Þjóðviljinn - 18.03.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 18.03.1983, Qupperneq 3
Föstudagur 18. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Desemberreglum útborgunar launabóta breytt 25 þús. maims fá launabætur Þeir sem fengu ekki eða of lítið 1 desember síðastliðnum Um þessar mundir er verið að senda út launabætur til liðlega 25 þúsund einstaklinga sem litlar eða engar bætur fengu í desember, en þá voru greiðslur úr ríkissjóði sendar til 38 þúsund framteljenda. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir að ýmsir ágallar hafi komið fram á þeim reglum sem notaðar voru við útreikning bót- anná í desember sl. og að núver- andi tekjuskattskerfi hafi reynst í mörgum tilvikum villandi vísbend- ing um raunverulega bótaþörf. Með hliðsjón af fenginni reynslu hefur því verið ákveðið að breyta desemberreglunum og greiða við- bótarbætur í samræmi við eftirtald- ar meginreglur: 1. Eignamörk einstaklinga eru hækkuð um 50% og eignamörk einstæðra foreldra um 100% frá ákvæðum reglugerðarinnar. 2. Þeir sem fengu minna en 1.000 kr. í desember sl., en höfðu þó 10- 70 þús. kr. laun á árinu 1981, fá bætur nú, að því tilskildu að aðrar tekjur hafi verið lægri en 20 þús. kr. og útsvarsstofn maka ekki yfir 140 þús. kr. Bætur skv. þessari reglu eru þó ekki greiddar þeim sem áttu hreina eign umfram eignamörk skv. 1. lið né námsfólki með hærri námsfrádrátt en 5.438 kr., nema námsfólkið hafi börn á framfæri sínu. Bætur skv. þessum lið eru að hámarki 1.000 kr. 3. Bótaþegar óskertrar tekjutrygg- ingar fá nú 1.000 kr. í bætur, en þeir sem njóta skertrar tekju- tryggingar fá 750 kr. Ákvæðin um eignamörk gilda hér líka. Frá endurreiknuðum bótum drag- ast bætur greiddar í desember sl,- Bætur undir 300 kr. falla niður. Sú fjárhæð sem greiða á samkvæmt of- angreindum reglum nemur 22,8 m.kr. og fer til 25.400 einstaklinga. Frekari úthlutun greiðslna til stuðnings fólki með lágar tekjur og sem býr við erfiðar aðstæður er nú til nánari athugunar. Er að vænta ákvarðana á næstu vikum segir í frétt fjármálaráðuneytisins. Reykjavíkurborg kaupir Viðey: 20 krónur fermetrmn Kjönð útivistarsvæði Rcykjavíkurborg hefur fest kaup á landi Ólafs Stephensen í Viðey að undanskildum 4,5 hekturum sem hann heldur eftir. Hér er um að ræða 119-161 hektara lands, eftir því hvort miðað er við flóð eða fjöru og er heildarkaupverðið 28 miljónir eða 18-24 krónur hver fer- metri. Viðey tilheyrði áður Seltjarnar- nesi en með makaskiptum sem gengu í gildi 1. janúar 1979 fluttist hún í lögsögu Reykjavíkur um leið og Engey og Akurey. Ríkið á um 11,5 hektara lands í eynni umhverf- is Viðeyjarstofu, sem er ríkiseign og borgin átti fyrir tæpa 22 hektara. Landkostir í Viðey eru mjög góðir og auðvelt að koma eynni í samband við land um sjóveg eða með göngubrú eða akvegi úr Geld- inganesi. í eynni er kjörið útivistar- svæði fyrir borgarbúa og hafa verið hugmyndir uppi um að nýta hana sem slíka. fyrir borgarbúa Fyrr á öldinni var myndarleg byggð í Viðey og talið hefur verið að þar mætti koma fyrir 4-5 þúsund manna byggð, sem er nokkuð stærri en Fossvogshverfið neðan Bústaðvegs svo dæmi sé tekið. Engin könnun hefur farið fram á vegum borgarinnar á hugsanlegri íbúðabyggð í Viðey, en þegar eyjan var fyrst tekin inn á aðalskip- ulagskort 1982 var hún einfaldlega grænmáluð sem útivistarsvæði. Eyjan er á náttúruminjaskrá og umhverfismálaráð borgarinnar hefur lagt til að hún verði staðfest sem útivistarsvæði. Sem fyrr segir er kaupverðið 28 miljónir króna eða um 20 kr. á fer- metra. 