Þjóðviljinn - 18.03.1983, Blaðsíða 11
Fðstudagur 18. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
íþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Þrír til
Finnlands
Þrír íslenskir keppendur verða
meðal þátttakenda á Norðurlanda-
móti í bogfimi og lyftingum fatl-
aðra sem fram fer í Kuuskankoski í
Finnlandi um helgina. Reynir
Kristófersson keppir í 90 kg flokki í
lyftingum og þau Elísabet Vil-
hjálmsdóttir og Rúnar Björnsson í
bogfimi. Rúnar, sem.er Hríseying-
ur að uppruna, stundar nú nám í
Noregi og hefur náð ágætum ár-
angri í keppni þar.
-VS
Gunnar með
Tindastóli?
Gunnar Guðmundsson,
miðvörður 1. deildarliðs ísfirðinga
í knattspyrnu, leikur að öllum lík-
indum með Tindastóli á Sauðár-
króki í B-riðli 3. deildar í sumar.
Gunnar mun dveljast á Króknum
til áramóta og verður væntanlega
mikill styrkur fyrir lið Tindastóls
sem líklega missir nokkra af
burðarstólpum sínum frá því í
fyrra. Þjálfari Tindastóls er Árni
Stefánsson, fyrrum landsliðsmark-
vörður úr ÍBA og Fram en hann
var einnig með liðið sl. sumar.
-VS
Sautján stlga forskot dugði
Stúdentum ekki gegn IR
Sautján stiga forskotið sem 1.
deildarliðið ÍS náði gegn úrvais-
deildarliði ÍR í bikarkeppninni í
körfuknattleik í gærkvöldi dugði
ekki til að fleyta Stúdentum í úrslit
keppninnar. Þeir voru komnir í 31-
14 fljótlega eftir miðjan fyrri hálf-
leik og höfðu átta stiga forystu í
leikhléi, 42-34, en ÍR-ingar voru
sterkari í síðari hálfleiknum og
tryggðu sér þá sigur, 76-68. Það
verða því ÍR og Valur sem leika til
úrslita í bikarkeppninni á fimmtu-
daginn kemur.
Mikil barátta var í liði ÍS framan
af og mótspyrnan kom ÍR-ingum í
opna skjöldu. Bakverðirnir eld-
snöggu Árni Guðmundsson og
Gísli Gíslason stálu knettinum
hvað eftir annað af ÍR-ingum og
skoruðu úr hraðaupphlaupum.
Ekkert gekk í sókninni hjá ÍR,
knötturinn tapaðist klaufalega
hvað eftir annað og Stúdentar
gengu á lagið.
Vendipunktur leiksins var á lok-
amínútu fyrri hálfleiks þegar Stúd-
entar misstu Pat Bock útaf með
Okkur hefur bor-
99
ist himnasending”
„Okkur hefur borist himnasend-
ing“, dagði Ellert B. Schram for-
maður Knattspyrnusambands Is-
lands á blaðamannafundi í gær.
Tilefnið var hálfrar miljón króna
framlag Eimskips hf. til KSÍ, og tók
Ellert við ávísuninni góðu úr hendi
Harðar Sigurgestssonar, forstjóra
Eimskips, á fundinum.
„Fjármál KSÍ hafa alltaf verið
stopul“, sagði Ellert. „Okkur hefur
vantað fasta fjárhagsstofna, þátt-
tökugjöld, innkoma af lands-
leikjum og framlög ýmissa aðila
hafa verið helstu tekjumöguleikar
sambandsins, og þessi styrkveiting
mun marka tímamót. Vegna tap-
reksturs KSÍ á sl. ári leit út fyrir að
við yrðum að draga saman seglin
að einhverju leyti svo það að fá
stuðning sem þennan er mikilvæg-
ara nú en nokkru sinni áður“.
Gert er ráð fyrir gagnkvæmri
samvinnu Eimskips og KSÍ á þessu
ári en um næstu áramót verður á-
kveðið hvort framhald verði á
henni.
-VS
Magnús Teitsson og félagar f Stjörnunni mæta Vfkingum í Hafnarfirði í
kvöld.
• •• tx 1 •
jono byrjar
Úrsiitakeppni 1. deildar karla í
handknattleik hefst í kvöld f Hafn-
arfirði. Fjögur efstu lið forkeppn-
innar hcfja nýja stigakeppni um ís-
landsmeistaratitilinn, leika fjór-
falda umferð, og verður fyrsti
hlutinn um hclgina.
