Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bœn. Gull í mund.
7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð:
Guðrún S. Jónsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Jónína
Ásthildur" ettir Gisla Þór Gunnarsson
Tinna Gunnlaugsdóttir les (4).
10.35 „Mér eru fornu minnin kœr“ Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt-
inn (RÚVAK).
11.05 „Ég man þá tið“ Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarmaður:
Borgþór Kjæmested.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 „Gott land“ eftir Pearl S. Buck Magn-
ús Ásgeirsson og Magnús Magnússon
þýddu. Kristín Anna Þórarinsdóttir les (13).
15.00 Miðdegistónleikar Fiðlukonsert í e-
moll nr. 6 eftir Niccoló Paganini. Salvatore
Accardo og Fílharmóniusveit Lundúna
leika; Charies Dutoit sfl.
16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá
æskuárum frægra manna eftir Ada Hen-
sel og P.Falk Rönne „Helllakötturinn“,
saga um Charles Dickens Ástráður Sigur-
steindórsson les þýðingu sína (21).
16.40 Lltli barnatíminn Stjórnandi: Gréta Ól-
afsdóttir (RÚVAK).
17.00 Með á nótunum Létt tónlist og
leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar-
menn: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi
Jakobsson.
17.30 Nýtt undir nálinni Kristin Björg Þor-
steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur.
20.00 Lögungafólksins.ÞórðurMagnússon
kynnir.
20.40 Sumarið mitt Stella Sigurieifsdóttir
segir frá.
21.30 Vinartónlist og óperettulög a. Kon-
unglega fílharmóniusveitin i Lundúnum
leikur Straussvalsa; Sir Malcolm Sargent
stj. b. Rudolf Schock, Anny Schlemm og
Gertrud Stilo syngja óperettulög ásamt kór
og hljómsveit; Wilhelm Schiichter stj.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldslns.
22.35 „Sögur frá Skaftáreldi" eftir Jón
Trausta Helgi Þoriáksson fyrrv. skólastjóri
bytjar lesturinn.
23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas-
sonar
00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir.
01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómasson.
03.00 Dagskrárlok.
RUV
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Bima Hrólfsdóttir.
20.50 Steinl og 0111 Öldin önnur Skopmynd-
asyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy.
21.15 Þjóðsagnapersónan Gandhi Bresk
fréttamynd um kvikmynd Richards Atten-
boroughs um Mahatma Gandhi, leiðtoga
, Indverja. Jafnframt er rifluð upp saga Gand-
his og áhrif hans. Þýðandi og þulur Þor-
steinn Helgason.
21.40 Nicaragua Bresk fréttamynd um mál-
efni Nicaragua og stuðning Reagans
Bandaríkjaforseta við andstæöinga stjómar
Sandinista. Þýðandi Pálmi Jóhannesson.
22.00 Hamingjuleitin (The Pursuit of Happi-
ness) Bandarisk bíómynd frá 1970. Leik-
stjóri Robert Mulligan. Aðalhlutverk: Micha-
el Sarrazin, Barbara Hershey og Robert
Klein. Uppreisnargjam háskólapiltur verður
valdur að dauðaslysi og verða eftirmál þess
afdrifarík fyrir piitinn. Þýðandi Rannveig
Tryggvadóttir.
23.30 Dagskrárfok.
Hamlngjuleit
í kvöld
„HamingjuleitirT nefnist bíó-
myndin sem sjónvarpið býöur uppá
í kvöld. Hún er bandarísk frá árinu
1970 og Robert Mulligan leikstýrir.
Söguþráðurinn er þannig að upp-
reisnargjarn háskólapiltur verður
valdur að dauðaslysi og verða eftir-
mál þess afdrifarík fyrir piltinn.
Hann er dæmdur í fangelsi - meira
fyrir framkomu en slysið. Heimildir
blaðsins um kvikmyndamál segja
þetta þokkalega kvikmynd, sem
hafa megi nokkurt gaman af. Engin
stórmynd samt.
frá lesendum
Svar siglingamálastjóra
Isbergið var rétt skráð
Svar frá siglingamálstjóra:
Ámi J. Jóhannsson spyr í les-
endaþætti Þjóðviljans 10. maí sl.
tveggja spurninga. Annars vegar
hvort fjöldi í áhöfn fsbergsins
sem sökk á Ermarsundi fyrir
skömmu hafi verið eðlilegur og
hins vegar hvort skipið hafi verið
mælt niður.
Fyrri spurningunni svaraði
Hjálmar R. Bárðarson, siglinga-
málastjóri, á þá leið að fjöldi
áhafnarmeðlima á ísberginu hafi
verið eðlilegur, þ.e. 5 menn. Sjál-
fvirkni um borð í skipinu hafi ver-
ið mikil og ekki þurfti neina vakt
að staðaldri í vélarúmi svo að
tveir menn hafi átt að geta verið á
vakt í brúnni í einu. Hjálmar
kvað fimm hafa verið á skipinu
þegar það sigldi undir norskum
fána og sama hefði verið upp á
hér, enda giltu sömu reglur varð-
andi fjölda í áhöfn í báðum lönd-
unum. Sagði Hjálmar að þessi
fjöldi í áþöfn tíðkaðist á mun
stærri skipum en ísbergið var.
