Þjóðviljinn - 18.03.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.03.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. mars 1983^ ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 búsýslan Fulltrúar úr stjórn Neytendasamtakanna og Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis, talið frá vinstri: Reynir Ármannsson, ritari NS, Guðsteinn V. Guðmundsson, frkvstj. NS, Jón Magnússon, formaður NS, Jóhannes Gunnarsson, formaður NRON og varaformaður NS og Erna Hauksdóttir, varaformaður NRON. Útbreiðsluherferð N ey tendasamt akanna Neytendasamtökin á íslandi verða 30 ára þann 23. mars n.k. Þau hafa jaf nan starfað að hagsmunamálum neytenda eftir því sem efni hafa leyft hverju sinni, en óhætt er víst að segjá að þau hafa löngum verið lítil. Nú eru um 4.000 félagar í NS á landinu öliu. En betur má ef duga skal. fyrir útbreiðsluherferð til þess að Neytendasamtökin gangast nú auka þátttöku almennings í sam- Heimilisfræðsla og skólanesti Hússtjórnarkennarafélag ís- lands og Manneldisfélag Islands boða til sameiginlegs fundar um kennslu í heimilisfræðum og skólanesti í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands, þriðjudaginn 22. mars. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Salóme Þorkelsdóttir, alþing- ismaður, ræðir um tillögu Jil þingsályktunar um eflingu heimilisfræðslu í grunnskólum. Bryndís Steinþórsdóttir, náms- stjóri, segir frá stöðu heimilis- fræða í grunnskólum. Oddur Helgason, framkvæmdastjóri, segir frá tilraun með skólanesti í grunnskólum í Rvk. Hússtjórnar- kennararnir Benedikta G. Wa- age og Anna Finnsdóttir kynna skólanesti. Laufey Steingríms- dóttir, formaður Manneldisfé- lags íslands, stjórnar umræðum. tökunum. Herferðin miðar að því að gera þau öflugri og virkari, þannig að þau geti betur sinnt þeim fjölmörgu málum neytenda sem bíða úrlausnar. Áætlað er að fræðslustarfsemi Neytendasamtakanna aukist ver- ulega á næstunni og komið verði á framfæri hentugu upplýsinga- efni fyrir neytendur. Stefnt er að stofnun neytendafélaga víða á landinu þar semslík félög eru ekki starfandi nú þegar. Auk þess sem hér er nefnt hef- ur Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis ýmislegt á prjónun- um, svo sem kynningarstarfsemi í verslunum, könnun á vilja neytenda varðandi afgreiðslu- tíma verslana, könnun á gæðum nautahakks og margt margt fleira sem neytendum kemur til góða. Munið - öflug neytendasamtök er allra hagur. Snúið ykkur því til skrifstofu samtakanna, Austur- stræti 6, sími 21666. ast Fœðingarorbf dagmœðra og húsmœðra Búsýslunni hefur borist athug- asemd frá Lífeyrisdeild Trygging- astofnunar ríkisins vegna greinar um fæðingarorlofið, sem birtist hér á síðunni í síðustu viku. Bréfið fjallar um vinnuframlag bændakvenna og dagmæðra og er nánari útlistun á því hvernig fæðingarorlof þeirra er reiknað. stundafjöldi áætlaður í samræmi við vinnutekjur. Samkvæmt gjaldskrá, sem gildir fyrir dag- mæður, eru laun sem greidd eru fyrir heilsdagsgæslu fjörurra barna svipuð fullum mánaðar- launum verkakvenna. Við þessar upplýsingar er síðan miðað, þeg- ar ákveðið er, að í skilningi 16. Við þökkum Þorgerði Benedikts- dóttur, lögfræðingi, kærlega fyrir upplýsingarnar