Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 3
Leiðari Morgunblaðsins á ofanverðri 20. öld Miðvikudagur 18. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 „Reiðarslag mfkið áfall” segir Morgunblaðið og vill ekki að sami réttur gangi yfir Alþýðubandalagið og aðra flokka!! „Reiðarslag fyrir álit út á við“, ...„meiri háttar áfall fyrir þjóðina“, „tímasóun heima fyrir“. Allar þessar upphrópanir eru úr leiðara Morgunblaðsins í gær í tilefni af því að Svavari Gestssyni formanni Alþýðu- bandalagsins var falin stjórnarmyndun í fyrradag í samræmi við hefðir og eins og beint lá við í pólitíkinni. Morgunblaðið vitnar í ummæli sjálfs sín þegar Alþýðu- bandalagsmönnum hefur áður verið falin stjórnar- myndun á íslandi, þ.e. Lúðvík Jósepssyni 1978 og Sva- vari Gestssyni árið 1980. Hér á eftir fara nokkrar til- vitnanir í leiðara Morgunblaðsins í gær: „Þetta er í þriöja sinn, sem for- manni Alþýðubandalags er falið umboð til að mynda ríkisstjórn á íslandi, en Alþýðubandalagið er arftaki Kommúnistaflokks íslands, sem markaði stefnu sína eftir fyrir- mælum kommúnismans og Stalíns. Það eru ekki meiri rök fyrir þeirri ákvörðun forseta nú heldur en sumarið 1978 ogí janúar 1980. Það er óhugsandi með öllu, að nokkur annar stjórnmálaflokkur setjist í ríkisstjórn undir forsæti formanns Alþýðubandalagsins, stjórnmála- flokks sem í grundvallaratriðum er andvígur utanríkisstefnu íslands, andvígur aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu og andvígur varn- arsamningi okkar og Bandaríkj- anna. Þess vegna er það í senn áfall fyrir þjóðina út á við, að fela for- manni Alþýðubandalagsins stjórn- arntyndun og tímasóun hér heirna fyrir.“ „Tilraun Lúðvíks Jósepssonar til þess að mynda stjórn er mikið áfall fyrir fslendinga í augum um- heimsins... Það hefur ekki fyrr gerzt í sögu lýðræðisríkis í Vestur- Evrópu að leiðtoga flokks af því tagi væri falin stjórnarmyndun. Ef Lúðvík Jósepsson yrði forsætisráð- herra íslands yrði það reiðarslag fyrir álit út á við.“ Halli ríkissjóðs í janúar til mars: „Enginn lýðræðisflokkanna þriggja getur tekið þátt í ríkisstjórn undir forsæti Svavars Gestssonar eða annars Alþýðubandalags- manns, í fyrsta lagi vegna þess, að Alþýðubandalagið er flokkur, sent stefnir að því að gjörbylta því þjóð- • skipulagi, sem við búunt við... ...1 öðru lagi er nanast úilokað, að þessir þrír tlokkar geti fallizt á forsæti Alþýðubandalagsins vegna þess, að það yrði nteiri háttar áfall fyrir þjóðina í samskiptum við aðrar þjóðir. Alþýðubandalagið er í grundvallaratriðum andvígt utan- ríkisstefnu íslendinga." Síðar segir í þessum leiðara: „Einsog þessar tilvitnanir í forystu- greinar Morgunblaðsins frá 1978 og 1980 sýna, hefur Morgunblaðið frá upphafi lýst andstöðu við þá á- kvörðun forseta hverju sinni að fela formanni Alþýðubandalagsins unt- boð til stjórnarmyndunar. Sú af- staða cr óbreytt.“ Þetta er úr leiðara stærsta blaðs- ins í landinu 17. maí árið 1983. Stjórnarformaður Árvakurs, fyrir- tækisins sem gefur Morgunblaðið út heitir Geir Hallgrímsson. -óg |Í?: Þetta fallega koparslegna skilti með nafni Sjómannaskólans færðu nem- endur honum að gjöf fyrir nokkru, og var lokið við uppsetningu þess í síðustu viku. (Ljósm. - eik - ). 