Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA Á ÞJÓÐVILJINN .Miðvikudagur 18. mai ‘1983 .1' Ástandið í aðildarríkjum EBE: hver ungur atvinnulaus T1 • r oc • Fjoroi maður Íaðildarríkjum Efnahagsbandalagsins er atvinnuleysið núna 10.7%, en atvinnuleysi þeirra sem eru 25 ára eða yngri er miklu meira eða 26.4%. I Hollandi er til dæmis þriðji hver ungur maður atvinnulaus. Atvinnuleysisbætur og velferðarstyrkir ýmiskonar draga úr neyð þessa fólks, og sumsstaðar, þar sem fjölskyldubönd eru sterk, eins ogá Ítlíu fær þetta unga fólk aðstoðfrá nánum ættingjum. En þótt menn ekki svelti beinlínis finnur þetta unga fólk sárt til þess að það er utangarðs, „óþarft" ef svo mætti segja. Og valdhafar óttast vt'ða, að í vitund þessa fólks leynist sá neisti pólitískrar reiði sem geti orðiö að miklu báli. Margtleggstá eitt Margt leggst á eitt um að gera atvinnuleysið mikið meðal ungs fólks í Vestur-Evrópu. Heilar atvinnugreinar eins og stálvinnsla og vefnaður eru að deyja út í álfunni. Tiltölulega fáir eru að hætta störfum fyrir elli sakir, því þeirsem nú koma á eftirlaunaaldur eru úr „rýrum" Ungir Vesturþjóðverjar krefjast vinnu árgöngum - unga fólkið sem leitar vinnu kom aftur á móti í heiminn í barneignasprengingu svonefndri á sjöunda áratugnum. Ríkisstjórnir eins og sú breska margfalda atvinnuleysið með aðgerðum sem eru réttlættar með nauðsyn þess að kveða niður verðbólgu. Að sumu leyti er óþjálu skólakerfi kennt um - það bregðist ekki við síbreytilegum vinnumarkaði - til dæmis hafi margir lært til starfa sem engin eftirspurn er eftir, meðan miklu fleiri vantar í rafeindaiðnað og tölvuvinnslu en tilskilinn undirbúning hafahlotið. En fyrst og síðast stafar þetta mikla atvinnuleysi af efnahagskreppu sem gerir vart við sig í flestum heimshlutum. Vonleysið Ástandið er víða það slæmt, að ungt fólk hættir jafnvel að leita vinnu. Vonleysi er enn sem komið er þau viðbrögð sem algengust eru - hjá sumum leiðir það svo til eiturlyfjanotkunar og þaðantil inngönguíglæpaheiminn. Pólitísk heift braust út í óeirðum í fyrra bæði í Hollandi og Þýskalandi og þó ekki síst í þeim hverfum breskra borga þar sem blökkumenn eru flestir-en ástandið meðal þeirra er jafnan enn verra en meðal hvítra. Það sem af er liðið þessu ári hafa mótmælaaðgerðir verið í friðsamara lagi. Má vera það tengist líka þeirri útbreiddu skoðun að stjórnvöld séu máttlaus og geti ekki orðið að liði svo urn muni. Fyrir nokkru var tekist á um þessi mál á EvrópuþinginuíBrússel. Þar báru fulltrúar sósíalista og konnnúnista fram hugmyndir sínar um að mæta ástandinu með því að skipta þeirri vinnu sem fáanleg er á milli fleiri en nú, ýta undir að fleiri fari fyrr á eftirlaun og þar fram eftir götum. En miðjumenn og þeir sem til hægri eru héldu fast við peningahyggjuráðstafanir semeigam.a. aðdragaúrsköttumog ríkisútgjöldum, og örva fjárfestingu og framleiðslu í staðinn. Síðarnefndu hugmyndirnar settu helst svip á ályktanir þingsins. Það er hinsvegar lítil huggun atvinnulausu ungu fólki. Til dæmis skýrir hópur sérfræðinga sem hefur rannsakað breskan iðnað, að engin merki séu um það, að vinnandi fólki fjölgi í Bretlandi allan þennan áratug. Verður þá geysistór orðinn sá hópur yngri manna og kvenna sem hefur verið útskúfað frá vinnu öll sín mótunarár. áb tók saman. Kosningabaráttan á Ítalíu: pólitískra hermdarverkamanna sem hafa veifað rauðum fánum. Sósíalistaformginn vill mynda stjórn Fyrirskömmu féll ríkisstjórn Ítalíu, sú fertugasta og þriöja sem setið hefur aö völdum eftir stríö. Ástæöan varsú, aö leiðtogi sósíalista, Benedetto Craxi, ákvaö aö nú væri rétti tíminn til þess aö sannprófa, hvort ekki sé byr til aö hressa svo mikið upp