Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. maí 1983 skammtur Affegurðarsamkeppni Samkvæmt ævafornri skilgreiningu, skiptast konur í tvo hópa: Fríðar konur og vel vaxnar og ófríðar konur og illa vaxnar. Fríðar konur og vel vaxnar eru hvers manns hug- Ijúfi, en ófríðar konur og illa vaxnar, ekki alltaf. Ófríðar konur og illa vaxnar eiga það til að hafa allt á hornum sér, enda eru þær illa í sveit settar í samfélagi þar sem kostir kvenþjóðarinnar eru einkum metnir eftir andlitsfegurð, brjósta, mittismáli og læralengd. Árviss viðburður í íslensku þjóðlífi er fegurðarsam- keppnin, en þá eru leiddar uppá pall þær konur, sem að mati okkar karla eru umfram aðrar föngulegar, girnilegar og eigulegar. Semsagt búnar þeim kostum, sem gera konuna það sem hún á að vera: EFTIR- SÓKNARVERÐ. Fegurðarsamkeppnin er ófríðum konum og illa vöxnum mikill þyrnir í augum, eða eins og segir í vísunni: Ef að konur fagrar fá fegurðina að sýna, greppitrýnin grýlur sjá, geggjast bæði og hrína. Ófríðar konur og illa vaxnar verða í eitt skipti fyrir öll aö gera sér það Ijóst að náttúrulögmálum verður ekki breytt. Eigi kona á annað borð að vera gjaldgeng þarf hún að vera búin kvenlegum yndisþokka, lágmarks fríðleik og viðunandi sköpulagi. Þessir eiginleikar eru að vísu vöggugjafir, sem skaparinn úthlutar æði mis- rausnarlega eins og öðrum kostum, en við því er ekkert að segja frekar en öðru sem frá honum kemur. Án fagurra kvenna væri líf hins hugsandi manns bæði litlaust og fánýtt, einkum utan heimilisins. Óneit- anlega þarf margur maðurinn að búa við mikinn ófríð- leik heima fyrir, og er það mörgum góðum dreng þungbærara en tárum taki, eins og gamla góða spak- mælið ber með sér: Ljót kona er löstur á manni en fögur kona fengur í ranni. Með þessi fornu sannindi að leiðarljósi ætti hver maður að velja sér konu til eignar. Því fríðari sem konan er, þeim mun heppilegri móð- ir, kona og meyja hlýtur hún að verða. Þessu lýsir skáldið svo undurvel í þriðja erindi kvæðisins „Móðirin": Móðir barni blíðuhót byrjaði að sýna. Af því hún var ekki Ijót var allt i þessu fína. í andófi sínu gegn fegurðarsamkepþnum bera ó- fríðar konur og illa vaxnar það helst fyrir sig að slíkar sýningar séu niðurlægjandi fyrir hið veika kyn, dag- draumafóður handa ógeðslegum og náttúrulausum karlrembusvínum, gripir til sýnis einsog búfénaður eða ambáttir á markaðstorgum í Barbaríinu, vanvirða við hugsandi fólk, jafnvel þó það sé kvenfólk. Þær segja að verið sé að viðhalda gamalli og ógeðfelldri kvenhugmynd, semsagt þeirri að það fari mest eftir útliti kvenna, hve góðar þær séu til síns brúks. Þá halda framangreindar konur því fram að veikara kynið geti undir sumum kringumstæðum haft vitsmuni og þroska ávið karlmenn, en að við karlar höldum þeim niðri í bæði eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Við þessu öllu er hægt að beita gamalli og sígildri röksemd: „Það verður þá bara að hafa það“. Nei, það má undir engum kringumstæðum afleggja hina árvissu fegurðarsamkeppni. Það fer alltaf fiðring- ur um oss, þegar vér fréttum af því, að undirbúningur sé hafinn. Sérstakir sendimenn ferðast um landið, eins og Árni Magnússon forðum í leit að fágætum og ókrumpnum eintökum undir fögru skinni. Farið er í kotbæi og krummaskuðir, bústnarheimasæturdregn- ar útúr bæjunum framá hlaðið, þær flettar klæðum, barmur mældur og kloflengd. Og þegar búið er að fínkemba dreifbýlið er öllum skaranum smalað til bygg'ða þar sem þéttbýlissafnið bíður þess að farið sé í undanrásir og riðla. Svo er dregið í dilka, stúlkurnar látnar tína af sér spjarirnar að ýtrustu velsæmismörk- um, eða lengra, ef kostur er, og þær prufukeyrðar, svo að þær séu nú „reynslunni ríkari", einsog „snyrtillinn" segir. Ljótar og illa vaxnar eru sortéraðar frá, síðan er enn betur grisjað, með því að „frekar" Ijótar og “frek- ar“ illa vaxnar eru sendar aftur heim. Að síðustu eru svo aðeins eftir tíu stykki fríðar og vel vaxnar og þá er varla lengur hægt að gera uþþámilli skrokkanna en farið að leita að öðrum kostum en fegurðinni; „ungfrú vandvirk, vinsæl, myndræn," að ekki sé nú talað um fegurðardrottingu íslands og Reykjavíkur, sem ekki þarf endilega að vera - og er víst aldrei - ein og sama stúlkan. Að síðustu er svo búin til terta, nákvæm eftirlíking af fegurðardrottningunni frá í fyrra og hún étin með húð og hári, byrjað á augunum og hnakkaspikinu og síðan haldið niðureftir skrokknum eins og leið liggur um barminn, geirvörturnar þjóhnappana, lærin og lend- arnar o.s.frv... o.s.frv... Hjá