Þjóðviljinn - 15.07.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1983 BLAÐAUKI Eitt lítið hylki af GERICOMPLEX inniheldur: -GINSENG G115 Staðlað þykkni úr Ginseng rótinni, eykur líkamlegt og andlegt starfsþrek. DIKALCIUM ------FOSFAT Mikilvægt byggingarefni fyrir tennur og bein, einnig mikilvægt fyrir vöðva, taugar og æðakerfi. -----LECITHIN Nauðsynlegt fyrir taugavefina og minnkar líkur á æðakölkun með því að halda blóðfitu uppleystri. -------JÁRN Nauðsynlegt til blóðmyndunar, vöm gegn streitu og sjúkdómum. —MAGNESIUM Mikilvægt byggingarefni fyrir bein, æðar, taugar og tennur. ------KALIUM Kemur í veg fyrir að of mikill vökvi bindist í líkamanum (bjúgur). ------KOPAR Nauðsynlegt til myndunar RNA-kjamsýra, hjálpar til við myndun hemoglobins og rauðra blóðkoma. -----MANGAN Nauðsynlegt við myndun kynhormóna, mikilvægur hluti ýmissa efnahvata. --------ZINK Mikilvægt við frumumyndun og efnaskipti. Mjög nauðsynlegt til þess að blöðmhálskyrtillinn starfi eðlilega. A-VITAMIN Blóðaukandi, styrkir beinin og tennumar. Hefur góð áhrif á nýru og lungu. —B-1 VÍTAMÍN Styður orkugjafa líkamans. Viðheldur tauga- og jafnvægiskerfinu. Vinnur gegn streytu. —B-2 VÍTAMÍN Nauðsynlegt fyrir húðina, neglur og hár. -B-3 VÍTAMÍN Auðveldar starf taugakerfisins. Hjálpar til við meltinguna og hressir upp á húðina. -----B-5 VÍTAMÍN Aðstoðar við hormónamyndun og myndar mótefni. Tekur þátt í orkumyndun líkamans. Vinnur gegn streytu. -----B-6 VÍTAMÍN Nauðsynlegt fyrir nýtingu líkamans á fítuefnum. Hjálpar til við myndun rauðra blóðkoma. —B-12 VÍTAMÍN Mjög blóðaukandi. Nauðsynlegt fyrir taugakerfið og heilasellumar. ------C-VÍTAMÍN Vinnur gegn kvefi og kvillum. Hefur stjóm á blóðfitumagninu. —D-VÍTAMÍN Nauðsynlegt í nýtingu kalks og fosfoms. Talið hindra vöðvarýmun. —E-VÍTAMÍN Mótefni sem hindrar óæskilega virkni súrefnis í líkamanum. Lengir líf rauðu blóðkomanna, eykur þrekið. ----P-VÍTAMÍN Eykur áhrif C-vítamíns og vinnur með því. Gericomplex fæst í Heilsuhúsinu, Skólavörðustíg lá og Seljabraut 54 (Kjöti og Fisk), í Heilsuhorninu á Akureyri og einnig í apotekum. ÉK eilsuhúsiö Vítamín og steinefni nauðsynleg Framhald af bls. 9. vasa-fyrirtæki. Ég er alveg hættur að vinna við það, það er annar tek- inn við. Við leituðum úrvals frá upphafi og svo er enn og verður vonandi allar götur áfram.“ Mar - teinn vill lítið ræða um sjálfan sig, leggur meiri áherslu á málefnið sem honum finnst svo mikilvægt. Stríð við yfirvöld „Apótekarar töldu sig hafa einkarétt á sölu vítamína. Það urðu átök, þeim í óhag. Vilmundur Jónsson, landlæknir hafði fullan skilning á gildi og þörf þessara efna en embættismenn koma og fara. 1967 var gefin út reglugerð sem bannaði öll vítamín utan apóteka. Henni mótmælti ég sem broti á lögum, ella væri áreiðanlega enn í dag engin vítamín seld utan apó- teka og engin náttúruleg vítamín til á markaðnum. Slíkt kapp var lagt á að brjóta niður frjálsan innflutning að sala vítamína og náttúrulegra lyfja var kærð til sakamála. Þær kærur runnu út í sandinn því það voru til rök gegn þeim. Núverandi handhafar þessara mála hafa gert margar og róttækar banntilraunir og gera enn. Þær eru alvarlegt brot á 69. grein stjórnarskárinnar þar sem segir að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna nema almenningsheill krefji. Þær brjóta einnig í bága við lyfjahugtak lag- anna. Þetta er skýlaust brot á rétti þínum og mínum til að velja okkur hollefni engu síður en heilsu- skaðleg efni. Þetta sama vald gerir hins vegar engar tilraunir til að banna innflutning þeirra. Þetta eru nauðsynleg næringar- efni en ekki lyf. Þú átt aldrei að sætta þig við að vera slöpp“, segir Marteinn og brosir. Augun eru hvik og lifandi og hann heldur áfram: „í blóði hvers manns eru 75 tegundir af steinefnum. Við getum ekki fengið öll þessi efni úr fæðunni, í staðinn fáum við þau úr náttúrulegum efnum. Mér finnst grátlegt þegar ungt fólk er komið inn í vítahring lyfja og kvilla og orsökin er oft skortur á nauðsyn- legum næringarefnum." Er hættulegt að borða of mikið af vítamínum? „Gjörðu svo vel, fáðu þér sól- blómafræ", segir Marteinn og opn- ar krukku sem stendur á sófa- borðinu. „f þessum er mikil nær- ing“. Ég er hikandi í fyrstu, er ekki vön að borða fræ en finnst þetta ljómandi gott og