Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 10
10 SÍSA -- ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. maí 1983 Ég sit í gömlum fólksvagni ásamt 2 Perúmönnum, á leið út úr miðborg Lima. Hér er kominn nóvember og vor í lofti, sólskin og hiti eru að taka við af hinu rakaog skýjaða vetrarveðri. Samt þætti vetrarveður í Lima líklegavel brúklegtsem íslenskt sumar, því hér þrífast pálma- og baunatré allt árið um kring og sjaldan þarf að notast við annað en þunna peysu og/eða regn- kápu. Ásamt mér í bílnum eru Javies, sem stendur daglegan vörð um mannréttindi pólitískra fanga, og Alfredo, sem er aðal- ritari sambands fátækrahverfa í Perú. Ferðinni er heitið út í stærsta kampinn í Lima. Alþingi götunnar' Einar Hjörleifsson skrifar frá Perú 2. grein Hér rúmast öll íslenska þjóðin Villa elSalvador Við ökum meðfram ströndinni, sem nú er öll að lifna við eftir veturinn, og í gegnum íbúðarhverfi hástéttarinnar, Miraflores, sem jafnframt er ein helsta A'erslunarmið- stöð borgarinnar. Leiðin liggur yfir stóra umferðarbrú og brátt fer umhverfið að breyta um svip. „Hér sérðu skilin á milli hins ríka og fátæka hluta borgarinnar", segir Javies og bandar frá sér hendinni. - Af hvítmáluðum, vel við höldnum húsum taka við múrsteinshlaðin hús, ómáluð og þakin auglýsingaskiltum um allt milli himins og jarðar. Það er rétt eins og við séum á leið út í eyðimörk, grár sandliturinn yfirgnæfir allt annað. Meðfram veginum teygja lágar, ó- reglulegar húsabreiður sig upp eftir sand- hólunum. „Hér halda hinir nýkomnu til", segir Alfredo. „Eftir svo sem árstíma verð- ur ekki meira pláss hér." Það fer að grilla í kampinn framundan og við ökum eftir eina malbikaða veginum í hverfinu, en hann var lagður fyrir 2 mánuðum síðan. 8 manna fjölskylda í 3 herbergjum Alfredo aðalritari býr í litlu múr- steinshúsi ásamt konu sinni og 6 börnum á aldrinum 4-16 ára. Fjölskyldan ræður yfir stórri stofu og eldhúsi auk 2ja afhólfaðra svefnherbergja, sem má kallast gott hér í hverfinu. Saíernið liggur í opnum húsa- garðinum innaf eldhúsinu og er einfalt; rör- bútur sem stendur uppúr jörðinni og er í sambandi við skolpræsakerfið. Á eftir er skolað með vatni úr ryðgaðri tunnu, sem stendur í horninu. „Jú víst er hér vatnslögn, en ekki rennandi vatn nema hvern dag í nokkrar klukkustundir", segir Alfredo og nuddar á sér augun, - hann var að vinna að skipulagsmálum mestalla nóttina. Áf hæð í nágrenninu má sjá yfir hluta hverfisins. „Hér búa um 300 þúsund manns", segir Alfredo og hlær dátt, þegar ég segi honum, að hér kæmust allir íslend- ingar fyrir. Þótt varla myndu þeir sætta sig við það þröngbýli, sem hér ríkir. Hörð barátta Villa EI Salvador er fremur ný byggð, ekki nema 11 ára gömul'. Vegna óvenju- góðrar skipulagningar íbúanna tókst þeim þó að tryggja sér bæði vatn og rafmagn fyrir 5 árum síðan. En til þess að ná slíkum ár- angri þurfti að setja mikla pressu á stjórn- völd, farið var í mótmælagöngur að stjórn- arráðinu og verkföll gerð. Onnur hverfi, Alfredo, aðalritari samhands fátækra- hverfa í Perú var leiðsögumaður höiundar í Villa El Salvador, fátækrahverfi í útborg Lima. Alfredo er hér lengst til hægri ásamt syni sínuin og dóttur. Ljósm. E.H. sem staðið hafa í 20 ár eða lengur eru enn ekki farin