Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 6
1 I 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. máí 1983 Og svo 1 % til baka • Þeir láta skammt stórra högga á milli nýju valdhafarnir, sem settust í stjórnarstólana í fyrradag. I gær var gengi íslensku krónunnar lækkað um 14,5% og verð á erlendum gjaldeyri þannig hækkað um 17%. • Þessi gengislækkun ein mun á hálfu til heilu ári valda um 15% verðlagshækkun hér innanlands, og mjög verulegur hluti þeirrar hækkunar kemur fram nú alveg á næstunni. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður ekkert af þessum hækkunum bætt í kaupi frekar en aðrar þær verðlagshækkanir, sem framundan eru. • Samkvæmt kjarasamningum á að greiða 22% verðbætur á laun nú þann 1. júní vegna verðlagshækkana 1. febrúar til 1. maí, og síðan nýjar verðbætur þann 1. sept. og 1. des., sem óhætt er að slá föstu að vera ættu a.m.k. 10-15% í hvort sinn, ef gerðir samningar fengju að standa. • Allar þessar verðbætur afnemur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar með lögum og skammtar í staðinn 8% 1. júní og 4% 1. október, eða samtals 12,3% í verðbætur á almenn laun á sama tíma og verðlag er talið munu hækka um nær 60%, eins og greint var frá hér í Þjóðviljanum í gær. • Það er því algerlega ljóst að nái ríkisstjórnin að fram- kvæma stefnu sína, þá fær almenningur ekki verðbætur á Iaun út þetta ár, nema fyrir um helming af verðhækkunum síðustu þriggja mánaða, og síðan ekki einn einasta eyri fyrir allar þær verðhækkanir, sem hér verða frá 1. maí til áramóta. • Og til að kóróna skömmina þá lætur ríkisstjórnin á sama tíma hækka verð á erlendum gjaldeyri um 17% og hellir þannig vænum olíuskammti á verðbólgueldinn. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. r i tst Jór nar g r ci n ur aimanakinu Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ÞJÚDVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. • Og hverjar eru svo hinar mildandi aðgerðir, sem ríkis- stjórnin hefur leyft sér að nefna svo: • Til þeirra á að verja um 400 miljónum króna. Búast má við, að hefðu laun náð að haldast sem óbreytt hlutfall af þjóðartekjum, þá hefði heildarlaunaupphæðin á þessu ári átt að vera um 40.000 miljónir króna, og er þá ekki reiknað með meiri verðbólgu, en ríkisstjórnin sjálf gerir ráð fyrir. - Með öðrum orðum, það er um 1% launaupphæðarinnar, sem verja á í „mildandi aðgerðir“, á sama tíma og verið er að skera niður kaupmátt launa um 25-30%. • Það er hent 2% sérstakri hækkun í fólk, sem hefur innan við 9.581,- krónu í mánaðartekjur, - en á sama tíma er kaup þessa fólks lækkað með hinni hendinni um 25%. • Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert að veita gjaldfrest á hluta greiðslubyrðar íbúðalána svo sem Svavar Gestsson hafði lagt til á Alþingi sem félagsmálaráðherra, en fékkst þar ekki samþykkt á síðasta vetri. • En sú ráðstöfun dregur þó harla skammt á móti þeirri gífurlegu kauplækkun, sem þeim er nýlega hefur byggt eða keypt íbúð er ætlað að bera eins og öðrum. Hvað það varðar er einnig sömu sögu að segja um lítilfjörlega lækkun á tekju- skatti og hækkun lífeyrisgreiðslna, - og það sem boðað er um lækkun húshitunarkostnaðar úti um land er sýnd veiði en ekki gefin. k. 39% framhjá hlutaskiptum • Samkvæmt bráðabirgðalögum gærdagsins, verða 39% af þ\i fiskverði, sem fiskvinnslan greiðir fyrir landaðan afla tekin fram- hjá hlutaskiptum til sjómanna. Þetta gildir um fiskiskip yfir 240 lestum, en hjá minni skipum verða 35% tekin framhjá hluta- skiptum. • 10% eiga að renna í Stofnfjársjóð fiskiskipa, svo sem áður hefur verið, en 25 til 29% í „sérstakan kostnaðarhlut útgerðar“ eins og segir í lögunum. Áður voru 7% tekin framhjá skiptum með sérstöku olíugjaldi, og auk þess greiddi fiskvinnslan í ohusjóð til niðurgreiðslu á olíu upphæð sem svaraði um 10% í fiskverði. I stað þessara liða upp á samtals 17%, sem hverfa úr sögunni, þá