Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. maí 1983 Hið sívinsœla Borgar- bókasafn Reykjavkur sextíu ára Hún Embla Einarsdóttir varð sjö ára 15. maí síðastliðinn. Hún segist vera mjög iðin við að sækja sér bækur á bókasafnið og situr þar oft dagsstund við að skoða bækur. (Ljósm. Atli). ii ».i,i|í-,BWI»„.iiirii ...............v Alltaf aukast útlánin Borgarbókasafn Reykjavíkurer orðiðsextíu ára. Afmælisdagurinn var þann 19. apríl síðastliðinn. Á þessu afmælisári bar það helst til tíðinda að niðurskurður og aftur niðurskurður mun einkenna starf safnsins á næstunni. Viö höfum gert þessum niður- skuröi skil hér í blaöinu, en sem dæmi má nefna að fé til bókakaupa hækkaöi um aöeins 20 prósent frá fyrra ári og mun féð nú nær uppur- ið. Þá munu útibúin við Sólheima og Bústaöi þurfa aö loka í sumar vegna þess að te skortir til aö ráöa fólk til sumarafleysinga. En nóg um það. Nú skal tekið til viö aö tína fram góöu hlutina hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, og Notendur bókasafnanna eru á öllum aldriog hér er ein af eldri kynslóðinni, Sigurlaug Svanlaugsdóttir, að velja sér bækur. (Ljósm. - eik - ) Útibú Borgarbókasafns að Sólheimum á líka afmæli á þessu ári og þá tvítugsafmæli. Hér sést meirihluti starfsfólksins á því safni - ávallt reiðubú- ið að finna handa okkur bækur. Talið frá vinstri: Herdís Helgadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir og Hanna Sigurbjörnsdóttir. (Ljósm. — eik — ) þeir eru vissulega margir. Eitt af þessum góðu hlutum eru útibúin, sem þjóna hinum ýmsu hverfum borgarinnar með góðum bóka- kosti. Það eru Sólheimasafn og Bústaðasafn, sem áður voru nefnd, og útibúið við Hofsvallagötu 16. Áætlað er að útibú komi í nýju menningarmiðstöðina við Gerðu- berg í Breiðholti III, en á tímum niðurskurðar er Ijóst að opnum þess útibús mun dragast í nokkur ár. Til þess að hægt sé að opna útibúið þurfa að vera tiltækar amk 40 þúsund bækur en nú hafa verið keypt aðeins 8 þúsund bindi. Breiðhyltingar verða að láta sér nægja bókabílinn sem kemur í hverfin tvo daga í viku, stutt í senn. Bílarnir geta hins vegar veitt afar takmarkaða þjónustu, eins og gef- ur að skilja, og því nær þjónusta Borgarbókasafnsins lítið til íbú- anna í Breiðholti. Stjórn Borgarbókasafns Reykja- víkur hefur látið prenta afmælisrit í tilefni sextugsafmælisins. Þar er m.a. að finna fróðlegar tölur um útlán af Borgarbókasafni Reykja- víkur árin 1923-1979 og jafnframt fylgir yfirlit um útlán pr. íbúa í Reykjavík. í afmælisritinu segir, að þess beri að geta, að í seinni tíð gerist æ algengara að lánþegar séu búsettir í öðrum sveitarfélögum en njóti þjónustu safnsins. Eru það þá bæði námsmenn utan af lands- byggðinni sem eru við nám í Reykjavík og einnig íbúar ná- grannasveitarfélaganna. En útlánin á umræddu tímabili voru sem hér segir - undirrituð hef- ur bætt inní tölum fyrir árin 1980- 1982: Ár Útlán Bindi pr. íbúa 1923 25.497 1,2 1933 77.255 2,5 1943 137.359 3,1 1954 152.800 2,5 1963 3,8 1972 865.337 10,3 1979 962.335 11,7 1980 958.748 11,5 1981 966.628 11,4 1982 893.542 10,4 Rétt er að taka fram að árið 1982 var Sólheimasafn lokað um nokk- urn