Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 9
Helgin 28. - 29. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar Tveggja ára afnám vísitölubóta á laun Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar leit dagsins ljós í gær, er trúnaðarmenn flokkanna gengu endanlega frá plagginu. Þjóðviljanum þykir rétt að birta boðskapinn í heild svo les- endur hafí svart á hvítu til hvaða aðgerða á að grípa á næstu mán- uðum. ■ Þjóðinni er brýn nauðsyn að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar til þess að unnt sé að tryggja grundvöll atvinnulífsins og koma í veg fyrir atvinnuleysi og draga úr skuldasöfnun við útlönd. Aðeins með víðtækum, samstilltum aðgerð- um, er taka til allra þátta hagkerfisins er unnt að vinna bug á þeim þrengingum, sem nú steðja að þjóðarbúskapnum, og leggja grundvöll að fram- förum. Ríkisstjórnin hefur því sett fyrstu aðgerðum sínum í efnahagsmálum eftirfarandi markmið: • Atvinnuöryggi. • Hjöðnun verðbólgu. • Viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur, lönd • Verndun kaupmáttar lægstu launa og lífskjara þeirra, sem þyngst framfæri hafa. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum ber að skoða sem mikilvægan þátt í efnahagsstefnu hennar sem miðar að því að • Koma sem fyrst á viðunandi jafnvægi í efna- hagsmálum þjóðarinnar. • Beina fjárfestingu fyrst og fremst í arðbær verkefni. • Örva framfarir og fjölbreytni í atvinnulífinu. • Bæta skipulag stjórnkerfisins og peninga- og lánastofnana. Hér á eftir verður nánar lýst þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, en þörfin er brýn fyrir róttæka stefnubreytingu, til þess að sporna við þeirri óheillaþróun sem fylgt hefði óheftri verðbólgu og jafnvægisleysi í þjóðarbúskapnum, og teflt efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í tvísýnu. Efmahagsmál 1. Grundvöllur efnahagsstefnunnar Festa verði sköpuð með raunhæfri gengisstefnu sem ásamt aðhaldssamri fjármála- og peninga- stefnu myndi umgerð ákvarðana í efnahagslífinu. Aðilar vinnumarkaðarins beri ábyrgð á samn- ingum um kaup og kjör í ljósi hinnar opinberu stefnu í gengis- og kjaramálum. 2. Veröbótakerfið Núgildandi tilhögun launa og verðlagsákvarð- ana, sjálfvirkt, vélrænt víxlgengi verðbótakerfis- ins, stefnir í ófæru. Af þessum sökum er nauðsyn- legt að nema úr gildi ákvæði laga og samninga um verðbætur á laun frá 1. júní 1983 til 1. júní 1985. Á tímabilinu verði samkomulags leitað um afnám vísitölukerfisins eða, aðra viðmiðun launabreyt- inga. Til þess að draga úr þeirri röskun sem í fyrstu fylgir því að afnema verðbætur á laun og gefa vinnumarkaðnum ráðrúm til þess að laga sig að nýjum aðstæðum verða launabreytingar ákveðnar með lögum fyrst um sinn sem hér segir: 1. júní 1983 hækki laun um 8%. Þó skulu lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu skv. þar um gildandi ákvæðum kjarasaminga ASl og BSRB hækka um 10% 1. júní 1983. 1. okt. 1983 hækki laun um 4%. Allir gildandi og síðast gildandi kjarasamningar framlengist með þessum hætti til 31. janúar. Ríkisstjórnin mun í tengslum við afgreiðslu fjár- laga og lánsfjár- og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 1984 og í Ijósi þjóðhagsáætiunar að undangengn- um viðræðum við aðila vinnumarkaðarins marka stefnu í fjármálum, peningamálum, gengismálum og launamálum og taka ákvarðanir um nauðsyn- legar ráðstafanir tilað tryggja áframhaldandi hjöðnun verðbólgu, verndun kaupmáttar og at- vinnuöryggi. 