Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVIIJINN Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, 4ra ára 20. maí nýtir sér gjarnan þjónustu Borgarbókasafns Reykjavíkur sem er nú sextíu ára. Sjá 8 maí 1983 miðvikudagur 106. tölublað 48. árgangur Svavar Gcstsson formaður Alþýðubandalagsins tckur á móti Geir Hallgrímssyni formanni Sjálfstæðis- flokksins þegar hann kom til viðræðna við Svavar um stjórnarmynd í félagsmálaráðuneytinu í gær. Geir sýndi af sér kjark og kom til viðræðnanna, þrátt fyrir alvarlcgar aðvaranir í leiðara Morgunblaðsins í gær. (Ljósm. -eik-) Stjórnarmyndunarviðræðurnar: Sumir svöruðu strax aðrir báðu um frest sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins sem ræddi við fulltrúa allra flokka í gær Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins hóf stjórnar- myndunartilraun sína í gær með því að ræða við fulltrúa frá öllum þingflokkum. Hann var spurður um viðbrögð manna og sagðist hann hafa lagt fram lista með spurningum um 209 atriði og beðið um svör. Sumir svöruðu að bragði en aðrir báðu um frest til að svara, sagði Svavar. Hann sagðist í dag halda áfram viðræðum um stjórn- armyndun þar sem málin yrðu rædd frekar, en hann taldi ekki tímabært að skýra nánar frá því sem kom útúr viðræðunum í gær. Svavar ræddi í gærmorgun kl. 11.30 við fulltrúa frá Alþýðuflokki, þá Karl Steinar Guðnason og Magnús H. Magnússon og sat Guð- mundur J. Guðmundsson alþingis- maður þann fund með Svavari. Næst ræddi Svavar við Geir Hall- grímsson formann Sjálfstæðis- flokksins, þar næst við fulltrúa kvennalistans, þá Steingrím Her- mannsson formann Framsóknar- flokksins og loks við Vilmund Gylfason formann Bandalags jafn- aðarmanna. í gærkveldi kom þingflokkur Al- þýðubandalagsins saman til fundar þar sem ákveða átti hvernig fram- hald viðræðnanna verður í dag. -S.dór Ritstjórar Morgunblaðsins: Hafna lýðræði og þingræði segir Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins um leiðara Mbl. í gær Það er athyglisvcrt fyrir alla ís- lendinga að sjá hvernig Morgun- blaðið hafnar algcrlega bæði þing- ræði og lýðræðinu í leiðara í dag, þar sem því er haldið fram að For- seti íslands eigi aldrei að veita for- manni Alþýðubandalagsins umboð til stjórnarmyndunar á íslandi. Þarna er blaðið að tala um stjórnmálaflokk með nærri því fimmtung þjóðarinnar á bak við sig og blaðið boðar í þessum leiðara að sá flokkur skuli ætíð vera utan- garðs í íslenskum stjórnmálum, sagði Svavar Gestsson er hann var inntur álits á hinum makalausa leiðara Morgunblaðsins í gær, þar sem afnám þingræðis og lýðræðis í íslenskum stjórnmálum er boðað, með því að benda á að Forseti Is- lands eigi aldrei að veita Alþýðu- bandalaginu untboð til stjórnar- myndunar. Slíkt sé „áfall útá við“ og „tímasóun heima fyrir" eins og blaðið segir. Svavar benti á að þessi leiðari væri skrifaður áður en nokkuð lægi fyrir um hvað hann sem formaður Alþýðubandalagsins ætlaðist fyrir. Það er orðin tímasóun sama dag og formaður Alþýðubandalagsins tekur við umboði til stjórnarmynd- únar, en ekki var minnst á tímasó- un þá 14 daga sem formaður Sjálf- stæðisflokksins gerði árangurs- lausa tilraun til stjórnarmyndunar í Morgunblaðinu. Ég vil svo ítreka að lýðræðissinnar á íslandi ættu að skoða þennan leiðara vel, sagði Svavar Gestsson að lokum. -S.dór Upplýsingar Seðlabankans um afkomu ríkissjóðs: Villandi tölur