Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. maí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Frá Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Friðarvaka um hvítasunnu. Æskulýðsfylkingin hefur fyrirhugað að efna til hópferðar á Snæfellsnes um hvítasunnuna. Haldið veröur til í félagsheimilinu Skildi við Stykkishólm og farið þaðan i skoðunarferðir um nágrenniö undir leiðsögn heimamanna. Svo verða friðarmálin rædd á samkomum í félagsheimilinu. Farið verður á laugardaginn 21. maí og komið til baka á mánudeginum 23. maí. Verði verður mjög stillt í hóf. Þeir ungu sósíalistar sem hefðu áhuga á að koma með eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku í síma: 17500. - Dagskrá auglýst nánar síðar í Þjóðviljanum. - Undirbúningsnefnd. Aðalfundur 1. deildar ABR Stjórn 1. d.eildar ABR boðar til aðalfundar miövikudaginn 18. maí kl. 17 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin' Aðalfundur 6. deildar Alþýðubandalagsins í Reykjavík Stjórn 6. deildar ABR boðar til aðalfundar miðvikudaginn 18. maí kl. 17 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. AB Selfossi og nágrenni Félagsfundur verður haldinn 19. maí næstkomandi kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7 Selfossi. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið að loknum kosningum. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins mætir á fundinn. Önnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til fundar í félaginu, fimmtu- daginn 26. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar. Tillaga kjörnefndar um stjórn félagsins og endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins frá og með þriöjudeginum 24. maí. - Stjórn ABR. 5. deild - Breiðholt Aðalfundur 5. deildar Alþýðubandalagsins í Reykjavik, Breiðholtsdeildar, verður haldinn þriðjudaginn 24. maí nk., kl. 20.30. Fundurinn veröur hald- inn í nýju Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. - Stjórn 5. deildar. Búnaðarfélag íslands Forskoðun kynbótahrossa vorið 1983 vegna fjórðungs- móts á Melgerðismelum 30. júní til 3. júlí. 30. maí Vestur-Húnavatnssýsla 31. maí Austur-Húnavatnssýsla 1. júní Hólar kl. 11 2. júní Ólafsfjörður kl. 10. Svarfaðardalur kl. 16. 4. júní Melgerðismelar kl. 09. 6. júní Suður-Þingeyjarsýsla 7. júní Þistilfjörður kl. 15. 8. júní Öxarfjarðarhérað, Kelduhverfi 10. júní Vindheimamelar 11. júní Vindheimamelar Ráðunautar og formenn félaga/sambanda ráða nánar um sýningarstaði. Hafið sam- band við þá. Skráningarblöð, sem send hafa verið í hérað, þurfa að fylgja hverju hrossi, sem mætir til forskoðunar, rétt og vel útfyllt. Ákvæði um ættbókarfærslur eru þannig: Stóðhestar fái hið minnsta 7,75 stig í aðal- einkunn og ekki minna en 7,60 stig fyrir bygg- ingu eða hæfileika né lægra en 7,00 stig fyrir einstök atriði í byggingu. Hryssur fái hið minnsta 7,50 stig í aðaleinkunn og ekki lægra en 7,30 stig fyrir byggingu eða hæfileika. Búnaðarfélag íslands Hrossaræktarráðunautur Mótmæla áfengis- útsölu á Selfossi í yfirlýsingu, sem ríkisstjórnin gaf út um áramótin, er drepið á að við mótun áfengismálastefnu skuli tekið mið af áliti og leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þar er án tvímæla mælt gegn fjölg- un áfengisdreifingarstaða. Svo er og í skýrslu landlæknisembættisins um neyslu áfengis og fleiri ávana- efna en hún kom út í vetur. f báð- um tilvikum tala þeir sem gerst þekkja. Með vísun til framanritaðs og þess að lögum samkvæmt ber á- fengisvarnanefndum að vera ríkis- stjórn til ráðuneytis um áfengismál beinir aðalfundur Félags áfengi- svarnanefnda