Þjóðviljinn - 18.03.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 18.03.1983, Side 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mars 1983 MODVIUINN Máígagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Husmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. íminningu Marianellu • Marianella Gartia-Villas forseti Mannréttindanefnd- ar E1 Salvador sótti ísland heim í nóvember síðast- liðnum og aflaði málstað mannréttindabaráttu í heima- landi sínu fylgis. Nú hefur hún verið myrt að undirlagi stjórnvalda í E1 Salvador sem njóta stuðnings Banda- ríkjastjórnar. Skyndilega hefur fjarlægur hildarleikur verið fluttur heim á bæjarhlað hjá okkur. Marianella Garcia-Villas ræddi við fjölmarga íslendinga í heim- sókn sinni fyrir aðeins fjórum mánuðum og hreif þá með hugrekki sínu, rökvísi og heiðarleika. Tölurnar um að ógnarstjórnin í E1 Salvador hafi staðið fyrir morðum á 40 þúsund óbreyttum borgurum öðlast allt í einu merkingu og sára tilfinningu vegna þess að mann- eskja hefur verið myrt sem íslendingar hafa staðið aug- liti til auglitis við. • Bandarískur sendiherra sem hafði viðdvöl á íslandi á leið sinni til þess að sannfæra Alþjóðasamband jafn- aðarmanna um nauðsyn aukinnar hemaðaraðstoðar Bandaríkjanna við stjórnvöld í E1 Salvador setti fram þá kenningu að þokast myndi í lýðræðisátt þar í landi með því að haldnar væru nógu oft kosningar. Um leið hafði hann þá sögu að segja að siðferðisstyrkur her- manna stjórnarinnar í E1 Salvador væri á þrotum. Þess- vegna þyrfti að dæla meiri peningum í leikbrúður Bandaríkjanna þar. • Ástæðuna fyrir því að Bandaríkjastjórn styddi gjör- spillta ógnarstjórn í E1 Salvador sagði William H. Lures vera þá, að Sovétmenn hefðu tekið upp byltingarstefnu í Suður-Ameríku, og vildu hefna fyrir brottrekstur sinn úr Mið-Austurlöndum og stuðning Bandaríkjastjórnar við andófsmenn í Afghanistan með því að styðja bylt- ingarstarfsemi kommúnista í nágrannalöndum Banda- ríkjanna. í augum Bandaríkjastjórnar snýst því stríðið í E1 Salvador um stórveldaátökin við Sovétríkin. • Páfinn í Róm hefur skorað á stórveldin að leyfa Suður-Ameríkumönnum að leysa sín mál sjálfir. Sú leið yrði ekki átakalaus eða án blóðsúthellinga, en skyldi hún ekki leiða til bærilegri lausna heldur en stuðningur Bandaríkjastjórnar við hægri sinna og her- foringja bak við kosningaleiktjöld? Pá leið telja Bandaríkjamenn sig ekki hafa efni á að fara með tilliti til hernaðarlegra og efnahagslegra hagsmuna, og þess- vegna skrifast ógnaröldin víða í löndum Suður-Áme- ríku á þeirra reikning. • Fórnarlömb þessarar ógnaraldar eru meðal annars fólk eins og Marianella Garcia-Villas. Fordæmi hienn- ar mun verða leiðarljós í mannréttindabaráttunni og hvatning til þess að sýna samstöðu gegn íhlutun Banda- ríkjastjórnar í El Salvador. Hún féll fyrir morðingja- hendi þegar hún var að hefja könnun á vísbendingum um notkun efnavopna í hernaði stjórnvalda þar. Sann- anir um notkun slíkra efna hefðu komið Bandaríkja- stjórn illa, ef Marianella Garcia-Villas hefði fengið tækifæri til þess að kynna þær í Genf og París síðar á árinu á vegum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna. Bandaríkjamenn telja sig hafa sannanir fyrir notkun eiturefna í Afghanistan og upplýsingar um sams- konar framferði