Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 12
9 Átta lista- menn hlutu dvalarstyrki 8 listamenn hlutu í vikunni styrki til dvalar erlendis við listgrein sína en þeir eru Björn Bjarman rithöfundur, Guð- munda Elíasdóttir, óperu- söngvari, Guðrún Tómasdótt- ir, söngvari, Kjartan Guð- jónsson myndlistarmaður, Kristbjörg Kjeld leikari, Oddur Björnsson, rithöfund- ur, Svava Jakobsdóttir rithöf- undur og Örn Guðmundsson listdansari. Nemur hver styrk- ur 15 þúsund krónum. Þá voru veittir styrkir til tónverkaútgáfu og fræði- starfa. Þeir sem hlutu styrki til tónverkaútgáfu voru Birgir Helgason, tónlistarmaður, Gramm s.f. (til útgáfu á tón- verkum Áskels Mássonar), og þeir Leifur Þórarinsson og Páll P. Pálsson til útgáfu á hljómplötum með konsertum eftir þá. Þá voru tíu fræði- mönnum veitt viðurkenning, 3 þúsund krónur hverjum. Þeir eru Einar H. Einarsson frá Skammadalshóli, Friðrik Sigurbjörnsson, Reykjavík, Guðmundur A. Finnbogason Innri-Njarðvík, Haraldur Jó- hannsson, Reykjavík, Jón Gíslason, Reykjavík, Jón Guðmundsson, Fjalli, Skúli Helgason Reykjavík, Valgeir Sigurðsson, Þingskálum, Þórður Jónsson, Hveragerði og Þórður Tómasson Skógum. Alls nam úthlutun styrkja til menningarstarfsemi 240 þúsund krónum, en markaður tekjustofn Menningarsjóðs samkvæmt fjárlögum var 1,6 miljón krónur. 24 þúsund krónur fóru til tónverka- styrkjanna en 30 þúsund til fræðimannanna, en þá hafði Menntamálaráð bætt nokkuð við upphæð sem ákveðin var af Alþingi. Launamálaráð ríkisstaifsmanna í BHM Efnahagsaðgerðirnar aðför að heimilunum Á fundi stjórnar launa- málaráðs ríkisstarfsmanna innan BHM í gær var eftirfar- andi ályktun samþykkt: Stjórn launamálaráðs ríkis- starfsmanna innan BHM mót- mælir harðlega þeim aðgerðum, sem ný ríkisstjórn hefur boðað í kjaramálum, þar sem þær snúast fyrst og fremst um afnám samnings- réttarins og stórfellda skerðingu verðbóta á laun án þess að bætur komi fyrir nema til lítils hluta launafólks. Launþegum einum er ætlað að standa undir hjöðnun verð- bólgu og gerð er mun harka- legri aðför að afkomu fjöl- margra heimila en áður hefur þekkst. Bent skal á í því sam- bandi, að með verulegri lækk- un eða afnámi tekjuskatts mætti koma til móts við þorra launafólks og jafnframt auka réttlæti í skattheimtu ríkisins. Þá er það skýlaus krafa að strax komi til framkvæmda lenging lána til öflunar íbúðarhúsnæðis. Talsmenn stjórnarflokk- anna segjast ætla að styrkja undirstöður atvinnuveganna, en í stjórnarsáttmálanum er ekki að finna neinar ákveðnar tillögur um uppbyggingu atvinnulífsins né stefnumark- andi tillögur í fjárfestingar- málum. Stjórn lauanmálaráðs telur að með þessu sé launþegum í landinu sýnd lítilsvirðing, þar sem þeim er ætlað að axla svo þungar byrðar án þess að gerð sé viðunandi grein fyrir öðr- um aðgerðum. Helgin 28. - 29. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. maí 1983 Maj Britt Theorin er formaður afvopnunarsendinefndar Svía í afvopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna, en í þeirri nefnd eiga 40 aðildarlanda S.