Þjóðviljinn - 03.06.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Side 11
Árni Sveinsson á möguleika á sínum fertugasta landsleik á sunnudag. Fjórar breyt- ingar Fjórðar breytingar hafa ver- ið gerðar á íslenska landsliðinu eftir leikinn við Spánverja. Arnór Guðjohnsen, Guðmund- ur Baldursson, Heimir Karlsson og Sigurður Björgvinsson falla útúr hópnum en í staðinn koma Atli Eðvaldsson, Pétur Orm- slev, Omar Rafnsson og Ög- rnundur Kristinsson. Hópurinn lítur þá þannig út: Markverðir: Þorsteinn Bjarnason, ÍBK......19 ögmundur Kristinsson, Vikingl..0 Aðrir leikmenn: Viftar Halldórsson, FH........22 Ólafur Björnsson UBK...........4 Sigurður Lárusson, ÍA..........9 Janus Guðiaugsson, FH.........26 Sœvar Jónsson, CSBriigge......13 Ragnar Margeirsson, CS Briigge.7 Pétur Pétursson, Antwerpen....17 Lárus Guðmundsson, Waterschei 10 PéturOrmslev, Dusseldorf......15 Atli Eðvaldsson, Dússeldorf...30 GunnarGislason, KA.............8 Ómar Torfason, Víkingi........11 Árni Sveinsson, ÍA............39 Ómar Rafnsson, UBK.............1 Eins og sjá má af þessu á Árni Sveinsson möguleika á að leika sinn 40. varnarleik á sunnudag en þeim áfanga hafa aðeins tveir íslendingar náð, Marteinn Geirsson (67) og Matthías Hall- grímsson (45). - VS Leiörétting markatölur Þegar við birtum úrslit úr 4. deild Islandsmótsins i knattspyrnu í þriðjudagsblaðinu voru tölurnar úr einum leiknum ekki alveg réttar. Víkverji sigraði Hveragcrði í C- riðli, ekki 4:0 eins og sagt var held- ur 3:1 og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Föstudagur 3. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Landsleikur íslands og Möltu á sunnudaginn: Fimm miðherjar í byrjunarliði! „Það verður sókndjarft lið sem hleypur inná Laugar- dalsvöllinn til leiks gegn Möltubúum á sunnudaginn. í byrjunarliði verða jafnvel fimm leikmenn sem hafa leikið stöðu miðherja og fremstur þeirra verður Atli Eðvaldsson,“ sagði Jóhann- es Atlason landsliðsþjálfari í knattspyrnu á blaðamanna- fundi í gær. íslenska landsliðiö mætir Möltu í Evrópukeppni landsliða á sunnu- daginn og hefst leikurinn kl. 17 á Laugardalsvellinum. ísland á harma að hefna eftir 2:1 tap í fyrri leik liðanna sem fram fór á Sikiley fyrir ári síðan, og, eins og Jóhannes komst að orði, þá er heiður hans, liðsins og þjóðarinnar í veði, þetta er þýðingarmesti landsleikur sem ísland hefur leikið í mörg ár. Jafn- tefli eða tap þýðir sennilega neðsta sætið í riðlinum, sigur tryggir ís- Oft þörf en nú nauðsyn á að mæta og veita íslenska liðinu _ stuðning landi hins vegar nokkuð örugglega sæti ofar Möltu. Pétur og Atli sóttir Pétur Ormslev og Atli Éðvalds- son sem leika með Fortuna Diiss- eldorf í Vestur-Þýskalandi fengu ekki frí frá leik liðsins gegn Frank- furt á laugardaginn en þeir koma heim samt sem áður. Arnarflug sendir skrúfuþotu eftir þeim á laugardag, KSI að mestu að kostn- aðarlausu, og er hún væntanleg hingað heim seint um kvöldið. Ás- geir Sigurvinsson fékk hins vegar ekki frí hjá Stuttgart þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir KSl og báru Þjóðverjarnir því við að félagið væri að leika vináttuleiki á sunnu- dag og mánudag þar sem það væri skuldbundið til að vera með sitt sterkasta lið, þar með talinn Ásgeir