Þjóðviljinn - 18.03.1983, Síða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mars 1983
RÍSIÐ UPP!
Brjótið veiðivélamar!
Undanfarnar vikur hafa flokk-
arnir veriö aö velja franrbjóöend-
ur í öruggu sætin á listum sínum
viö næstu alþingiskosningar. Þó
aö því sé ekki aö fullu lokiö er
þegar sýnt, aö enn er ætlunin að
beita sama ójafnaöi gagnvart
konum og verið hefur: helmingur
þjóöarinnar á aö láta sér lynda
5% þingmanna úr sínum hópi,
meðan hinn helmingurinn hirðir
95% þingsætanna. Þá hefur nú
fimmti flokkurinn bæst í hópinn
meö þaö höfuömarkmið fyrir
stafni að fleyta einum karlmanni
enn á þing, - og kennir sig auðvit-
aö til jafnaðarmennsku! Þvílík
brjóstheilindi.
Svona yfirgengileg óbilgirni er
óþolandi og mun koma flokkun-
um í koll, sem verðugt er.
Viö hljótum aö krefjast þess,
aö þeir sem þykjast vilja stuöla að
jafnrétti þegnanna í íslensku
þjóðfélagi - og hvaöa stjórnmál-
amaður telur sig ekki berjast fyrir
því? - geri undanbragöalaust
grein fyrir, hvernig þeir réttlæti
slíkt framferði
Þaö stoðar ekki að skella
skuldinni á niöurstööur í próf-
kjöri eða forvali. Frantboð hafa
áöur veriö ákveðin meö öðrum
hætti, og þá var alvegsama rangs-
leitni upp á teningnum. Reglur
um prófkjör hafa flokkaprelát-
arnirsjálfirsett. Hefði þeim veriö
hugleikið aö þjóna réttlætinu, var
þeim í lófa lagið og skylt að gera
þær þannig úr garði, aö jafnhróp-
legt misrétti gæti ekki átt sér stað.
Ég efa ekki, að stjórnmála-
mennirnir stígi fram sem forklár-
aðir englar og segist hafa skipað
þessum málum eftir bestu sam-
visku. Það er hægt að verja allan
fjandann með tilvísun til samvisk-
jnnar. sé hún nógu svört eða
svefnþung. En hér er um að ræða
samviskulaust og algjörlega
óverjandi athæfi, hvað sem hver
segir.
Mér er að vonum sérstaklega
hugstætt nú um stundir vígorð
vina minna í Alþýðubandalag-
inu: Eining um íslenska leið.
Hvernig hefur þeim tekist að rata
hana í framboðsmálum? Vissu-
lega er jafnréttisleið þeirra ís-
lensk - og þó ekki alveg nógu
íslensk: þeir heföu þurft aö kljúfa
Guörúnu Helgadóttur aö endi-
löngu og hafa aðeins vinstri helm-
inginn í framboði til að fá hin
þjóðlegu 5% upp úr atkvæða-
kössunum að kosningum lokn-
um. Nú eru horfur á, að þeir
verði að burðast með ein 10%
kvenkyns í þingflokknum. Það
lýsir undarlegu mati á réttlætis
kennd kjóseuda, ef þeir hafa
ímyndað sér að eining næðist um
íslenska leið í þessu efni.
Konur í Reykjavík og víðar eru
nú að búa sig undir að bjóða fram
sérstaka kvennalista. • Hver
maður veit, að það mun ekki
aflétta allri ósvinnunni í einni
svipan. En ég skil konurnar
mætavel: þetta er nauðvörn
undirokaðra, sem neita að láta
traðka á sér endalaust. Slíkt
andsvar verðskuldar virðingu og
stuðning allra, sem telja sér skylt
að þola ekki órétt ótilneyddir.
Eg ber því góðan hug til þeirra.
Jafnframt verður mér hugsað til
annarra kvenna, sem eiga nú
sterkan leik og ættu að sýna sömu
manndáð. Þaö eru konurnar sem
misnotaðar eru sem puntudúkk-
ur eöa tálbeitur á framboðslistum
flokkanna án þess að éiga nokkra
von um að ná kjöri. Við þær vildi
ég segja, hvar í flokki sem þær
standa:
Rísið upp allar sem ein og hafn-
ið háðungarsætunum! Þið eigið
engu að tapa, allt aö vinna. Þaö
mun koma öllu á ringulreið í
röðum karlfuglanná. Þá neyðast
þeirítil að stokka upp alla fram-
boðslistana. Ég vil ekki þvertaka
fyrir. að einhverjir þeirra standi
upp fyrir ykkur: bjóðist til aö
skipta við ykkur á öruggu sæti og
vonlausu, uns nokkur jöfnuður
er fenginn, og þá er vel. Þó grun-
ar mig, að fyrsti mótleikur þeirra
yrði að reyna að næla í einhverjar
kvendulur í auðu sætin. En það
yrði hvorki flókkslistunum til
framdráttar né hugsanlegum
liðhlaupum til virðingarauka. Og
takist það ekki, eiga þeir ekki
annars úrkosta en bjóða fram
hreina karlalista. Það væri miklu
betra fyrir kvenþjóðina. Þá væri
hræsnisvefurinn rifinn í tætlur og
rangindin auðsæ hverju barni
gegnum svartan leppinn.
