Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 9
Helgin 4. - 5. júní 1983.ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Opnu mótin verða æ vinsælli
Það er e.t.v. tímanna tákn að ís-
lendingar skuli hafa farið þá braut
með Reykjavíkurskákmótin að
breyta þeim í opin mót. Sú stefna
hefur verið ríkjandi undanfarin ár
hjá hefðbundnum mótahöldurum
að breyta formi mótanna þannig.
Um ástæður er ekki gott að segja,
en benda verður á að skákmótið
sem miliónamæringurinn banda-
ríski Louis Statham stóð fyrir þótti
ávallt heppnast með afbrigðum
vel, dró að sér marga snjalla skák-
mennogað auki þá sem á uppleið
voru af yngri kynslóðinni. Reyndar
er því svo fyrir komið í Bandaríkj-
unum að önnur en opin mót eru
teljandi á fingrum annarrar hand-
ar. Mótshöldurum finnst meiri
akkur í því að fá til keppni álitlegan
hóp skákmanna sem reiðir af hendi
þátttökugjald sem sumpart rennur
í verðlaun og sumpart til mótshald-
aranna sjálfra.
Á Norðurlöndunum og þá eink-
um í Noregi hafa verið haldin
fjölmörg opin mót s.s. í Gausdal í
Noregi en þar eru haldin 4-5 sterk
skákmót á ári hverju. í Hollandi
hefur IBM-mótið lagt upp laupana
en við tekið sterkt opið mót sem
haldið er í Amsterdam í júlí á ári
hverju. í Lugano í Sviss var haldið
geypilega sterkt opið mót fyrr í vet-
ur og í New York var haldið sterkt
mót um páskana með hærri verð-
launum en gengur og gerist þar í
borg.
Það er hald margra að opnu
mótin í Lugano, Amsterdam og
jafnvel í Reykjavík séu arftakar
Lone-Pine mótsins. í Lugano í
mars mættu til keppni 13 stórmeist-
arar, 34 alþjóðlegir meistarar og að
auki nokkrir skákmenn úr hópi
kvenna þ.ám. Pia Cramling hin
sænska sem vakið hefur mikla at-
hygli að undanförnu.
Tefldar voru 9 umferðir eftir
svissneska kerfinu og bar banda-
ríski stórmeistarinn Yasser Seiraw-
an sigur úr býtum. Hann hlaut IVi
vinning af 9 mögulegum og varð Vi
vinningi á undan næstu mönnum
þeim Farago frá Ungverjalandi,
Timman Hollandi, Nunn Englandi
og Gheorghiu Rúmeníu. Þessir
skipuðu 2.-5. sætið. Neðar á listan-
um komu menn eins og Hort,
Trepp, Federowicz, Hodgson,
Short, FraVico, Nikolic og Cvetko-
vic, allir með 6V2 vinning.
Seirawan sem sennilega er sterk-
asti skákmaður Bandaríkjanna í
dag þó ekki sé hann uppalinn þar í
landi frekar en svo margir þeirra
bestu, vann fjórar fyrstu skákir sín-
ar og undir lok mótsins tókst hon-
um að leggja að velli Spánverjann
Franco og síðar sinn hættulegasta
keppinaut, John Nunn frá Eng-
landi. Sú skák þótti ein athyglis-
verðasta skák mótsins og fylgir hér
á eftir. Skákin þótti einnig hafa
fræðilegt inntak þar sem eitt
vinsælasta afbrigði byrjunar fátæka
mannsins var þar til umræðu:
Hvítt: John Nunn (England)
Svart: Yasser Seirawan (Banda-
ríkin)
Caro - Kann
1. e4 c6
2. d4 d5
3. e5
3. .. Bf5
(Algengasti leikmátinn. En 3. -
Db6 kemur einnig sterklega til
greina sbr. skák Velimirovic og
Kasparovs á millisvæðamótinu í
Moskvu í fyrra.)
4. Rc3 e6 8- Be3 Db6
5. g4 Bg6 9- h5 Bh7
6. Rge2 c5 10- Dd2 Rc6
7. h4 h6 n- c4!
