Þjóðviljinn - 18.03.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mars 1983
Auga sem rœður óleystar
gátur stjörnugeimsins
IRAS heitir nýr bandarískur gervihnöttur sem gengur
fyrir sólarorku, er nú kominn á loft og ertalinn geta sýnt
okkur geiminn í nýju Ijósi. En IRAS er þeirrar náttúru aö
geta „séð“ útrautt Ijós eöa hitabylgjur, nema útgeislun
sem er utan viö skynjunarmöguleika mannsins.
Jaf nvel kaldir hlutir gefa f rá sér nokkrun hita og því
getur IRAS „séð“ geimfyrirbæri sem annars verða ekki
skráð.
Þetta er líkan af IRAS, sem getur tekið eftir rafmagnsperu sem
kveikt væri á í 6000 miljón kílpmetra fjarlægð.
Fram til þessa hafa rannsóknir af
þessu tagi verið miklum annmörk-
um háðar. Vegna þess að rakinn
í andrúmslofti jarðar tekur til sín
mestallt útrautt ljós hafa stjörnu-
fræðingar reynt að gera athuganir
sínar með aðstoð loftbelgja sem
sendir eru hátt á loft, eða eld-
flauga, eða fara sjálfir á loft í sér-
staklega útbúnum flugvélum. En
IRAS er þannig gerður að hægt er
með öllu að sneiða hjá truflandi
áhrifum andrúmsloftsins.
Furðulegt næmi
Til þess að koma í veg fyrir að
eiginn hiti og svo geimhiti trufli at-
huganir á uppruna innrauðra geisla
úr miklum fjarska, verða hin næmu
tæki gervihnattarins að vera í
geysiköldu ástandi. Því er tækjum
þessum komið fyrir í einskonar hit-
abrúsa, sem fylltur er samþjöpp-
uðu helíum í vökvaformi, sem
heldur öllu saman í kulda sem er
fjórum gráðum fyrir neðan há-
marksfrost (mínus 459 á Fahren-
heit). Tækin eru svo næm, að þau
gætu tekið eftir lítilli rafmagns-
peru, sem kviknaði á reikistjörn-
unni Plútó í 6000 miljón kílómetra
fjarlægð.
Nákvæm stýring
Þetta mikla næmi hefur sínar
hættulegu hliðar. Ef svo vildi til, að
tækin litu sem snöggvast í sólina
eða á jörðina þá gæti fjarsjáin
brunnið. Jafnvel sterkt endurkast
af birtu mánans eða stórrar reiki-
stjörnu eins og Júpíters gæti eyði-
lagt rannsóknirnar. Sér til verndar
hefur IRAS því vel fágaðan sól-
arskjöld gullhúðaðan. En besta
trygging gervihnattar þessa fyrir
óhöppum er nákvæm stýring hans.
IRAS fer kringum jörðina á 103
mínútum í 560 mflna hæð og eftir
braut sem liggur frá heimskauti til
heimskauts. Með þessu móti er
hnettinum haldið nokkurnveginn á
þeirri línu á yfirborði hnattarins
þar sem dagur og nótt mætast. Á
þeirri braut er jafnan hægt að snúa
fjarsjánni um 90 gráður frá sólu, en
samt veiða í sólarrafhlöður orku til
að reka gervihnöttinn.
Útbúnaðurinn er bandarískur og
hollenskur, og upplýsingar frá IR-
AS eru teknar niður á Englandi.
Mikilsverðar
spurningar
Gert er ráð fyrir að IRAS geti
staðsett um miljón himnaflykki
áður en helíumforði hans gengur til
þurrðar. Með tækjum hans er hægt
að fylgjast með ungum köldum
stjörnum sem nú eru faldar á bak
við slæður smáagna sem loka fyrir
venjulegt ljós. Gervihnötturinn
mun einnig kanna gamlar stjörnur
sem eru að syngja sitt síðasta vers.
Nær okkar heimkynnum getur IR-
AS kannski komið sínu auga á
reikistjörnuna X sem marga grunar
að leynist einhversstaðar handan
við Plútó.
