Þjóðviljinn - 14.07.1983, Qupperneq 1
DJÚÐVSLHNM
Herinn og
Alusuisse -þaðer
atvinnustefna
ríkisstjórnarinnar í
tveimur orðum,
segir Ólafur
Ragnar.
Sjá 5
8 tonnum af rækju landað á Kópaskeri
Rækjuveiðarnar eru án efa
vaxtarbroddur útgerðarinnar
segir Sólmundur Einarsson, fiskifræðingur
„Það er enginn vafi á því að
rækja er vaxtabroddurinn í okkar
útvegi. Hins vegar þarf að standa
betur að veiðunum og þá fyrst og
fremst með því að vinna hana að
verulegu leyti um borð, sjóða og
selja síðan út í skelinni. Þannig vili
neytandinn fá þessa vöru og hún er
geysilega eftirsótt. Rækjumiðin
fyrir austan land gefa mjög góðar
vonir, enda kom Votabergið með 8
tonn af rækju af þessum slóðum nú
um helgina, sem öll fer í vinnslu á
Kópaskeri“ sagði Sólmundur Ein-
arsson, fískifræðingur hjá Rann-
sóknastofnun fískiðnaðarins, þeg-
ar við spjölluðum við hann um
rækjuveiðar í gær, en Sólmundur
fór með Bjarna Sæmundssyni til
rannsókna á rækjumiðum við
Þórsbanka um síðustu mán-
aðamót.
Sólmundur sagði að miðin væru
suður af Reyðarfjarðardjúpi og á
Héraðsflóadjúpi, og einnig hefði
verið leitað á miðlínunni milli Fær-
eyja og fslands. Bestu miðin virð-
ast vera djúpmiðin fyrir austan og
lítil hætta á ofveiði, þar sem djúp-
miðin vernda rækjustofninn betur
en grunnmiðin, m.a. með ís.
Rækja þarna fyrir austan er
mjög stór, eða um 100-180 stykki í
kílói, sem er mjög gott. Aðalatrið-
ið er sem sagt að vinna rækjuna um
borð eins og gert er á Bjarna Ólafs-
syni frá Akranesi. En allt of fá skip
hafa þann möguleika. En hvernig
skyldi standa á þessari aukningu á
rækjunni?
„Það er erfitt að segja. Nærtæk-
ast er að iíta til sjávarhitans, en
rækjan kann best við sig í köldum
sjó, hest við 0 gráður. Minnkandi
fiskgengd hefur líka áhrif, því rækj-
an er fæða margra fisktegunda,"
sagði Sólmundur.
I gær átti rannsóknarskipið
Dröfn að halda á rækjumiðin fyrir
austan til að rannsaka grunn-
svæðin.
júli 1983
fimmtudagur
155. tölublað
48. árgangur
9
„Þarna kraup
sjálfstæðisvitundin
á bæði hné“, sagði
Andrés
Kristjánsson í
spjalli um daginn og
veginn,sem blaðið
birtir kafla úr í dag.
Hjörleifur Sveinbjörnsson og Úlfar Þormóðsson (nú titlaður ábyrgðarmaður með stórum stöfum) með
plakatið af Albert Guðmundssyni sem jafnframt er forsíða blaðsins. Ljósm.: eik
Spegíllimi er
konmrn út á ný
Þriðja tölublað Spegilsins kom út
í gær en annað tölublað var gert
upptækt eins og alkunna er. Starfs-
menn blaðsins, þeir Úlfar Þorm-
óðsson (nú titlaður ábyrgðarm-
aður með stórum stöfum) og Hjör-
leifur Sveinbjörnsson, voru spurðir
að því á blaðamannafundi í gær
hvort ekki mætti ætla að réttvísin
vildi hafa afskipti af þessu blaði
líka. Töldu þeir það líklegt þó að
ekki vissu þeir út af hverju helst -
fremur en síðast.
