Þjóðviljinn - 18.03.1983, Blaðsíða 16
mmrnm^J Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
r ostudagur 18. mars 1983
Það þýðir ekki að láta hálfklárað húsnæði hefta kosningaundirbúninginn enda er hann þegar kominn á fulia
ferð. Ljósm. — Atli.
Allt á fullu í nýju flokksmiðstöðinni:_
Skoðlð húsnæðið
um þessa helgi!
Gerið heimsendum gíróseðlum skil
„Þetta er hálfgerður hokurbúskapur á okkur ennþá,
en aðstaðan batnar stórlega með hverjum deginum sem
Iíður“, sögðu starfsmenn Alþýðubandalagsins í gær,
þegar Þjóðviljamenn Iitu við í nýju flokksmiðstöðinni
að Hverfísgötu 105 í Reykjavik. Unnið er af fullum
krafti við innréttingar og parkettlagningu á gólf, en
skrifstofurnar verða bjartar og rúmgóðar með gluggum
fram í sameiginlega setustofu. Þá verða einnig fundar-
salir af mismunandi stærðum í þessu glæsilega húsnæði.
Gíróseðlar hafa nú verið sendir út til fjölda félags-
manna í Reykjavík og söfnunarmenn hafa heimsótt
nokkra staði úti á landi. Söfnunin hefur að sögn Sigur-
jóns Péturssonar gengið vel, en enn er þörf á talsverðu
fjármagni, til þess að fullbúa flokksmiðstöðina.
Um helgina verður flokksmiðstöðin sýnd gestum og
gangandi milli kl. 14 og 16 á laugardag og sunnudag.
Eru menn hvattir til að líta við, fá sér kaffisopa og þeir
sem ekki hafa fengið gíróseðla heim, geta borið upp
kvartanir sínar við forráðamenn Sigfúsarsjóðs, sem
stendur fyrir framkvæmdum og söfnuninni! _ÁJ
„Mér líst vel á þetta húsnæði og ég vona bara að fólk bregðist nú vel við svo
við getum borgað það“, sagði Gísli Þ. Sigurðsson, rafvirki, sem hér sést
draga i á skrifstofu framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins. Ljósm.
-Atli.
Grafarvogsskipulag
Sjálfstæðisflokksins samþykkt
„Flaustur og
óvandvlrkni”
einkenna skipulagsvinnuna sagði
Sigurjón Pétursson við umræður í
borgarstjórn í gærkvöldi
„Þegar kosningaræða núverandi borgarstjóra er forsögn að deiliskipu-
lagi því sem nú á að samþykkja er ekki von á að vel fari. Öll vinna
Sjálfstæðisflokksins í skipulagsmálum einkennist af óvandvirkni og er
greinilega unnin undir kjörorðinu „fljótt og flausturslega“, sagði Sigur-
jón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins við umræður i borgar-
stjórn í gærkvöldi þegar til umræðu var aðalskipulagstillaga við Grafar-
vog svo og deiliskipulagstillaga af næsta byggingarsvæði þar. Þegar blaðið
fór í prentun voru allar líkur á að tillögurnar yrðu samþykktar.
Sigurjón Pétursson rakti í ræðu
sinni rök Alþýðubandalagsins gegn
því deiliskipulagi sem sam-
þykkja átti. Benti hann á að
byggðin yrði afar dreifð sem m.a.
þýddi að kostnaður við gatnakerfi
yrði óhæfilega mikill, gönguleiðir í
skóla og verslanir lengri en dæmi
væru um annars staðar í þéttbýli á
landinu, notkun einkabíls af þess-
um sökum mundi hafa í för með sér
gífurlegan umferðarþunga á götur
hverfisins og auk þess ríkti mikil
óvissa um það með hvaða hætti
þessi nýja byggð myndi tengjast
annarri framtíðarbyggð borgar-
innar.
„Það fólk sem sækir um lóðir í
þessum byggingareit við Grafar-
vog, sem nú á að samþykkja, hefur
enga hugmynd um hvað tekur við.