segir Ragnar Arnalds „Við í fjármálaráðuneytinu vor- uni furðu lostnir yfir fréttaflutningi fjölmiðla um síðustu helgi, þar scm fjallað var um afkomu ríkissjóðs,“ sagði Ragnar Arnalds, fjárinálar- áðhcrra í samtali við Þjóðviljann í gær. „Sú ferlega mynd sem þar er drcgin upp er ekki í ncinu samræmi við veruleikann, þótt vissulcga séu crfíðleikar í afkomu ríkiss jóðs ekki síður en oft áður á sama árstíma,“ sagði Ragnar. í Hagtölum mánaðarins, riti Seðlabanka Islands er fjallað um afkomu ríkissjóðs á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Segir þar að greiðsluhallinn hafi numið 28,77o og hafi hann ekki verið meiri á síð- ustu 10 árum. „Þessar tölur Seðlabankans gefa mjög villandi mynd af stöðu ríkis- sjóðs,“ sagði Ragnar, „og eins og fram kemur í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins er megin- skýringin sú að laun voru greidd út 31. mars í stað 5. apríl. Þetta var gert vegna tilmæla starfsmanna ríkisins þar sem 1. apríl bar upp á föstudaginn langa. Greiðsluhallinn nam því 18,7% í raun en ekki 28,7%, sagði hann." „Þessar tölur segja hins vegar ekkert um raunverulegu afkomu ríkissjóðs," sagði Ragnar, „því þær eru ekki upplýsingar um tekjur og gjöld heldur aðeins greiðslustöðu gagnvart Seðlabanka á ákveðnum degi, í þessu tilviki 31. mars s.l.“ -ÁI Sjá bls. 3 MeirihlutiSjálf- stæðisflokksins í borgarráði ákvað í gær að hundsa tilmæli Náttúru- verndarráðs um samráð vegna framkvæmda í Grafarvogi. Hækkanimar 1. júní: Frestað til 1. júlí? Til þess að vinna tíma við stjórn- armyndunarviðræðurnar nú hefur Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins lagt til að öllum hækkunum, sem eiga að koma til 1. júní nk. verði frestað til 1. júlí. Þar er um að ræða hækkun á búvörum, fiskverðshækkun og verðbótum á laun. Svavar sagði í gær að fulltrúar allra þingflokka hefðu tekið þess- ari hugmynd vel, enda hefðu menn verið að tala um þetta sama undan- farna daga. Sannleikurinn er sé að stjórnarmyndunar viðræðurnar undanfarnar vikur hafa nær ein- göngu snúist um hinn svo kallaða „vanda“ 1. júní og ma. þess vegna hefur sú pressa verið sett á stjórn- armyndunarviðræðurnar að þeirn verði lokið fyrir hvítasunnu að öðr- um kosti sé hætta á að sett verði á laggirnar utanþingsstjórn, en slíkt er eitur í beinuni þingmanna allra. -S.dór Sjálfstæðis og Framsóknarflokkúr Reyna enn andstaðan innan S j álf stæðisf lokksins fer minnkandi Eins og Steingrímur Her- mannsson, formaður Fram- sóknarflokksins sagði við frétt- amenn þegar hann gafst upp við stjörnarmyndun, ber rnjög lítið á milli Framsóknarflokks og Sjájfstæðisfloklcs, málefnalega. Hann sagði að efNilji væri fyri hendi innan Sjálfstæðisflokks- ins ætti að vera auövelt að ná saman. Nú virðist sem andstað- an innan Sjálfstæðisflokksins sé að minnka og í gærdag voru hópar frá þessum flokkum í samræðum. Rétt fyrir hádegið í ^ær hitt- ust þeir Pálmi Jönsson, Friðjón Þórðarson, Tómas Árnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson í ráðuneytinu hjá Pálma Jóns- sýni. Fleiri viðræðuhópar unnu í gæ'rdag. Ýmsir spá því að flokkarnir nái saman unt stjórnarmyndun og má rétt vera, en til þesj þarf þó ýmislegt að breytast í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins eða eins og sumir segja hjnuni 23 þingflokkum Sjálfstæðisflokks- ins. -S.dór _____________________L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.