Þjóðviljinn - 13.07.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Síða 5
Miðvikudagur 13. júlí 1983 ÞJÖÐVILjÍNN — SÍÐA 5 Þrátt fyrir möguleika á að orna sér við varðeldinn var ekki verra að sveipa um sig værðarvoð þegar líða tók á sumarnóttina. Tveir ungir Hríseyingar Svandís og Ástráður. Allaballar í Hrísey Veðurguðirnir voru ekki sparir á blíðviðrið þegar Al- þýðubandalagsfólk í Norðurlandskjördæmi eystra kom saman á sumarmóti í Hrísey um nýliðna helgi. Glamp- andi sól og hægviðri var allan tímann og varð það ekki síst til þess að gera ánægju mótsgesta mikla, en til viðbótar var að sjálfsögðu rífandi stemmning og gleði alla dagana. Fólk fór að tínast til eyjarinnar með Hríseyjarferjunni kl. 6 frá Árskógsströnd á föstudagskvöldið og dreif allaballa og aðra til eyjarinnar hvaðanæva að af Norðurlandi. Dagskráin á sumarmótinu var tiltölulega óbundin en meðal þess sem til gamans var gert var sigling kringum eyna á laugardag og þau Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og Kolbeinn Bjarna- son flautuleikari fluttu tónlistarleikverkið „Aðeins eitt skref“ á vöku í samkomuhúsinu um kvöldið. Þá var auðvitað kveiktur varðeldur og kyrjaður fjöldasöngur með mararorganundir- spili og etið af Hríseyjartilbúnum útigrillum. En við látum nokkrar myndir tala sínu máli frá þessari velheppnuðu úti- skemmtun, en þær tók fréttaritari Þjóðviljans í Hrísey, Guðjón Björnsson. í blíðskaparveðri á laugardeginum var siglt með mótsgesti í kringum Hríseyna. rSjÆ z ' j Fjölda manna dreif að til Hríseyjar á föstudagskvöldið og tóku talsvert á annað hundrað manns þátt í sumarmóti AB á Norðurlandi eystra. MI\MN«. MIM'iiMlK ÍM.F.N/k II \lf VII-MM SKÍI’ÚS SKÍDHIIJ \H l' VKSON Minninnarkorlin erutilsölu á cftiriöltium stöðum: Bókabúð Máls o/> menningar Skrifstofu Alþýdubantlalagsins Skrifstofu pjóðviljans Munið söfnunurútuk í Sigfústlrsjóð vegna flokksmiðslöðvar A Iþýðu bun dalagsins r*r txT-n* ^ . . . v , :bstíitU4.íjj. JMöQ£ FLUG - BÍLL ORLOFSHÚS í ýmsum löndum eins og hver vill Frjálst, ódýrt og þægilegt ferðalag eins og hver óskar eftir. Sumarbústaðir - Norður- löndum - Vestur-Evrópu - Bretlandseyjum. Afsláttarkort á járnbrautum - bílar á flugvöllum Verð ákjósanlegt. Sjáum um að skipuleggja og panta fyrir farþega. Fljúgum með Flugleiðum á næstu flughöfn. Allt öruggt og tryggt. FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoðarvogur 44 simi 91-86255 Hluti mótsgesta kominn á vettvang. Það er alveg æðislega gaman hérna i Hríseynni! Þvi máttu trúa!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.