Það fær ekkert að vita hvar útivist-
arsvæði hverfisins verða, hvar
vinnustaðirnir munu koma né
hvernig almennri þjónustu verður
háttað“, sagði Sigurjón við um-
ræðurnar í gærkvöldi.
í bókun borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins segir að í þeim bókun-
um og samþykktum sem fylgja
skipulaginu nú sé hvergi gerð grein
fyrir þróun borgarinnar næstu 20
árin. Öll vinna meirihlutans að
skipulagsmálum einkenndist af
flaustri og óvandvirkni og algjörri
fyrirlitningu á skipulagi sem stjórn-
tæki.
-V.
Herflugvélin við Vestmannaeyjar:
__ - '
An heimildar
út af flugleið
Flaug beint á móti Arnarflugsþotunni!
Bráðabirgðarannsókn á atvikinu
sem varð á þriðjudag norð-vestur
af Vestmannaeyjum, þegar naum-
lega tókst með snarræði að afstýra
ákeyslu herflugvélar af Vellinum á
farþegaþotu Arnarflugs, er nú
lokið.
BORGIN
nýtt blað um borgarmál
Nú um helgina verður dreift
ókeypis til Reykvíkinga nýju blaði
um borgarmál. Blaðið heitir
„Borgin“ og útgefandi er borgar-
málaráð Alþýðubandalagsins.
í leiðara á forsíðu segir að þó
málefni Reykjavíkurborgar hafi
verið til nokkurrar umræðu á
undangengnum mánuðum hafi
umfjöllunin lengst af einkennst af
þröngum sjónarhornum og skyndi-
íegum upphlaupum. Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík vilji nú
leitast við að breikka þessa um-
ræðu, en í blaðinu er tekið á helstu
ágreiningsefnum sem upp hafa
komið á undanförnum mánuðum
eftir síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingar. Þá er í blaðinu kynning á
starfi borgarmálaráðs en blaðið er .
12 síður í venjulegu dagblaðabroti.
í leiðaranum á forsíðu segir enn-
fremur: „Seint verður nógu fast að
orði kveðið um mikilvægi þess að
sem allra flestir borgarbúar sýni
stjórn borgarinnar í stóru og smáu
lifandi áhuga. Þeir fjölmörgu sem
efast um ágæti þeirra stjórnarhátta
sem nú tíðkast hjá Reykjavíkur-
borg geta borið efasemdir sínar
saman við þá gagnrýni sem þetta
blað hefur að geyma. Hinir sem eru
vissir um ágæti hins nýja meirihluta
„Þetta lofar góðu, - ekki veitir af
Dagblaðinu“, sagði Erling Ólafsson
blaði um borgarmál. Ljósm. -Atli.
og verka hans geta vonandi haft af
því nokkra skemmtun að prófa
að vega upp á móti Mogganum og
, sem hér sést fletta „Borginni“ nýju
g sannfæringu sína gagnvart rökum
okkar sem stöndum að blaðinu".
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar fór herflugvélin í
heimildarleysi út af afmörkuðu æf-
ingasvæði sínu og tók flugumferð-
arstjórinn á svæðinu ekki eftir því
strax. Arnarflugsvélin var hins veg-
ar á hárréttri braut og brást flug-
stjóri hennar rétt við þegar hann
varð herflugvélarinnar var og
sveigði til hægri.
í ljós kom að herflugvélin flaug í
tvær mínútur beint á móti Arnar-
flugsþotunni inni á flugleið hennar
Þegar flugumferðarstjórinn varð
þessa var á radarskermi gaf hann
herflugvélinni fyrirmæli um að
sveigja strax til hægri. Mínútu síðar
mættust vélarnar og var þá innan
við 100 metra hæðarmunar á þeim.
_______________________-ÁI
Togveiðibann
í október sl. bannaði ráðuneytið
togveiðar á svæði í Reykjarfjarðar-
ál í því skyni að stuðla að auknum
línuvciðum á þessu svæði.
Bann þetta átti að gilda til 31.
apríl nk., en þar sem í ljós hefur
komið, að línuveiðar eru aðeins í
óverulegum mæli stundaðar á
þessu svæði, hefur ráðuneytið á-
kveðið að togveiðibannið falli úr
gildi 31. mars nk.