Helgi Ólafsson
skrifar um
(Skarplega teflt. Svartur lokar
drottningarvængnum um stundar-
sakir og býr sig jafnframt til
aðgerða á drottningarvæng).
12. f4 Da5
13. f5 b5
14. Rxd5!
(Það er eftirtektarvert áð jafnvel
þó svo þessi fórn hins sókndjarfa
Englendings standist ekki fullkom-
lega þá er þetta án efa besti leikur,
því að öðrum kosti fengi svartur að
byggja upp álitlega sóknarstöðu á
drottningarvæng.)
14. .. b4!
(Svartur kærir sig lítt um manninn
enda líst honum ekkert á stöðuna
sem kemur upp eftir 14. - Dxd2+
15. Bxd2 exd5 16. Rc3! og sterk
peðastaða hvíts samfara öruggum
tökum á miðborðinu gera meira én
að vega upp mannstapið. Leikur-
inn Seirawan er mun sterkari þar
sem jafnframt því að hvítur þarf að
huga að riddaranum á d5 verður
hann að líta á stöðu kóngsins á cl.)
15. Rc7+!
(Þrír stórskemmtilegir leikir í röð.
Nunn velur langbesta leikinn. Nú
verður Seirawan að höggva á hnút-
inn, ella fer illa t.d. 15. - Kd7 16.
d5! með myljandi sókn.)
15. .. Dxc7
16. Rf4 c3!
(Svartur notar tækifærið meðan
það gefst til að höggva skarð í varn-
arvegg hvíta kóngsins.)
17. Dg2 Rge7
18. Bc4 0-0-0
19. fxe6?!
(Þessi „sjálfsagði" leikur fékk
slæma dóma þeirra er skrifað hafa
um skákina. Betra er talið 19. d5 og
má það til sanns vegar færa ef svart-
ur leikur 19. - exd5, því staðan sem
kemur upp eftir 20. Rxd5 Rxd5 21.
Bxd5 Dxe5 22. Hhel! er hartnær
unnin á hvítt. Það stoðar svartan
lítt að leika 19. - Dxe5 vegna 20.
Hhel! með sterkri sókn hvíts.
Svartur leikur því 19. - Rxe5 20.
Ba6+ Kb821. d6 Dc6! og má allvel
við una þó staðan sé geysilega flók-
in og viðkvæm. Gallinn við texta-
leikinn er sá að hann opnar fyrir
biskup svarts á h7.)
19. .. Kb8
20. exf7 cxb2+
21. Kbl Ra5!
22. Bd3 Rc4
(Svartur er kominn með sóknar-
möguleika á drottningarvængn-
um.)
23. Bxc4 Dxc4
24. Hh2
(24. De2 var uppástunga Seirawan
eftir skákina. Eftir drottningar-
kaupin stendur svartur til muna
betur þar sem hann hefur náð að
„blokkera" frípeð hvíts.)
24. .. Rd5
25. Rxd5 Hxd5
26. e6 b3!
27. axb3 Da6
28. Bf4+ Kc8
29. Kxb2 Da3+
30. Kc3 Da5+
31. Kb2 Da3+
(Svartur var í tímahraki og hugðist
vinna tíma með því að endurtaka
leiki.)
32. Kc3 Bb4+
33.
8
7.
6
5
4
3
2
1
Kc4 Be7!
(Laglega leikið. Svartur hótar 34. -
Db4+ 35. Kxd5 Db5 mát. Hrókur-
inn á d5 er friðhelgur.)
34. Kc3 Da5+
35. Kb2 Ba3+
36. Kbl Dc3
37. Bcl Bxcl
(Annar möguleiki sem einnig leiðir
til vinnings er 37. - Dxb3+, en;
leiðin sem svartur velur er ein-
faldari.)
38. Kxcl Dal+
39. Kd2 Dxd4+
7 og hér gafst Nunn upp. Hrókur-
inn á dl fellur ofan á aðrar hörm-
ungar.
id þökkum
Islendingum
50 ára
traust og
ánœgjulegt
samstarf
Á Sjómannadáginn
Sendum öllum íslenskum
nnum árnaðaróskir
á hátíðisdegi þeirra.