fær útgerðin nú 25 til 29% í „sérstakan kostnaðarhlut“, framhjá skiptum. Lán í öláni - eða þegar ég uppgötv- aði lánskj aravísitöluna Það eru mörg reikningsdæmin sem vesalings húsbyggjandinn þarf að reikna. Eitt hið skelfileg- asta í minni húsbyggjandasögu var að uppgötva lánskjaravísitöl- una. Auðvitað var manni aiy,af Ijóst að með verðtryggingu lana yrði maður að borga hverju sinni raunverulegt verðgildi hverrar afborgunar, en græddi ekki á verðbólgunni eins og maður gerði þegar maður keypti sér fyrst þak yfir höfuðið og fékk húsnæðismálastjórnarlán, af- borganirnar af því urðu að næst- um engu á nokkrum árum. Sá draumur var sem sagt úti. Eigi að síður dembdi maður sér í hús- byggingu, taldi sig heppinn á eiga ótekin lífeyrissjóðslán, svo kom húsnæðismáLastjórnarlánið og bankarnir redduðu afgangnum með verðtryggðum lánum til 4ra ára.Dg það var þá sem ég uppgöt- vaði I lánskjaravísitöluna. Ég vildi sem sagt vita hvernig dæmið væri reiknað. Hvernig út væri fundið hversu stór verðbótaþátt- urinn væri af hverri afborgun. Ég hafði auðvitað komist að raun um, þegar ég fór með budduna í bankann minn til að borga af ein- hverju lánanna, að verðbótaþátt- urinn var jafnan miklu hærri en afborgunin sjálf. Ég gekk á milli manna og spurði þá um lánskjar- avísitöluna, en fékk óljós svör. Þegar ég fékk svo loks útreikning frá hagfræðingi sem sýndi svart á hvítu að bilið á milli kauphækk- ana og hækkunar á lánskjaravísi- tölu fer stöðugt breikkandi, sá ég auðvitað hvers kyns var. Ég er sem sagt stöðugt að borga hlut- fallslega meira og meira af laununum mínum til að greiða niður þessi lán. Þórunn Sigurðard. skrifar Þegar ég hafði komist að þess- ari skelfilegu niðurstöðu fór ég að bera mig upp við vini og kunn- ingja, sem eru nýbúnir að kaupa húsnæði eða eru að byggja. Eng- inn þeirra vildi viðurkenna að þetta gæti verið rétt. „Við borg- um bara í samræmi við verðbólg- una“ sögðu menn. „Hvaða verð- bólgu“ spyr maður þá. Þegar launin eru orðin langt á eftir verðbólgunni, fer nú fyrst að harðna á dalnum. Verðbólgan, sem átti að hækka launin okkar um 22% núna 1. júní, á sem sagt aðeins að ná til þess sem við þurf- um að borga, - ekki til þess sem við fáum borgað. Og nú verða verðbætur á laun aðeins 8% og hvernig lítur dæmið þá út? Ég fékk hagfræðinginn til að reikna út síðasta og svartasta dæmið, stöðuna l.júní. í maí var bilið á milli hækkana á kauptaxta og lánskjaravísitölu komið í 21%, eða meira en nokkru sinni. Er einhver hissa á því þótt bankarnir eigi peninga? Hver fær þessa „plús-vexti“ nema þeir? Og þetta hét einu sinni „raunvaxtastefna“! „Þetta lagast 1. júní“ sögðu menn „Þetta hefur alltaf lagast 1 .júní.“ Mikið rétt það hefur allt- af lagast l.júní, því þáhefur jafn- an komið veruleg kauphækkun. Þessi kauphækkun sem átti að verða 22% til þess að vega upp á móti öllum hækkununum, hún verður nú aðeins 8%. Nú í maí hefur lánskjaravísitalan hækkað um 8,25%, því minnkar bilið ekki l.júní, eins og það hefur alltaf gert, heldur eykst. 1. júní, er bilið á milli hækkana á kauptöxtum (miðað við næstlægsta Dagsbrún- artaxta) og hækkunar lánskjara- vísitölu komið í 21,3%, og er breiðara en nokkru sinni. Og hvað gerist svo á næstu mánuðum - þá heldur það enn áfram að breikka, því ekki hækkar kaupið. Þetta er nu orðið svo skugga- legt dæmi að mann langar næst- um af landinu. Það er von að ný ríkisstjórn geti boðað hærri lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn. Þeir verða trúlega fáir. Og það er allt í lagi að bjóða „skuld- breytingalán". Hvað þýðir það? jú, þú lengjir lánin, verðbótaþ- átturinn hækkar og hækkar og, bankarnir fá mismuninn. Ég spái því að það verði ekki þungur baggi á Húsnæðismálastjórn að lána þeim sem fara út í bygging- aframkvæmdir í fyrsta sinn á því herrans ári 1983. Slíkir bjartsýniskappar ættu að fá heiðursmerki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.