að sjá snefilinn af slíkum lífsþæg- indum. - Ekki er þjónustan samt ókeypis, það kostar um 11-falt mánaðarkaup verka- manns að fá lagt inn vatn. Skipulagning svæðisins Svæðinu öllu er skipt í 90 stór hverfi, sem sjá um sín eigin mál að verulegu leyti. Grunneiningin er hin svokallaða „manz- ana“ og sérhvert hverfi samanstendur af 16 slíkum. Haldnir eru reglulegir fundir í hverfunum, þar sem íbúarnir taka á- kVarðanir um staðbundin mál og kjósa sér aðalritara sem fulltrúa í breiðara samhengi. Fulltrúarnir 90 kjósa sér síðan 5 manna framkvæmdanefnd, er skipuleggur sam- eiginleg verkefni og er samningsaðili út á við gagnvart yfirvöldum. - Alfredo líkir þessu fyrirkomulagi við uppbyggingu júg- óslavneska þjóðfélagsins. í hverfinu eru nokkrir skólar, þó ekki nærri nóg til þess að uppfylla þörfina, sem fyrir hendi er. Ríkið kostar byggingarnar og borgar kennurunum kaup, afganginn sjá íbúarnir um. Bastmottuhús á sandsléttunni Hér eru einnig skil á milli hverfa. Þeir, sem lengst hafa búið hér, hafa komið sér upp sæmilega vel byggðum húsum, þar sem útveggirnir eru hlaðnir úr múrsteinum og bárujárn lagt yfir. En hvað skal til bragðs taka, þegar börnin vaxa upp og stofna heimili? - Algengur sambúðaraldur (því ekki gifta sig nærri allir) er hér 18-20 ár og illmögulegt að hýsa 3-4 vaxandi fjölskyldur undir sama þaki. - Hér er að finna skýring- una á víðáttumiklum breiðum einfaldra , húskumbalda, sem skellt hefur verið beint á þurra sandsléttuna utan venjulegrar byggðar. Húsin eru gerð úr fléttuðum bast- mottum, sem bundnar eru saman á hornun- um. Þau eru gluggalaus og ótraust að sjá, þar sem þau bærast fyrir golunni. íbúarnir notast við steinolíulampa og vatn er keypt úr nálægum krönum. Fjölskyldumynstrið er hér afar hefð- bundið. Karlmennirnir sækja flestir vinnu til Lima og konurnar eru eftir heima og sjá um börn og heimili. Aðeins hluti karlanna hefur fasta atvinnu, aðrir vinna tilfallandi störf, t.d. sem götusalar. Strætisvagna- ferðir á milli kampsins og Lima taka milli 3-4 klst. daglega, svo fjölskyldufaðirinn er sjaldan heima, nema þá yfir blánóttina. Kvennahópar Talið er, að um helmingur íbúanna í Villa E1 Salvador sé ólæs eða illa læs og skrifandi. Eins og víðar gerist, gildir þetta sérstaklega um konurnar, sem eru einangraðar og af- skiptar í samanburði við karlana. En nú eru konurnar farnar að skipuleggja sig í hverfis- hópum. Þessir hópar styðja t.d. uppbygg- ingu skólastarfs og heilsugæslustöðva á svæðinu, vinna að umhverfismálum o.fl. T.d. er UNICEF (Barnahjálp S.Þ.) með dagheimili og margháttaða upplýsingast- arfsemi um hreinlæti, rétta næringu, barn- asjúkdóma o.s.frv., - í samvinnu við kon- urnar. Til þess að virkja fleiri konur í starfinu, starfa einnig leshringir og námshópar. En við ramman reip er að draga, þar sem er hefðbundið kynhlutverk kvenna. Og þótt konurnar séu flestar í svipaðri aðstöðu, þ.e. bundnar yfir búi og börnum, meðan karl- arnir vinna í stórborginni, er tekjudreifing innan hverfisins og lífskjör íbúanna þó það innbyrðis ólík, að erfitt getur verið að henda reiður á sameiginlegum hags- munum. Eftir útsýnisferðina fer Alfredo með mig í heimsókn til vinafólks síns í nágrenninu. Hjónin eru bæði virk í hverfispólitíkinni og húsbóndinn hefur ásamt