Fyrsti leikurinn verður í kvöld
kl. 20 og eigast þá við Víkingur og
Stjarnan. Að honum loknum mæt-
ast KR og FH. Á morgun, laugar-
dag, hefst keppni í Hafnarfirði kl.
14 með leik KR og Víkings en þar á
eftir leika FH og Stjarnan. Á sunn-
udag kl. 16 hefst svo leikur Stjörn-
unnar og KR en strax á eftir mætast
Víkingur og FH.
Lítill munur var á þessum fjórum
liðum í forkeppninni og sigruðu
þau hvert annað á víxl. FH og KR
hlutu þar 20 stig hvort, Víkingur 19
og Stjarnan 17. Nýliðar Stjömunn-
ar komu mjög á óvart og eru stóra
spurningarmerkið í úrslitakeppn-
inni; tekst þeim að halda sínu striki
og veita hinum þremur stóru
keppni um méistaratitilinn?
-VS
sína fimmtu villu. Þeir mættu þó
eins og grenjandi ljón til leiks í síð-
ari hálfleik og héldu forystunni
fram í hann miðjan en með tíu stig-
um í röð sem breyttu stöðunni úr
55-58 í 65-58 sneru ÍR-ingar dæm-
inu endanlega við. Þeir náðu þó
ekki að hrista Stúdenta af sér og
þegar á heildina er litið geta þeir
síðarnefndu verið þokkalega
ánægðir með frammistöðuna.
Þegar Bock var horfinn og
Bjarna Gunnari liðsstjóra hafði
verið vikið af bekknum í byrjun
síðari hálfleiks misstu Stúdentar
alla yfirvegun í leik sínum. Árni ög
Gísli voru driffjaðrirnar í leik liðs-
ins og myndu sem fyrr sóma sér
ágætlega í úrvalsdeildinni. Bene-
dikt Ingþórsson átti ágæta kafla en
skapið bar hann ofurliði. Bock var
drjúgur meðan hans naut við. Árni
og Gísli skoruðu 18 stig hvor, Ben-
edikt 12, Bock 9, Guðmundur 9 og
Eiríkur tvö.
ÍR hefði ekki unnið neitt úrvals-
deildarlið með leik sínum í gær-
kvöldi og segir það mikið um frammi-
stöðuna. Pétur Guðmundsson og
Hjörtur Oddsson voru bestu
menn en aðrir voru talsvert frá sínu
besta. Pétur skoraði 28 stig, Hjört-
ur 14, Hreinn 12, Kristinn 10, Kol-
beinn 6, Gylfi 4 og Ragnar tvö.
Fremur slakir dómarar voru
Gunnar Valgeirsson og Þráinn
Skúlason.
- VS.
Baráttuglaðir Framarar tóku
dýrmætt stig af Þrótturum
Þrjú mörk á síðustu þremur mín-
útunum tryggðu Fram dýrmætt
Stig í fallkeppni 1. deildar karla í
handknattelik þegar liðið lék við
Þrótt í Laugardalshöllinni í gær-
kvöldi. Þróttur leiddi 22-19 en með
mikilli baráttu og seiglu tókst
Frömurum að jafna metin, Herm-
ann Björnsson tryggði annað stigið
með marki eftir hraðaupphlaup á
síðustu mínútunni, 22-22.
Framarar höfðu undirtökin í
fyrri hálfleiknum, leiddu mest 7-4,
en Þróttur náði að skora fjögur síð-
ustu mörk hálfleiksins og komust
þremur mörkum yfir, 13-10. í byrj-
un þess síðari náði Þróttur fjögurra
marka forskoti, 15-11, en Framar-
ar neituðu að gefast upp og jöfn-
uðu, 16-16. Þróttur seig aftur
framúr og komst í 20-17 og 22-19
en með sömu baráttunni og Fram-
arar herjuðu út sigur gegn Val
náðu þeir stigi.
Þróttarar virkuðu sterkari aði-
linn lengst af en þeir slökuðu á á
þýðingarmiklum augnablikum og
það reyndist þeim dýrkeypt. Páll
Ólafsson var besti maður þeirra,
Ólafur H. Jónsson hélt iiðinu
saman og var drjúgur í síðari hálf-
leik og Ólafur Benediktsson lék vel
í markinu. Páll skoraði 8 mörk,
Ólafur H. 5, Guðmundur3, Jens 3,
Einar, Lárus L. og Konráð eitt
'hver.