tíma vegna breytinga og einnig voru bókabílar oft á tíðum verk- lausir vegna bilana, en þeir gerast aldraðir og úr sér gengnir. Slíkar breytingar á þjónustunni eru fljótar að koma niður á útlánatöl- unni. Miðvikudagur 18. inaí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 1 afmælisritinu er bent á, að aukning hefur verið jöfn og þétt í útlánum og ekkert virðist bíta á bókaáhuga fslendinga: Ríkisút- varpið kom til sögunnar árið 1930, en útlán jukust tlest ár þar á eftir. Sjónvarpið kom til sögunnar árið 1966. Næstu ár þar á eftir benti ekkert til þess að tilkoma sjónvarps hefði afgerandi áhrif á útlán. Með tilkomu kapalkerfa og myndbanda- tækja hérlendis hafa vaknað hug- leiðingar um áhrif þeirra á lestur landsmanna, en útlánatölur benda til þess. að bókin haldi velli í sam- keppninni um afþreyingu. „Það er helst að merkja minnk- un á útlánum í þeim tilfellum að það fer að vanta fleiri útlánsstaði," segir í afmælisritinu (bls. 24). „Sú er staðan unt þessar mundir. Bóka- bílar geta til dæmis ekki veitt þá þjónustu sem fólk vill njóta... þeg- ar útibú safnsins við Gerðuberg verður opnað, má vænta gífurleg- arar aukningar útlána. Þangað kemur fólk sem hefur verið svelt varðandi bókasafnsþjónustu og á- reiðanlega er hungur þess eftir henni orðið mikið og það mun á- reiðanlega kunna að meta þá ágætu aðstöðu sem Borgarbókasafn kem- ur til með að geta veitt í Gerðu- bergi.“, Húsnæðismálin hafa alla tíð ver- ið vandamál í starfsemi Borgar- bókasafns. Aðalsafnið fékk við stofnun húsnæði á Skólavörðustíg 3. Ekki leið á löngu þar til húsrým- ið reyndist allt of lítið og 1928 flutti safnið í leiguhúsnæði að Ingólfs- træti 12. Leiguhúsnæðið að Ingólfsstræti bauð ekki upp á neina stækkunar- möguleika og því var gripið til þess bragðs að opna útibú annars staðar í bænum. Opnuð var barnalesstofa í Austurbæjarskólanum og árið 1934 var Útibú I opnað og var það til að byrja með í húsi Franska spít- alans á Lindargötu, en árið 1973 flutti útibúið í kjallara Bústaða- kirkju eftir hrakninga nokkra um bæinn. Útibú II var opnað í íbúðarhús- næði að Hofsvallagötu 16 árið 1936 og hefur verið að Hofsvallagötunni æ síðan. Þangað hefur sama fólkið sótt áratugum saman og eru margir notendanna komnir á efri ár. Bókakosturinn er ekki mikill, því plássið setur starfseminni þröngar skorður. Útibú III var opnað árið 1948 í húsnæði við Langholtsveg en sama ár flutti það í Efstasund og var þar til húsa þar til Sólheimasafnsbygg- ingunni var lokið. Þangað flutti úti- búið ári 1963 og telst safnið eiga tuttugu ára afmæli á þessu ári,. , Sólheimasafnið er eina húsið í eigu Borgarbókasafns sem teiknað er og byggt sérstaklega með þarfir safnsins í huga. Húsið býr yfir ýms- um stórum kostum og má í því sam- bandi nefna að fatlaðir geta nýtt sér þjónustu þess til fullnustu. Gallarnir eru hins vegar þó nokkrir og kannski kemur mest á óvart, að þótt þetta húsnæði sé byggt sem bókasafn er ekki betur gengið frá málum sem svo, að gluggar eru nánast allan hringinn kringuni hús- ið og því er veggrými fyrir hillur mjög takmarkað! Forstöðumenn Borgarbókasafns hafa verið fjórir á þessum sextíu ára