Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. maí 1983 Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Martröð klippt • Þið hafið vonandi öll lesið forystugrein Morgunblaðsins í gær, - óg það vel og vandlega. Þessa forystugrein ætti að endurprenta í sem fjestum kennslúbókum um þjóðfélagsfræði. Hún er skólabókardæmi um þá pólitísku móðursýki - „hyst- eríu“ - sem verst hefur leikið flokka og þjóðir. • Morgunblaðið hefur á stundum útnefnt sjálft sig sem sér- stakt málgagn lýðræðisins í okkar landi. En viti menn - á augabragði er ástin á lýðræðinu gleymd, virðingin fyrir einföld- ustu þingræðisreglum týnd og heiftin ein tekur völd. Sú taum- lausa heift sem engar leikreglur virðir, sem strikar út allar siðareglur og breytir háttprúðustu mönnum í glefsandi varga. • Morgunblaðið veitist með þungum orðum að forseta íslands fyrir þá ákvörðun hans að fela Svavari Gestssyni, formanni Alþýðubandalagsins umboð til stjórnarmyndunar. • Svavar Gestsson er sagður sá byltingarseggur, að það sé meiriháttar áfall fyrir íslensku þjóðina í hennar alþjóðasam- skiptum að slíkum flokksformanni skuli hafa verið falið að mynda hér ríkistjórn. • í sínu heiftaræði sjá ritstjórar Morgunblaðsins tvo framliðna leiðtoga Sovétríkjanna standa Svavari sitt til hvorrar handar og komast því m.a. svo að orði í umræddri forystugrein: - „Al- þýðubandalagið er arftaki Kommúnistaflokks Islands, sem markaði stefnu sína eftir fyrirmælum kommúnismans og Sta- líns... Það er líka íhugunarefni, að samkvæmt Brézhnév- kenningunni telja Rússar telja sig hafa leyfi til afskipta af innanríkismálum þeirra þjóða, sem eru undir marxískri stjórn. Menn ættu að gera sér grein fyrir því og leika sér ekki að eldi.“ • Kenning Morgunblaðsins er sú, að þegar dr Kristján Eld- járn fól Lúðvík Jósepssyni að mynda hér ríkisstjórn árið 1978, þá hafi harin verið að greiða götu rússneskra afskipta af innan- ríkismálum okkar íslendinga. Og Morgunblaðið telur greini- lega að Vigdís Finnbogadóttir, núverandi forseti íslands sé á sömu braut, - vitandi vits eða fyrir pólitíska blindu. • Á svona háu stigi er það móðursýkisfár, sem nú er í al- gleymingi í Morgunblaðshöllinni. • Og þegar Morgunblaðsmenn ráðast að Svavari Gestssyni, komnir í þennan ham, þá telja þeir sig heyja heilagt stríð við afturgöngu stjórnmálaflokks, sem hér starfaði í fáein ár fyrir hálfri öld, en var lagður niður sex árum áður en Svavar Gests- son fæddist! • Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins mun ræða við forystumenn allra stjórnmálaflokkanna og kanna mögu- leika á myndun meirihlutastjórnar svo sem honum hefur verið falið af forseta íslands. Hann ræddi meira að segja strax í gær við Geir Hallgrímsson, formann Árvakurs hf., en það hlutafé- lag gefur út Morgunblaðið. Hitt verður víst að segjast eins og er, að sé formaður Árvakurs í eitthvað svipuðu hugarástandi og vopnabræður hans á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðs- ins, þá er samkomulag ekki líklegt, jafnvel þótt málefnaágrein- ingur væri minni en hann er milli flokkanna. • Þeir tveir flokkar, sem flest atkvæði fengu í síðustu alþing- iskosningum hafa þegar gert tilraun til stjórnarmyndunar. I>ær tilraunir runnu árangurslaust út í sandinn, þótt formenn bæði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins viðurkenni að málefnalega hafí sáralítið borið á milli. • Við þessar aðstæður tók forseti íslands þá ákvörðun að fela Svavari Gestssyni, formanni þriðja stærsta stjórnmálaflokksins að reyna stjórnarmyndun. Fótt þessi ákvörðun hafi fengið hárin til að rísa á höfðum manna í Morgunblaðshöllinni, þá var hún sú eina rétta eins og mál stóðu. Alþýðubandalagið er fullgildur íslenskur