Þjóðviljinn - 13.07.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. júlí 1983 Heigi Guðmundsson formaður samstarfsnefndarinnar um iðnþróun í Eyjafirði. Mynd: -áþj. „Almennur iðnaður er grundvöllur iðnþróunar Rætt við Helga Guðmundsson formann samstarfsnefndar um iðnþróun í Eyjafirði töluvert mikið af þeim verkefnum sem eru keypt að eða innflutt, ss. ýmsa hluti. í iðnaði sem er tengdur fiskiðnaðinum þá hafa menn verið að gera ýmsa áhugaverða hluti, td. í vélsmiðjunni Odda sem virkilega _ _ væri ástæða til þess að styðja við bakið á. 9 9 Það er líka ástæða til þess að benda á nauð- syn þess að skipasmíðaiðnaðurinn, fiskiðnaðurinn og plastiðnaðurinn taki höndum saman. Hér eru td. tvö fyritæki í plastiðnaði og það er vitað mál að þar er ýmislegt á ferðinni sem er áhugavert. Við leggjum beinlínis til að það verði komið á samvinnuverkefni þessara aðila bara til þess að ganga í það að kanna hvaða raun- verulegir möguleikar eru þarna fyrir hendi.“ Samstarfsnefnd um iönþróun á Eyjafjarðarsvæðinu skilaði nýlega af sér störfum en hún hefur haft það verkefni að kanna stöðu iðnaðar og hugsanlega möguleika á iönþróun á svæðinu fram að lokum þessa áratugs. í tilefni af því átti Þjóðviljinn viðtal við Helga Guðmundsson bæjarfulltrúa á Akureyri sem varformaður nefndarinnar, en auk hans sátu í nefndinni: Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri, Valdimar Bragason bæjarstjóri Dalvík, Bjarni E. Guðleifsson tilraunastjóri, Helgi Bergs bæjarstjóri, Sigurður Arnórsson aðst. framkvæmdastjóri, Sigurður Guðmundsson aðst. framkvæmdastjóri og Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands. Á lokastigi tók Jón Sigurðsson aðst. framkvæmdastjóri sæti Sigurðar Arnórssonar. - Ef við byrj um fyrst á aðdragandanum að þessari nefnd Helgi? „Aðdragandinn að nefndinni er í stuttu máli sá að umræður um atvinnumál og iðn- þróun hér á Eyjafjarðarsvæðinu hafa verið mjög miklar á undanförnum árurh og menn almennt haft áhyggjur útaf þessum málum og sýnst að þau stæðu ekki jafnvel og þau þyrftu að gera ef tryggja ætti örugga atvinnu hérí framtíðinni. Til að kannaþessi mál betur setti Hjörlefur Guttormsson fyrrv. iðnaðarráðherra þessa nefnd á lagg- irnar í febrúar 1982. Við gengum strax í það • erkefni að kanna stöðu iðnaðarins á svæð- niu og fengum til liðs við okkur fjöldann allan af einstaklingum og funduðum með nærri því öllum sveitastjórnum á svæðinu. Við höfum reynt að skapa okkur heildarsýn yfir iðnaðinn og niðurstöður okkar eru þær, að allar greinar iðnaðarins hér fyrir norðan standi nokkuð vel að vígi, aðrar en bygging- ariðnaðurinn." Prengingar - Hver er ástæðan fyrir þeim erfiðleik- um? „Skýringin er fyrst og fremst sú að það er byggt miklu minna af íbúðarhúsnæði heldur en verið hefur. Fyrir því eru tvær ástæður, annars vegar hinn erfiði Iánamarkaður og hins vegar það að mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði hér á undanförnum árum þannig að þörfin á nýju húsnæði er minni en oft áður. Td. gerum við ráð fyrir að byggja 110 - 120 nýjar íbúðir hér á Eyjafjarðar- svæðinu næstu 5 árin miðað við mannfjöld- aspá sem við höfum látið gera, meðan byggðar voru 250 íbúðir á árabilinu 1976- 80.“ - Hvaða úrlausnir bendið þið á fyrir byggingariðnaðinn? „Við viljum að það verði þegar í stað gripið til sérstakra aðgerða sem komi í veg fyrir frekari fækkun í greininni. Við teljum að það verði á þessu stigi ekki gert með öðrum ráðum en að flýta stórlega fyrir opin- berum framkvæmdum sem í sjónmáli eru, ss. skólabyggingum og öðrum þessháttar. í öðru Iagi leggjum við til að verði gert stór- átak í endurnýjum og viðhaldi eldri mann- virkja og einnig viljum við koma á sam- starfsverkefni fyrir litlu trjáiðnaðarfyrir- tækin hér á svæðinu sem tryggi þeim raun- verulega vaxtarmöguleika. Þegar hefur komið fram áhugi hjá nokkrum aðilum fyri slíku samstarfi en forsendan fyrir öllu þessu er náttúrulega sú, að ríkið og sveitarfélögin séu tilbúin til þess að veita fé til þessara framkvæmda og þarmeð bjarga byggingar- iðnaðinum út úr kröggunum." Annar iðnaður. - Hvaða tillögur eruð þið með í öðrum iðngreinum? „I fiskiðnaðinum er ekki gert ráð fyrir aflaaukningu enda engin skynsemisrök sem mæla með þvt. Athuganir okkar benda hins vegar til þess að ótrúlega margir vannýttir möguleikar séu til staðar þar. Ma. höfum við stuðst við grein eftir Jónas Bjarnason sem birtist í Tímariti Verkfræðingafélagsins og fjallar um betri nýtingu hráefna í sjávar- útvegi. Þar má nefna atriði eins og aukna fóðurframleiðslu úr fiskafurðum, fram- leiðslu blautfóðurs, betri nýtingu auka- afurða til manneldis, betri nýtingu hráefna fyrir hefðbundin matvæli, hækkun gæða- flokka o.s.frv. í iðnaðinum sem Sambandið er með eru sérstaklega freistandi möguleikar í skinna- iðnaði. Aðstæður virðast vera fyrir hendi til þess að fjórfalda skinnframleiðsluna og stórauka framleiðslu á fullunnum flíkum. I því sambandi er talað um 79 þúsund flíkur í stað 6-7 þúsund á ári eins og nú er.