starfstíma. Sigurgeir Friðriks- son var fyrsti bókavörðurinn og gegndi hann því starfi til dauðadags 10. maí 1943. Lára Pálsdóttir tók að sér að sinna starfi bókavarðar þar til nýr bókavörður var ráðinn og tók Snorri Hjartarson við því í ársbyrjun 1943 og gegndi því til 1966 en lét þá af störfum vegna heilsubrests. Eiríkur Hreinn Finn- bogason var borgarbókavörður frá árinu 1966 til ársins 1975 en þá tók Elfa Björk Gunnarsdóttir við starfinu. Borgarbókasafni var sett sérstök stjórn árið 1977, en bæjarráð og borgarráð höfðu stjórn safnsins með hendi á tímabilinu 1932-1977. Núverandi formaður (forkona) bókasafnsnefndar er Elín Pálma- dóttir en auk hennar sitja í nefnd- inni Bessý Jóhannsdóttir, Anna Arnbjarnardóttir, Guðrún Helga- dóttir og Kristín Ástgeirsdóttir. Það eru því konur sem nú hafa yfir- umsjón með starfsemi Borgar- bókasafns Reykjavíkur. ast Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins: Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins efnir til friðarvöku um hvít- asunnuhclgina. Hópur ungmenna mun leggja upplrá flokksmiðstöð Alþýðuhandalagsins kl. 9 á laugar- dagsmorgun og með viðkomu á Akranesi, þar sem bætt verður við þátttakendum í hópinn, verður haldið í Stykkishólm þar sem fé- lagshcimilið Skjöldur mun hýsa fcrðalanga. Hópferðir af þessu tagi hafa ver- ið ómissandi þáttur í félagsstarfi ungra sósíalista og má minna á hvítasunnuferð sem farin var í Þórsmörk í fyrra og þótti takast með afbrigðum vel, svo ekki sé meira sagt. U ndanfarnar vikur hef- ur verið unnið ötullega að undir- búningi ferðarinnar og tveir úr Ólafur Ástgeirsson og Guðbjörg Sigurðardóttir hafa unnið að undirbún- ingi friðarvökunnar. — Ljósm.: -eik. Friðarvaka víð rætur Snæfellsjökuls verður haldin um hvítasunnuhelgina undirbúningsnefndinni, þau Ólafur Ástgeirsson og Guðbjörg Sigurðardóttir, gerðu sér ferð uppá Þjóðvilja og útlistuðu dagskrá friðarvökunnar. Um friðarvökuna hafði Ólafur m.a. þetta að segja: „Svona í grófum dráttum verður dagskráin þannig samansett að á laugardagsmorguninn kl. 9 verður lagt upp frá nýju flokksmiðstöðinni við Hverfisgötu. Þaðan verður haldið í rútu í Stykkishólm með viðkomu á Akranesi þar sem þátt- takendur þaðan bætast í hópinn. Við áætlum að koma í Hólminn um eitt leytið á laugardag og eftir að menn hafa komið sér fyrir í Skildi verður farið í skoðunarferð um Snæfellsnes," sagði Ólafur. „Að loknum kvöldverði á laugar- dagskvöldið hefst hin eiginlega friðarvaka. Fróðir menn munu þar ræða' um heimsmálin, ræða við- horfin í friðar- og afvopnunarmál- um. Kvöldvaka með tilfallandi skemmtiatriðum er svo síðasti dag- skrárliður laugardagsins, en á sunnudegi verður haldinn fundur sem ber yfirskriftina „Hádegis- friður", einskonar spjallfundur með því sem menn fá sér að borða. Við munum svo fara í ýtarlega skoðunarferð að loknum hádegis- verðarfundi, en um kvöldið verður dagskráin með svipuðu sniði.og kvöldið áður. Um hádegisbilið á mánudeginum verður lagt heim á leið,“ sagði Ólafur. Guðbjörg vildi taka það sérstak- lega fram að nauðsynlegt er fyrir væntanlega þátttakendur að hafa með sér skjólgóðan fatnað, svefn- poka með dýnu og nesti. Innifaldar