stjórnmálaflokkur, en ekki rússneskt útibú. Við hinu getum við svo ekki gert, þótt undarlegar kynjamyndir vakni innan Morgunblaðshallarinnar þegar martröðin skellur þar á. • Málgagn Sjálfstæðisflokksins hefur skilað sínu framlagi til þeirra þjóðarsátta, sem sumir telja nú nauðsynlegri en oft áður. Arftakinn Morgunblaðið flytur einn minnisverðasta ástaróð til lýðræðisins, sem blaðið hefur lengi flutt, í leiðara í gær. Þar lýsa þessir talsmenn lýðræðis og mannréttinda því yfir, að það sé „áfall fyrir þjóðina útá við“ að formanni Alþýðubandalagsins hafi verið falin stjórnarmyndun. Ástæða þess, að forseti ætti ekki að feía formanni Alþýðu- bandalagsins stjórnarmyndun, er sú að mati Morgunblaðsins, að Alþýðubandalagið hefur aðra utanríkisstefnu en Sjálfstæðis- flokkurinn og fylgiflokkar hans í þeim málum. Hér er Morgun- blaðið með öðrum orðum að halda því fram, að Alþýðubanda- lagið eigi ekki að njóta hefðbund- inna þingræðisvenja vegna póli- tískra skoðana. Sverð og skjöldur lýðræðisins segir: „Alþýðubandalagið er arf- taki Kommúnistaflokks fslands, sem markaði stefnu sína eftir fyrirmælum kommúnismans og Stalíns“. Sögulegar hlið- stœður Það er alltaf gaman að velta fyrir sér sögulegum hliðstæðum. Samkvæmt Morgunblaðinu mætti Alþýðuflokkurinn ekki vera í ríkisstjórn, því fulltrúar þess flokks fóru á þing Komint- ern á árunum í kringum 1920. Og norski Verkamannaflókkurinn sem þar hefur löngum verið í ríkisstjórn væri sömuleiðis óal- andi samkvæmt hinni sögulegu útilokun Morgunblaðsins, því sá flokkur var aðili að Komintern, alþjóðasambandi kommúnista- flokka. Staðreyndin er hins vegar sú, að fulltrúar þess flokks þykja meiraðsegja gjaldgengir á þeirri Afall út á við — Tímasóun heima fyrir orseti íslands hefur falið JT Svavari Gestssyni, for- manni Álþýðubandalagsins, umboð til stjórnarmyndunar. Þétta er i þriðja sinn, sem formanni Alþýðubandalags er falið umboð til að mynda rík- isstjórn á íslandi, en Alþýðu- bandalagið er arftaki Komm- únistaflokks íslands, sem markaði stefnu sína eftir fyrirmælum kommúnismans og Stalins. Það eru ekki meiri rök fyrir þeirri ákvörðun for- seta nú heldur en sumarið 1978 og í janúar 1980. Það er óhugsandi með öllu, að nokk- ur annar stjórnmálaflokkur setjist í ríkisstjórn undir for- sæti formanns Alþýðubanda- lagsins, stjórnmálaflokks sem í grundvallaratriðum er and- vigur utanríkisstefniyísjgndSj sóknarmanna til stjórnar myndunar Lúðvíks Jósepsson ar harðlega gagnrýnd: „Hvað eru þeir Olafur Jóhannesson og Einar Ágústsson að hugsa? Hefur utanríkisráðherrann virkilega ekkert lært af veru sinni I utanríkisráðuneytinu nær allan þennan áratug? Hvernig leyfir Ólafur Jó- hannesson sér að leika sér með hagsmuni þjóðarinnar með þessum hætti f pólitísku spili?“ f forystugrein Morgun- blaðsins hinn 18. janúar 1980, er Svavari Gestssyni hafði verið falið umboð til stjórn- armyndunar, sagði m.a.: „Enginn lýðræðisflokkanna þriggja getur tekið þátt í rík- isstjórn undir forsæti Svav- samkomu sem Sjálfstæðisflokk- urinn veit hve dýrlegasta og besta í samfélagi þjóðanna, nefnilega í Bilderberg-klúbbnum. Afnema lýðrœðið Gagnrýni Morgunblaðsins á forseta fyrir að veita Svavari Gestssyni umboðið til stjórnar- myndunar, einsog hefðir segja til um, er íhugunarverð út frá ýms- um sjónarhornum. Tilefni er til að spyrja hvort forsetinn hefði átt að afnema þingræðisvenjur, til að þóknast Nató og Morgunblað- inu. Er það afnám lýðræðisins sem Morgunblaðið er að biðja um? í leiðaranum segir einnig að stjórnarmyndunartilraun Svav- ars sé „tímasóun heima fyrir“. Hvað á þá að kalla getuleysis- brölt Geirs Hallgrímssonar og Morgunblaðsins í þrjár vikur samfleytt? Morgunblaðið hefur afhjúpað andúð sína á lýðræðinu hvað eftir annað að undanförnu. Það hefur lagt til að einstaklingar fái ekki að njóta þeirra mannréttinda, að tjá sig í ríkisfjölmiðlunum. Og nú heldur Morgunblaðið áfram á sömu braut og leggur til að flokk- ur fái ekki að njóta hefðbundinna réttinda í því þingræðiskerfi sem íslendingar hafa valið sér. Þeir kunna áreiðanlega að meta Morgunblaðið í Tyrklandi. -óg Sjálfstœðis- flokkurinn búinn að vera? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið athyglisverður á þeim tíma sem stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir að undanförnu. Það er einsog allir virðingarmenn í flokknum leggist á eitt til að ómerkja þetta stóra fyrirbæri í pólitíkinni. Þannig réðst Mogginn strax eftir kosningar að Albert Guðmundssyni og gerði hann ábyrgan fyrir tapi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Og svo undarlega bar við að maðurinn í „baráttusætinu“, Geir Hallgríms- son, var krýndur sem sigurvegari Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. Það var einsog Mogganum væri ekki sjálfrátt, - og vart mun allur þingflokkurinn fyrirgefa Morg- unblaðinu þá hvatvíslegu send- ingu sem leiðtogi Reykjavíkur- listans fékk á fyrsta útgáfudegi eftir kosningar. Þingflokkur í allar áttir Því fer fjarri að ágreiningurinn Geir/Albert væri sá eini á milli manna og arma í þessum stóra borgaraflokki á fyrstu dögum stjórnarmyndunar. Meira að segja virtist svo, að Albert sættist við Geir þegar dagar liðu - og Albert var kominn inní væntan- legt ráðuneyti Geirs með því að verða skipaður í viðræðunefndir. Og óánægjukurrið heyrðist ekki í marga daga frá Albert og hans stuðningsmönnum. Mákse þeir hafi ekki varað sig á því, að það eru fleiri í þing- flokknum og fleiri ábyrgðarmenn reiðubúnir að taka að sér völd í umboði flokksins heldur en Geirsklíkan. Og máske hvorug klíkan, Alberts eða Geirs, hafi haft spurnir af óformlegum viðræðum annarra arma í flokkn- um við annarra flokka menn á síðustu dögum. Undir verndarhendi Thors Það var ekki fyrr en um sl. helgi að uppúr flaut - og síðdegis- blaðið birtir myndir og fregn á forsíðu sl. mánudag af viðræðum undir handleiðsiu varaformanns Sjálfstæðisflokksins Friðriks Sophussonar við Alþýðuflokkinn og Bandalag jafnaðarmanna. Á sama tíma er „öldunga- deildin" að tala við Framsóknar- flokkinn í formlegum ábyrgum viðræðum. Varla hafa viðræður varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins þótt auka á tiltrú Framsóknar- manna á viðræðurnar við þá Geir. Viðræðurnar um viðreisn- arafbirgðið fóru fram í húsnæði Almennra trygginga hf. Það þyk- ir benda til þess að Friðrik Soph- usson hafi tilfinningu fyrir sögu íslenskra borgarastéttar. For- stjóri firmans heitir nefnilega Ólafur Thors. Hvaða flokkur er þetta? Þegar nú hinir ýmsu armar flokksins geta staðið í viðræðu- stússi hér og hvar með eftirgjöf og bros á vör við hvurn sem hafa vill, verður heildarmyndin ögn öðruvísi en hér áður var. Þetta er ekki sterkur, samstíga flokkur einsog hann þykist vera fyrir kosningar hverju sinni. Heldur er þetta ótraust vekjandi og sundur- lyndur flokkur sem enginn getur reitt sig á, ekki einu sinni and- stæðingarnir. Hvorki Morgunblaðið né Sjálf- stæðisflokki þess hefur tekist á síðustu misserum að breiða yfir ólíka hagsmuni innan borgara- stéttarinnar, sundurlyndi borgar- anna og vangetu, j á vangetu þess- arar stéttar í pólitískum efnum. Landsmenn hafa séð hvaða merkingu gorgeirinn fyrir kosn- ingarnar hefur. Og kjósendur hljóta að hlífa þjóðinni við getu- leysi Sjálfstæðisflokksins í fram- tíðinni. -óg DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdótti’r, Elias Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.