í E1 Salvador frá heimsþekktri mann- réttindakonu hefðu þýtt nokkra glataða áróðursplúsa. Þeirri hendi sem felldi Marianellu kann því að hafa verið stýrt frá Washington. - ekh. Framsóknarspeki • Framsóknarmenn hafa lítið lært í átökunum við Alu- suisse. Enn er verið að suða um það í Tímanum að íslendingar hefðu átt að vísa deilumálum við Alusuisse í gerðardóm. Það er álíka gáfulegt eins og að halda því fram að skattstjóranum beri að vísa til dómstóla hækk- un álagningar á skattsvikara. Ef skattsvikarinn sættir sig ekki við lögmætar aðgerðir er það auðvitað hans að áfrýja. Og það hefur margsinnis komið fram að ekkert er því til fyrirstöðu að verja málstað íslendinga fyrir alþjóðlegum gerðardómi kjósi Alusuisse að fara þá leið. - ekh. klippt Sameiningar- táknið Eggert Haukdal Alveg er með ólíkindum hvað jafn vandaður maður og Þórarinn Þórarinsson getur látið hafa sig út í. Þannig skrifar hann dag eftir dag endemis leiðara og skrif um að Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hafi komið í veg fyrir þjóðareiningu gegn Alusuisse-hringnum á undan- förnum misserum! Þetta gerir Þórarinn að sjálfsögðu gegn betri vitund; hann veit manna gerst hvaða þjóðlegu öfl hafa sam- einast í álmálinu; hverjir álflokk- arnir eru. Þórarinn grípur til allra óvönd- uðustu meðala sem finnast til að sannfæra lesendur Tímans um þetta. í leiðara í gær segir Þórar- inn að Framsóknarflokkurinn hafi reynt „að koma á þjóðar- einingu og samstöðu um álmálið með því að Alþingi hefði forystu um nýja viðræðunefnd“. Hér er ritstjórinn að tala um hina frægu tillögu meirihluta atvinnunefnd- ar, sem sendi frá sér tillöguna um forgjöf til Alusuisse hringsins. Þessi nefnd undir formennsku Eggerts Haukdals er þá orðin höfundur þeirrar einingar og samstöðu sem Þórarinn Þórarins- son og Framsóknarflokkurinn vilja sýna í Alusuisse-málinu. Þórarni andmœlt Þessi makalausi málflutningur Tímaritstjórans um að tillaga Eggerts Haukdals og félaga sé sú þjóðareining sem íslensk stjórn- völd eigi að hafa að leiðarljósi í baráttunni við Alusuisse- hringinn fellur ekki í alltof góðan jarðveg hjá öðrum Framsóknar- mönnum. Þannig ségir Haraldur Ólafsson frambjóðandi.flokksins í Reykjavíkurkjördæmi í Tím- anum í gær: „Tillagan um ál- viðræðunefndina er auðvitað ekkert annað en vantraustsyfir- lýsing á iðnaðarráðherra“. Og síðar í greininni segir Haraldur: „En hinu má ekki heldur gieyma að vantraust á iðnaðarráðherra veikir samningsstöðu okkar“. Með öðrum orðum, það sem Þórarinn kallar þjóðareiningu í baráttunni gegn Alusuisse, segir Haraldur að veiki samingsstöðu okkar! Og þannig kemur Harald- ur upp um strákinn Tuma. Erfið staða Framsóknar í leiðara Þórarins í gær er látið að því liggja að frumvarp Al- þýðubandalagsins hafi verið lagt frarn í þinginu án þess að reynt hafi verið á einhliða aðgerðir meðal • samstarfsaðilja ríkis- stjórnarinnar. Þetta er að sjálf- sögðu alrangt. Þrátt fyrir sam- þykkt ríkisstjórnarinnar í fyrra um að einhliða aðgerðir væru á döfinni ef álhringurinn léti sér ekki segjast fengu tillögur iðnaðarráðherra um einhliða aðgerðir að vera óafgreiddar í ríkisstjórninni svo mánuðum skipti. Það var ekki um annað að ræða en leggja fram frumvarp um málið til að alþingi gæti þá sýnt hver væri raunverulegur vilji til aðgerða