Þ. sæti. Hér svarar Maj Britt spurningum ís- lensks fréttafólks. - (Ljósm. Atli). Konur stofna friðarhreyfmgu Stofnfundur friðarhreyfingar íslenskra kvenna var haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík í gærkveldi. Afstaða var tekin til stofnunar friðarhreyfingar kvenna, starfs hennar og skipulags. Gestur fundarins var sænska þingkonan Maj Britt Theorin, sem sæti á í afvopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Hún hélt fund með blaðafólki í gær og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Maj Britt hélt síðan erindi um friðarbaráttu og hlut kvenna í henni á stofnfundi friðarhreyfingar íslenskra kvenna. Við segjum nánar frá þessum fundi síðar. - ast Erlendur Einarsson hefur gert SÍS og þar Anægjan með samvinnu íhaldsaflanna var slík 1974-1978 að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins með Framsókn að eðlilegum vopnabræð- sat Framsókn í ríkisstjórn til loka kjörtímabilsins. rum VSI og atvinnurekendaklíkunnar í Sjálfstæðisflokknum. Framsókn er orðin íhaldsflokkur „Allt er betra en íhaldið“ og „Betra er að vanta brauð en að hafa her í landi“ voru kjörorðin sem forystumennirnir, Tryggvi og Hermann, færðu Framsóknarflokknum fyrr á öldinni. Þau eru nú gleymd og grafín. Þegar Ólafur og síðar Steingrímur tóku við formennsku í Framsóknarflokknum náði kaldastríðskynslóðin völdum sem dugðu til að gera flokkinn á röskum áratug að hreinrækt- uðum íhaldsflokki, baráttutæki fyrir kjaraskerðingum í þágu atvinnurekenda og traustum bakhjarli hagsmuna Bandaríkjanna og Alusuis.se á íslandi. Þrisvar fyrir kosningar reyndi Framsóknarflokkurinn aö mynda þingmeirihluta meö hinum hreinræktuöu íhaldsöflum í stjórnarandstöðunni. Þrisvar eftir kosningar hefur verið knúiö á um stjórnarmyndun þes.sara fylkinga. Tilraunirnar sex þurfa ekki að koma á óvart. Þær eru lokakaflinn í langri þróun. í röskan áratug hefur Framsóknarflokkurinn jafnt og þétt verið aö breytast í hreinræktaöan íhaldsflokk. Kjaraskeröingar, atvinnurekendahagsmunir, stóriöja í þágu erlendra auðfélaga og aukin hernaöarumsvif Bandaríkjanna eru aðeins nokkrirvegvísará þeirri brautsem Framsóknarforystan hefur markað. Félagshyggja og fjórmenningaforysta Þegar Eysteinn Jónsson stjórnaöi 12 ára baráttu Framsóknarflokksins gegn Við- reisnarstjórninni áttu hugsjónir vinstri manna ríkan hljómgrunn í stefnu flokksins. Verkalýðssinnar úr Framsóknarflokknum mynduðu meirihluta í miðstjórn ASÍ með Alþýðubandalaginu. Forystan í B.S.R.B. var byggð á samstarfi verkalýðssina úr þess- um tveimur flokkum. Herstöðvarand- stæðingar voru öflugir á þingum Framsókn- arflokksins og mikill meirihluti flokks- manna barðist einarðlega gegn álsamning- num. Framsóknarflokkurinn var á þessum árum svo beinskeytt baráttutæki vinstri manna að á áratugnum 1960-1970 var fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík oft álíka mikið og stundum jafnvel meira en fylgi Ajþýðubandalagsins. Á fyrstu 50 árunum í sögu Framsóknar- flokksins höfðu fjórir menn afdrifaríkust áhrif á stefnu flokksins. Tryggvi Þórhalls- son og Jónas Jónsson töldu baráttuna við Morgunblaðsafturhaldið meginverkefni í íslenskri pólitík. Kjörorðið „Allt er betra en íhaldið“ varð samgróið þeirri samvinnu félagshyggjuaflanna sem flokksforystan kappkostaði. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson tóku ungir við forystu- verkefnum þegar þeir gerðust ráðherrar í „Stjórn hinna vinnandi stétta" á tímum heimskreppunnar miklu. Þegar Bandaríkin hófu síðan landvinn- inga sína á íslandi reyndist Hermann Jónas- son þeim erfiður í taumi.