“ - Hversu margar nýjar stöður gefur svona aukning af sér? „Það er nú vafasamt að þessi aukning muni öll koma til hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Það er gerð krafa á Sambandið um að dreifa sfnum iðnaði. Hins vegar leiðir aukning af þessari stærð af sér 250 nýjar stöður sem kosta tiltölulega lítið. Ef við berum þetta td. saman við álver þá gefur það ekki mikið meira en 300 stöður og því er aukning af þessu tagi afskaplega freistandi í tilkostnaði séð.“ - Hvernig stendur málmiðnaðurinn? „{ málmiðnaðinum eru langsamlega^ mestu möguleikamir í sambandi við skipa- smíðarnar. Þar gerum við ráð fyrir því, og teljum alveg raunsæjan möguleika, að um- svif Slippstöðvarinnar verði aukin um svona 50%. Þá er hægt að hugsa sér að þar væru um 450 manns í vinnu.“ - Á hverju á sú stækkun að byggjast? „Hún byggist á athugun sem hefur verið gerð um ástand flotans. Aldurinn á flot- anum er orðinn ansi hár. Núna er meðalald- urinn á skuttogurnum um 9 ár en lífaldur þeirra er talinn vera um 16 ár. Það þýðir í reynd að töluverður hluti skipanna er þegar að komast á endurnýjunartímabilið. Sama er uppá teningnum í vertíðarbátaflotanum. Meginhluti flotans er um 18 ára en lífaldur fiskiskipa er talinn um 20 ár. Þetta þýðir í raun og veru það að ef við ætlum ekki að dragast verulega afturúr þá verðum við að smíða ný skip og jafnframt viðhalda eldri skipum. Þetta er mjög mikið vérkefni og afkastageta stöðvanna í landinu er langt undir því sem til þarf til að anna því verk- efni. Minnkun flotans er svo allt annað mál, það eru margir sem eru sammála um að það sé nauðsynlegt, en við megum ekki staðna í skipasmíðunum." - Hvað með annan málmiðnað? „í öðrum málmiðnaði væri hægt að vinna Orkufrekur iðnaður - Þið eruð með sérstakar ályktanir í sam- bandi við orkufrekan iðnað. Hverjar eru niðurstöður ykkar í því máli? „Við höfum reynt að gera okkur grein fyrir því hver yrðu áhrif þess að hér yrði komið fyrir all-stóru fyrirtæki í orkufrekum iðnaði og reynt að meta þau. Við notum álverksmiðju sem viðmiðun, í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið mjög á dag- skrá í þessum umræðum og í öðru lagi vegna þess að það eru fyrirliggjandi mjög haldgóðar upplýsingar frá Árdal og Sundal Verk sem vann mjög ýtarlega könnun um hagkvæmnina við íslenska áliðju fyrir iðnarráðuneytið. Við komumst að þeirri niðurstöðu að atvinnulífið og byggðin í heild sinni sé það öflug að fyrirtæki af stæðinni 300 - 500 manns muni ekki valda neinni teljandi röskun. Hins vegar höfum við ekki nein svör varðandi mengunarhætt- una og við því viljum við fá svör áður en farið er af stað út í einhverjar framkvæmd- ir. Þar fyrir utan er svo bullandi ágreiningur á svæðinu um pólitískar hliðar þessa máls.“ - Hvað er langt í það að niðurstöður um mengunarhættu liggi fyrir? „Það er lágmark eitt ár þar til legið geta fyrir einhverjar trúverðugar upplýsingar um þau mál. Þá er eftir að taka ákvörðun- ina um hvort eigi að hella sér út í fram- kvæmdir af þessu tagi. Og verði það sam- þykkt líða allavegana 3 - 5 ár áður en fram- kvæmdir gætu hafist við slíka verksmiðju og þá held ég pólitíska ágreiningnum alveg utanvið." - Er mikill ágreiningur í nefndinni um þetta mál? „Það er ágreiningur í nefndinni um eignarhlutföllin og það er rétt að það komi fram að hvorki ég, né Alþýðubandalags- menn á Eyjarfjarðarsvæðinu, munum nokkurn tímann fallast á það að hér rísi erlend stóriðja og munum við að sjálfsögðu snúast að alefli gegn því eins og flokkurinn í stefnuskrá sinni. I annan stað munum við hvetja til fyllstu varúðar hvað varðar meng- unarmál ef af verksmiðju verður, þvi hér eru slík náttúruauðævi að ekki má leggja út í neina áhættu sem gæti grandað þeim. Og ég vil undirstrika það að það er al- menni iðnaðurinn sem er grundvallaratriði

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.