Gunnar Gunnarsson var bestur í
vaxandi Framliði og þeir Egill Jó-
hannesson, Sigurður Svavarsson
og Hermann Björnsson stóðu ekki
langt að baki. Egill skoraði 5 mörk,
Gunnar 4, Sigurður 4, Björn 3,
Jón Gunnar
til UBK?
Jón Gunnar Bergs, miðvörður-
inn sterki úr Val og landsliðinu
undir 21 árs, hefur að undanförnu
æft með 1. deildarliði Breiðabliks
og ekki er ólíklegt að hann gangi til
liðs við Kópavogsbúana. Annar
nýr leikmaður hefur æft stíft með
Blikunum að undanförnu, Magni
Björnsson, sem undanfarin tvö ár
hefur varið mark Einherja frá
Vopnafirði.
-VS
Bikarmót
í Bláfjöllum
Bikarmót Skíðasambands fs-
lands, sem vera átti á Siglufirði um
helgina, hefur verið fært um set og
fer fram í Bláfjöllum við Reykjavík
í staðinn. Keppt verður í svigi og
stórsvigi, karla og kvenna, og renn-
ir skíðafólkið sér af stað kl. 11,
bæði laugardag og sunnudag.
Hermann 3, Hannes 2 og Erlendur Staðan í fallkeppninni:
eitt. Valur.........16 8 1 7 325-301 17
Á eftir léku Valur og ÍR og unnu ........| l 1 ”£”1 ]\
Valsmenn öruggan sigur, 21-14, fp..................16 0 0 16 277-450 0
eftir að hafa leitt í hléi, 13-8.
-FE/VS
Gífurleg spenna
fyrir lokaumferðlna
Lokaumferð úrvalsdeildarinnar
í körfuknattleik er á dagskrá um
helgina. Mikil spenna hefur verið í
deildinni í vetur, á toppi og botni,
og ráðast úrslit á báðum víg-
stöðvum í lokaumferðinni. Þó gæti
farið svo að grípa þyrfti til auka-
leiks um fallið milli KR og Fram.
í kvöld leika Njarðvík og KR í
Njarðvík. Heimaihenn hafa að
engu að keppa, nema helst þriðja
sætinu, en takist KR-ingum að
sigra hafa þau gulltryggt sæti sitt í
deildinni. Tapi þeir, eiga Framarar
möguleika. Þeir mæta IR í Hagask-
ólanum á sunnudaginn kl. 14 og
verða að sigra til að ná aukaleik við
KR, svo framarlega sem Vestur-
bæjarliðið tapar í Njarðvík sem alls
ekki er gefið.
Á mánudagskvöldið rennur svo
stóra stundin upp. Þá mætast efstu
liðin, Valur og Keflavík, í hreinum
úrslitaleik um meistaratitilinn.
Bæði hafa 28 stig úr nítján leikjum
og þar sem jafntefli er ekki til í
körfuknattleik er öruggt að nýir ís-
landsmeistarar verða krýndir í
Laugardalshöllinni. Leikurinn þar
hefst kl. 20.30. í helgarblaðinu
verður fjailað um lið Vals og Kefla-
víkur og rætt við leikmenn þessara
tveggja bestu körfuknattleiksliða
landsins. -VS
Gunnar Árnason - lék 215 leiki í röð fyrir Þrótt.
Leikjaröð Gunnars
lauk í fyrrakvöld
Bikarúrslitaleikirnir í blaki á sunnudaginn
Einstakri leikjaröð Gunnars Árnasonar, blakmannsins kunna úr
Þrótti, lauk í fyrrakvöld þegar lið hans lék við HK í bikarkeppninni.
Fram að þeirri viðureign hafði Gunnar leikið síðustu 215 leiki Þróttar.
Sl. laugardag fór að bólgna á honum annar handleggurinn og það skipti
engum togum, piltur var skikkaður til að hafa hann í gipsi í viku.
Gunnarvonast þó til að geta leikið úrslitaleik bikarkeppninnar gegn
ÍS á sunnudaginn. Sá leikur verður í Hagaskóla og hefst kl. 14. Þar er
keppt um glæsilegan bikar, gefinn af Smjölíki hf. og nefnist hann
Ljómabikarinn. Strax á eftir þeim leik fer fram úrslitaviðureignin í
bikarkeppni kvenna. Þar mætast Þróttur og Breiðablik.
-VS