í kosningunum 1956 barðist hann um allt land undir kjör- orðinu: „Betra er að vanta brauð en að hafa her í landi“. Þegar Eysteinn Jónsson tók *svo við formennskunni af Hermanni á Viðreisnarárunum varð baráttan gegn inn- Olafur Ragnar Grímsson skrifar Fyrri grein reið Alusuisse í íslenskt efnahagslíf megin- viðfangsefnið í formannstíð Eysteins. Kaldastríðs- kynslóðin Þessir fjórir menn - Tryggvi, Jónas, Hermann og Eysteinn - skipuðu Framsókn- arflokknum í forystusveit félagshyggju- aflanna í hálfa öld. En um og upp úr 1970 tóku nýir menn við. Kaldastríðskynslóðin var kjörin til forystu í Framsóknarflokkn- um. Féiagshyggja og þjóðernisvitund voru ekki aðalsmerki þessara manna. Þeir voru annarrar gerðar. Nato-hollusta og einka- braskið voru þeirra vettvangur. Bandalag við Morgunblaðið í stuðningi við herinn og margvísleg samvinna við gróðaöflin í röðum atvinnurekenda voru þær víglínur í stjórnmálunum sem þeir töldu mestu varða. Þeir stóðu í verktakabraski, störf- uðu við hermangsfyrirtæki, ráku íssjoppur og kepptust um að fá heiídsöluumboð af ýmsu tagi. Þegar Ólafur Jóhannesson og síðar Steingrímur Hermannsson tóku við for- mennsku í Framsóknarflokknum náði kaldastríðskynslóðin þeirri viðspyrnu í flokknum sem dugað hefur til að gera hann á röskum áratug að hreinræktuðum íhalds- flokki, baráttutæki atvinnurekenda og traustum bakhjarli Bandaríkjahagsmuna á íslandi. Álvinir og Varðbergsmenn Ólafur Jóhannesson fann fljótlega í formannstíð sinni að hann var ærið einangr- aður í hópi þeirra vinstri manna sem Eysteinn hafði treyst. Ólafur tók því til við 'að ryðja í burtu slíkum vinstri kröftum og setja í staðinn dygga og trausta Varðbergs- menn. Félagsskapurinn Varðberg var bandalag Nató-stráka úr Sjálfstæðisflokki, Fram- sóknarflokki og Alþýðuflokki sem á Viðreisnartímanum voru aldir upp við að verja kröfugerð Bandaríkjanna. Steingrím- ur Hermannsson, Kristinn Finnbogason, Tómas Karlsson og Alfreð Þorsteinsson voru forystumenn hinna ungu Varðbergs- riddara innan Framsóknarflokksins. Þeir vissu að Ólafur Jóhannesson var einlægur aðdáandi Nato og svo mikill stuðnings- skapinn sem framfaratæki alþýðu til sjávar og sveita. Þessir gömlu samvinnumenn voru sprottnir úr jarðvegi aldamótakynslóðarinnar og töldu að Sam- vinnuhreyfingin ætti að vera þjóðlegt afl í andstöðu við íhaldið. Þegar kaldastríðskynslóðin tók við for- ystunni í Framsóknarflokknum var Er- lendur í SÍS og frímúrarabandalagið í Sam- bandinu orðin nægilega föst í sessi til að halda inn á nýjar brautir. Við fall Viðreisnarstjórnarinnar vildi Erlendur að Framsóknarflokkurinn héldi strax til sam- vinnu við íhaldið. Slíkt bandalag tryggði best atvinnurekendahagsmuni SÍS. Sambandið er fyrst og fremst fyrirtæki í augum Erlendar en ekki félagsmála- hreyfing og á þessum árum boðaði hann í stefnuræðu á aðalfundi Sambandsins að breyta ætti samvinnufélögunum í hlutafé- lög. Greiða þyrfti götu fjármagnsins inn í Sambandsfyrirtækin. Hagsmunir heildsöl- unnar, útgerðarfyrirtækjanna og iðnrekst- ursins gerðu Vinnuveitendasambandið og Sjálfstæðisflokkinn að eðlilegum banda- mönnum SÍS og Framsóknarflokksins. í anda þessarar stefnu tók Sambandið upp sífellt nánari samvinnu við Vinnuveitenda- sambandið í kjaradeilum við launafólk. í augum Erlendar Einarssonar og nýju forstjóraklíkunnar eru samvinnuhugsjónin og samstaða félagshyggjufólks fyrst og fremst efni í hátíðarræður þegar á tíu ára fresti er haldið upp á stofnun Sambandsins og Kaupfélags Þingeyinga. Fyrirtækjahags- munirnir eru hins vegar sá veruleiki sem mótar daglega afstöðu forstjóranna. Sú skilgreining gerir Sambandið að eðlilegum vopnabróður Vinnuveitendasambandsins og atvinnurekendaklíkunnar í Sjálfstæðis- flokknum. Þessi afstaða Erlendar Einars- sonar reyndist Ólafi Jóhannessyni kærkom- inn bakhjarl í undirbúningnum að langvar- andi samvinnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Miðflokkskenningin