18,7 en ekki 28,7 % Tölur Seðlabankans leiðréttar Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu til að leiðrétta upplýsingar sem Seðla- bankinn hefur látið frá sér fara um greiðsluhalla ríkissjóðs á fyrstu þremur mánuðunt þessa árs. Þar segir: Almenningur blekktur Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað nokkuð um greiðsluhalla ríkissjóðs og birt upplýsingar sem sóttar hafa verið í rit Seðlabanka íslands eða fengnar í viðtölum við starfsmenn Seðlabankans. Upplýs- ingar Seðlabankans eru glöggt dæmi þess hvernig ógætileg notkun talna verður til að blekkja almenn- ing. Seðlabankinn greinir svo frá að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi greiðsluhallinn numið 812 m.kr. eða 28,7% af tekjum ríkis- sjóðs og til frekari skýringar bendir Seðlabankinn á að greiðsluhallinn í janúar til mars hafi aldrei verið meiri á öllu tímabiiinu 1974 til 1983. Laun greidd 31. mars { ár var 1. dagur apríl föstudag- urinn langi. Samtök starfsmanna ríkisins beindu þeim tilmælum til fjármálaráðherra að laun fyrir apríl yrðu greidd fyrir páskaleyfi þ.e. 31. mars í stað 5. apríl. Á þessar óskir var fallist. Þann 31. mars voru því greiddar 215 m.kr. er í reynd til- heyrðu aprílgjöldum en ekki mars. Samkvæmt lánsfjáráætlun átti ríkissjóður að taka lán utan Seðla- bankans í mars er næmi 69 m.kr. Lántaka þessi fór ekki fram í mars en hefði til hennar komið bætti hún stöðuna á hlaupareikningum í Seðlabankanum um 69 m.kr. Ef bera á tölur saman milli ára eins og virðist ætlun Seðlabankans ber að sjálfsögðu að taka tillit til ofan- greindra upphæða. Greiðsluhall- inn hefði þá ekki numið 812 m.kr. heldur 528 m.kr. eða 18,7% af tekjum ríkissjóðs. Hlutfallið hærra 1977-1979 Sé litið til liðinna ára og til tíma- bilsins janúar-mars og reiknað út hlutfall greiðsluhalla af tekjum ríkissjóðs þá er það sem hér segir: 1974: 10,1% ' 1979: 22,8% 1975: 16,6% 1980: 9,9% 1976: 15,5% 1981: 17,3% 1977: 20,3% 1982: 3,2% 1978: 23,3% 1983: (18,7%) Af töflu þessari má sjá að víðs fjarri er allri sanngirni eða réttu mati að fullyrða að greiðsluhallinn 1983 sé hinn mesti sem þekkst hef- ur undanfarin 10 ár. Hitt er annað mál, að á fyrstu mánuðum þessa árs hefur orðið verulegur samdráttur í tekjum ríkissjóðs vegna minnkandi kaupmáttar almennings í kjölfar minnkandi þjóðartekna. Að vísu myndast ávallt halli í rekstri ríkis- sjóðs á fyrri hluta árs en hallinn er nú meiri en verið hefur seinustu þrjú árin. í lok ntars nam hallinn 11,5% af útgjöldum en var á sama tíma 1980-1982 allt að 8,8%. Hins vegar var þetta hlutfall um Í2-18% á árunum 1977 til 1979. Ríkfð kaupir húsefgn lóns Þorstefnssonar í gær voru undirritaöir samn- ingar um kaup ríkissjóðs á hús- eign Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Kaupverðið er 12,6 miljónir og eru seljendur Jón Þor- steinsson, íþróttakcnnari og Eyrún Guðmundsdóttir kona hans. Höskuklur Jónsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu sagði í samtali við Þjóðviljaqn að með þessum kaupum væri ríkis- sjóður að afla frekara húsnæðis og lóðarýmis fyrir stjórnarráðið á svæðinu umhverfis Arnarhvol. 1 6. grein fjárlaga er lántökuheim- ild til kaupa á húsnæði fyrir stjórnarráðið og vcröur hún nýtt. Að undanförnu hefur Háskóli íslands haft húsið að mestu á leigu fyrir kennslu ísjúkraþjálfun og einnig hefur Þjóðleikhúsið augastað á því til æfinga. Hösk- uldur Jónsson sagði að húsnæðið væri ekki beint fallið til skrifstof- urekstrar, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar um nýtingu þess. Lóðin sem hér um ræðir er 1400n fermetrar að stærð. Þorbjörn Ragna OPINN FUNDUR umstöðu FRÆÐSLUSTJÓRA EMBÆTTISINS og drög að samningum um yfirstjóm fræðslumála í Reykjavík Verður haldinn miðvikudaginn 18. maí á HÓTEL HEKLU Rauðarárstíg 18, kl. 20:30. Frummælendur: Þorbjörn Broddason, fulltrúi í fræðsluráði. og Ragna Ólafsdóttir, kennari. Allt áhugafólk um skólamál velkomið. Borgarmálarád Alþýðubandalagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.