konum verður fegurðin ein að ríkja ofar hverri kröfu. Allt annað er fánýtt hjóm. Hvað sagði raunar ekki Jón Sigurðsson, þegar ófríð kona og illa vaxin varpaði - á fundi - fram þeirri hugmynd að konur ættu að fá kosningarrétt: Kona sem að ekki er augnagaman, hún á bara að halda sér - held ég - saman. Flosi. skraargatið I gœr var su ákvörðun tekin í Þjóðleikhúsinu að hætta við að fara í leikför út um land með Ieikritið Tvíleik. Ástæðan er pen- ingaleysi. í þessu leikriti eru þó aðeins tveir leikendur og leik- mynd afar einföld og því allur kostnaður í lágmarki. Áuk þess er það skylda Þjóðleikhússins að þjóna öllu landinu. í Iokin er rétt að minna á að nýlega fór Þjóðleikhúsið í rándýra leikför með Silkitrommuna til Suður- Ameríku. Almenningur er óhress með hina nýju ríkis- stjórn. Þetta kom greinilega fram í morgunútvarpi Stefáns Jóns Hafstein í gærmorgun (föstudag) þar sem fólk hringdi inn og sagði skoðanir sínar á henni og hinum nýju ráðherrum. Þar hringdi t.d. einn verkamaður, sem sagðist alla tíð hafa kosið Sjálfstæðis- flokkinn. Hann sagði að það væru útgerðarmenn í sinni ætt og hann vissi því vel að þeir gætu sýnt taprekstur en borist samt mikið á. Það væri nær að sækja peninga í þeirra vasa heldur en láglaunafólksins í stað þess að færa þeim peninga. Þetta leiðir hugann að þeirri staðreynd að margt launafólk kýs Sjálfstæðis- flokkinn af einhverjum misskiln- ingi og er þannig í raun að greiða atkvæði gegn sjálfu sér. Jómfrúarferð m.s. Eddu verður farin n.k. miðvikudag og verður mikið um dýrðir um borð. í þessari fyrstu ferð verður m.a. sérstakur heiðursgestur sem ekki hefur ver- ið greint frá ennþá en ekki kæmi það á óvart þó það væri Halldór Laxness, frægasti Gullfossfar- þeginn frá fyrri tíð. Fyrir utan hljómsveit skipsins verða einnig með í för sérstakir skemmtikraft- ar, þeir Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson. Þá verður boðið ferðamálafrömuðuTi ýms- um og blaðamönnum. Er ekki að efa að það verður dýrleg sig- ling. Pað hefur vakið athygli að einungis einn af fjórum ráðherrum Fram- sóknarflokksins úr fyrri ríkis- stjórn fær að sitja í hinni nýju. Þegar verið var að ganga frá ráð- herralistanum í þingflokknum hélt Ólafur Jóhannesson hóf fyrir starfsfólk utanríkisráðuneytisins og kom hvergi nærri. Tómas Árn- ason mun ekki hafa grátið að missa sitt embætti því að hann fær annað feitt í staðinn í Fram- kvæmdastofnun en lætur sam- þingmann sinn úr Austurlands- kjördæmi, Halldór Ásgrímsson, vinna skítverkin. Ingvar Gíslason mun hins vegar ekki hafa gefið ráðherradóm eftir þegjandi og hljóðalaust en var einfaldlega sparkað þar sem hann hefur reynst einhver versti ráðherra sem um getur. Mikið fjör er nú að færast í ýmsar ljós- myndabækur með myndum frá fyrri tíð. Skráargatið hefur frétt af a.m.k. þremur slíkum bókum sem koma munu út í haust. Ljós- myndasafnið hyggur á útgáfu með myndum Péturs A. Ólafs- sonar en hann tók frábærar myndir á fyrri hluta aldarinnar frá Patreksfirði, Flatey, Akur- eyri, Reykjavík og víðar. Þá mun útgáfufyrirtækið Hagall sem gaf út Akureyrarmyndir Hallgríms Einarssonar í fyrra hyggja á út- gáfu á myndum áhugaljósmynd- ara nokkurs sem tók myndir í Reykjavík á árunum 1920-50. Austur á Eyrarbakka er búsett Inga Lára Baldvinsdóttir sagn- fræðingur sem er sérfræðingur í ljósmyndum. Hún er gift Magn- úsi Karel Hannessyni oddvita á Eyrarbakka. Þau hyggjast gefa út innan tíðar bók með gömlum Eyrarbakkamyndum. Hinn 8. júní n.k. eru 200 ár liðin frá ví að Skaftáreldar hófust en af- leiðing þeirra var m.a. sú að um þriöjungur þjóðarinnar féll íval- inn. Heilmikið verður um að vera í tilefni af þessu afmæli en undanfarin ár hafa ýmsir fræði- menn verið að rannsaka sögu þessara hamfara með tilstyrk úr samnorrænum sjóði. 8. júní verður opnuð sýning á Kirkju- bæjarklaustri um Skaftárelda og áhrif þeirra sem þeir Gylfi Már Guðbergsson landfræðingur og Þorleifur Einarsson jarðfræðing- ur hafa skipulagt og hannað. Verður sérstök dagskrá í tilefni opnunarinnar. Seinna í sumar verður svo kirkjuhátíð á Prest- bakka og Kirkjubæjarklaustri þegar 200 ár verða liðin frá því að sr. Jón Steingrímsson söng „Eld- messuna" frægu í kirkjunni á Kir- kjubæjarklaustri. Skemmtiferð í Ósafjörð við PatreksQörð snemma á öldinni. Ein af myndum Péturs A. Ólafssonar sem gefnar verða út á bók í haust. Minningarkapella séra Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. 200 ára afmæiis Skaftárelda verður minnst með margvíslegum hætti í sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.