A. gist fangelsi Líma nokkrum sinnum, í sambandi við mótmælaaðgerðir og kröfugöngur liðinna ára. Okkur er boðið að taka þátt í aðalmált- íð dagsins, hádegismatnum, og yfir heitri kjötsúpu spyr Francisco mig spjörunum úr um ísland, skoðanir mínar á sósíalisma og Rómönsku Ameríku, og gerði óspart að gamni sínu um leið. Hann vinnur fyrir fjöl- skyldunni með því að selja bækur á frjálsum markaði og gengur það bærilega. Við kveðjum alla með handabandi, eins og hér er siður og höldum áfram göngunni. Alfredo segir, að hér sé töluvert um þjófn- aði og rán, enda ekki nema 12 lögreglu- menn á öllu svæðinu. „En fólkið tekur þá lögin í sínar eigin hendur, hýðir þjófana eða grefur þá í sand upp að hálsi, þar sem þeir fá að dúsa yfir nótt, áður en þeir eru aflientir lögreglunni. Stundum láta þeir lífið við þessa meðferð.“ - Við göngum framhjá opnu svæði. Á því miðju stendur aflóga strætisvagn, málaður í öllum regnbogans liturn og stór kross þar skammt frá. Stræti- svagninn er notaður sem dagheimili og við og við er hér krossfestur afbrotamaður. „Bundinn við krossinn, ekki naglrekinn", tekur Alfredo fram með glettnissvip. Nálastungur og geðlyf Seinna um daginn fer ég í heimsókn á heilsugæslustöð í hverfinu. Á svæðinu er ekki einn einasti spítali, og alla bráðaþjón- ustu verða íbúarnir að sækja til Líma, þ.e- .a.s. þeir sem efni hafa á því. Heilsugæslu- stöðin er opin þrisvar í viku, nokkrar klst. í senn og íbúar hússins rýma þá til fyrir þeim 40-50 sjúklingum sem alla jafna mæta á staðinn. - Hér starfa 4-5 læknar og 3 sál- fræðingar. Allt starf er unnið í sjalfboða- vinnu utan venjulegs vinnutíma og gjaldinu mjög stillt í hóf. Sjúklingurinn borgar sem svarar 15 krónum íslenskum fyrir hverja heimsókn, eða um fimmtung venjulegs gjalds, og peningarnir eru notaðir í skrif- stofukostnað, viðhald og þvíumlíkt. Starfsfólkið beitir ólíkustu aðferðum. Vestræn læknisfræði þrífst hér í bland við hefðbundnar lækningaaðferðir innfæddra og austræna læknislist. Einn sálfræðingur- inn kann nokkuð fyrir sér í nálastungu- aðferðinni kínversku og stingur nálunum á kaf í ýmsa líkamsparta sjúklinganna, með- an aðrir sitja og horfa vonleysislega út í bláinn. Hún segir frá því, að góður árangur hafi náðst í meðferð geðklofa og annarra geðrænna sjúkdóma með því að beita til skiptis nálastunguaðferðinni og hefð- bundnum sálfræðilegum aðferðum. Mikill hluti tímans fer í að sinna börnun- um. Mörg þeirra þjást af næringarskorti og búa við erfið skilyrði heima fyrir. Oft eiga þau erfitt með að einbeita sér, væta rúmið á næturnar og sýna Önnur einkenni tauga- veiklunar. Rútuferð í bæinn í rökkurbyrjun fylgir Alfredo mér útá stoppistöð og segir, að ég skuli gæta mín á vasaþjófum. „Allt í lagi“ segi ég og sýni honum magabeltið undir buxnastrengum, þar sem ég geymi vegabréf, dollara og flug- miða. - Vagninn hristist eftir holóttum veg- um við háttstillta músík og auglýsingaþrugl einnar útvarpsstöðvarinnar og það er löngu orðið dimmt, þegar komið er að enda- stöðinni í Líma, hálfuin öðrum klukkutíma síðar. Klukkan er að verða 8, allt iðar af lífi á götumörkuðum stórborgarinnar, og langar raðir vinnulúins fólks bíða eftir að troða sér inn í yfirfulla strætisvagna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.