eignaðist bandamenn í hagsmunakröfum SÍS-forstjóranna. Erlend stóriðja, hernaðarframkvæmdir og kjaraskerðingar Framsóknarflokkurinn undi sér vel í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar 1974- 1978. í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins entist Framsóknarflokkurinn til að sitja í ríkis- stjórn heilt kjörtímabil. Slík var ánægjan með samvinnu íhaldsaflanna. Verkefni stjórnarinnar risu hæst á þremur sviðum: í fyrsta lagi voru gerðir nýjir samningar við Alusuisse. Steingrímur Hermannsson fékk aftur að sitja ásamt Jóhannesi Nordal að samningaborði með Alusuisse. í þetta sinn hafði hann þó flokkinn á bak við sig. Andstaða Eysteins við hagsmuni hins er- lenda fyrirtækis var horfin en í staðinn kom- inn kenningargrundvöllur Ólafs Jóhannes- sonar um vestræna samvinnu og stóriðju- framkvæmdir. Nýir svikasamningar voru gerðir við hið svissneska auðfélag og algjör þögn ríkti um svindlið sem sannast hafði á Álusuisse árið 1975. Þjóðin fékk ekkert að vita um afbrot fyrirtækisins. Framsókn, íhald og Alu- suisse stóðu í sameiningu að samsæri þagn- arinnar. Svikasamningurinn frá 1975 reyndist íslendingum svo jafnvel enn dýr- keyptari en sá fyrri. Almenningur í landinu hefur á undanförnum árum orðið að borga milljónir dollara í meðgjöf til Alusuisse. f öðru lagi var afturhaldsstjórnin lipur þjónn Bandaríkjanna. Hún samþykkti að gera ísland að fyrsta heimavelli hinna ill- ræmdu Awacs-flugvéla utan Bandaríkj- anna og undirritaður var samningur um stórfellda endurnýjun á fjarskiptakerfi Bandaríkjanna á íslandi. Awacs- flugvélarnar og fjarskiptaendurnýjunin tengdu ísland kjarnorkuvígbúnaðarkerfinu á afdrifaríkari hátt en nokkru sinni fyrr. Utanríkisráðherra afturhaldsstjórnar- innar, þáverandi varaformaður Framsókn- arflokksins, fór síðan í margar bón- orðsferðir til Washington í því skyni að betla fjármuni í nýja flugstöð. Eftir tveggja ára kvabb samþykkti bandaríska þingið að verja milljónum dollara í að reisa nýja flug- stöð gegn því skilyrði að yfirstjórn bygging- arinnar yrði alfarið í höndum Bandaríkj- anna og herinn gæti hvenær sem er yfirtekið húsnæðið í þágu vígbúnaðarstarfsemi. Varaformaður Framsóknarflokksins fagn- aði miklum sigri og flugstöðvarbyggingin. varð einskonar minnisvarði um þá eðlis- breytingu sem orðið hafði á Framsóknarf- lokknum. Flokkur herstöðvarandstæðinga og Her- manns Jónassonar var gleymdur og grafinn. Betliferðir til Bandaríkjaþings og stórfelld- ar hernaðarframkvæmdir voru komnar í staðinn. Það var því eðlilegt að Ólafur Jó- hannesson teldi flugstöðvarmálið kjarna- mál Framsóknarflokksins þegar hann sett- ist í embætti utanríkisráðherra. Fyrrver- andi flokksformaður ætlaði sé að fullkomna verkið sem varaformaður vann á sinni tíð. í þriðja lagi settu stórfelldar kjara- skerðingar og orrustur við launafólk í land- inu svip á samstjórn íhalds og Framsóknar 1974-1978. Ríkisvaldinu var miskunnar- laust beitt í þágu hagsmuna atvinnurek- enda. í nauðvörn greip launafólk til verk- fallsvopnsins í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. I lok kjörtímabilsins reis alþýða manna svo upp á vinnustöðum um allt land til að mótmæla kjaraskerðingarlögum afturhaldsins. Framsóknarforystan stóð hins vegar keik við hliðina á atvinnurekendaöflunum og bauð alþýðunni byrginn. Sá flokkur sem upp úr 1960 fór með meirihlutavald í ASÍ og BSRB í samvinnu við Alþýðubandalagið var gleymdur og grafinn. 