Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Punktakerfið fellt niður: Gamli klíkuskapurinn heldur innreið sína! Nýjar reglur um gatnagerðargjöld Á morgun verða til umræðu í borgarstjórn nýjar reglur um lóðaúthlutun og gatnagerðargjöld. Er ætlun borgarstjórnarmeirihlut- ans að fella úr gildi reglur um lóðaúthlutun samkvæmt punkta- kerfinu annars vegar og hins vegar að setja nýjar reglur um innheimtu gatnagerðargjalda þannig að þeir sem fá lóðir á næsta og þarnæsta ári verði látnir greiða inn á þær strax. Sigurjón Pétursson, borgarráðs- maður Alþýðubandalagsins sagði í gær að nú ætlaði Sjálfstæðisflokk- urinn að taka aftur upp gömlu aðferðina við lóðaúthlutun þar sem pólitískir fuiltrúar veldu þá sem náðar nytu hverju sinni. Þá sagði hann að stórfelld lántaka borgar- innar hjá væntanlegum húsbyggj- endum ársins 1984 og 1985 væri engu betri en aðrar lántökur og myndu koma illa við húsbyggjend- ur. -ÁI Athugasemd vegna viðtals um smáfiskadráp Engir annmarkar Guðni Þorsteinsson fiski- fræðingur hefur óskað eftir að koma á framfæri leiðréttingum vegna viðtals við hann í blaðinu í gær um smáfiskadráp. „Þaö er fullyrt að möskvastærðar- tilraunir Hafrannsóknarstofnunar í vetur með net á legg í poka hafi ekki tekist vel og að ýmsir ann- markar hafi skotið upp kollinum. Hvorug fullyrðingin er rétt. I viðta- linu við blaðamann sem fór fram fyrir alllöngu, sagði ég, að til- raunirnar hefðu ekki verið nægi- lega marktækar vegna lítils afla en niðurstöðurnar hefðu þó lofað góðu. Engir annmarkar komu fram í tilraununum en hins vegar benti ég á ýmsa örðugleika, sem e.t.v. yrðu því samfara að nota net á legg í poka. Verst kann ég þó við fyrirsögn- ina á greininni: „Breytingar á veiðarfærum hafa ekki gengið vel til þessa.“ Hvort sem hér er átt við íslenska veiðarfæragerð almennt eða einungis þann þátt sem sker sig úr um smáfiskadráp þá mótmæli ég þessari fullyrðingu og er tilbúinn að færa rök fyrir mínum skoðunum hvenær sem er. Virðingarfyllst, Guðni Þorsteinsson.“ Ályktun launamálaráðs BHM Vísitöhiskerðing ekki ráð gegn verðbólgunni Vegna umræðna um cfnahags- mál og aðgerðir í þeim á næstu mánuðum vill Launamálaráð ríkis- starfsmanna innan BHM taka undir öll meginatriði í ályktun ASÍ og BSRB frá 10. þ.m. Einkum tekur ráðið undir þann hluta álykt- unarinnar þar sem áhersla er lögð á virka atvinnuuppbyggingu til þess að mæta þeim vanda sem við blasir, án þess að til atvinnuleysis komi. í því sambandi leggur ráðið sér- staka áherslu á að fjármagni verði í auknum mæli beint til þeirra atvinnugreina sem líklegar eru til að styrkja efnahagslífið næstu ár. Hætta verður óarðbærum fjár- magnsfyrirgreiðslum til atvinnu- fyrirtækja. Greina verður milli efnahagslegra og félagslegra fors- endna þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og framkvæmdir. í umræðum um vísitölubindingu launa hafa einatt komið fram hug- myndir um að breyta vísitölubót- urn í þá átt að þær verði föst krónu- tala í stað prósentuhækkunar. Með verðtryggingu launa er einungis verið að tryggja þann kaupmátt sem samið er um í kjarasamning- um. Ráðið varar því við breyting- um á því kerfi sem raska um- sömdum launahlutföllum og mis- muna launþegum. Endurteknar vísitöluskerðingar á undanförnum árum hafa reynst haldlitlar í baráttu gegn verðbólg- unni og telur ráðið því einsýnt, að nauðsynlegt sé að leita annarra leiða, ef koma á verðbólgu niður í svipað stig og í nágrannalöndum okkar. Launamálaráð ríkisstarfsmanna innan BHM telur mjög brýnt, að fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafi raunverulegt samráð við aðila vinnumarkaðarins við mótun efna- hagsstefnu þannig að sem víðtæk- ust samstaða náist um nauðsyn- legar og raunhæfar aðgerðir til þess að leysa þann vanda sem við blasir í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinn- ar. Skóli Ásdísar Jónsdóttur: Tíunda starfsárið Nú í vor lýkur skóli Asu Jóns- dóttur sínu tíunda starfsári og á því afmælisári vill skólinn koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóginn. Frá því 1981 hefur skólinn starf- að í nýbyggingu við Völvufell 11, í Breiðholti III en var áður í Keilu- felli. I vetur voru í skólanum tvær bekkjardeildir undir leiðsögn tveggja kennara. Þrjú hundruð fer- metra húsnæði skólans er í eigu Ríkisins og Reykjavíkurborgar. Framfarafélag Breiðholts III beitti sér mjög fyrir því að korna skólan- um í fast húsnæði fyrir um tíu árum. Markmið skólans er að bæta úr þöi f skóla fyrir börn á forskólaaldri (5-6 ára) í samræmi við lög um grunnskóla og leita að heppilegunt leiðum í kennslu fyrir byrjendur. Innritun barna (fæddra 1977 og 1978) fyrir næsta skólaár fer fram í skólanum alla virka daga kl. 8-10 f.h. og kl. 13-15 e.h. til 21. maí n.k. Sérstök áhersla er lögð á einstakl- ingskennslu og fjölbreytta fönd- urkennslu. Skólinn tekur við börn- um úr öllum hverfum og upplýsing- cir eru veittar í síma 72477.' Grace Jones á Islandi! Diskó-rokk söngkonan fræga Grace Jones er væntanleg til Is- lands á föstudagsmorgun og mun syngja hcr tvö kvöld: á föstudags- kvöld í Sigtúni, á laugárdagskvöld í Safari. Grace Jones er gífurlega eftir- sóttur skemmtikraftur en kvað ekki troða upp nema þegar og þar sem henni líkar. Þessi uppákoma hennar hér á íslandi mun verða hennar önnur og þriðja á þessu sumri. Forsala miða er hafin í Fálkan- um, hljómplötuverslununum á Laugavegi og Suðurlandsbraut, og kostar miðinn 380 krónur. -A A ia&j Sundnámskeið fyrir 6 ára börn (fædd 1976) hefst í sundlaug Kópavogs mánudaginn 30. maí. Innritun verður þriðjudaginn 24. maí milli kl. 13 og 15. Sundlaug Kópavogs sími 41299. LAUSAR STOÐUR ' Nokkrar kennarastöður við Menntaskólann að Laugarvatni eru lausar til umsóknar. Um er að ræða eftirtaldar kennslugreinar: Efnafræði, frönsku, dönsku og íslensk fræði. Æskilegt er að um- sækjandi geti kennt fleiri greinar en eina. í íslenskum fræðum er um að ræða starf til eins árs. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. - Umsóknareyðublöð fást í ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13. maí 1983. LAUSAR STOÐUR Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja i Keflavík eru lausar til umsóknar nokkrar kennarastöður. Um er að ræða eftirtaldar kennslugreinar: íslensku, erlend mál, stærðfræði, eðlisfræði og sérgreinar í tré- iðnabraut. Varðandi síðastnefnda startið skal tekið fram að krafist er meistararéttinda í iðngreininni. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 13. maí 1983. Með varúð a skal ^ um vegi, landsins fara. 1FERÐAR Friöarvaka um hvítasunnu Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins boðar til mikilla aðgerða um Hvíta- sunnuna. Það er: Hópferð á Snæfells- nes. Gist verður í félags- heimilinu Skildi í Helga- fellssveit. Þar verða rædd friðar- og afvopnun- armál og höfð uppi ýmis skemmtan á kvöidvökum. Frá félagsheimilinu verður farið í skoðunarferðir á fal- lega staði á nesinu undir leiðsögn heimamanna. Dagskrá (í gróf- um dráttum) Laugardagur 21. maí kl. 9.00 Brottför frá flokks- miðstöð Alþýðubandalags- ins Hverfisgötu 105. - 13.00 Komið að Skildi - 14.00 Skoðunarferð - 19.00 Kvöldverður m Of/ - 21.00 Friðarvaka, spjall um friðar og afvopnunar- mál. Glens og gaman. Sunnudagur 22. maí kl. 12.00 Hádegisfriður - 14.00 Skoðunarferð - 20.00 Kvöldverður - 22.00 Kvöldvaka undir beru lofti ef veður leyfir Mánudagur 23. maf kl. 13.00 Tiltekt og brottför - 17.00 Komið til Reykja- r< víkur Tvær heitar máltíðir eru innifaldar (laugardags- og sunnudagskvöld) en annan mat verður hver og einn að hafa með sér. Fyrir utan svefnpokann væri æskilegt að fólk hefði með sér litla dýnu. Og svo er að sjálf- sögðu góða skapið alltaf með í förum. Verð er áætlað u.þ.b. kr. 600. Allir ungir og hressir sósíal- istar eru eindregið hvattir til að koma með og tilkynna þátttöku í síma 17500 í síð- asta lagi á miðvikudags- kvöld þann 18. maí. Sjáumst hress og kát. Undirbúningshópur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.