Kvenskörungurinn mikli Þor-
björg Sveinsdóttir ljósmóðir,
föðursystir Einars Benedikts-
sonar. hikaði ekki við um alda-
mótin seinustu að blása til orr-
ustu og brjóta veiðivélarnar í EII-
iðaánum til að vekja athygli á
ranglæti sem hún vildi hnekkja.
Nú er verið að lokka íslenskar
konur til að smíða veiðivélar,
sem nota á málstað þeirra sjálfra
til óþurftar. Hvílík mannfyrirlitn-
ing. Þetta má ekki heppnast.
Brjótið veiðivélarnar! Þar við
liggur sæmd ykkar. Þið þurfið
ekki annað aö gera en þakka
kurteislega fyrir gott boö og
ganga út af listunum - út í hreina
loftið til hinna mörgu, sem unna
konum réttmætrar hlutdeildar í
stjórn þjóðfélagsins. Það væri
verðugt verkefni fyrir Kvenrétt-
indafélag íslands að hafa for-
göngu um að fá konur ofan af því
að taka sýndarsæti á flokkslistun-
um að þessu sinni.
Við kjósendur þurfum ekki að
hafa samviskubit af að fylkja liði
með öðrum hætti en flokkarnir
vænta í þessum kosninguni, líkt
og við höfum oft gert í forseta-
kosningum. Aftur á móti hafa
ráðamenn flokkanna ærna á-
stæðu til að blygðast sín.
Það verður kosið aftur eftir fáa
mánuði. Og sanniö til: ef við veit-
um flokkunum þá ráöningu nú,
sem þeir hafa sjálfir kallað yfir sig
með því að bera rétt hálfrar þjóö-
arinnar fyrir borö, verður annar
og geðfelldari blær á framboðum
í sumarkosningunum. Þá er ekki
örvænt um, að karlar og konur
geti samfylkt sem jafnréttháir
aðilar í einingu andans á vegum
flokkanna. En eining um ranglæti
er andstyggð.
Einar Bragi
í stuttu
Leiðsögumenn mótmæla
rallakstri á hálendinu
Aðalfundur Félags leiðsögumanna var haldinn nýlega og þar var Vigdís
Finnbogadóttir forseti íslands kjörinn heiðursfélagi. 38 leiðsögumenn
gengu f félagið á sl. starfsári. í lok fréttar frá félaginu segir:
„Aðalfundur Fél. leiðsögumanna varaði eindregið við ólöglegu starfi
fjölda erlendra leiðsögumanna hér á landi án þess að þeir hafi svo mikið
sem sótt um atvinnuleyfi og lagði áherslu á nauðsyn þess, að íslenskir
starfsmenntaðir leiðsögumenn fylgdu sem flestum erlendum ferðamanna-
hópum til að tryggja sem best góða landkynningu og góða umgengni við
landið. - Einnig fól aðalfundur FL stjórninni að koma á framfæri mótmæl-
um gegn rall- og torfæruakstri á íslandi, nema með samþykki náttúru-
verndarnefnda viðkomandi landshluta og Náttúruverndarráðs."
Ferðafélagið mótmælir rallakstri
Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi stjórnar Ferðafélags íslands 9.
mars s.l.:
„Vegna fyrirætlana um alþjóðlegt „rall" á öræfaslóðum íslands og
umsóknar um leyfi til slíks vill stjórn Ferðafélags íslands taka fram eftir-
farandi:
Vegna viökvæmra gróðursvæða á hálendi landsins verður að gæta ítr-
ustu varfærni svo að uinferð valdi ekki tjóni á gróðri og ber því að forðast
aðgerðir, sem leiða til aukinnar umferðar á hálendinu umfram venjulega
umferð ferðafólks.
Verður því að telja mjög óráðlegt að leyfa slíka ökukeppni á þeim
svæðum á hálendinu, þar sem hætta getur verið á gróðurskemmdum.
Treystir stjórn Ferðafélagsins því, að við umfjöllun þessa máis láti
stjórnvöld þessi sjónarmið ráða."