1 staðinn voru komnir dyggir þjónar VSÍ og forstjóra- klíkunnar í SÍS. Fylgishrun - Nýtt Íhaldstríó í kosningunum 1978 var ljóst að Fram- sóknarforystan vildi áfram stuðla að sam- vinnu afturhaldsaflanna. En kjósendur gripu í taumana. Framsóknarflokkurinn varð minnsti flokkurinn á íslandi og beið eitthvert mesta fylgishrun í sögu íslenskra stjórnmála. Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn urðu í fyrsta skipti stærri að þingmannafjölda og fylgi en Framsóknar- flokkurinn. Þjónusta kaldastríðskynslóðar- innar við atvinnurekendaöflin og hernaðar- ítök Bandaríkjanna hafði reynst Framsókn- arflokknum dýrkeypt. Ýmsir töldu að Framsóknarflokkurinn hefði nú lært sína lexíu. Samvinnan við afturhaldið hefði aðeins verið tímabundin tilraun sem aldrei yrði endurtekin. Slíkar spásagnir voru reistar á mikilli blindu og misskilningi. Þegar Steingrímur Her- mannsson og Tómas Árnason tóku hönd- um saman við Ólaf Jóhannesson í forystu flokksins að loknum kosningaósigrinum ár- ið 1978 höfðu kaldastríðsöflin, Nato- dýrkendurnir og andstæðingar félagshyggj- unnar í reynd náð öflugri fótfestu í flokk.s- forystunni en nokkru sinni fyrr. Tómas Árnason hafði um áraraðir verið harðasti stuðningsmaður Nato og Banda- ríkjahers í þingliði og forystu Framsóknar- flokksins. Ar og síð hafði hann barist gegn samvinnu við Alþýðubandalagið og óskað nánari tengsla við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur Hermannsson var pólitískur forystumaður Varðbergsklíkunnar í flokknum, samningavinur Alusuisse frá 1966 og 1975 og meginandstæðingur þeirrar vinstri stefnu sem Eysteinn Jónsson hafði markað á Viðreisnarárunum. Það var sérkennileg þversögn að um leið og Framsóknarflokkurinn var knúinn inn í vinstri stjórn árið 1978 valdi hann til forystu hægri sinnaðri ráðherrahóp en nokkru sinni fyrr. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermansson og Tómas Árnason höfðu frá 1960 verið burðarásarnir í hægri fylking- unni innan Framsóknarflokksins. Stuðn- ingur við erlenda stóriðju, Nato og Banda- ríkjaher hafði um áraraðir byggst innan flokksins á forystu þessara manna. Alusuisse-hagsmunir Steingríms, Nató- hollusta Tómasar og smáatvinnurekenda- kenning Ólafs Jóhannessonar runnu saman í eina heild. Framsóknarflokkurinn hafði í reynd fengið hreinræktaða íhaldsforystu sem byggði stefnugrundvöll sinn á þríeinni hollustu við erlenda stóriðju, Nató og hags- muni atvinnurekenda. Áframhaldandi íhaldsþróun Kosningaósigurinn 1978 hafði í reynd gert íhaldsöflin enn sterkari í forystu Fram- sóknarflokksins. Sú staðreynd kom fljót- lega í ljós innan ríkisstjórnarinnar veturinn 1978 til 1979. íhaldsþróun Framsóknar- flokksins hélt áfram hraðbyri innan þeirrar stjórnar. Hún var meginorsök þess ófriðar sem ávallt ríkti innán hennar. Íhaldstríóið sem myndaði ráðherrasveit Framsóknarflokksins var fljótt að gleyma lærdómi kosningaósigursins 1978. Rætur þeirra í atvinnurekendaherbúðunum, Natóliðinu og stóriðjusveitinni voru svo sterkar að breyting Framsóknarflokksins í hreinræktaðan íhaldsflokk hélt áfram hröðum skrefum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú tekur við völd- um að loknum kosningum er því í raun eðlileg niðurstaða þróunarinnar á undan- förnum árum. Hún er endanleg staðfesting þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á Framsóknarflokknum. Um feril þeirra breytinga á síðustu fimm árum verður fjall- að í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun hér í blaðinu á þriðjudag. Varðbergsliðið í Framsókn studdi við bakið á Morgunblaðinu og Vörðu landi til að