Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 7
Helgin 28. - 29. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 bókmenniir Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta Arni Bergmann skrifar Ingibjörg Haraldsdóttir. Orðspor daganna. Mál og menning 1983. Ástir og ævi konu heitir frægur ljóða- flokkur og það nafn kemur fljótt upp í hug- ann þegar lesið er nýtt ljóðakver Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. Það þarf ekki nær- göngula frekju til að sjá, að þetta er eins- konar ljóðræn dagbók skáldkonunnar. Fyrsta kvæði bókarinnar heitir Útlegð: þar sýnist „ég“ vera sátt við pálmatré og langan hitabeltisdag, en í raun ætti það að sjást, að norðanstúlkan á hér ekki heima: í göngulag mitt vantar trumbusláttinn. Á þessum fjarlægu breiddargráðum eru ýmisleg spurningarmerki sett við ástina og eins þótt barn sé að fæðast. Og svo er sagt skilið við þessa útlegð og snúið heim - og sá sem bjóst við huggun og hvíld verður fyrir vonbrigðum: „þú hélst þú ættir skjól í landsins hjarta“ segir þar: En von þín brást þín biðu nakin fjöll og naprir vindar Nýfengið frelsi heima er dýrkeypt, skemmtanalífið dapurlegt, tilraunir til sam- neytis kannski í skötulíki, amstur daganna niðuriægjandi - markmið minnka: „leysast upp og hverfa niðrum eldhúsvaskinn“. En samt er engin ástæða til þess að leggja árar í bát - ný ást, nýtt barn í heiminn vekja traust á því - hóflegt en traust samt - að enn getur heimurinn verið nýr: Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta. Játningar? Eru þetta þá játningabókmenntir eins og sagt er eða jafnvel skráargatsbókmenntir eins og andstæðingar einkamálanna segja stundum? Ekki skulum við taka undir það. Ingibjörg Haraldsdóttir breytir lífi sínu í ljóð af einhverri þeirri innborinni háttvísi sem vekur virðingu lesandans. Skáldkonan fer með ást, vonbrigði, hamingjuvonir með þeim hætti að hún verður hvorki sökuð um undanbrögð né heldur tillitsleysi. Við eigum ekkert ekkert nema okkur sjálf segir í einu ljóði og í öðru: allt sem við eigum er í okkur sjálfum Þetta sýnist kannski ömurleg niðurstaða en er það ekki, ekki frekar en „eitt á ég samt“ hjá Jónasi, og reyndar hinn besti grundvöllur til að standa á í leit að öðru fólki. Og í þessari afstöðu felst líka sú virðing höfundar fyrir bæði sjálfum sér og lesanda sem er holl þessari bók. Angist og uppvask Málfar bókarinnar ber allt vitni um það sem kalla mætti hreinræktun einfaldleikans - þar er ekki stflað upp á listræn stóryrði eða prívatmyndmál, en þar er heldur ekki farið með neitt það sem ekki er innistæða til fyrir. Ingibjörg Haraldsdóttir fer með orð eins og ást og angist, sæla og sársauki eins og ekkert sé og man enginn hve oft og hve vel skáld hafa spunnið ljóð um þessar kenndir í tvö þúsund ár. Stundum lenda þessi eilífðarorð í skemmtilegu nábýli við afar óskáldlegar hvunndagsstærðir: angist- in og markmiðin miklu hverfa í uppvaskið, hvað sem líður vandamálum heimsins þarf að sópa gólfin (og það verður einhver kona að gera, ekki satt?). Vel á minnst: konurn- ar, hugsjónirnar miklu, byltingin. Allar lenda þær í prýðilegri sambúð við móður og barn í kvæði einu sem heitir „Barn á brjósti". Skáldkonan játar að húndáivíg- reifar konur sem þoia ekki seinagang sam- tíðarinnar: Þannig hugsa ég og Rósa Luxembúrg starir á mig af veggnum þrjósk stolt og vitur meðan dóttir mín drekkur hugsanir mínar með móðurmjólkinni... Þetta er nokkru betra en „Blaðamanns- raunir", þar sem kvartað er yfir áherslum á „verðlagi á olíu, sófasettum og rjúpum“ meðan „sláturtíðin í E1 Salvador vekur áhuga fárra". Þetta er vitanlega alveg rétt- mæt athugasemd. Samstaðan mannlega er einatt löt og nærsýn. Hitt er þó öllú verra í blaðamannsraunum, að „áhuginn“ er ein- att bundinn við enn ómerkari hluti en „sól- stöðusamninga og ólafslög“. Segið okkur eitthvað létt og skemmtilegt! Það eru líka ljóðaþýðingar úr spænsku í bókinni og kunna aðrir betur um þá hluti að fjalla. En að lokum skal mælt með þessu ljóðakveri með tilvísun í ljóð sem fjallar um sjálft andartakið: geturðu níst það prjóni? stöðvað það á flugi? sett það undir gler? ÁB. Faðir góða dátans væri hundrað ára Nú eru hundrað ár liðin frá fæðingu þess rithöfundar sem stýrt hefur beittari og háðskari penna en flestir aðrir menn. Jaroslav Hasek, sem samdi Góða dátann Sjveik, fæddist I Prag árið 1883 og lést fimmtíu árum síðar - átti þá