Rannsóknir á
veiðarfærum hafnar
Aðalfundur Landssambands íslenskra Netaverkstæðiseigenda var
haldinn 17. janúar 1983.
Fundurinn samþykkti að senda frá sér svohljóðandi ályktun:
Aðalfundur Landssambands íslenskra Netaverkstæðiseigenda haldinn
17. janúar 1983, beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að strax verði hafist
handa við að koma upp hér á landi viðunandi aðstöðu til tilrauna og
rannsókna á veiðarfærum, sem verða mætti til hagsbóta fyrir aðila í
sjávarútvegi.
Aðalfundur Kvenréttindafélagsins
21. mars næstkomandi verður aðalfundur KRFÍ haldinn að Hallveigar-
stöðum og hefst klukkan 20.30. Dagskrá verður sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Skýrsla Menningar- og
minningarsjóðs. 4. Kosning stjórnar. Kjósa skal tvo aðalmenn og einn
varamann. 5. Kosning í ritnefnd 19. júní. Kjósa skal tvo aðalmenn og einn
varamann. 6. Kosning í nefndir. 8. Önnur mál.
Að loknum aðalfundarstörfum mun Vilborg Harðardóttir,formaður
nefndar þeirrar sem hefur verið að endurskoða lög um jafnrétti kvenna og
karla frá 1976, kynna frumvarpsdrög að nýjum jafnréttislögum. Félags-
menn eru eindregið hvattir til að mæta vel.
Endurnýjuð nefnd
um upplýsingamál
Undanfarin þrjú ár hefur starfað á vegum menntamálaráðuneytisins
Samstarfsnefnd um upplýsingamál.
í október sl. var nefnd þessi endurnýjuð, og voru eftirfarandi menn
skipaðir í hana til þriggja ára: Einar Sigurðsson háskólabókavörður (for-
maður), Anna Magnúsdóttir bókasafnsfræðingur, dr. Finnbogi Guð-
mundsson landsbókavörður, Gestur Ólafsson forstöðumaður Skipulags-
stofa höfuðborgarsvæðisins, Jón Erlendsson forstöðumaður Upplýsing-
aþjónustu Rannsóknaráðs, dr. Oddur Benediktsson próf. og Þórarinn
Gunnarsson skrifstofustjóri hjá Fél. ísl. iðnrekenda, ritari nefndarinnar
er Þórir Ragnarsson, Háskólabókasafni.
Nefndin fjallar um upplýsingamál í víðum skilningi og leggur meginá-
herslu á að glæða skilning manna á þjóðfélagslegu, efnahagslegu og
menningarlegu gildi upplýsingamiðlunar.
Útgáfa AB
á Oresteiu
Almenna bókafélagið hefur sentfrásér þríleikinn ÓresteiaeftirÆskíIos,
þann sem hafnar eru sýningar á í Þjóðleikhúsinu. Þýðandi er Helgi Hálf-
danarson. Sigfús Daðason ritar formála fyrir bókinni og segir þar m.a.:
„Eitthvert ómótstæðilegt afl dregur menn sí og æ, og einnig nú á
ofanverðri tuttugustu öld, að menntun og sögu Grikkja áfimmtu öld fyrir
Krists burð. Þokki upprunans, vitneskjan um skuld nýaldarmanna við
afrek Forn-Grikkja í hugsunarfræðum, aðdráttarafl sígildra mennta yfir-
leitt er auðvitað næg ástæða til að laða menn að þessum uppsprettum. Þó
má vera að nútímamenn láti ekki síst heillast af þeirri skáldlegu speki sem
kunni að greina og sýna hina mestu gæfu og hið þyngsta böl, og af þeirri
nákvæmu vitneskju um skyldleika.gæfu og ógæfu sem harmleikaskáld og
sagnamenn þeirrar aldar bjuggu yfir."
Þýðandinn ritar nokkrar skýringar í lok bókarinnar og gerir þar grein
fyrir þeim grísku goðsögnum sem liggja að baki þessum leikritum.
Óresteia er 164 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda.
Kynningarherferð
fyrir Samvinnuvörum
Það er nú til umræðu hjá Landssambandi ísl. samvinnustarfsmanna að
hefja í ár sérstaka kynningarherferð meðal starfsmanna samvinnufélag-
anna fyrir því, að þeir kaupi og noti samvinnuvörur, þ.e. framleiðsluvörur
samvinnufyrirtækjanna og þær vörur aðrar, sem þau hafa einkum á boð-
stólum.
Með þessum hætti hyggjast samvinnustarfsmenn bregðast við þeim
efnahagsvanda, sem að hreyfingunni steðjar nú og leggjast þannig á eitt
um það, að styrkja hag fyrirtækjanna og tryggja jafnfrantt sitt eigið
atvinnuöryggi.