koma í veg fyrir brottför hersins. Steingrímur var pólitískur erfðaprins Varðbergsklíkunnar í flokknum. maður kanasjónvarpsins að hann var eini maðurinn í þingflokki Framsóknarflokks- ins árið 1966 sem gagnrýndi baráttu sextíu- menningana svokölluðu gegn Keflavíkur- sjónvarpinu. Sextíumenningarnir voru sveit ýmissa -fremstu rithöfunda, lista- manna og menntamanna þjóðarinnar sem tóku höndum saman til að stöðva skaðvæn- leg áhrif bandaríska sjónvarpsins. Þegar baráttan gegn innreið Alusuisse stóð sem hæst reyndist Varðbergsfylkingin sú fimmta herdeild innan Framsóknar- flokksins sem var reiðubúin að veita Alu- suisse lið. Barátta Steingríms Hermanns- sonar fyrir hagsmunum Alusuisse innan Framsóknarflokksins á árunum 1965-1966 var fyrsta stórorrustan sem hann tók þátt í á vegum flokksins. Afar lítill minnihluti var þá reiðubúinn til að styðja þjónustu Stein- gríms við hagsmuni Álusuisse. Fátt sýnir betur þau umskipti sem orðið hafa í Fram- sóknarflokknum á síðari árum en sú staðreynd að í vor gengu allir þingmenn Framsóknarflokksins í stuðningssveit Alu- suisse á Alþingi íslendinga. Miðflokkakenning - Hægri stjórn Þótt kosningasigur Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1971 hafi knúið Framsóknarflokkinn tii að mynda vinstri stjórn, varð fljótlega ljóst að Óíafur Jóhannesson ætlaði Framsóknar- flokknum annan hlut. Á fyrsta ári vinstri stjórnarinnar réð Ólafur Hannes Jónsson, krónískan kommúnistahatara, til að gerast opinber hugmyndafræðingur Framsóknar- flokksins. Hannes var látinn skrifa í Tímann langlokur um miðflokkseðli Fram- sóknarflokksins og gefa út sérstakt kenn- ingarit um nauðsyn þess að hafna öllum stuðningi við verkalýðssinna og launafólk. Framsóknarflokkurinn ætti fyrst og fremst að vera flokkur embættismanna, smá- atvinnurekenda og bænda. Þessa kenningu gerði Ólafur Jóhannes- son síðan förmlega að sinni og boðaði hana opinberlega sem formaður flokksins. Miðflokkskenningin og kommúnistahatrið úr Hannesi Jónssyni varð undir forystu Ólafs að stefnugrundvelli Framsóknar- flokksins. Kaldastríðskynslóðin í Fram- sóknarflokknum tók Hannesi fagnandi sem hinum nauðsynlega kennimanni sem skrif- að gat ýtarlegar réttlætingar á því sem ætíð hafði verið ætlun hinnar nýju forystu: að ná "traustu bandalagi við hægri öflin í landinu. 1 Þegar búið var að skilgreina Framsókn- arflokkinn sem hagsmunatæki smáatvinnu- rekenda og embættismanna var auðvelt að stíga hið formlega skref til samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Varðbergsliðarnir í Framsóknarflokknum voru síðan notaðir til að standa að undirskriftasöfnun gegn stefn- unni um brottför hersins og styðja þannig við bakið á Morgunblaðinu og Vörðu Iandi. Allt síðasta árið á valdaferli vinstri stjórnarinnar 1971-1974 var Ólafur Jóhann- esson markvisst að undirbúa samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Traust hægri stjórn var óskadraumur for- mannsins. Á sumarmánuðum 1974 mynd- aði hann svo stjórnina fyrir Geir. Kalda- stríðskynslóðin hafði sannað Morgun- blaðsöflunum að hin nýja forysta í Fram- sóknarflokknum gat verið traustur banda- maður. Hagsmunir SÍS Þegar Ólafur Jóhannesson var að undir- búa jarðveginn fyrir hægri þróun Fram- sóknarflokksins fékk hann óvæntan liðsauka frá Erlendi Einarssyni forstjóra SÍS. Eysteinn Jónsson hafði á sírium tíma- stuðst við öfluga fylkingu kaupfélagsstjóra frá landsbyggðinni innan Framsóknar- flokksins sem litu á samvinnufélagsbú-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.