á kjörfylgi ítalskra sósíalista, aö þeim dugi til aö nástjórnarforystu. stjórn með hinum stóra hægri- flokki, en haldið áfram samstarfi við kommúnista í borga- og hér- aðsstjórnum. Með því að flokkur- inn er hinn þriðji stærsti á Italíu ræður hann jafnan úrslitum um það hvers konar pólitískur meirihluti verður til á hverjum stað og þar eftir allmörgum embættum og bit- lingum. En hin tvíræða staða hans á milli stóru flokkanna hefur gert honum erfitt fyrir um að móta sér samfellda og traustvekjandi stefnu. Innanflokkságreiningur hefur oft verið mikill - og einstakir armar flokksins sveiflast á milli þess að vera mjög „ábyrgir", einnig að því er varðar óvinsælar efna- hagsráðstafanir, og svo þess að reyna að stunda yfirboð gagnvart kommúnistum, taka þeim fram um róttækni. Til dæmis hafa k^rmmún- istar jafnan verið miklu harðorðari en málgögn sósíalista í garð þeirra Spilað úr stjórnarsamstarfi Craxi hefur samt tekist að sam- fylkja hinum ýmsu öflum í flokkn- um og staða hans sem forystu- manns flokksins er ekki dregin í efa. Hann hefur reynt að byggja undir sjálfstæði flokks síns með því bæði að gagnrýna kommúnista sem oftast og að spila þannig úr stjórn- arsamstarfskortum, að Italir venji sig af því, að það sé einhverskonar forlög að forsætisráðherrann hljóti að vera kristilegur demókrati. Til dæmis tókst Craxi með því að sprengja samsteypustjórn Forlanis árið 1981 að stuðla að myndun nýrrar samteypustjórnar undir for- ystu Spadolinis, leiðtoga lítils flokks Repúblíkana. Einnig þá stjórn sprengdi Craxi og uppskar í staðinn enn einn kristilegan dem- ókrata í forsætisráðherrastóli, Am- intore Fanfani. Ekki er búist við að fylgi helstu Bettino Craxi: Hefur sundrað fjór- um ríkisstjórnum á þrem árum. Craxi hefur mjög í huga fordæmi annarra sósíalistaflokka í hinum rómönsku löndum - nú síðast hins portúgalska og hins spænska. En PSI, Sósíalistaflokkur Ítalíu, er í nokkuð annarri stöðu, sem er ekki auðvelt að breyta. Vistkreppa Flokkurinn var um alllangt skeið í nánu samstarfi við PCI, Kommúnistaflokkinn. Þessir flokkar höfðu oft um 40% atkvæða samanlagt í kosningum, en Kommúnistaflokkurinn var öflugri - hafði 25-27 prósent atkvæða meðan Sósíalistar höfðu um 15%. Þegar foringjar sósíalista tóku upp þá stefnu að ganga til stjórnarsam- starfs við stærsta flokk Ítalíu, Krist- ilega demókrata (sem hafa oft 38- 40% atkvæða), breyttist staða þeirra til hins verra. Þeir hafa farið niður fyrir 10% atkvæða, fengið 9,6-9,8% atkvæða í þrennum síð- ustu kosningum. Vistkreppa sósíalistaflokksins hefur meðal annars verið fólgin í því, að hann hefur setið í land- ítalskir atvinnuleysingjar: Skref til hægri, skref til vinstri? flokka ítalskra breytist mikið í kosningunum, sem verða seint í júní. Og þó að Bettino Craxi takist að hressa eitthvað upp á fylgi flokks síns er alsendis óvíst að það dugi honum til að fá þann fræga stjórnarmyndunarbolta í hendur. Og með hverjum ætlar hann að mynda stjórn ef í það færi? Ef hann tekur enn einu sinni upp samstarf við Kristilega mun hann að h'kind- um þurfa að gleypa nokkrar beiskar hægripillur í efnahagsmál- um. Á hinn bóginn gæti komið upp sú staða, að sósíalistar, kommún- istar og smáhópar til vinstri næðu meirihluta þingsæta, og kommún- istar hafa reyndar undanfarna mánuði talað allmikið um vinstri valkost í stað hinnar „sögulegu málamiðlunar“ við kristilega sem þeir höfðu á dagskrá fyrir nokkru. En margt bendir til þess, að Craxi óttist nána sambúð við kommún- ista enn meira en við Kristilega - enda er flokkur þeirra, PCI, miklu fjölmennari og betur skipulagður en Sósíalistaflokkurinn. - áb tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.