Þjóðviljinn - 03.06.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Qupperneq 1
DJÖÐVIUINN Söngkonan heimsfræga Grace Jones er komin til landsins. Sjá bls. 2. júní 1983 föstudagur 119. tölublað 48. árgangur Fiskeldisstöð Skúla Páissonar hefur nú verið starfrækt í þrjú ár frá því að stöðinni var lokað vegna sýkingar sem kom upp í fiskinum árið 1976. Leiddi sýking þessi til þess, að slátra varð öilum fiskinum í stöðinni nema regnbogasilung- num. Með þeim aðgerðum töldu margir að Laxalón væri úr sögunni sem brautryðjandi á sviði fiskeldis hér á landi, en því er alls ekki til að dreifa. I fyrra komst framleiðslan í fullan gang og náðust hámarks af- köst, 150 þúsund gönguseiði. Lax- alón hefur fengið alla tilskila papp- íra frá heilbrigðisyfirvöldum og hefur miklar og djarfar áætlanir á prjónunum. Tilraunaeldi var hafið í Vestmannaeyjum haustið 1981 og meining er að stórauka hrogn- aútflutning til Evrópu. Laxalón átti stóran þátt í að koma upp svo góð- um laxveiðiám hér á landi sem raun ber vitni. Nánar verður sagt frá starfseminni í Laxalóni í Þjóðvilj- anum síðar. - hól. Svavar Gestsson: Reiðubúnir tll viðræðna „Það er bersýnilegt að ummæli forsætisráðherra um óskir stjórn- arandstöðunnar hafa verið ótíma- bær og væntanlega sett fram í fljót- færni“, sagði Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins í sam- tali við Þjóðviljann í gær eftir að ósætti stjórnarliða um samkomu- lag alþingis varð opinbert. „Eftir aö Ólafur G. Einarsson lýsti sínum viðhorfum í DV í dag, fimmtudag, er ljóst að forystu- menn fimm þingflokka af sex eru hlynntir því að alþingi verði kallað saman á næstunni. Þessvegna hefði verið eðlilegra af forsætisráðherra að ræða málin við stjórnarand- stöðuna í stað þess að fara með skæting um sanngjarnar óskir hennar einsog fram kom í fréttum ríkisfjölmiðlanna í gærkvöldi. Alþýðubandalagið er reiðubúið til viðræðna við stjórnarflokkana um þinghald nú þegar, hvort sem um yrði að ræða reglulegt þing eða aukaþing. Vonandi komast þing- flokkar ríkisstjórnarinnar strax að niðurstöðu í þessu máli svo tafar- laust verði unnt að hefja viðræður um þinghald." ~m Engar láglaunabætur greiddar 100 miljónir hverfa í heildarhítina í ár 100 miljónir króna af fjárlögum 1983 voru ætlaðar til greiðslu svok- kallaðra ,Jáglaunabóta“ á þessu ári. og fremst um að ræða láglauna- málaráðuneytinu kemur þessi greiðsla ekki sérstaklega til fram- kvæmdar nú á þessu ári, heldur verður upphæðin hluti af þeirri heild sem ráðuneytið er að vinna með. í fjárlögum 1983 er gerð grein fyrir 200 miljónum króna sem sér- staklega voru ætlaðar „til að mæta útgjöldum vegna aðgerða, sem get- ið er í ágústyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar", segir í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga fyrir 1983. Þar segir ennfremur: „Hér er fyrst og fremst um að ræða láglauna- bætur á árinu 1983 að upphæð 125 m.kr., sem koma til viðbótar 50 m.kr. greiðslum í sama tilgangi nú í desember". Af þessari 125 miljón krónum, voru 25 miljónir greiddar til leiðréttingar á fyrri úthlutun í des- ember, þannig að eftir standa 100 miljónir. Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri sagði í viðtali við Þjv. í gær að þessar 100 miljónir væru hluti af heildardæmi ráðuneytisins. Rúmlega 400 miljónir eru á- formaðar í „mildandi aðgerðir" ríkisstjórnarinnar nýju, en ekki er vitað hvaðan á að taka fjármagn utan þess, að ráðamenn hafa talað um sparnað í þessu sambandi. í viðtalinu við Höskuld Jónsson kom fram að mikið vantaði til að endar næðu saman hjá ríkissjóði. -óg Stj órnarherbúðirnar: Osætti um þinghald Steingrímur of fljótur á sér? Allt er enn í óvissu um hvenær nýkjörið alþingi verður kvatt saman. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er því mótfallinn, og með honum flestir Framsóknar- menn, en sterkar raddir uppi í þing- og ráðherraliði Sjálfstæðis- flokksins um að kalla bráðlega saman stutt þing til að samþykkja bráðabirgðalög og kjósa embættis- menn þingsins. Sameinuð stjórnar- andstaða krafðist þess í fyrradag að þing kæmi strax saman, og er mjög óljóst hvort forsætisráðherra hefur þingmeirihluta við þá afstöðu sína að fresta þinghaldi fram í október. Málið er nú á dagskrá þingflokka stjórnarliða. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að hann væri „veikur fyrir því að kalla alþingi saman eins fljótt og auðið er. A því kunna að vísu að vera ýmsir tækni- legir vankantar, um það skal ég ekki dæma nú, en ég var búinn að fitja upp á þessu fyrir nokkru, raunar áður en stjórnarandstaðan sendi sitt bréf. Ég hefði kosið að ná samkomulagi við stjórnarand - stöðuna um að afgreiða bráða- birgðalög og önnur helstu mál á skömmum tíma. Ef ætlunin er hins- vegar að þæfa málin fram eftir sumri er þetta óvinnandi vegur. Ég get ekki dæmt um það hver stuðningurinn er innan þingflokks Sjálfstæðismanna við þessi sjónar- mið, þingflokkurinn hefur ekki komið saman síðan menn byrjuðu að tala um þetta.“ Matthías Bjarnason samráð- herra Sverris sagðist „vera inná því að alþingi starfi sem mest, en ýmsir annmarkar eru þó á því að þingið starfi yfir sumarið, nema sam- komulag gæti tekist um stutt þing- hald.“ IDV í gær kemur að auki fram að Ólafur G. Einarsson þing- flokksformaður Sjálfstæðismanna og Þorsteinn Pálsson þingmaður vilja að þing verði kallað saman strax. „Ég vil að minn flokkur beiti sér fyrir því að hætt verði þeim ósið að lítilsvirða þingið", er haft eftir Ólafi. í samtali við Þjóðviljann í gær sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að málið hefði verið tekið fyrir á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun, og hefði þar verið ákveðið að fela þingflokkum stjórnarliða að taka til þess af- stöðu. Steingrímur var spurður hvort hann teldi þingmeirihluta að baki þeirrar afstöðu sinnar að kalla þing ekki saman fyrren í haust, og svaraði þessu til: „Ja, ég tel að það sé þingmeirihluti fyrir því sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, bráðabirgðalögunum og fleiru, en hitt er annað mál að það kann að vera æskilegt að kalla saman þingið af öðrum ástæðum, á það hefur ekki reynt ennþá. Það er ekki búið að ákveða þetta enn, og beðið eftir afstöðu þingflokkanna, en ég tel ólíklegt að þing verði kallað saman strax, það er ekki þörf á því.“ -m Dómur í Hagkaupsmálinu: Bókin seld á sama verði 13. maí s.I. kvað Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgardóm- ari upp dóm í svokölluðu Hag- kaupsmáli. Hagkaup fór í mál fyrir rúmu ári síðan til að fá hrundið ákvörðun samkeppnisnefndar um að sama verð skuli gilda á bókum í iandinu öllu. Niðurstaða dómarans er sú að ákvörðunin skuli standa óhögguð: Bækur skulu seldar á sama verði hvar sem er. Hagkaup hf. stefndu Verðlags- stofnun, sem tók við störfum sam- keppnisnefndar með breytingu á verðlagslögum, svo og félagi Is- lenskra bókaútgefenda, sem kærði lækkað bókaverð Hagkaupa til samkeppnisnefndar á sínum tíma. Að sögn Gísla ísleifssonar, lög- manns Verðlagsstofnunar hefur lögmaður Hagkaupa, Helgi V. Jónsson tilkynnti að hann muni á- frýja dómnum. -ÁI 6 Flogið yfir hálendi íslands í kvöldsólinni. 8 Ásmundarsafn hefur nú verið opnað almenningi sem borgarsafn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.