í Arnessýslu, haldinn að Þingborg 5. maí 1983, þeim til- mælum til ríkisstjórnarinnar að á- fengisdreifingarstöðum verði ekki fjölgað í héraðinu. Fundurinn minnir á að ríkisstofnun er ekki skylt að færa út kvíarnar þótt hún fái heimild til þess og ábyrgðin, ef illa fer, hvílir á ráðherra. í ljósi þess að íbúum Árnessýslu utan Selfoss hefur ekki verið gefinn kostur á að tjá sig með atkvæða- greiðslu um opnun áfengisútsölu á Selfossi, en ljóst er að slík sölubúð hefur ekki síður röskun í för með sér fyrir nágrannabyggðir en Sel- foss þar eð þær sækja verslun og þjónustu þangað, mótmælir fund- urinn harðlega opnun slíkrar út- sölu. Um- sækjendur um prestaköll Nýlega rann út umsóknarfrestur um nokkur laus prestaköll og eru umsækjendur þessir: Hólmavíkurprestakall: Flóki Kristinsson cand. theol sem lauk guðfræðinámi frá Háskóla íslands í jan. s.l. Hríseyjarprestakall: Sr. Sigurð- ur Arngrímsson sem þar þjónar sem settur prestur. Verður prests- kosningíprestakallinu 15. maín.k. Mælifeílsprestakall: Sr. Ólafur Þór Hallgrímsson sóknarprestur í Bólstaðarhlíð Húnavatnsprófasts- dæmi. Engar umsóknir bárust um Sauðlauksdalsprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi og Djúpa- vogsprestakall í Austfjarða- prófastsdæmi. Þá var auglýst laust til umsóknar embætti farprests þjóðkirkjunnar, en því hefur gegnt sr. Jón Ragnars- son nú prestur í Bolungavík. Tvær umsóknir bárust, frá sr. Herði Þ. Ásbjörnssyni og sr. Ingólfi Guðmundssyni.oghefursr. Ingólfi verið veitt embættið frá 1. maí s.l. Frá Vinmi- miðlun Kópavogs Nú þegar skólum er að Ijúka mun Vinnumiðlun Kópavogs hafa milligöngu um ráðningar skóla- fólks til starfa. Þeir atvinnurekendur sem þurfa á starfsfólki aö halda eru beðnir að hafa samband við Vinnumiðlun- ina, koma á staðinn eða hringja. Vinnumiðlun Kópavogs er til húsa að Digranesvegi 12 og sími hennar er 46863. LEIDTIL LÆKKUNAR FERDAKOSTNADAR Alþjóðleg afsláttarskírteini og Alþjóðleg Stúd- entaskírteini eru áþreifanlegar leiðir til lækk- unar ferðakostnaðar. Þau gilda fyrir ungt fólk og námsmenn á öllum aldri og veita umtals- verðan afslátt erlendis á eftirtaldri þjónustu: • Ferðum með férjum, lestum oq fluq- vélum. • Gistingu um allan heim. • Aðgang að söfnum, leikhúsum og öðrum menningarsamkomum. • Verði í ákv. verslunum og veitinga- húsum. Bæklingur yfir alla afslætti fylgir skírteinun- um sem kosta 60 kr. hvort. pn 1046634 S bftf Afila Xw»1í Urdvcnjity of ice ICJMLAMJÍC stuðíkt n tc«lj»niii.cv_StU(S. in ílA týh 1 aaöo fcti r K ,7S28: .5Uoi-?e FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hrlngbrout, sími 16850 FERDAÞJÓNUSTA FYRIR UNGT FÓLK Aðalfundur Samlags skreiðarframleiðenda verður haldinn föstudaginn 3. júní n.k. og hefst kl. 10 f.h. Fundarstaður: Átthagasalur Hótel Sögu. Ðagksrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Samlags skreiðarframleiðenda Aðalfundur Strandgötu 41 hf. Aðalfundur Strandgötu 41 hf. Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 26. maí n.k. að Strandgötu 41 kl. 20.30. Stjórnin Æ LAUSAR STÖÐUR SÖM Við mennlaskólann í Kópavogi eru lausar til umsóknar fjórar kenn- arastöður í íslensku, ensku, efnafræði, stæröfræði og eðlisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13, maí 1983. LAUSAR STÖÐUR Við Fjölbrautaskólann á Akranesi er laus til umsóknar staða að- stoðarskólastjóra. Gert er ráð fyrir að aðstoðarskólastjóri sé að öðru jöfnu ráðinn til fimm ára í senn úr hópi fastra kennara á framhaldsskólastigi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13. maí 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.