og mættu fleiri stofnanir taka svo skjótt við sér þegar fjallað er um málefni, sem undir þær heyra. Athugasemd frá Lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins vegna greinar í Þjóðviljanum þann 4. mars sl. um fæðingaror- lof. Greinin er undirrituð ast. Vinnuframlag dag- mœðra í skilningi 16. gr. almanna- tryggingalaga Meginreglan er sú, að vinnu- framlag er staðfest með vottorði vinnuveitanda og felur það vott- orð í sér upplýsingar um vinnu- stundafjöldaásamtlaunagreiðslu. - Sum störf eru hins vegar þannig vaxin, að enginn atvinnurekandi er til þess að staðfesta vinnu- stundafjölda. Þannig fer því farið um störf dagmæðra. Þegar um slík störf er að ræða, er vinnu- gr. almannatrygginga teljist heilsdagsgæsla eins barns nema fjórðungi úr dagvinnu. - Við þessa ákvörðun leggur Trygging- astofnun ekki mat á það, hversu mikil vinna liggur í raun að baki gæslu eins barns. Tryggingastofn- un miðar hér einungis við þau laun, sem greidd eru fyrir slíkt starf, en það er sá eini mælikvarði sem Tryggingastofnun getur mið- að við, þegar vinnustundafjöldi við launuð störf er áætlaður. Vinnuframlag bœndakvenna Við ákvörðun á vinnuframlagi bændakvenna, sem vissulega eru í nokkurri sérstöðu, er byggt á útreikningi frá Búreikningastofn- un landbúnaðarins um meðal- vinnuframlag húsmæðra við land- búnaðarstörf. Miðað er hér við unnar stundir. Geti bóndakona sannað vinnuframlag umfram meðaltalið, bætist sá vinnustund- afjöldi við það meðaltal sem gild- ir hverju sinni. Verðmerkingum ábótavant Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis hefurgert könnun á verðmerkingum í búöargluggum í miðbæ Rvk. og Kópavogs. Gef in var einkunnin góð, sæmileg og slæm, góð verðmerking ef allt var verðmerkt á greinilegan hátt, sæmileg ef ekki allar vörur voru verðmerktar eða á ógreinilegan hátt og slæm ef engar vörur voru verðmerktar eða á mjög ógreinilegan hátt. Könnun á verðmerkingum í búðargluggum í miðbæ Reykjavíkur og Kópavogs. Könnun í desember 1982 Fjöldi verslana Tölur t prósentum Góð Sæmil. Slæm Göð Sæmil. Slæm Hér í töflunni fylgja niðurstöð- ur könnunarinnar, en hún fór fram í tvennu lagi. Hún sýnir svo ekki verður um villst, að þesssum málum er víða ábótavant, en öll- um kaupmönnum er skylt að verðmerkja vörur í búðarg- luggum og annars staðar á áber- andi hátt. Regluna gaf Verðlags- stofnun út í tilkynningu nr. 53 ár- ið 1980 og er hún svohljóðandi: „Allir þeir, sem selja vörur og þjónustu beint til neytenda, skulu| merkja vörur sínar og þjónustu1 með söluverði, eða auglýsa sölu-| verðið á svo áberandi hátt á söl-| ustaðnum, að auðvelt sé fyrir við-j skiptamenn að lesa það. Þetta gildir jafnt um vörur,1 sem eru til sýnis í búðargluggum, sýningarkössum eða á annan hátt. Verðið má setja á vöruna sjálfa, á viðfestan miða eða á um- búðir vörunnar." Miðbær Reykjavíkur Miðbær Kópavogs 73 3 61 9 47 2 40,3% 33,7% 26,0% 21,4% 64,3% 14,3% Samtals 76 70 49 39,0% 35,9% 25,1% Könnun í febrúar1983 Góð Fjöldi verslana Sæmil. Slæm Tölur í prósentum Góð Sæmil. Slæm Miðbær Reykjavfkur 91 64 51 44,2% 31,1% 24,7% Miðbær Kópavogs 5 9 0 35,7% 64,3% 0 Samtals 96 73 51 43,6% 33,2% 23,2%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.