir. Guðbjörg Vilhjálms- dóttir heldur dagbók. Alva Myrdal skrifar Norræna bréfið 1983, Anna Sigurðardóttir skrif- ar Úr veröld kvenna og fleira fróðlegt er að finna í ritinu. í Húsfreyjunni er að finna tvö ljóð til friðarhreyfingar íslenskra kvenna. Við leyfum okkur að birta hér annað þeirra. Það er eftir Jónbjörgu Eyjólfsdóttur, Eiðum, Suður-Múlasýslu. Ákall Lag: „Ein bischen Frieden....“ Vinur minn, hvar sem í heim þú er heyrðu mitl ákall og liðsinntu mér. Reynum að upprœta angur og kvöl, afnema stríðsins böl. Stöndum saman og störfum sem eitt stefnunni ef til vill getum við breylt. Smíðum úr vopnunum verkfœri þörf verum í huga djörf. Burt með hrœðslu sem byrgð er inni, burt með hatrið úr veröldinni, burt með sprengjursem brenna svörð. Biddu með mér um frið á jörð. Burt með hungur og burt með sorgir, burt með deilur og hrundar borgir, burt með sprengjursem brennasvörð. Biddu með mér um frið á jörð. Berum upp alls staðar bœnina’ um frið, bænina stœrstu sem nú þekkjum við, bœnina einu, sem bjargað nú fœr barninu frá í gœr. Burt með hrœðslu sem byrgð er inni, burt með hatrið úr veröldinni, burt með sprengjtir sem brenna svörð. Biddu með mér um frið á jörð. Frið á jörð, já frið á jörð, frið á jörð, já frið á jörð. Bátur með seglum eða segl með báti? Það er spurningin sem vaknar þegar þessi mynd af japönskum fiskibát er skoðuð. s KG6 h ÁD8642 t — I G765

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.