nokk- urn hluta óskrifaðan af bálknum um góða dátann, sem sneri á hervald og skriffinnavald og allt hugsanlegt vald með áður óséðri blöndu af flónsku og snilld. Þessi bók hefur verið þýdd á 35 tungumál þeirra á meðal á ís- lensku. Þýðinguna gerði Karl ís- feld og ekki er langt um liðið síðan Gísli Halldórsson flutti hana í út- varp með þeim ágætum að lengi verður munað. Hasek skrifaði margt annað en „Ævintýri góða dátans Sjveiks í heimsstyrjöldinni“ eins og bókin heitir fullu nafni, en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér. Hann var flökkumaður sem lagði mörg lönd undir fót, hann var bóhem sem var tekinn í her Austurríkis- Ungverjalands í heimsstyrjöldinni fyrri og lenti í rússneskum herfanga- búðum. Hann kom nokkuð við sögu rússnesku byltingarinnar rauðliðamegin, en sneri heim til Tékkóslóvakíu 1920, og var þá einna helst anarkisti. Og datt ekki í hug að hlífa nýju ríki, lýðveldi Tékka og Slóvaka, fremur en hann hafði áður skotið á hið fótfúna tví- ríki Habsborgara, Austurríki- Ungverjaland. Sérstæð sköpunarsaga Kona Haseks, Jarmila, segir, að hugmyndin að Sjveik hafi fæðst fyrir stríð, eða nánar tiltekið 1911. Þegar hann kom seint um síðir heim frá Rússlandi sagðist hann hafa hugsað um þetta sköpunar- verk sitt allan tímann, hvar sem hann flæktist. Sjveik varð síðan til undir veru- legri tímapressu, því að Hasek átti þrjú ár aðeins ólifuð og þurfti auk þess að skrifa og tala við marga menn og drekka með þeim marga bjóra. Það átti síst við hann að skrifa í friði og ró, einangraður eins og munkur - og þegar hann eða aðrir gerðu tilraunir til að skapa honum slíkan frið, þá fóru þær út um þúfur. Annars gat hann skrifað hvar sem var og helst á krám, ein- hversstaðar milli bars og eldhúss: þar hafði hann allt sem til þurfti, ilminn af réttunum, fjörlegt tal sem hann gat blandað sér í öðru hvoru án þess að missa af þræðinum í sög- unni. Og á kránum í Zizkovhverfinu í Prag fann hann líka hina bestu áheyrendur. Vinur Haseks, Ivan Suk, segir að allar sögur sínar, alla kafla í Sjveik (sem hafa margar ein- kenni tiltölulega sjálfstæðrar sögu, sem persóna Sjveiks svo tengir saman) hafi höfundur fyrst borið fram munnlega við félaga sína í bjórnum - húsamálara og múrara, trésmiði og sölumenn. Og meðan hann sagði frá renndi hann augum sínum yfir hópinn og athugaði hvaða viðbrögð sagan vekti. Kann- ski sagði hann sömu sögu í annarri krá daginn eftir og við aðrar að- stæður- og svo valdi hann og hafn- aði úr hugmyndaforða sínum í sam- ræmi við viðtökurnar. Ég er snillingur Af þessum fyndna manni, sem átti það til að falla í svartasta þung- lyndi, eru til margar sögur, sannar og lognar. Sjálfur tók hann hinn virkasta þátt í mótun helgisagnar- innar um Jaroslav Hasek, sem hér verður engin tilraun gerð til að skyggnast á bak við. Gefum honum Jaroslav Hasck Skopfígúran ódauðlega er nátengd myndum Josefs Lada. sjálfum orðið að lokum: Hasek um Hasek: „Ég segi nú alveg eins og er; í sögu mannkyns hefur aðeins einn svo fullkominn og alhliða maður verið til - sá er hann ég. Tökum til dæmis hverja sem er af óhemju vel heppnuðum smásögum mínum. Hvað sérðu þegar þú flettir blöðunum? Að hver setning er hlaðin merkingu, að hvert einstakt orð er á réttum stað, að allt er í fyllsta samræmi við raunverulegt ástand: ef ég fer að lýsa landslagi þá getur þú séð það með þínum andans sjónum rétt eins og þú hefðir ljósmynd af því, og persón- urnar sem ég sýni, vafðar inn í ánægjulegasta söguþráð, standa bísperrtar og sprelllifandi frammi fyrir þér. Um leið skrifar enginn hreinni tékknesku en ég - hún er meira að segja hreinlegri en Kralice-Biblían. Það er hin sann- asta nautn að lesa þó ekki væri nema eina línu af verkum mínum - og eftir að þú hefur gert það hlýnar þér öllum og með blíðu hrosi lætur þú bókina alls ekki frá þér heldur berð hana með þér upp frá því. Einatt hefi ég orðið vitni að því hvernig fólk henti frá sér tímariti með ógeði vegna þess að ég hafði ekki skrifað neitt í það. Og það sama hefi ég sjálfur gert, þó nú væri, því að ég er sjálfur í mínum aðdáendaflokki og dreg enga dul á það... Við skulum ekki vera feimin við að sýna okkar sterku hliðar op- inberlega. Mikið er það gott að ég get sagt djarfmannlega: Herra minn, ég er snillingur - meðan óþarflega hógvær maður tuldrar: „Herra minn, ég er nú bara ruddi“....“ áb tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.