Varðandi það hvort skipið hafi
verið „mælt niður“ sagði Hjálmar
að það hafi verið keypt frá Noregi
á sínum tíma og þar hefði það
verið skráð 148.45 rúmlestir
brúttó. Þar væri farið eftir alþjóð-
legum reglum og væri skipið
einnig skráð hér á landi að sömu
lestatölu. Hins vegar gætti í fyrir-
, spurn bréfritara alþekkts ruglings
á milli burðarhæfni skipsins ann-
ars vegar og rúmlestatölu hins
vegar. Ekkert samband væri á
milli þessara tveggja talna, en
ótal fyrirspurnir væru stöðugt að
koma til Sigiingamálastofnunar
varðandi það atriði. Skipið væri
því rétt skráð samkvæmt alþjóð-
legum reglum.
Fjöldi í áhöfn ísbergsins
Samræmdist
hann
íslenskum
• •
Óskad. svara frá siglingamálastjóra
Ámi'J. Jóhannsson spyr sigl- hafa verið 5 menn í áhðfn ísberj
;amálastjóra, Hjálmar ins, sem siglt var niður á ~
barnahorn
Sjómenn mót-
mœli kjara-
skerðingunni
Siglum
í land!
Sjómaður hringdi:
Alveg er ég gáttaður á
viðbrögðum sjómannasamtak-
anna í landinu við þessum sví-
virðilegu árásum á kjör okkar
sjómanna. Ríkisstjórnin beitir
okkur grófum órétti með því að
annars vegar skerða kaupið stór-
lega núna 1. júní eins og annarra
launamanna í landinu en það sem
verra er að allt að því fjórir af
hverjum tíu fiskum sem við drög-
um úr sjó eru nú teknir undan
skiptum! Og sjómannasamtökin
segja ekki múkk!
Mér finnst ekkert minna eiga
að gerast núna en að sjómenn svo
og allir aðrir launamenn á íslandi
Að undanteknum
amtmanninum
Herramaður nokkur var á
ferð og kom í þorp eitt, þar
sem hann var alveg ókunnur.
Hann fór inn í veitingahús og
keypti sér miðdegisverð. Þeg-
ar hann var búinn að snæða og
borga fyrir sig, spurði gest-
gjafinn hann hvernig honum
hefði geðjast að matnum.
- „Ég hef borðað svo vel sem
nokkur getur kosið“, mælti
herramaðurinn.
„Að undanteknum amt-
manninum“, mælti gest-
gjafinn.
„Amtmanninum?“ mælti
herramaðurinn, „ég undantek
engan“.
„Jú, það verðið þér að
gera“, sagði gestgjafinn.
„Nei“, sagði hinn, „það geri
ég ekki“. Og það er ekki að
fjölyrða um það, þeir fóru að
þræta um þetta. Gestgjafinn,
sem var einn í bæjarstjórninni
í þorpinu, vildi láta sýna yfir-
völdunum tilhlýðilega virð-
ingu, hann gerðist reiður og
stefndi gesti sínum fyrir amt-
mann. En blessaður amt- ■
maðurinn hafði aldrei fengið
orð fyrir að stíga í vitið, og
þegar gestgjafi var búinn að
hafa upp kæru sína, tók amt-
maður á sig amtmannssvip og
mælti:
„Herra minn, það er nú
einu sinni orðinn vani í þessu
þorpi að segja þessi orð: „að
undanteknum amtmannin-
um“, það eru engin útlát fyrir
yður að gera það líka, en fyrst
þér hafið þverskallast þá sekta
ég yður um þrjú mörk“.
„Ég verð að hafa það“,
sagði aðkomumaður, „hérna
eru mörkin, en það þori ég að
segja, að sá sem stefndi mér
hingað er sá mesti kjáni sem
til er undir sólunni - að
undanteknum amtmann-
inum“.
Úr Lestrarbók
Þórarins Böðvarssonar
Sjónvarp föstudag:
stilli saman krafta sína og hrindi
þessari svívirðilegu árás á kjörin.
Við eigum heimtingu á að foryst-
umenn okkar verji okkur fyrir á-
föllunum en sitji ekki hnípnir í
vanda inni á kontórunum og láti
hverja holskefluna yfir aðra
ganga yfir okkur. Siglum í land og
sýnum stjórnmálamönnum að
þeirra er ekki valdið að ákvarða
með þessum hætti yfir lífi okkar
og kjörum.
Ljóðin okkar
Ég þekki hund
sem fer oft í sund.
Það er kallað
hundasund.
eftir krakka í 7 ára bekk
Æfingaskólans
Við höfum fengið send nokkur ljóð eftir krakka í 7 ára bekk Æfinga-
og tilraunaskóla Kennaraháskóla Islands og við ætlum að birta nokkur
þeirra hér á síðunni í dag. Kannski birtum við fleira seinna, en við
þökkum krökkunum kærlega fyrir sendinguna!