ekki sakar að vita um hollustugildið. „Ég ætti að bjóða þér eitthvað að drekka", heldur hann áfram og kemur að vörmu spori aftur með tvær flösk- ur, aðra með gulrótarsafa og hina með rauðbeðusafa. „Ég er vanur að blanda þessu saman“, segir hann. „Þetta er hreinn heilsu- drykkur“. Það eru orð að sönnu, allavega fannst blaðamanni Þjóð- viljans hún finna hollustuna streyma um æðarnar. En snúum okkur að ágreiningi Marteins við lyfjavaldið. „1977 var gefin út ný reglugerð þar sem m.a. er talað um að vítam- ín skuli teljast lyf ef þau innihalda 50 hundraðshluta umfram venju- legan dagskammt. Aftan við reglu- gerðina er birt tafla yfir venjulegan dagskammt hinna ýmsu vítamína. Þarna er ég á algjörlega önd- verðum meiði \ ið heilbrigðisyfir - völd. Eg hef í áratugi tekið margfalt meira af vítamínum en þeir telja hættulegt magn og er ekki dauður enn. Kenning þeirra finnst mörg- um hættulega fjarri staðreyndum.“ Kvöldvorrósarolían Því miður gefst ekki tækifæri í þessu stutta spjalli að fjalla ná- kvæmlega um hin ýmsu efni sem Elmaro hefur flutt inn gegnum ár- in. En hvað um kvöldvorrósar- olíuna, margfrægu? „Kvöldvorrósarolían hefur hjálpað fjölda fólks", segir Mart- einn, „og það hefur sannast hér eins og erlendis að um mikilvægan heilsuverndandi þátt er að ræða. En það þarf að taka inn fleiri vít- amín með henni, t.d. er C-vítamín nauðsynlegt öllum til að styrkja æðaveggi. E-vítamín er mikilvæg líftrygging gegn blóðtappa, það víkkar háræðarnar t.d. í fótum og er því gott við ýmsum fótakvillum hjá eldra fólki.“ Skop og heilbrigði Marteinn ber aldurinn vel eins og áður sagði og ég spyr hvort ekki l'/2 holli sojakjötsbitar, snöggsoðið 1 laukur, saxaður 2 bollar soðin hrísgrjón 1 bolli sveppir 1 bolli sveppasúpa Vz bolli mjólk cða rjómabland Vi bolli majones salt eftir smekk Laukurinn soðinn í olíu, sojakjöts- komi fleira inn í það en vítamín. „Jú, vissulega," segir hann, „rétt næring yfirleitt, hreyfing, hæfileg áreynsla og þjálfun líkamlegra og andlegra vöðva. Það er hættulegur ávani að gera fíl úr hverri flugu og sjá fjandann í hverjum and- stæðingi, þótt átök harðni. Ég held að það sé heilsusamlegt að skyggn- ast eftir skoplegu hliðunum á alvör - unni. Baráttan gegn vítamínum og hliðstæðum efnum er svo mótsagn- akennd og skoplegu hliðarnar svo skarpar og skýrar að það er hreint revíuefni. Það er líka syndlaust að skopast lítið eitt að sjálfum sér. Heilsuhríngurínn Ég vil taka það fram að þessi mál hafa breyst mjög síðustu ár. Fyrstu fimmtán árin sem ég stóð í þessu, voru erfið. Annars vegar fjand- skapur, hins vegar eðlileg van- þekking. En á síðustu tíu til fimm- tán árum hefur orðið gjörbreyting á afstöðu almennings og hraðvax- andi með aukinni reynslu af neyslu þessara hollefna. Heilsuhringurinn er félag sem var stofnað 1977 og blað hans, Hollefni og heilsurækt, kom fyrst út 1978. Þar höfum við á annað þúsund áhugafólk og stöðugt stækkandi hóp. Það félag og blað hefur stóru hlutverki að gegna. Heimilisfang blaðsins er Hverfis- gata 35, Hafnarfirði, sími 51775. Heilbrigðismál snerta hvert einasta mannsbarn og eru sem betur fer ekki komin í hina heimskulegu flokkapólitík." Þessi látum við vera lokaorð Marteins Skaftfells og vonum að barátta hans fyrir heilbrigði al- mennings vari lengi enn og nái til sem flestra. EÞ. bitunum bætt út í og brúnað létt, sveppirnir settir út í og látið malla smástund. Síðan er öllu öðru blandað saman við. Sett í eldfast mót, bakað í 45 mín. við 200°C. Borið fram með soðnum eða bökuðum kartöflum og hrásalati. Ætti að duga fyrir 6-8 manns. (Úr Hollt og Gott) Sojakjötsbitar og hrísgrjón Sendist í póstkröfu, Verð kr. 100 + postkröfugjald. Matreiðslubókin Jurtafæði Bók ætluö þeim er vilja reyna fyrir sér í matreiðslu jurtafæöis. Greint er frá meðhöndlun, suðutíma og öðru því sem nauðsynlegt er að vita til að matreiða á einfaldan hátt Ijúffenga rétti úr hráefnum úr jurtaríkinu. Fjöldi uppskrifta er í bókinni. Aðalréttir úr baunum, grjónum og grænmeti. Brauðgerð, kökuuppskriftir, salöt, eftirréttir, súpur, sósur, drykkir o.fl. Öll mat- reiðslan miðuð við að fæðan haldi næringarefnum og hollustu sinni sem best. Nafn.... Heimili Utanáskrift: Kornmarkaðurinn Skóiavörðustíg 21 A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.