Þjóðviljinn - 18.03.1983, Side 15
Föstudagur 18. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Málfríður Finnbogadóttir talar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn
hennar KarIottu“ eftir E.B. White
Ragnar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug
Þorvaldsdóttir les (21).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
10.30 „Það er svo margt að minnast á “
Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.00 íslensk kór- og einsöngslög
11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarmað-
ur: Borgþór Kjærnested.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurð-
ardóttir kynnir óskalög sjómanna
14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán
Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (25).
15.00 Miðdegistónleikar Heinz Holliger,
Maurice Bourgue og I Musici strengja-
sveitin leika Konsert fyrir tvö óbó og
hljómsveit eftir Tommaso Albinoni /
Pepe og Celín Romero leika konsert í
G-dúr fyrir tvo gítara og hljómsveit eftir
Antonío Vivaldi, ásamt Sinfóníuhljóm-
sveitinni í San Antonio; Victor Aless-
andro stj. / Hermann Baumann og Her-
bert Tachezi leika á horn og orgel Horn-
konsert eftir Christoph Förster.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hvítu
skipin“ eftir Johannes Hcggland Ingólf-
ur Jónsson frá Prestbakka þýddi. Anna
Margrét Björnsdóttir les (4).
16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Dóm-
hildur Sigurðardóttir (RÚAK.)
17.00 Með á nótunum Létt tónlist og
leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar-
menn: Ragnheiður Davíðsdóttir og
Tryggvi Jakobsson.
17.30 Nýt't undir nálinni Kristín Björg Þor-
steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm-
plötur. Tilkynningar.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart a. Adagio og
fúga í c-moll K. 546, Adagio og allegro í
f-moll K. 594 og Þrjár fúgur K. 405.
Hátíðarhljómsveitin í Luzern leikur;
Rudolf Baumgartner stj. b. Píanókons-
ert nr. 21 í C-dúr K. 467. Wilhelm
Kempff og Sinfóníuhljómsveit útvarps-
ins í Múnchen leika; Bernhard Klee stj.
21.40 „Mesti fjölmiðill allra tíma“ Jón R.
Hjálmarsson flytur erindi.
22.40 „Gönguferðin", smásaga eftir
Normu E. Samúelsdóttur Höfundurinn
les.
23.05 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas-
sonar
01.10 Ánæturvaktinni-SigmarB. Hauks-
son - Ása Jóhannesdóttir.
RUV
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.50 Prúðuleikararnir Gestur þáttarins er
bandarski söngvarinn Johny Cash. Þýð-
andi Þrándur Thoroddsen.
21.15 Kastljós Umsjónarmenn Bogi Ág-
ústsson og Bolli Héðinsson.
22.20 Billy Jack Bandarísk bíómynd frá
1971. Leikstjóri T.C.Frank. Aðalhlut-
verk: Tom Laughlin, Delores Taylor,
Bert Freed og Clark Howatt. Myndin
lýsir baráttu harðskeytts manns til varn-
ar skóla fyrir heimilislausa unglinga á
landssvæði indíána í Arizona, en skólinn
er mikill þyrnir í augum hvítra manna í
nálægum smábæ. Myndin er ekki við
hæfi barna. Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
00.15 Dagskrárlok
fr
N'
yyy
rðið
r
hans Olafs
Hábarður skrifar:
I víðáttumiklu afmælisvið-
tali við Ólaf Jóhannesson í
Tímanum nú á dögunum
kennir eðlilega ýmissa grasa
og verða þau naumast öll talin
til nytjajurta.
Þó að fátt kæmi nýtt fram í
þessu langa viðtali heldur væri
það mestmegnis endurtekn-
ingar á ýmsu því, sem Ólafur
hefur áður sagt, væri samt
freistandi að grafa ofurlítið
ofan í sumt af því, sem þarna
er drepið á. Það verður þó
ekki gert að gagni í ofurlitlu
bréfkorni en á eitt má þó
minnast.
Möðruvallamaður, kominn
til föðurhúsanna og hafði upp
úr því þægilegan ritstjórastól,
spyr:
„Sú efnahagsstefna, sem
Framsóknarflokkurinn
barðist fyrir í síðustu Alþing-
iskosningum, hlaut góðan byr
meðal kjósenda. Hversvegna
tókst framkvæmdin ekki
betur?