Auga hnattarins getur einnig
hjálpað til að ganga úr skugga um
það hve vetrarbraut okkar er stór
og fundið nýjar vetrarbrautir og
kvasara. Með því að finna nýjar
uppsprettur orku getur IRAS einn-
ig hjálpað til að leysa þá spurningu
sem stærst er í stjarnfræðinni:
hvort geimurinn muni halda áfram
að þenjast út í það óendanlega eða
hrynja saman undir miskunnar-
lausri streitu eigin þyngdarafls.
(Byggt á Time).
»>
Hœttan sem felst í þessum
hugtakaruglingi er sú að óprúttnir
stjórnmálamenn geta skákað í
skjóli hans og komist til valda og
áhrifa án þess nokkur viti í rauninni
fyrir hvað þeir standa.
Er pólitíkin
ópólitísk?
í Kastljósi fyrir réttri viku var
Sigurveig Jónsdóttir fréttamaður
að spyrja þrjá þingfréttaritara
álits á störfum Alþingis í vetur.
Eftir að fréttamaður Morgun-
blaðsins hafði lýst þeirri stefnu
síns blaðs að gæta hlutleysis í frá-
sögnum frá Alþingi, sneri Sigur-
veig sér að Oddi á Tímanum og
spurði hann hvort því væri eins
farið á hans blaði, hvort þing-
fréttirnar væru „ópólitískar" þar
eins og á Mogganum.
Eins og gefur að skilja kom
nokkuð kúnstugur svipur á Odd
og hann svaraði eitthvað á þá leið
að þingfréttir yrðu seint taldar
ópólitískar.
Þetta verður vart talið ofmælt
hjá Oddi. Hins vegar er þessi
notkun Sigurveigar á orðinu ó-
pólitískur æði útbreidd. Hún
endurspeglar þá almennu hug-
takabrenglun sem einkennir ís-
lenska þjóðmálaumræðu.
Ég ætla að nefna annað dæmi.
Fyrir allnokkru birti Helgarpóst-
urinn viðtal við Björn Þórhalls-
son varaforseta ASÍ og áhrifa-
mann í Sjáifstæðisflokknum. í
viðtalinu lét Björn m.a. þau orð
falla að hann gætti þess í störfum
sínum innan verkalýðshreyfing-
arinnar að láta pólitíkina ekki
þvælast fyrir sér.
Hvað í ósköpunum átti maður-
inn við? Er það ekki lengur póli-
tík að starfa í fremstu röð verka-
lýðshreyfingarinnar? Og á staða
Björns innan Sjálfstæðisflokksins
engan þátt í að lyfta honum í stól
varaforseta ASÍ?
Eftir að hafa velt þessu fyrir
mér nokkra hríð komst ég að
þeirri niðurstöðu að það sem
Björn ætti við væri að hann gætti
þess að láta flokkspólitík ekki
hafa áhrif á störf sín að faglegum
stefnumiðum verkalýðshreyfing-
arinnar. Ég hef ekki trú á því að
varaforseti einhverra fjölmenn-
ustu og áhrifamestu samtaka
landsins sé svo skyni skroppinn
að halda að starfsemi ASÍ sé ekki
pólitísk.
Pytturinn sem þau detta bæði í,
Björn og Sigurveig, er sá að rugla
saman hugtökunum pólitískur og
flokkspólitískur. Á þessu tvénnu
er sem betur fer ennþá nokkur
munur. Ég segi sem betur fer því
ef munurinn væri enginn væri
harla lítið svigrúm fyrir okkur
pólitísku munaðarleysingjana.
Einokun flokkanna fjögurra á
pólitískum umsvifum er að vísu
allt of mikil, en vald þeirra er þó
enn ekki nógu mikið til að þeir
geti stimplað alltpólitíkóviðkom-
andi sem þeir hafa ekki puttana
í.