3. Verndun kaupmáttar Óheftri verðbólgu mun fylgja atvinnuleysi og gífurleg kjaraskerðing. í hjöðnun verðbólgu felst því aukið atvinnuöryggi og varanlegar kjarabætur. Á hjöðnunartímanum verður þó ekki hjá því komist, að kaupmáttur kauptaxta rýrni a.m.k. reikningslega um sinn og viðnámi gegn verðbólgu fylgir í byrjun röskun á hag manna. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bæta hag þeirra, sem verst eru settir með eftirgreindum kjarabót- um: 3.1. Opinberar tilfærslur Þessar kjarabætur, sem einkum munu gag.nast peim, sem lægstar tekjur og pyngsta tramtærslu- byrði hafa, eru: 1) Skattar og tollar, sem nú leggjast með miklum þunga á ýmsar nauðsynjavörur, verði lækkað- ir. 2) Barnabætur barna að 7 ára aldri verða hækkað- ar. 3) Tekjuskattur verði lækkaður með auknum persónuafslætti. 4) Jöfnun húshitunarkostnaðar verður aukin verulega. 5) Tekjutrygging lífeyrisþega hækkar umfram laun og mæðra- og feðralaun hækka sérstak- lega. ,6) Hækkun lífeyrisbóta verður í samræmi við almennar launahækkanir. 3.2. Aðrar kjarabætur 1) Veittur verði frestur á hluta af greiðslum vaxta og afborgana verðtryggðra lána. Skal þeim greiðslum, sem frestað er, bætt við höfuðstól Iánsins og lánstíminn lengdur þannig að greiðslubyrði á hverjum tíma aukist ekki af þeim sökum. Þessi aðgerð nái til lána Bygg- ingarsjóðs ríkisins, Byggingarsjóðs verka- manna, lífeyrissjóða banka og sparisjóða. 2) Gerðir verði heildarsamningar við lána- stofnanir um skuldbreytingalán fyrir þá, sem stofnað hafa til skuldar vegna byggingar eða kaupa á eigin húsnæði í fyrsta sinn undanfarin 2-3 ár. 4. Verðlagsmál Fyrst um sinn skal aðcins heimila þá hækkun á vörum og þjónustu sem nauðsynleg er til að standa undir óhjákvæmilegum kostnaðarhækkun- um. Síðan verði dregið úropinberum afskiptum, þannig að neytendur og atvinnulífið njóti hag- kvæmni frjálsrar verðmyndunar, þar sem sam- keppni er næg. Sveitarfélög ákveði sjálf gjaldskrár þjónustufyrirtækja sinna. 5. Búvöruverð Laun bónda og verkafólks hans í verðlagsgrund- velli landbúnaðarafurða skulu ekki hækka um- fram þau mörk sem almennum launabreytingum eru sett. Með breytingar á búvöruverði skal að öðru leyti fara með sama hætti og önnur verð- lagsmál. 6. Fiskverð Verð á þeim fisktegundum, sem tilgreindar eru í tilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins nr. 4/1983 skal ekki hækka að meðaltali umfram mörkin sem sett eru almennum launabreytingum. 7. Vextir og verðtrygging Vextir lækki í samræmi við verðbólgustig síðar á árinu, svo fljótt sem árangur af hjöðnunarað- gerðum gegn verðbólgu leyfir. Grundvöllur láns- kjara verði endurskoðaður og stefnt að lengri lánstíma. 8. Húsnæðismál Lán Byggingarsjóðs ríkisins til þeirra, sem byggja í fyrsta sinn, hækki um næstu áramót. Jafnframt verði húsnæðislánakerfið eflt svo á næstu árum, að lán þessi geti numið allt að 80% af byggingarkostnaði staðalíbúðar. Samsvarandi hækkun verði til þeirra, sem kaupa íbúð í fyrsta sinn. 9. Ríkisfjármál og erlendar lántökur Að óbreyttu eru horfur á verulegum halla ríkissjóðs á árinu 1983: Leitað verði allra leiða til að hallinn verði sem minnstur. Auknum útgjöldum ríkissjóðs vegna þeirra aðgerða sem ákveðnar eru til þess að styrkja stöðu þeirra, sem lakast eru settir, verði eins og frekast er unnt mætt með sparnaði og aðhaldi á opinber- um rekstri. Gerð fjárlaga fyrir árið 1984 miðist við að