Ólafur svarar:
„Þessi niðurtalningarstefna
er góð stefna. Ég tel mig hafa
sett hana fyrst fram í skýrslu
minni um Þjóðhagsáætlun
1979. Þar er hana að finna,
Nafnið (lbr. mín) og annað.“.
Svo koma bollaleggingar og
vangaveltur um það af hverju
Ólafi tókst ekki að koma þess-
ari góðu stefnu sinni í fram-
Jú, þetta er bara stórsnjallt
nafn hjá mér, nú dettur eng-
um í hug að rifja það upp, sem
Eysteinn var að skrafa.
kvæmd. Sennilega er nú
ástæðan sú, að allir hafi ekki
verið á einu máli um að stefna
Ólafs væri „góð stefna".
En látum það liggja á milli
hluta, lítum heldur á annað.
Ólafur segist hafa sett þessa
stefnu fyrst fram. Það er
meira en vafasöm fullyrðing.
Ólafur er, þrátt fyrir góðar
gáfur og töluverða leikni í
þrætubókarlist, ekki sérlega
hugkvæmur. Glíman við verð-
bólguna er ekki ný af nálinni.
Hún hefur staðið, linnulaust
að kalla, allt frá stríðslokum,
en árangurinn látið á sér
standa. Fyrir allmörgum
árum barðist Eysteinn Jóns-
son fyrir því, sem hann nefndi
niðurfærsluleið. í megin atr-
iðum er það sú sama stefna og
Ólafur segir Elíasi að hann
hafi fundið upp 1979. Ólafur
fann þannig ekki upp neina
nýja stefnu. En hann fann
annað upp. Hann fann upp
nýtt nafn á gömlu úrræði:
„niðurtalningarstefnu“. Það
mátti ekki nefna niðurfærslu-
leið því þá gátu menn farið að
rifja ýmislegt upp, sem ekki
var allskostar heppilegt fyrir
hinn nýja „uppfindinga-
mann“. Þessvegna bjó Ólafur
til nýtt orð, frábærlega
klúðurslegt, „niðurtalningar-
stefnu", (niðurgangur væri
ólíkt þjálla) og það er eigin-
lega hið eina, sem hann á í
þessari stefnu.
bamahorn
Asninn
Úti á enginu óx eitt sinn fallegt tré.
Dag nokkurn hljóp asninn út á eng-
ið og rakst þá svo óþyrmilega á tréð
að hann fékk stóra kúlu á ennið.
Þá varð hann reiður og hljóp niður
að ánni, þar sem bjórinn býr og hróp-
aði:
- Heyrðu bjór, þekkir þú engi
með stóru fallegu tré?
- Auðvitað geri ég það, sagði
bjórinn.
- Komdu þá með mér, bjór. Við
skulum fjarlægja þetta tré. E*ú hefur
beittar tennur og getur skorið það
niður.
- En hvers vegna á ég að gera það?
spurði bjórinn.
- Ég hef fengið kúlu á ennið og það
er trénu að kenna, þess vegna vil ég
losna við það.
- Já, en hvers vegna leistu ekki í
kringum þig?
- Hvers vegna - hvers vegna?
Ég get ekki verið að glápa í allar áttir.
Komdu nú með, sagði asninn.
- Vesalings tréð. Það er svo fallegt
þarna á enginu.
- En það er fyrir mér. Reyndu nú
að tygja þig af stað.
- Nei, ég kem ekki með, sagði
bjórinn.
- Það er ef til vill of erfitt fyrir þig
eða hvað?
- Það er ekki erfitt, en ég vil ekki
gera það.
- Hvers vegna?
- Vegna þess að ef ég naga tréð í
sundur muntu detta um trjástofninn.
- Þá getur þú grafið það niður.
- Ef ég geri það dettur þú niður í
holuna.
- Hvers vegna þá?
- Af því að þú ert asni, svaraði
bjórinn.
Snati
er
týndur
Reynið að koma
Snata
heim til Óla iitla
svo hann
hætti að gráta.
mv\
\m 'Ec*
Hún Sigga var bara 5 ára þegar hún teiknaöi þessa mynd af sér, pabba og
mömmu fyrir framan húsið þeirra. Takk fyrir Sigga.