2,4 miljónir verða greiddar á þessu ári en verðtryggðar eftir- stöðvar á 15 árum. Þetta telst nokkuð hátt verð í samanburði við ámóta landakaup á liðnum árum. Meðal annarra sem sjá mátti á útifundi Alþýðuflokksins voru Einar Olgeirsson, Svavar Gestsson, Kristín Guðbjörnsdóttir og Gunnar Gunnarsson. Ljósm. eik. Ekkert lát á ógnaröldinni 1 E1 Salvador Auglýsing Flugleiða hf: Eftir ræðuhöid á útifundi Al- þýðuflokksins í Bakarbrekkunni í gær, þar sem nokkur fjöldi fólks var saman kominn þrátt fyrir siæmt verður var gengið með harðorða mótmælaorðsendingu vegna morðsins á Marianellu Garcia-Villas til bandaríska sendi- ráðsins. í ávarpi frá E1 Salvadornefnd Al- þýðuflokksins og fulltrúa Mann- réttindanefndarinnar í E1 Salvador hér á landi segir m.a.: „Yfir 4 þúsund manns - óbreyttir borgarar - hafa nú látið lífið í hild- arleiknum í E1 Salvador. Fjöldi manna hefur horfið sporlaust. Öll mannréttindasamtök, sem kynnt hafa sér ástand mála í E1 Salvador eru á einu máli um það hverjir vinni þessi verk, það eru mestan part stjórnarhermenn, þjóðvarð- liðar og dauðasveitir sem tengjast áhrifaöflum í þjóðfélaginu. Ekkert lát virðist vera á þeirri ógnaröld sem ríkir í landinu. Morðið á Mari- anellu Garcia-Villas sýnir að nú á. að láta til skarar skríða jafnvel gegn þekktu mannréttindafólki. Við krefjumst þess að Banda- ríkjamenn hætti að styðja þau öfl í E1 Salvador sem fara með hernað á hendur óbreyttum borgurum og alþýzu landsins. Við krefjumst þess að öllurn hernaðarstuðningi verði hætt við ógnarstjórnina í E1 Salvador og stjórnvöld verði knúin Útifundurinn í Bakarabrekkunni var haldinn í kalsaveðri, en þrátt fyrir það komu margir til þess að mótmæla morðinu á formanni Mannréttind- anefndar E1 Salvador. Ljósm. eik til að virða almenn mannréttindi. manniéttindaástand, meðan allur Reagan-stjórnin vill nú tvöfalda heimurinn fylgist með stöðugum áður áformaða hernaðaraðstoð við mannréttindabrotum stjórn- E1 Salvador. Þeir tala um bætt valda.“ Reagan vfll tvö falda aðstoðina Útsýni til Viðeyjar hefur löngum þótt bæjarpr.ýði f Reykjavík. Braut Siðanefnd Sambands auglýsing- astofa telur að auglýsing Flugleiða f Morgunblaðinu 8. mars sl. brjóti í bága við þrjár greinar siðareglna Alþjóða verslunarráðsins. Það var auglýsingastofan Gylmir sem fyrir hönd Farskips hf. kærði auglýsingu Flugleiða, sem unnin var af auglýsingastofu Ólafs Step- hensen, Auglýsingar - almanna- tengsl. í auglýsingunni var gerður samanburður á fargjöldum Far- skips og Flugleiða og féllst siðane&td- in á þau rök Gylmis að sá saman- burður hafi verið villandi og ósann- gjarn. í framhaldi af ályktun sinni ósk- ar siðanefnd SlA eftir því við Far- siðareglur skip og Flugleiðir að þau virði gild- um framvegis og var það samþykkt andi siðareglur í auglýsingum sín- af beggja hálfu. - v. Framhaldsskólafrumvarpið: Lagt fram tíl kynningar Á síðasta þingdegi, þ.e. á mánu- dag, lagði menntamálaráðherra fram tvö lykilfrum vörp á sínu sviði. Annað frumvarpið er um fram- haldsskóla og hefur verið að velkj- ast í kerfinu allar götur frá því 1976. Hefur verið reiknað með því á hverjum vetri undanfarin ár að frumvarp þetta yrði að lögum, enda löggjöf nú orðin með öllu úr takti við það sem er að gerast á framhaldsskólastiginu. Hitt frumvarpið er frumvarp um skólakostnað, þar sem fjallað er um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarféiaga í rekstri og fram- kvæmdum við skóla.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.