Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. maí 1983 Samstarf okkar Jónasar Árna- sonar er orðið býsna langt. Saman sátum við á Alþingi í nær tvo ára- tugi og ennþá lengur höfum við unnið saman að okkar sameigin- legu áhugamálum. Oft höfum við mætt saman á fundum, eða á sam- komum, víðsvegar um landið þar sem við höfum flutt okkar boð- skap, hvor á sinn hátt; Jónas oft með því að sýna sig, flytja stutt ávarp, eða stjórna fjöldasöng. Á þann hátt gat Jónas auðveldlega lyft samkvæminu á æðra plan, þar sem allir voru opnir, kátir eða glaðir og fyrst og síðast samtaka. Jónas Árnason er í mínum huga nokkuð sérstakur alþingismaður. Hann flutti mál sitt á þingi af sann- færingarkrafti og oft af tilfinninga- hita. Sum mál voru honum sérstak- lega hugstæð, eins og þau sem vörðuðu sjálfstæði þjóðarinnar og samskiptin við aðrar þjóðir. En það sem gerði Jónas sérstakan í hópi þingmanna var m.a. það, að hann gat ekki hugsað sér þing- mennsku sém lífsstarf, heldur aðeins sem tímabundið starf, og kannski er eitthvað til í því. Því miður eða sem betur fer, ég veit ekki hvort á við. Ég veit til dæmis ekki nema þau árin, sem Jónas var að vasast í pólitík, hafi leitt hann til manna og málefna, sem auðguðu skáldskap hans. Og þó að hann laumaðist stundum út til okkar í Iðnó utan af Austurvelli, með þeim ummælum, að hann langaði nú svolitla stund að draga að sér andann í húsi, sem ekkert væri að fara í felur með það að það væri leikhús, þá hygg ég hann hafi unað sér vel í hinu leikhúsinu líka, mál- snjallir menn hljóta að sóma sér í þingsölum, ekki síst ef saman fer lifandi áhugi á mönnum, þorskum og öðru því sem lífsandann dregur. Og þrátt fyrir umfangsmikil störf á þingi og utan, hefur Jónas alltaf haft tíma til að skrifa. Ég hef verið svo heppinn að fylgjast með tilurð sumra þessara verka. Þannig var Drottins dýrðar koppalogn einu sinni þriggja þátta leikrit, áður en það varð einþáttungur (sem endi- lega þarf að kvikmynda). í leiknum um hann Jörund urðu fyrst til vís- Jónas Árnason sextugur 28. maí vegna brennandi áhuga hans á til- teknum málum. Jónas hafði ekkert af því sem kennt er við atvinnupólitíkus. Ég held t.d. að hann hefði aldrei tekið í mál að verða ráðherra, þó að að honum hefði verið lagt. Um pólitíska skoðun Jónasar þurfti þó enginn að efast og ég er þess fullviss, að allir sem kynnast Jónasi munu sannfærast um, að hann hefir skipað sér í þann stjórn- málaflokk sem næst kemst skoðun- um hans og lífsviðhorfi. Þegar ég leiði hugann að vini mínum og margra ára samstarfs- manni, Jónasi Árnasyni, sé ég fyrir mér tvo sérstaklega ríka og áber- andi þætti í fari hans og skapgerð. Annar þátturinn snýr að næmi Jón- asar á líf og kjör og alla aðstöðu hins almenna alþýðumanns. Jónas hrífst af veðurbitnum sjómanni, bónda, verkamanni og lifir sig inn í kjörþeirra og aðstöðu. Hann skrif- ar dásamlegar greinar um skipstjór- ann í brúnni, hásetann á dekkinu, gamla manninn við trilluna sína, fólkið sem vinnur í saltfiski og gömlu konuna innst inni í dalbotni við rætur jökulsins, sem hændi að sér öll dýr og fékk jafnvel silunginn í bæjarlæknum til að treysta sér. í þessum lýsingum öllum kemur fram sá þátturinn í skapgerð Jónas- ar sem hlaut að gera hann að sósíal- ista. Hinn þátturinn í skapgerð Jónasar er sá, sem tengist sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Það var sá þáttur sem gerði Jónas að einum okkar bezta baráttumanni í land- helgismálinu. í landhelgisdeilum okkar Breta við Vestur-Þjóðverja var barizt um íslenzk landsréttindi. Þá átti lítil þjóð í baráttu við stór-veldi - og varð sú litla þjóð að sækja rétt sinn, þrátt fyrir gamlar og úreltar reglur um landhelgismörk og þrátt fyrir skammsýna samninga, sem stjórn- endur litlu þjóðarinnar höfðu gert og áttu að binda hendur hennar. í landhelgisdeilunum um 12 mfl- urnar og síðan um 50 mílurnar var ísland brautryðjandi. í deilunni um 50 mflurnar unnu íslendingar sigur í landhelgismálinu, en ekki þegar 200 mílurnar tóku gildi. 