í ferðinni verða tvær heitar máltíðir en þess á milli verða menn að kíkja í sína eigin körfu. Starfsmenn flokksmiðstöðvarinnar taka niður þátttökutilkynningar en kostnaður er 600 krónur, sem innifelur gist- ingu, ferðir, skoðunarferðir og tvær heitar máltíðir. -hól. Styrkir Alþýðubankans afhentir. Frá vinstri eru: Sigurður Þorsteinsson skólastj. þjálfunarskóla ríkisins, Birgir Guðmundsson fornr. Foreldra og vinafélags Kópavogshælis, Stefán M. Gunnarsson bankastjóri, Bjarni Jakobsson varaform. bankaráðs Alþýðubankans, Óskar Guðnason framkv.stj. Blindrafélagsins og Halldór Rafnar formaður Blindrafélagsins. Aðalfundur Alþýðubankans Arðurinn fer til liknarmála Aðalfundur Alþýðubankans h.f. var haldinn 30. apríl s.l. Formaður bankaráðs, Benedikt Davíðsson flutti skýrslu bankaráðs. Auk fjölmargra atriða sem hann kom inná í ræðu sinni lagði hann mikla áherslu á nauðsyn þess að færa út starfsvettvang bankans. Benedikt skýrði frá undirbúningi þess að opna útibú á Akureyri, en þar er að hefjast bygging sameiginlegs skrifstofu- og félagsmálahúss verkalýðsfélaganna á Akureyri og er Alþýðubankinn þar aðili að. Stefán M. Gunnarsson, banka- stjóri, lagði fram og skýrði reikn- inga bankans fyrir árið 1982. í ræðu hans kom fram að árið 1982 hefði verið erfitt ár fyrir bankann eins og almennt efnahagslíf í landinu. Aðal erfiðleikar bankans hefðu komið fram í slæmri lausafjár- stöðu, gagnvart Seðlabankanum, meginhluta ársins. Útlánaeftir- spurn hafi verið þung allt árið, en innlánsaukning varð allt önnur en undanfarin ár, alvarlegast aUöllu voru þó vanskil lána, sem endur- speglaði glöggt erfitt fjárhagsá- stand almennings og fyrirtækja. Á árinu 1982 jukust rekstrar- tekjur bankans, um kr. 47.5 millj. króna f.f. ári eða 109,9% rekstrar- gjöld, að meðtöldum afskriftum utan skatta til ríkissjóðs, jukust í heild um 45,9 millj. króna eða 109,0%. Skattar til ríkissjóðs skv. lögum nr. 65/1982 nam kr. 1.301 þús. Rekstrarhagnaður ársins 1982 varð kr. 1.551 þús. Útlán jukust um 71.5% frá fyrra ári, eða 63,6 millj. króna. Hlutfallsleg hækkun varð lang rnest í verðtryggðum út- lánum, eða um 186,4%. Innláns- aukning nam 57,3% eða 83,8 millj. króna. Verðtryggð innlán jukust um 203% meðan almenn innlán jukust um 32.5%. Aðalfundurinn samþykkti til- lögur um eftirfarandi: 1. 65% hækkun hlutafjár með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa, verð- ur þá hlutafé bankans kr. 11.220 _ þús. 2. Ráðstöfun tekjuafgangs: Til styrktar sundlaugarbyg- gingar við Kópavogshæli kr. 75 þús. Til styrktar byggingar sjón- stöðvar Blindrafélags íslands kr. 75 þús. 3. Til varasjóðs bankans kr. 883.727,94. Fundurinn leit svo á, að með samþykkt framantaldra gjafa, væri verið að ráðstafa arði hluthafa í þágu mjög nauðsynlegra og góðra málefna og væri því vel varið. Þá samþykkti fundurinn að bjóða út nýtt hlutafé að fjárhæð 2 milljónir króna, ennfremur voru samþykktar nauðsynlegar breytingar .