ná jafnvægi á ný í ríkisfjármálum. Gagnger endurskoðun fari fram á ríkisfjármál- um við undirbúning og gcrð fjárlaga framvegis með það fyrir augum að draga úr ríkisumsvifum og útgjöldum. Skipan tolla og aðflutningsgjalda verði einfölduð, uppsöfnunaráhrifum eytt og stefnt að lækkun þeirra. Aðhalds verði gætt í erlendum lántökum og þær bundnar við hagkvæmar framkvæmdir. Atvinnuvegirnir 1. Almennt Til þess að auka hagvöxt og atvinnuöryggi verður áhersla lögð á að efla atvinnustarfsemi og atvinnuuppbyggingu. í því skyni verða m.a. starfsskilyrði atvinnuvegánna jöfnuð og sam- keppnisstaða íslenskra atvinnugreina styrkt. Skattalögum verði breytt þannig að þau örvi fjárfestingu og eiginfjármyndun í atvinnulífinu. 1 einstökum atvinnugreinum verður m.a. lögð áhersla á eftirgreindar aðgerðir: 2. Sjávarútvegur Afrakstur fiskstofna og hagkvæm nýting fiski- skipastólsins haldast í hendur. Átak verði gert til veiða á fleiri tegundum nytjafiska. Verðlagning sjávarafla fari eftir gæðum, en það er forsenda fyrir bættri vöruvöndun og aukinni ábyrgð fram- leiðenda og útflytjenda sjálfra. Rannsóknir í fiskiðnaði og hafrannsóknir verði efldar í samvinnu við fyrirtækin sjálf og með þátttöku þeirra. Auknar verði aðgerðir til orku- sparnaðar við veiðar og vinnslu. Samstarfi verði komið á við nágranna þjóðirnar um að tryggja hámarksafrakstur þéirra fiskstofna sem fara á milli auðlindalögsögu þjóðanna. Ráðstafanir verða gerðar án tafar til þess að mæta rekstrarvanda sjávarútvegsins. Jafnframt verður gerð ítarleg athugun á því hvað gera má til þess að auka hagkvæmni í útgerð og vinnslu. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins verði efldur og eingöngu beitt til þess að jafna sveiflur á verði sjávarafurða. 3. Landbúnaður 1. Unnið verði að aðlögun búvöruframleiðslunn- ar að markaðsmöguleikum og dregið úr þörf fyrir útflutningsbætur, þannig að þær fari lækkandi. 2. Lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins verði endurskoðuð meðal annars með tilliti til eftirfarandi atriða: a) Skipulagningar búvöruframleiðslunnar cftir héruðum eða framleiðslusvæðum, þar sem tekið er tillit til framleiðsluskilyrða, markaða og hóflegrar landnýtingar. b) Breytinga á verðlagningarkerfinu. c) Meiri hagkvæmni í verslun með garðávexti. 3. Lögð verði áhersla á nýjungar í vinnslu- og sölustarfsemi landbúnaðarafurða og hagræðingu til að draga úr vinnslu- og dreifingarkostnaði. 4. Nýjar búgreinar, svo sem loðdýrarækt, fisk- eldi o.fl. verði efldar og stærri hluti fjárveitinga til landbúnaðar renni til þeirra. 5. Með þessum og öðrum nauðsynlegum ráð- stöfunum verði unnið gegn byggðaröskun og hagur bændastéttarinnar tryggður. 4.Iðnaður Unnið verði að því að bæta starfsskilyrði iðnaðar. Meðal annars verði það gert með bættum skilyrðum til eiginfjármyndunar, greiðari aðgangi að rekstrarlánum og fjármagni til fjárfestingar, endurbótum í skatta- og tollamálum, hagnýtri rannsóknarstarfsemi af hálfu hins opinbera, af námi verðlagsákvæða í samkeppnisiðnaði, inn- kaupastefnu opinberra aðila o.fl. Gerðar verði sömu gæða- og öryggiskröfur til innfluttrar vöru og íslenskrar framleiðslu. Jafn- framt verði gerðar ráðstafanirsem milliríkjasamn- ingar leyfa, til verndar innlendum iðnaði gegn óeðlilegum styrktaraðgerðum og undirboðum. 