gagnvart þessu þokka- fyrirtæki. Þórarinn viðurkennir annars í leiðaranum sínum að endur- skoðunin 1975 hafi hvergi verið nógu hagstæð. Það er þó sú endurskoðun sem Jóhannes Nor- dal og félagar hafa verið að reyna að réttlæta uppá síðkastið. Út á hvað gengur tillaga Eggerts Haukdals og hans manna annað heldur en sams konar óhagstæða samninga? Og Þórarinn virðist búinn að gleyma þegar stærsta skarðið var höggvið í hugsanlega þjóðareiningu gegn Alusuisse, nefnilega þegar Guðmundur G. Þórarinsson hljóp á brott úr ál- viðræðunefndinni sl. vetur. En Þórarinn þarf að berja í brestina. Það er hans dapurlega hlutverk. Víðar en í Borgarnesi Dómsmálaráðherrann Friðjón Þórðarson skrifaði undir skjal í Borgarnesi þar sem hann lofaði að virða ákvarðanir meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni. Þessi og aðrar álíka vasklegar heitstrengingar ráðherrans uppá síðkastið fengu til viðbótar upphrópunarmerki, er Friðjón veitti sýslumannsemb- ættið á ísafirði Pétri Hafstein, manni sem hefur meðal umsækj- enda minnsta reynslu til starfans. Það er því ekki nema von, að mörgum þeirra sem sóttu um embættið ásamt Pétri sé þungt í brjósti. Már Pétursson hér- aðsdómari, sem hefur ma. gegnt sýslumannsstarfi vestra segir um ráðherrann í viðtali við Tímann í gær: „Hann skrifar víðar undir en í Borgarnesi, þessa dagana, blessaður". Mikilvœgi félagsskírteinis Már Pétursson biður menn um að láta það ekki bitna á nýja sýsl- umanninum þótt ráðherranum séu mislagðar hendur. „Nýi sýslumaðurinn er vonandi vaskur maður þótt ungur sé. Hann hefur tímann fyrir sér að læra á þetta. Ráðuneytið getur þá sent mann- skap til þess að draga hann á land, ef honum gengur illa að átta sig á embættisstörfunum fyrsta kastið". „Starkaöur" Tímans skrifar um þetta mál með yfirskriftinni: „Hvað er starfsreynsla á móti fé- lagsskírteini í Heimdalli?“ Stark- aður segir einnig að „með því að skipa son Jóhanns Hafsteins í þetta embætti hefur Friðjón vafa- laust talið sig bæta stöðu sína hjá Geirsarminum í Sjálfstæðis- flokknum.“ Lögfrœðileg réttlœting Þegar embætti í þessum klassa eru veitt er nauðsynlegt að glugga í ættfræðina til að skilja Sjálf- stæðisflokkinn. Nýi sýslumaður- inn er nefnilega bæði kominn af Thorsurum, auk þess að vera margfaldur Hafstein. Afi hans í föðurætt var hinn góðkunni sýsl- umaður Þingeyinga Júlíus Haf- stein, og amma hans í föðurætt Þórunn Jónsdóttir var einnig Hafstein (Lára móðir hennar systir Hannesar). í móðurætt er svo nýi sýslu- maðurinn kominn af Thorsurum og Hafsteinum einnig. Afi hans var Haukur Thors í Kveldúlfi og amma hans í móðurætt var Soffía Hannesdóttir Hafstein. Og eins- og alkunna er meðal Sjálfstæðis- manna þá ganga völdin í ættir. „Þetta er í blóðinu" er sagt - og Rannsóknarstofnun Hannesar Hólmsteins og Ragnars í álinu hefur sjálfsagt fundið út að sýslu- mannsembættin séu í genunum. Og þarmeð er komin lög- fræðileg réttlæting dómsmálaráð- herrans á veitingunni, því engum dettur í hug að pólitík hafi blandast í þetta mál; júridisk viðurkenning erfðarréttarins. Að gamni slepptu, má taka undir með Má Péturssyni þegar hann segir, að vonandi verða afglöp ráðherrans ekki látin bitna á nýja sýslumanninn, um leið og honum er óskað til lukku. -óg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.