Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. maí 1983 um hclgrina Mál og menning efnir til dagskrár: Ljóðalestur í Norrœna húsinu Nýlega komu út tvær nýjar ljóðabækur hjá Bókaforlagi Máls og menningar, eftir þau Ingi- björgu Haraldsdóttur og Einar Olafsson. Af því tilefni efnir Mál og menning til ljóðadagskrár í Norræna húsinu, laugardaginn 28. maí kl. 4 síðdegis. Auk höf- unda nýju bókanna koma fram skáldin Helgi Hálfdanarson, Nína Björk Arnadóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Norma E. Samúels- dóttir og Olga Guðrún Árnadótt- ir. Hjalti Rögnvaldsson leikari les úr verkum Snorra Hjartar- sonar og Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar. Kynnir er Silja Aðal- steinsdóttir. Neskaupstaður Guðmundur sýnir í Egilsbúð Guðmundur Björgvinsson opnar málverkasýningu á morg- un, laugardaginn 28. maí, í Egils- búð í Neskaupstað. Opnar sýn- ingin kl. 14 og verður hún opin daglega frá 14-22 til maíloka. A sýningunni í Egilsbúð er Guðmundur með pastelteikning- ar, olíumálverk, acrylmálverk og myndir með blandaðri tækni. Guðmundur Björgvinsson var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir um það bil mánuði, og vöktu verk hans mikla athygli. Skagfirska söng- sveitin Tón- leikar Skagfirska söngsveitin heldur sína árlegu vortónieika fyrir styrktarfélaga laugardaginn 28.5 ’83 kl. 15 í Austurbæjarbíói. Stjórnandi er Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Undirleikari Olafur Vignir Albertsson. Skagfírska söngsveitin í Kanada 1981. Á söngskránni eru bæði innlend og eriend lög. Einsöngvarar koma fram með kórTSum og syngja t.d. sextett úr Lucia Di Lammermoor eftir G. Donizetti og kvartett úr Vínarvölsum eftir Jóhann Strauss. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Listmunahúsið Nýjar og gamlar grafík myndir Laugardaginn 28. maí kl. 14 verður opnuð í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, sýning Braga Ás- geirssonar á gömlum og nýjum grafíkmyndum. Eftir nær tveggja áratuga hlé hefur Bragi tekið til við listgrafík á ný og út er komin grafísk mappa með sex steinþrykkjum, auk þriggja stakra mynda, sem eru til sýnis og sölu í Listmunahúsinu. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Sýningin stendur til 5.júní. Karlakór Reykjavíkur heldur tónleika Hinir árlegu tónleikar Karla- kórs Reykjavíkur fyrir styrktar - félaga kórsins verða haldnir í Há- skólabíói 1., 3. og 4. júní n.k. Kristján Jóhannsson, óperu-! söngvari, verður einsöngvari með kórnum að þessu sinni og mun hann syngja meðal annars ítalskar og franskar aríur, auk ís- lenskra laga. Stjórnandi Karlakórs Reykja- víkur er Páll Pampichler Pálsson og píanóleikari Guðrún A. Krist- insdóttir. Nokkrir aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á alla tón- leikana. Karlakór Reykjavíkur ásamt stjórnanda sínum, Páli Pampichler Páls syni. leiklist Þjóðleikhúsið: Klukkan 15.00 í dag laugardaginn 28. mai verður siðasta Nemendasýning Listdansskóla Þjóðleikhússins, sem Ing- ibjörg Björnsdóttir stjórnar. [ kvöld verð- ur svo Grasmaðkur Birgis Sigurðssonar. Síðasta sýning á Línu langsokki í vor verður á sunnudag kl. 14.00 og um kvöldið verður skemmtun með Victor Borge. Allra síðasta sýning á Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur verður svo á þriðjudagskvöld. Félagsstofnun: „Aðeins eitt skref“ Annað kvöld, sunnudaginn 29. maí verð- ur dagskrá í Félagsstofnun stúdenta á vegum Stúdentaleikhússins og nefnist hún „Aðeins eitt skref". Flutt verða þrjú verk, sem tengjast og eru samofin í flutn- ingi. Þau eru: Steinaspil, einþáttungur fyrir einn ieikara og „Solo un paso", verk fyrirflautuleikara, söngkonu, segulband, Ijós og hluti. Sjá nánar annars staðar í blaðinu. Tosca á Akureyri Óperan Tosca eftir Puccini verður flutt í Iþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 28. maí n.k. og hefst flutningurinn kl. 19.00. Þessi flutningur óperunnar, sem er í konsertformi, var fyrirhugaður 12. mars s.l. en féll niður vegna veðurs. Flytjendur auk Sinfóníuhljómsveitar Is- lands eru: Sieglinde Kahmann, sem syngurToscu, Kristján Jóhannsson, Ca- varadossi, Robert Becker, Scarpia, en í minni hlutverkum eru þau Elín Sigurvins- dóttir, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Már Magnússon, ennfremur Söngsveitin Fflharmonía, en sveitina skipa 70 manns. myndlist Kjarvalsstaðir: Eina sýningin sem verður um helgina^ verður opnuð í dag í vestursal. Það er' Ljósmyndaklúbburinn Hugmynd sem stendur fyrir sýningunni. Hún stendur til 22. júní. Árni sýnir í Nýlistasafninu Árni Ingólfsson opnar sína 3. einkasýn- ingu í Nýlistasafninu við Vatnsstig 3b laugardaginn 28. maí kl. 16.00 Árni hefur tekið þátt í fjölmörgum sýning- um á Islandi og utan, hann var einn af þremur fulltrúum fslands á Ungdómsbi- enalnum í París 1980. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands frá árinu 1973-77 og framhaldsnám í Hollandi frá 1977- 80, Árni hefur kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá árinu 1980, sýningin er opin frá kl. 16.00-20.00 virka daga en 14.00-22.00 um helgar, hún stendur til sunnudagsins 5. júní. Glerárgata 34 Akureyri: Laugardaginn 21. maí opnaði Hörður Geirsson sína fyrstu Ijósmyndasýningu í Listsýningarsalnum að Glerárgötu 34 á Akureyri. Á sýningunnni verða 45 litmyndir auk nokkurra svart/hvítra mynda og eru þær allar nýjar af nálinni. Viðfangsefni sækir höfundur í sitt nánasta umhverfi sem oft eru hversdagsleg, en eru tekin óvenju- legum tökum. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 20.00-22.00 og helga daga frá kl. 14.00-22.00 og lýkur sunnudaginn 29. maf. Hvassaleitisskóli: Samtök áhugamanna, Myndlistarklúbb- ur Hvassaleitis, efnir til málverkasýning- ar f Hvassaleitisskóla nú um helgina. E'r hún opin kl. 14-22 í dag, laugardag og á morgun. 22 taka þátt í sýningunni og eru á öllum aldri og meirihlutinn konur. Sýndar eru um 150 myndir. Leiðbeinandi þessa áhugamannaklúbbs hefur f vetur verið Sigurður Þórir Sigurðsson. ýmislegt Fyrirlestur um tölfræði: Stephen Bennett, tölfræðingur við há- skólann í Reading á Englandi heldur fyrirlestur á vegum reiknifræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans mán- udaginn 30. maí n.k. kl. 16:00 í Gömlu loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Fyrirlesturinn nefnist: Methods for the Analysis of Survival Data og er á sviði tölfræðilegrar úrvinnslu á læknisfræðilegum gögnum. Kaffidrykkja Húnvetningafélagsins Næstkomandi sunnudag 29. maf kl. 15.00 býður Húnvetningafélagið í Reykjavík eldri Húnvetningum til kaffi- drykkju í Domus Medica. Samkomur með þessu sniði hafa verið fastur liður í starfi félagsins mörg undan- farin ár og jafnan vel sóttar. Stjórn fél- agsins væntir þess að sem flestir sjái sér fært að koma og rifja upp gömul kynni og njóta þess sem fram verður borið. Stúdentafélagið Sumar hátíð í kvöld Sumarhátíð Stúdentafélags Reykjavíkur verður í kvöld laugardaginn 28. maí, kl. 20.30 í Háskólabíói. Fram koma: Victor Borge, Fé- lagar úr íslensku hljómsveitinni, Sigrfður Ella Magnúsdóttir, Jú- líus Vífill Ingvarsson, Ólafur Vignir Albertsson, Gunnar Kvaran, Gísli Magnússon, Fé- lagar úr íslenska dansflokknum, Ómar Ragnarsson. Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson. Victor Borge Einstakur viðburður - aðeins þetta eina sinn. Forsala aðgöng- umiða í Háskólabíó. Eva sýnir í Ásmundarsal Eva Benj amínsdóttir myndlist- arkona opnar um helgina mynd- listarsýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Eva er búsett í Bost- on Bandaríkjunum, en þar hefur hún numið við Museum School of Fine Arts nokkur undanfarin ár. Hún hefur einnig lært í Cordova Museum School, Massachusetts College of Art og Mt. St. Vincent College í New York. Þetta er fyrsta einkasýning Evu, en hún hefur áður tekið þátt í samsýning- um, bæði hér heima og erlendis, nú síðast í Boston City Hall. Sýningin verður opnuð föstu- daginn 27. maí kl. 17, og henni lýkur 5. júní. Sýningartímar eru kl. 14-22 um helgar, en kl. 16-22 aðra daga. Kór Mennta skólans Kópavogi Hátíðar- tónleikar Hátíðartónleikar verða á morgun í íþróttahúsi Digranes- skóla og hefjast þeir klukkan 17.00. Flytjendur eru kór Menntaskólans í Kópavogi og Nemendahljómsveitin, en ein- söngvarar eru Sigríður Gröndal, Guðný Árnadóttir, Halldór Tor- fason og Steinþór Þráinsson. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafs- son. Menntaskólinn í Kópavogi á nú 10 ára afmæli og er þetta liður í hátíðarhöldunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.