Sigurvinsson. Leikreynt Möltulið Jóhannes landsliðsþjálfari sá Möltu tapa naumlega, 2:3, fyrir Spánverjum fyrir stuttu í keppn- inni og um þessa verðandi and- stæðinga sagði hann: „Möltubúar eru ekki síðri en við tæknilega séð og lið þeirra er glettilega leikreynt. Þeirraleikjahæsti maður John Hol- land, var ekki með gegn Spánverj- um en kemur hingað. Þeir beita skyndiupphlaupum og eiga sterka skallamenn. Leikur liðsins er hins vegar hægur að öðru leyti og við verðum að leitast við að tíalda uppi hraða gegn þeim.“ Þess má geta að allir leikmenn Möltu leika með fé- lagsliðum í sínu heimalandi. Hörkufrískir Þrótt- arar hirtu bæði stigin Hörkufrískir Þróttarar unnu svo sannarlega fyrir sínum fyrsta sigri í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu í sumar er þeir lögðu Kefl- vfldnga að velli, 2-1, á Hallarflöt- inni í Laugardal í gærkvöldi. Kefl- vfldngar voru meira með knöttinn þegar á heildina er iitið en Þróttar- ar vörðust vel, á miðjunni og í vörninni og nýttu vel færin. Það voru ekki liðnar nema 10 mínútur af leik Víkings og Vals í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi þegar rauða spjaldið fór á loft. Jóhanna Pálsdóttir, Val, felldi Öldu Rögnvaldsdóttur Vík- ingi án þess að boltinn væri nálægt og var henni umsvifalaust vísað af leikvelii. Það kom Valsstúlkunum þó ekki að sök, þær sigruðu 1:0 og komust í 2. umferð keppninnar. Víkingsstúlkurnar voru frískari í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu Valsstúlkurnar ákveðnar til leiks og létu boltann ganga vel. Um miðjan síðari hálfleik var dæmd ) Staðan: Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir ieikinn í gær- kvöldi: 3 2 0 1 8:3 4 3 2 0 1 3:1 4 KR 3 1 2 0 5:4 4 Valur 3 2 0 1 4:5 4 Breióabiík 3 1 1 1 2:2 3 Þróttur R 3 1 1 1 4:5 3 (safjöröur 3 1 1 1 3:5 3 3 10 2 5:5 2 ÞórAk 3 0 2 1 2:3 2 Vfklngur 3 0 1 2 1:4 1 Keflvíkingar sóttu talsvert í fyrri hálfleiknum og þá átti Guðmundur Erlingsson markvörður Þróttar annríkt og stóð sig með prýði. Á 33. mínútu tóku sfðan Þróttarar forystuna. Ársæll Kristjánsson lék á tvo Keflvíkinga úti á kanti og sendi fyrir markið þar sem Júlíus Júlíusson skallaði í netið af mark- teig. Þróttarar leiddu því þegar vítaspyrna á Brynju Guðjónsdótt- ur fyrir að handleika boltann eftir skot frá Sigrúnu Coru Barker. Guðrún Sæmundsdóttir skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði Val sigur. Úrslit leikjanna í gærkvöldi urðu þessi: Vfklngur-Valur................... 0:1 Fram-Braiðablik.....................0:8 KR-Breiðablikb......................1:0 Hveragerði-Víðir....................0:7 KR sótti nær stanslaust gegn b- liði Breiðabliks sem skartaði lands- liðsfyrirliðanum Rósu Valdimars- dóttur. Það var Arna Steinsen sem skoraði eina mark leiksins úr vít- aspyrnu í síðari hálfleik. Breiðablik hafði mikla yfirburði gegn 2. deildarliði Fram eins og töl- urnar gefa til kynna og sigurinn hefði getað orðið mun stærri. Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoraði sex mörk í röð en Erla Rafnsdóttir sá um það fyrsta og síðasta, endaði leikinn á stórglæsilega skallamarki Víðisstúlkurnar voru mikið betri aðilinn í Hveragerði, en góð nýting þeirra á marktækifærum gerði þó sigurinn heldur stærri en efni stóðu til. - MHM flautað var til leikhlés, 1-0. