Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júlí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra A6 þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins a Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins: gljúfrin í þjóðgarðinum við Jökulsá á Fjöllum: Hljóðakletta, Hólmatungur og Ásbyrgi. Feröin hefst fyrir hádegi laugardaginn 20. júlí og er miöað við sameiginlega brottför frá Varmahlíð kl. 10. Hópferðir verða frá öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingar á hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatn og Grimsstaði, Asbyrgi og þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvær nætur í tjöldum við Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og fjöldasöng. Nægur tími ætti að gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heim á leið. Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað. Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri. Umboðsmenn ferðarinnareru: Sigluf jörður: Svava Baldvinsdóttir s. 71429, Sigurlína Þorsteinsd. s. 71406. Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245, Rúnar Backmann, s. 5684 og 5519. Hofsós: Gísli Kristjánsson s. 6341. Varmahlíð: RagnarArnaldss. 6128. Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357, Vignir Einarsson s. 4310. Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790. Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson s. 1348, ElísabetBjarnadóttirs. 1435. Þátttaka er öllum heimil Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi 23. júlí Eins dags gönguferð frá Oddsdal í Norðfirði um Grákoll til Viðfjarðar (15-20 km). Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Nauðsynlegur útbúnaður: Góðir gönguskór, hlífðarföt og nesti fyrir daginn. Glsting: Aðkomufólk sem óskar eftir gistingu þarf að panta hana með fyrirvara í Hótel Egilsbúð, Neskaupstað, sími 7321. Ef óskað er eftir svefnpokaplássi þá tilkynnið það við skráningu. Tjald- stæði er yst í Neskaupstað. Þátttaka tilkynnist (m.a. vegna bátsferðar) til einhvers eftirtalinna eigi síðar en 18. júií: Einar Þórarinsson í síma 7606 eða Valur Þórarinsson í síma 7690 Nes- kaupstað. Margrét Oskarsdóttir í síma 6299 Eskifirði. Jóhanna Þóroddsdóttir í síma 4134 Reyðarfirði. Anna Þóra Pétursdóttir í síma 5283 Fáskrúðsfirði. Jóhanna lllugadóttir í síma 1622 Egilsstöðum. Ferðaáætlun: Þátttakendur koma I bílum (einkabílum eða rútum, ef á þarf að halda) að brúnni á þjóðvegi innarlega á Oddsdal. Frá Neskaupstað verður lagt af stað frá Egilsbúð kl. 8:30. Lagt af stað í göngu frá þjóðvegi kl. 9 stundvíslega. Áð á völdum stöðum á leiðinni til Viðfjarðar og eftir dvöl þar siglt með bátum til Neskaupstaðar um kvöldið, þaðan sem menn fá ferð til að nálgast einkabíla sína á Oddsdal, Ábending um landabréf: Uppdráttur jslands, blað 114 „Gerpir". Öllum heimil þátttaka - Alþýðubandalagið. Sumarferðalag Alþýðubandalagsins á Vesturlandi Farið verður um Verslunarmannahelgina. Lagt af stað frá Borgarnesi kl. 9.30 laugardaginn 30. júlí og komið heim að kvöldi mánudagsins 1. ágúst. Farið verður um Húnavatnssýslur, um Skagafjörð og til Siglufjarðar. Gist báðar nætur að Húnavöllum. Svefnpokapláss og hótelherbergi eftir vali. Leiðsög- umaður verður Magnús H. Gíslason, Frostastöðum. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til undirritaðra: Akranes: Guðbjörg Róberts- dóttir, sími 2251, Ingunn Jónasdóttir, sími 2698. Borgarnes og nærsveitir: Ríkard Brynjólfsson, sími 7270, Halldór Brynjúlfsson sími 7355. Snæfellsnes sunnan heiða: Jóhanna Leópoldsdóttir 7691. Hellissandur: Sigríður Þórar- insdóttir, sími 6616. Ólafsvík: Anna Valversdóttir, sími 6438. Grundarf jörður: Ingi Hans Jónsson, sími 8811. Stykkishólmur: Guðrún Ársælsdóttir, sími 8234. Búðardalur: Krisfjón Sigurðsson, sími 4175. Reykjavík: Magnús H. Gíslason, sími 81333. Tilkynnið ykkur sem fyrst. Kjördæmisráð. Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Rangárþingi verður haldinn fimmtudaginn 21. júlí kl. 21.00 að Geitasandi 3 Hellu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Lífeyrissjóður SÍS: Eignir jukust um 80,3% Eignir Lífeyrissjóðs SÍS jukust um 80,3% á sl. ári, voru í árslok 364,4 milj. kr. Iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga námu 44,5 milj. kr. en lífeyrisgreiðslur 11,3 milj. Lífeyris hjá sjónum nutu 398 einstaklingar á síðasta ári en virkir sjóðfélagar voru í árslok 3.746. Eignir Lífeyrissjóðs SÍS- verksmiðjanna á Akureyri jukust um 77,9% á síðasta ári, voru í árs- lok 36,6 milj. kr. Iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga voru 5,9 milj. og líf- eyrisgreiðslur 3,6 milj. Virkir sjóðfélagar voru um áramót 740 en 178 einstaklingar nutu lífeyris á árinu. fbúðalán Lífeyrissjóðs SÍS til sjóðfélaga hækkuðu hinn 1. maí sl. og eru nú 200 þús. kr. Rétt til þess- ara lána hafa sjóðfélagar, sem greitt hafa 4% iðgjöld í 5 ár eða lengur, miðað við fullan vinnudag. Sjóðfélagar, sem greitt hafa tilsvar- andi iðgjöld f 3 ár, eiga rétt á hálfu íbúðaláni. Viðaukalán sjóðsins voru hækkuð frá sama tíma í 140 þús. kr., að frádregnum áðurfeng- num lánum. Þessi lán eru veitt 5 árum eftir töku hámarksláns. Lánskjörin eru2% vextir á ári, vísi- tala byggingakostnaðar og há- marks lánstími 25 ár. Hjá Lífeyris- sjóði verksmiðjanna giida nánast sömu reglur um lán og lánakjör. Að sögn Hermanns Þorsteins- sonar, framkvstj. Lífeyrsissjóðs SÍS er líklegt að í reikningum sjóðsins fyrir yfirstandandi ár verði áunnin réttindi sjóðfélaga færð upp sem skuldaliður í efnahags- reikningi. Kemur þá fram hver raunveruleg geta lífeyrissjóðanna er til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfélögum, en ýmsir hafa talið að á undanförnum árum hafi gætt nokkurrar tilhneig- ingar til þess að ofmeta stöðu og afkomu lífeyrissjóðanna í landinu almennt. -mhg Nýjungar e / n •••e fra Sjofn Fram eru komnar ýmsar nýjung- ar varðandi hreinlætisvörur sem Efnagerðin Sjöfn á Akureyri fram- leiðir, að sögn Aðalsteins Jóns- sonar, verksmiðjustjóra. Vex-þvottalögurinn og Þrif- hreingerningarlögurinn eru nú í nýjum og hentugum umbúðum. Komin er og á markað ný gerð af Vex-þvottalegi, græn að lit í græn- um flöskum, ný samsetning. Einn- ig fljótandi handsápa í dælubrús- um. Innan skamms eru væntanlegir á markaðinn freyði- og steypibaðs- legir, báðir með Kopral vöru- merkinu. Þa hefur Sjöfn gefið út nýjan bækling, sem sýnir með myndum hvað hægt er að gera innanhúss með grófri sandmálningu frá verk- smiðjunni. Eru þar sýnd margs- konarmálningamynstur. Málningu þessa má einnig nota utanhúss. -mhg Norræna húsið í kvöld Erindi um bjargfugla í kvöld, fimmtudaginn 14. júlí, kl. 20:30 er „Opið hús“ í Norræna húsinu. Þá talar Þorsteinn Einars- son, fyrrv. íþróttafulltrúi, um ís- lenska bjargfugla og segir frá hátt- um þeirra, sýnir veiðarfæri, sem notuð hafa verið við veiðar í fugla- björgum, og sýnir glærur og lit- skyggnur máli sínu til skýringar. BARNFOSTRA Okkur vantar konu til aö gæta 1 árs gamallar dóttur okkar fyrri part dagsins frá 1. septemb- er. Búum í Austurbænum. Upplýsingar gefur Hrafnhildur Guðmunds- dóttir í síma 20794. Lokað í dag vegna jarðarfarar Sigurðar Guðgeirs- sonar. Lífeyrissjóður Landssambands vörubifreiðastjóra Landsamband vörubifreiðastjóra Umboðsmann vantar strax á Hellu DJOÐVHHNN Kennarar athugið Kennara vantar að Þelamerkurskóla í Hörg- árdal næsta vetur. Meðal kennslugreina al- menn kennsla og handmennt. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í síma 96-21923 og skólastjóri í síma 96- 21772. Skólastjóri Kennarar Einn kennara vantar að Grunnskóla Eski- fjarðar. Aðalkennslugrein enska eða danska auk al- mennrar kennslu. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 97- 6182 eða formanni skólanefndar í síma 97- 6299. Skólanefndin tækniskóli íslands Byggingadeild óskar eftir að ráða aðstoðar- menn við vettvangskennslu í landmælingum í ágústmánuði n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Guðbrandur Steinþórsson deildarstjóri, byggingadeild í dag og næstu daga kl. 10 - 12 í síma 84933. Kennarastaða Laus er til umsóknar kennarastaða við gagn- fræðaskólann á Sauðárkróki. Aðalkennslugreinar, stærðfræði og eðlis- fræði. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í síma 95-5219 og formaður skólanefndar í síma 95-5255. Skólanefnd Sauðárkróks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.