Ég og fleiri munaðarleysingjar
erum þeirrar skoðunar að pólitík
sé miklu víðtækara hugtak en svo
að það rúmist í stefnuskrám ís-
lensku stjórnmálaflokkanna. Svo
dæmi sé tekið eru ekki ýkja mörg
ár síðan sumir flokkanna fóru að
ræða fjölskyldupólitík. Varla
hafa málefni fjölskyldunnar verið
ópólitísk frá því í árdaga og þang-
að til krötum og frömmurum
hugkvæmdist að móta stefnu í
þeim.
Ég er á þvf að allt umhverfi
mannsins sé pólitískt í þeim skiln-
ingi að þótt í umræðum sé hægt
að aðgreina hina ýmsu þætti þess
þá eru þeir svo samþættir í veru-
leikanum að vonlaust er að tína
úr þá sem engin áhrif hafa á líf
fólks og kjör, ef þeir skyldu vera
til. Þess vegna er pólitík víðara
hugtak en svo að það rúmist
innan veggja fjögurra misþröng-
sýnna flokka, ekki einu sinni
Bandalag jafnaðarmanna spann-
ar allt hugtakið í málefnagrund-
velli sínum sem einna helst
minnir á vörulista póstverslunar.
En þessi ruglingur með hug-
takið pólitík er því miður ekkert
einsdæmi í íslenskri stjórnmála-
umræðu. Flest hugtök sem þar
fjúka um sali eru svo illa skil-
greind og notuð af þvílíkri óná-
kvæmni að öll umræða verður
marklaus. Sama hugtakið hefur
gerólíka merkingu eftir því hver
notar þau. Ég þykist t.d. vita að
Hannes Hólmsteinn og Ragnar
Stefánsson leggja þó nokkuð ó-
líkan skilning í hugtökin „frelsi"
og „kommúnismi", svo dæmi sé
tekið.
Að þessu leyti erum við íslend-
ingar mun verr á vegi staddir en
aðrir evrópubúar. í öðrum evróp-
uríkjum hefur t.d. hugtakið „li-
beral“ mjög ákveðna sögulega
merkingu í stjórnmálaumræðu.
Það varð til á uppgangstímum
kapítalismans og merkti þá
stefnu að vilja aflétta öllum
hömlum á frelsi markaðarins.
Þetta hugtak var lengi vel þýtt
með orðinu „frjálslyndur" en á
leiðinni yfir hafið breyttist merk-
ing þess og komið til íslands
þýddi það svona almennt að vilja
ekki vera vondur við náungann,
að vera heldur á móti því að
leggja umtalsverðar hömlur á
frelsi fólks.
Nú hefur „liberalisminn"
skotið upp kollinum á nýjan leik,
en svo er Hannesi og félögum
fyrir að þakka að nú heitir hann
„frjálshyggja". En stefnan verð-
ur ekkert fallegri við nafn-
breytinguna.
Hættan sem felst í þessum
hugtakaruglingi er sú að óprúttn-
ir stjórnmálamenn og framagos-
ar geta skákað í skjóli hans og
komist til valda og áhrifa án þess
að nokkur viti í raun fyrir hvað
þeir standa. Um þetta eru mý-
mörg dæmi í íslenskri pólitík,
bæði gömul og ný.
Þar fyrir utan veldur ruglingur-
inn þeim sem reyna að útskýra
íslenska pólitík fyrir útlendingum
ómældum höfuðverk. Ég ætla
ekki að reyna að lýsa svipnum
sem kom á franska blaðamann-
inn þegar ég þýddi fyrir hann
nafnið á Samtökum frjálslyndra
og vinstri manna. Á hans máli
voru „frjálslyndi" (sem ég þýddi í
anda þess tíma með orðinu „li-
beral“) og „vinstri" ósættanlegar
andstæður. Og ekki batnaði á-
standið þegar ég sagði honum að
Samtökin segðust aðhyllast jafn-
aðarstefnuna.
Þröstur Haraldsson er blaðamað-
ur, m.a. verið á Þjóðviljanum,
Helgarpóstinum, ritstýrt Norður-
landi, Sæmundi og víðar komið
við sögu skráningar á almennum
tíðindum og útleggingum.