á samþykktum bankans og ný heildar reglugerð. í bankaráð næsta kjörtímabil voru endurkosin: Benedikt Da- víðsson, Bjarni Jakobsson, Hall- dór Björnsson, Teitur Jensson, Þórunn Valdimarsdóttir og til vara Jón Ágústsson, Sverrir Garðars- son, Sigurgestur Guðjónsson, Auður Guðbrandsdóttir og Guð- mundur Hallvarðsson. Endur- skoðendur voru endurkjörnir: Böðvar Pétursson, Magnús Geirs- son og Gunnar R. Magnússon, lögg. endurskoðandi. / Alyktun Verkalýðsfélags Vestmannaeyja um kjaramál: Varar við einhliða aðför að lífskjörum Aðalfundur Verkalýðsfélags Vcstmannaeyja haldinn 15. maí gerir svufellda ályktun um kjar- amál: Um þessar mundir glymur dög- um oftar í eyrum almennings hve efnahagur þjóðarinnar sé bágbor- inn og að landsmenn lifi um efni frani. Að vanda tefja landsfeðurnir sig hafa fundið sökudólginn, sem að þeirra mati er ís)f?»skt launafólk og eru þeir flestir saihmála um að ábyrgðinni á þeiisj.Áá'ftda skuli nú velt yfir á herðarujjjfeýðunnar. Á þessari stundu virwlt aðeins deilt um hversu þungar þter byrðar skuli vera. Fundurinn vís^j&§ú bug þeirri kenningu, að vaqgLjyóðarbúsins sé vegna of hárra .jámá verkafólks og að það eitt mem>4íÍ[a til bjargar vorri þjóð að sk|i|) niður laun landsmanna. Jafnframt fontómir fundurinn þann tvískinnung seþiifram kemur hjá helsta talsmanhibankavaldsins í landinu sem krefst afnánis verð- bóta á laun, aðhalds og sparnaðar á öllum sviðum, meðan bankahall- irnar þjóta upp eins og gorkúlur á haug, en allur atvinnurekstur er að sligast undan okurvöxtum og fjár- magnskostriaði sem í sumum tilfell- unt er orðinn mun hærri en launa- kostnaður fyrirtækjanna. Fundur- inn minnir á að þegar þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegum efnahags- legum áföllum hefur verkalýðs- hreyfingin ekki skorast undan því að axla sinn hluta byrðanna. Til dæmis skal athygli vakin á biölund hreyfingarinnar á árum hinnar svo- kölluðu Viðreisnarstjórnar og fyrri hluta stjórnartímabils Geirs Hall- grímssonar, en þá greip verkalýðs- hreyfingin ekki til aðgerða fyrr en hún stóð frammi fyrir stórfelldum landflótta launafólks úr sínum röðuni og áætlunum um hatramm- ar árásir á lífskjör almennings. Einnig skal á það bent að þótt ekki komi til frekari ásælni ríkis- valdsins er spáð 8-10% kaupmátt- arrýrnun á þessu ári. Komi tit þess að óhjákvæmilegt reynist að ganga enn frekar á gerða samninga verkafólks, álítur fund- urinn fráleitt að það fjármagn verði látið renna beint í vasa atvinnurek- endá án tillits til þess hver þörf fyrirtækjanna er. Því leggur fundurinn til að slíkar aðgerðir verði í fullu samráði við verkalýðshreyfinguna og að það fjármagn sem þannig er tekið af umsömdum launum renni í sjóð er verkalýðshreyfingin hafi umráð yfir og því fjármagni verði síðan varið: 1. Til að styrkja fyrirtæki sem leggja fram reikninga og sýna fram á þörfina fyrir aðstoð enda fái starfsfólk í staðinn eignaraðild að fyrirtækjunum og áhrif á stjórnun þeirra. 2. Til að efla byggingu íbúða og leiguhúsnæðis á félags- legum grundvelli. 3. Til eflingar framkvæmda sem stuðla að aukinni atvinnu. Fundurinn varar við einhliða að- för að lífskjörum verkafólks sem fyrirsjáanlega mun leiða til óvina- fagnaðar og átaka á vinnumark- aðinum þegar mest er um vert að þjóðin standi saman að lausn þess vanda er við blasir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.