Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagw 18. mat 1983 '-VjÓfiVÍL.JÍNN - SÍÐA -7 Gary Burton og félagar. Spilað af krafti í Gamla bíói r Gary Burton og félagar á Islandi Þriðjudaginn 10. maí, hélt Kvartett Gary Burtons hljómleika í Gamla bíói fyrir húsfylli. Burton er víst óþarft að kynna fyrir unnendum djasstónlistar. Hann er væntanlega einn þekktasti, ef ekki þekktasti vibrafónleikari okkar tíma og af mörgum talinn arftaki Milt Jackson og Lionel Hamptons sem meistari þess hljómborðs. Að konsert þessum stóðu í sameiningu, Jazzvakning og Menningarstofnun Bandaríkjanna. Er það lofsvert framtak og vonandi aðeins byrjunin á einhverju frjóu sam- bandi. Oft hefur mér fundist sem Bandaríkjamenn sjálíir vanmætu djassinn um of, en hann er að mín- um dómi sterkasta og sérstæðasta framlag þeirra til heimsmenningar- innar, fyrr og síðar. Með félagi eins og Jassvakningu, eiga þeir því sterkan leik á borði að kynna okk- ur rjómann af tónlistarmönnum sínurn og væri slíkt vel þegið í því djasssvelti sem við lifum við. Ég verð að játa að tónlis.t Burt- Bílbelti Af hverju notar þú það ekki % uæ IFEROAR ons og félaga er ekki af þeirri teg- und djass sem best lætur í mínum eyrum. Finnst mér sem ögunin sitji þar um of í fyrirrúmi, á kostnað sannrar innlifunar. Djassinn er fyrst og fremst skapandi tónlist, til- reidd á þeim stað og þeirri stundu sem verið er að flytja hana. Hún er sameiginleg upplifun flytjenda og áheyrenda, einhvers konar andlegt ástand þegar best lætur. Þessa innlifun fannst mér skorta í flutningi kvartettsins, þótt ekki vantaði hæfileikana til að svo mætti verða. Þó er engurn blöðum um það að fletta, að Burton er mikill meistari vibrafónsins. Það sýndi hann einkum í þeim þremur ein- leiksverkum sem hann flutti án hjálpar félaganna. Ryþnri hans og taktur er óaðfinnanlegur. Sá fjór- menninganna sem hreif mig mest var þó bassaleikarinn, Steve Swall- ow, gamalreyndur og þroskaður leikari með mikla tilfinningu fyrir hljóðfærinu. Hann er einnig lið- tækt tónskáld, fyrsta flokks djass- maður í alla staði. Jim Odgren er ungur en á greinilega framtíð fyrir sér, bæði sem alt-saxófónleikari sem og tónskáld. Hann er þó leitandi enn og á eftir að eflast nokkuð. Veiki hlekkurinn var Mike Hyman, trommari. Einhvern veginn náði hann aldrei að sam- sama sig fyllilega að flutningi fé- laga sinna og böðlaðist um of á hljóðfærunum. Þó á hann litríkan feril að baki sem liðsmaður Gerry Mulligan og Stan Getz. Hefur hann komið hingað tvisvar áður, með Kvartett John McNeil og Getz á Listahátíð 1980. En hvað sem öðru líður, voru hljómleikar Burtons í Óperuhús- inu vel þegnir og stemmning var mikil meðal áheyrenda. Hér er því komin enn ein- rósin í hnappagat þeirra áhugamanna um djass, sem vinnaóeigingjarnt starf ogerfitt, til að flytja landsmönnum hið besta sem völ er á í heimi þeirrar tónlist- ar. Vonandi verður þetta Jazz- vakningu til eflingar. „Kom, sá og sigraði” Tónleikar Martin Berkofskys í Þjóöleikhúsinu Mánudaginn 9. maí hélt bandaríski píanóleikarinn Martin Berkofsky, tónleika í Þjóöleikhúsinu. Á efnisskránni voru verk eftir Franz Liszt og var Sónatan í h-moll meöal þeirra. Það duldist engum sem tónleikanasótti, aöhérvará ferðinni glæsilegurflutningur og eftirminnanlegur. Var listamanninum ekki sleppt fyrr en hann hafði leikið þrjú aukalög og fylgdu honum fagnaðarlæti og húrrahróp, þegar hann yfirgaf sviðið. Efnisval Berkofskys var ekki af léttara taginu, því íivert þessara tónverka Liszts, útheimtir blæbrigð- aríkan leik, fínlegan og næman, jafnt sent kröftugan og dramatísk- an. Öllum þessum fléttum gerði pí- anistinn skil á meistaralegan hátt og virtist eflast við hvert verkið sem hann lék. Fyrsta verkið á efn- isskránni var „Dalur Obermanns", sennilega þekktasta píanóverkið úr „Albúmi ferðalangs", safni 9 verka sem síðar voru endurbætt og gefin út undir heitinu „Sviss", árið 1852. Var þetta fyrsta bókin af þremur í hinum fræga bálki, „Arbækur píl- agrímaferða", sem Liszt vann að alla sína ævi. Annað verkið nefnist „Deak" og samdi Liszt verkið undir lok ævinnar. Þá gerð verksins sem Berkofsky lék á tónleikunum, fann hann sjálfur í André Mayer- safninu í París og mun hún vera önnur upprunaleg útgáfa frá hendi Liszts og áður óþekkt. Aö lokum spilaði Berkofsky, fyrir hlé, „Tvær helgisögur", sem tónskáldið santdi í Róm um þaö leyti sem hann var að ganga kir- kjunni á Itönd. Þær heita „Predík- un heilags Frans frá Assisi yfir íugl- unum" og „Hejlagur Frans frá Paule gengur á vatninu". Þessi stykki sem Berkofsky flutti fyrir hlé, voru líkt og forleikur að því sem flestir biðu eftir, „h-moll Sónötunni". Enda olli leikurinn engum vonbrigðum. Píanistinn renndi sér gegnum þennan fingur- Martin Bcrkofsky brjót með slíkum tilþrifum, að ein sér hefði túlkun hans á verkinu nægt til að standa undir hljóm- leikunum. Slíkur einleikur verður að teljast umtalsverður sigur, enda lét hrifning áheyrenda ekki á sér standa. Berkofsky hélt sig við Liszt í fyrsta aukalaginu og lék „Miser- ere" af miklum innileik. í öðru aukalaginu brá hann á glens „á la Horowitz" og í lagi eftir samlanda sinn ogsamborgara, marsakónginn John Philip Sousa. Þetta kostaði hann þriðja aukalagið, „Rapsódíu nr. 12" eftir Liszt, sem hann lék af miklum krafti og léttleik. Mér er ekki örgrannt um að þessir hljómleikar Berkofskys eigi eftir að verða mörgum eftir- minnanlegir. Bæði var efnisskráin skemmtilega valin og flutningurinn í alla staði lofsverður. Apótek með örugga þjónustu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.