5. Orkumál og orkufrekur iðnaður Orkulindir landsins verði hagnýttar til að leggja grundvöll að nýrri framfarasókn þjóðarinnar. Við byggingu orkuvera sé þess gætt að samræmi sé á milli markaðsöflunar fyrir orku og virkjunarfram- kvæmda. Samningar verði teknir upp að nýju við sviss- neska álfélagið um verulega hækkun raforkuverðs og önnur atriði. ! tengslum við fjármálalega endurskipulagningu Járnblendifélagsins verði kannaðir mögulcikar á þriðja eignaraðila. Nýjum aðilum verði gefinn kostur á eignaraðild í Kísil- málmverksmiðjunni. Endurskipu- lagning í stjórn- kerfi og peninga- og lánastofnunum 1. Stjórnkerfið Til þess að gera stjórnkerfið-virkara og bæta stjórnarhætti mun ríkisstjórnin beita sér fyrir brcytingum á Stjórnkerfinu. Markmið slíkra stjórnkerfisbreytinga er að einfalda opinbera stjórnsýslu, bæta hagstjórn og samræma ákvarðanir í opinberum fjárfestingum, draga úr ríkisumsvifum og efla eftirlit löggjafar- valds með framkvæmdavaldinu. M.a. verði: a) Lagt fyrir Alþingi frumvarp að nýjum lögum um Stjórnarráð íslands. b) Ríkisendurskoðun breytt á þann veg, að hún heyri undir Alþingi. c) Rekstrarlegt eftirlit með ríkisfyrirtækjum eflt, t.d. með auknu markaðsaðhaldi. d) Stefnt að því að auka útboð við opinberar framkvæmdir. 2. Peninga- og lánastofnanir Mikilvægt er að tryggja aukna arðgjöf fram- kvæmdafjár, treysta innlendan sparnað og endur- skoða sjóða- ogbankakerfið. í því sambandi verði unnið ad eftirfarandi málum: a) Komið verði í veg fyrir óhóflega útþenslu í bankakerfinu með heildarlöggjöf um banka og sparisjóði. Yfirstjórn bankamála verði færð i eitt ráðuneyti. b) Núverandi afurða- og rekstrarlánakerfi verði endurskoðuð m.a. með það í huga, að þau verði á vegum viðskiptabanka. c) Unnið verði að endurskipulagningu fjárfesting- arsjóðakerfisins. Stefnt verði að fækkun sjóða með sameiningu þeirra til að draga úr kostnaði og gera starfsemi þeirra heilsteyptari m.a. með samræmingu lánskjara. d) Áhersla verði lögð á fjölbreyttari sparnaðar- form fyrir almenning, t.d. samningsbundinn sparnað, tengdan rétti til húsnæðislána. e) Frjálsræði í gjaldeyrisverslun verði aukið og réttur til að eiga fé á innlendum gjaldeyris- reikningum rýmkaður. f) Lög um Framkvæmdastofnun ríkisins verði endurskoðuð. Vcrkefni áætlanadeilda verði færð til annarra stofnana. Framkvæmdasjóði verði mörkuð staða í tengslum við endurskipu- lagningu sjóðakcrfisins. Lánastefnu Byggða- sjóðs verði brcytt í samræmi við upphaflegan tilgang samhliða því sem sjálfvirkni í lánveit- ingum verði afnumin. Utanríkismál Meginmarkmið utanríkisstefnu íslendinga er að treysta stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálf- stæði landsins. Það verði m.a. gert með þátttöku í norrænu samstarfi, varnarsamstarfi vestrænna þjóða, alþjóðasamvinnu um efnahagsmál, starfi Sameinuðu þjóðanna og stofnana, sem þeim eru tengdar. Á alþjóðavettvangi beiti ísland sér fyrir aukinni mannúð, mannréttindum og friði. Stefna tslands í afvopnunarmálum miðist við það að stuðla að gagnkvæmri og alhliða afvopnun, þar sem framkvæmd verði tryggð með alþjóðlegu eftirliti. Standa þarf vörð um fyllstu réttindi íslands innan auðlindalögsögunnar og réttindi landsins á hafsbotnssvæðunum utan hennar verði tryggð svo sem alþjóðalög frekast heimila. Ríkisstjórnin leggur áherslu á velferð, jafnræði, öryggi, menntun, félagslegar umbætur og góða heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjómin mun á stárfs- tíma sínum vinna að þessum og öðrum framfara- málum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.