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar nýliðamir juku forskotið. Bakvörðurinn bráðefnilegi, Kristján Jónsson, sendi fyrir Keflavíkurmarkið, varnarmaður skallaði aftur fyrir sig og Páll Ólafsson fékk knöttinn og afgreiddi hann örugglega í hornið fjær, 2-0. Þriðja markið var innan seilingar á 64. mínútu þegar Óskar Færseth bjargaði á línu frá Sverri Péturssyni. Síðan gerðist fátt markvert í vít- ateigunum lengi vel, barist grimmt á miðjunni en sóknarmennirnir fengu úr litlu að moða. Fjómm mínútum fyrir leikslok kviknaði vonarneisti í brjóstum Keflvíkinga. Skúli Rósantsson tók hornspyrnu, Óli Þór Magnússon „nikkaði" knettinum aftur fyrir sig, Gísli Eyjólfsson komst dauðafrír á markteig og skoraði, 2-1. Kraftur hljóp í Keflvíkinga en það drapst á pemnni hjá þeim á lokamínútunni þegar Guðmundur varði frá Björg- vini Björgvinssyni úr ágætu færi af vítateig. Þróttarar eiga eftir að reyta stig reglulega í deildinni með þessu á- framhaldi. Góð barátta er í liðinu og gott spil myndast í kringum hinn síunga Ásgeir Elíasson og Pál Ólafsson. Kristján á framtíðina rir sér í bakvarðarstöðunni og rsæll Kristjánsson er orðinn hörku miðvörður. Meðalmennskan var ríkjandi hjá Keflvíkingum og áhyggjuefni fyrir þá og ekki síður landsliðið að Þor- steinn Bjarnason meiddist en spil- aði þó út leikinn. Sigurður Björg- vinsson var drífandi að vanda og Skúli Rósantsson átti ágæta kafla. Þeir Suðurnesjamenn ættu að halda sér ofan við fallsvæði í sumar en mikið meira verður það varla. Slakur dómari var Kjartan Tóm- asson. - VS Jóhanna rekin út af á 10. mínútu! Ásta B. skoraði sex mörk í röð Atli Eðvaidsson - sóttur frá V.- Þýskalandi af Arnarflugi ásamt Pétri Ormslev. Atla verður nú í fyrsta skipti stillt upp sem miðherja í íslenska landsliðinu, en þá stöðu hefur hann ieikið með Dússeldorf og er fimmti markahæsti leikmaður „Bundesligunnar“. Forsala Forsala á leikinn hefst við Út- vegsbankann í dag, föstudag, kl. 12 og á sunnudaginn verður selt á torginu frá sama tíma. Leikurinn sjálfur hefst kl. 17 eins og áður sagði, og, oft var þörf en nú er nauðsyn á að mæta á völlinn og veita íslenska liðinu nægilegan stuðning til að því takist að herja tvö stig útúr þessum þýðingarmikla leik. - VS Sigurður Jónsson Sigurður kom til greina! „Sigurður Jónsson hefði komið til greina í þennan lands- lcik gegn Möltu ef við hefðum hvorki fengið Atli né Pétur heim frá Vestur-Þýskalandi. Ég var smeykur við að velja hann, 16 ára gamlan, í 21 árs liðið á dög- unum en hann stóð sig stórvel gegn Spánverjunum. Það er alltaf tvísýnt að setja svona unga stráka í slaginn snemma en Sigurður á alla framtíðina fyrir sér,“ sagði Jóhannes Atla- son landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu í gær. Mikið var rætt um Sigurð á blaðamannafundi KSI, sem haldinn var í gær, vegna lands- leiksins við Möltu á sunnudag. Þar kom meðal annars fram hjá nokkrum fundarmanna að hann væri nánast eini leikmaðurinn í 1. deildinni í dag sem menn færu gagngert á völ- linn til að sjá spila. Það er þegar kominn þrýstingur á Jóhannes um að nota hann í landsliðið og það virðist aðeins tímaspursmál hvenær sú stund rennur upp.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.