200 mflna efnahagslögsagan fékkst vegna fyrri þróunar hafréttarmála og samkomulags flestra þjóða sem orðið var, þegar 200 mílurnar tóku gildi 1. desember 1976, en aðeins mánuði síðar tók gildi 200 mílna reglan við Bretland og öll efna- hagsbandalagslöndin. Jónas Árnason dró ekki af sér í landhelgismálinu. Hann sótti er- lendar ráðstefnur og talaði þar máli okkar. Hann mætti óhikað í sjálf- um heimastöðvum okkar aðal- fjandmanna, Breta, í hafnarbæjun- um við Humber. Og hann talaði okkar máli í Bandaríkjunum og kom með uppörvandi fréttir það- an. Og síðast en ekki sízt talaði Jónas okkar máli hér heima, þar sem því miður talsvert var um úr- tölumenn, einmitt sömu mennina og alitaf hafa talað máli útlending- anna, þegar um hefir verið að ræða íslenzk þjóðréttindi, og íslenzkan þjóðarmetnað. Jónas, ég þakka þér fyrir sam- starfið á liðnum árum og þitt góða framlag til okkar sameiginlegu pó- litísku áhugamála. Nú, þegarþú ert orðinn 60 ára og laus við Alþingi eins og ég, þá átt þú vonandi eftir mikið starf. Þú, sem hefir sjónarhólinn frá Alþingi, hefir verið kennari með ungu fólki í Neskaupstað, Hafnarfirði, Reykjavík, Reykholti og eflaust fleiri stöðum. getur svosem vel verið hann sé eitthvað farinn að grána smávegis, en hann gengur keikur sem ung- lingur væri og á að þeim vaskleik fáa keppinauta nema Helga Hálf- danarson auðvitað. Svo þegar maður er minntur á að yfir vofi tímamót og maðurinn sé reyndar orðinn hvorki meira né minna en sextugur, þá tekur maður það ekki alvarlegra en svo, að sjá þarna kærkomið tækifæri til að senda af- mæliskveðju. Hins vegar, þegar litið er yfir fer- il Jónasar Árnasonar og það sem hann hefur komið í verk á ýmsum vígstöðum, þarf mann kannski ekkert að undra þó að árin séu orð- in sextíu. Ég man það alltaf þegar Úlfur Hjörvar kom til okkar í ný- lenduna í París 1959 og fræddi okk- þeim þykir minna úrval leikrita koma fram nú, en á þessum árum og dæsa mjög: hvað eigum við að sýna, sem vekur áhuga? Hvort menn vilja nú sjá það sem andóf við þjóðernisleysi skemmti- iðnaðarins og fjölmiðlafram- leiðslu, eða ekki, þá er það staðreynd, að þau leikrit, sem komið hafa fram á síðari árum og mest má þykja til um, eru annars konar en áður, að sumu leyti kann- ski bundnari við sína jörð. Um leið hafa fleiri lönd og þjóðir komið inn í myndina. Það var heppni okkar íslendinga að samfara þessari þróun eða hvað við nú eigum að kalla það, óx okk- ar eigin léikritun fiskur um hrygg, og þar á Jónas sinn stóra hlut. AU- nokkur uppistaða þess, sem hér er Heima að Kópareykjum. í þessum litla kofa fæst Jónas við skriftir. Þú, sem ert skáld og rithöfund- ur, dáður af ungum sem gömlum um allt land, þú átt vonandi eftir að skrifa mikið og segja frá mörgu, sem gildi hefir fyrir komandi kyn- slóðir. Að lokum, Jónas, við Fjóla sendum þér og Guðrúnu okkar beztu afmæliskveðjur og vonum að ykkur báðum endist líf og heilsa til mikill verka. Lúðvík Jósepsson - • - Sumir menn virðast síungir, þeg- ar maður heyrir Jónas taka lagið í góðum hóp eða spretta úr spori í frásögnum um fólk, dettur manni aldrei í hug að spyrja: Hvað skyldi hann nú annars vera orðinn gamall hann Jónas. Þaðan af síður, þegar hann tekur sér penna í hönd, Það ur á því, sem heldur betur nýlunda var að, að það væri helst að frétta úr leiklistarlífinu á ísa-köldu-landi, að nýtt íslenskt leikrit hefði