Þeir félagar töldu þó líklegt að
teikningar eftir Rembrandt, Pic-
asso o.fl. ásamt textum úr Bíb-
líunni, Felsenborgarsögum, Lax-
ness og Guðbergi gætu talist vafa-
samar í augum saksóknara en þetta
væri allt í þriðja tölublaðinu. Alt-
ént væri vissara fyrir fólk að tryggja
sér eintak áður en lögreglan gripi
til aðgerða en þeir sögðust hafa
frétt að síðasta blað gengi nú
kaupum og sölum á svörtum mark-
aði fyrir 1500 krónur eintakið.
Um málaferlin sögðu þeir að bú-
ast mætti við að sakadómarinn í
Reykjavík skilaði greinargerðum
það í dag - vegna kröfu frá lög-
fræðingi Spegilsins- hvort lögregl-
uaðgerðirnar væru lögmætar eða
ekki. Þegar hún væri komin mættti
vænta tíðinda.
Margvíslegt efni er í blaðinu og
margar myndir. Á forsíðu er mynd
af Albert Guðmyndssyni fjármál-
aráðherra og verður hún jafnframt
seld sem plakat í bókabúðum Sig-
fúsar Eymundssonar og Máls og
menningar.
- GFr
Lækkun afurðalána Seðlabankans
Rýrir veltufé fisk-
vinnslufyrirtækjanna
Hvers vegna eru
ísraelar hræddari
við Arafat en
uppreisnarmenn
innan PLO?
/
segir Sigurður Markússon hjá SIS
,Jú, það er alveg rétt að af-
furðalán hafa lækkað talsvert að
undanförnu og okkur hefur borist
til eyrna mikil óánægja einstakra
fyrirtækja í frystingunni vegna
þess“, sagði Sigfirður Markússon
framkvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga í gær.
Afurðalán og föst lán viðskipta-
bankanna hafa yfirleitt verið um
75% af sk. viðmiðunarverðum en
nú er sú prósenta fallin niður í 64-
65%. Sem dæmi má nefna frystihús
sem fær af þessum sökum um 4-4.5
miljón króna lægri lán frá þessum
bankastofnunum. „Það gefur
auðvitað auga leið að þetta fyrir-
tæki svo og tugir annarra verða um
leið verr í stakk búin að standa við
skuldbindingar sínar innanlands,“
sagði Sigurður ennfremur.
Hvaða afleiðingar telur þú að
þessi rýrnun afurðalána geti að
öðru leyti haft á útflutingsfyr-
tækin?
„Þetta rýrir auðvitað veltufé
fyrirtækjanna og getur haft mar-
gvíslegar afleiðingar aðrar. Það
gæti orðið til samdráttar í útflutn-1
ingi og eins hins að fyrirtækin
veigruðu sér við að framleiða í dýr-
ar pakkningar".
Hafa þessi mál verið rædd við
stjórn Seðlabanka og ráðuneyti?
„Ég veit ekki til þess að form-
legar viðræður eigi sér stað af hálfu
framleiðslufyrirtækjanna, en mér
er sagt að í sjávarúrtvegsráðun-
eytinu séu þessi mál til skoðunar."
Ekki náðist í sjávarútvegsráð-
herra í gær, en aðrir ráðuneytis-
menn vildu ekkert um málið segja.
-v
í gær var byrjað að grafa fyrir nýrri Morgunblaðshöll á svæðinu þar sem
bandaríska sendiráðinu hefur verið úthlutað lóð. Ljósm. eik.
Bandaríska sendiráðið byggir
Fær 12 þúsund
fermetra lóð
Bandaríska sendiráðið hefur
fengið lóð við hliðina á stórhýsi
Verslunarráðs íslands og lóð nýrr-
ar Morgunblaðshallar í nýja mið-
bænum í Kringlumýri í Reykjavík.
Friðrik Brekkan blaðafulltrúi
Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna sagði í viðtali við blaðið í gær
að teikningar lægju ekki fyrir af
þessu nýja sendiráði, en starfsemin
væri nú rekin á tveimur stöðum í
bænum, þ.e. sendiráðið á Laufás-
vegi og Menningarstofnuninn á
Neshaga. Reiknað væri með að
starfsemin yrði sameinuð í þessu
nýja húsi.
Lóðin sem hér um ræðir er tæp-
lega 12 þúsund fermetrar að stærð
og eru gatnagerðargjöld talin nema
4.7 miljónum króna. - óg