slegið í gegn og það söngleikur, Delerium búbónis eftir þá Múla-bræður Jón- as og Jón. Á þessum áratug hafði einkum bandarísk og frönsk leikritun verið í hágengi og mjög sett sitt svipmót á verkefnaval ís- lensku leikhúsanna, þarna kom fram hvert stórvirkið á fætur öðru eftir Arthur Miller, Tennessee Williams og Anouilh, og nýbylgjan breska með þeim Osborne, Wesk- er og litlu síðar Pinter var að byrja að láta á sér kræla. Hin „alþjóð- lega“ leikritun, ef svo má að orði komast, var miklu meira í for- grunni og stórum lahrifameiri en hún er í dag eða hefur verið að undanförnu. Ég heyri það stundum hjá félögum mínum erlendis, að á boðstólum á hverju leikári, er af okkur sprottin og um okkur samin, þannig að enn sem komið er hefur spurningin ekki verið: hvað eigum við að sýna: heldur hvort eigum við fyrst að sýna þetta eða hitt? Þegar Delerium búbónis kom fram, lá landið nokkuð öðruvísi. Ýmis þroskuð skáld einkum ljóð- skáld, höfðu reynt að glíma við leikformið, en Thalia vill nú sjald- an láta hafa sig í ígripum. Agnar Þórðarson var sá eini ungi höfund- ur sem hafði kvatt sér hljóðs með loforðum um að helga sig þessu kröfuharða formi, Ieikritun. Jónas hefur ekki fremur en flest- ir aðrir á þessu landi getað helgað sig eingöngu ritstörfum. Útlend- ingar margir hafa búið sér til þá mynd af okkur Islendingum, að við séum svo fáir, að allir verði að hafa á hendi tvær sýslur, ef ekki þrjár," urnar, sem nú eru á hvers manns vörum og beinagrindin, áður en samtölin fæddust. Með tilurð þess sjónleiks, sem víðast hefur farið (leikinn í einum fimm löndum amk, sem ég veit um), Skjald- hamra, veit ég hins vegar minna. En þessi rómantíski skemmti- leikur, er sennilega einhver hagan- legast saman settur gamanleikur, sem við eigum á íslensku. Og boðskapurinn sá sami og oftast má finna hjá Jónasi og Tómas orðaði svo ágætlega forðum: að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu Annars var nú aldrei meiningin hér að gera neina úttekt á leikritun Jónasar Árnasonar, um hann verða seinna skrifaðar margar bækur. Ég sendi bara kveðju mína og minna til afmælisbarnsins og hans ágætu konu, frú Guðrúnar, með ósk um heill og heilsu og mörg ný verk. Sveinn Einarsson Jónas Árnason er sextugur í dag. Þó að ég viti ofurvel, að afmælis- barnið er ekki sérlega hrifið af hetjurómantík og afmælislofroll- um og sé víst til þess að hlæja dátt í einrúmi af þess háttar skrifum, þá má ég þó til með að senda honum Jónasi árnaðaróskir frá gömlum vini og aðdáanda, um leið og ég færi honum bestu kveðjur frá þing- flokki Alþýðubandalagsins. Leiðir okkar Jónasar lágu fyrst saman haustið 1958 skömmu eftir útfærslu landhelginnar í 12 mílur. Þá hringir hann í mig upp í Hval- fjörð, þar sem ég var að vinna, og biður mig, óþekktan sveinstaula, rétt tvítugan, að koma með sér í fundaleiðangur um Austur- og Norðurland með séra Rögnvaldi Finnbogasyni, en umræðuefni fundanna var: landhelgin og her- setan. Við efndum til átta funda á jafn mörgum dögum við ágætar undir- tektir og héldum síðan til Vest- fjarða að gera þar strandhögg með ágætum liðsmanni, sem bættist í hópinn og þekkti sínar heima- slóðir, Jóni Baldvin Hannibals- syni. Þessum ferðum gleymi ég seint, og síðan hef ég verið í pólitík. Engum gat dulist sem kynntist Jónasi, að þar var foringi á ferð, eins og kallaður til að hrífa með sér unga menn til baráttu fyrir góðum málstað. Ræðurnar sem hann flutti á fundunum einkenndust af meist- aralegri blöndu brennandi pré- dikunar og skoplegra athuga- semda, sem fengu fólk til að veltast um af hlátri. Það eru ekki margir hér á landi sem náð hafa valdi á slíkum ræðustíl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.