Þjóðviljinn - 15.07.1983, Side 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
BLAÐAUKI
Mikið
breyst
á 20
árum
segir
Gisella á
Hríshóli
Er sami matur etinn í sveitum
og bæjum nútildags? Komi
maöurgesturásveitabæ, er
nær undantekningarlaust
boöiö upp á kökur með kaffinu,
oftast heimabakaðar og allt
viröist einhvern veginn svo
matarlegt. Er þá sveitafólkiö
síetandi? Ég sló á þráöinn til
Gisellu Halldórsdótturá
Hríshóli í Reykhólahreppi,
Austur-Barðarstrandarsýslu og
baö hana segja mérfrá
matarvenjum þar í sveit.
Mikið breyst
á 20 árum
Gisella er þýsk en fluttist hingað
til lands 1959. Aðspurð um hvað
henni hefði komið mest á óvart í
neysluvenjum íslendinga, nefndi
hún sykurátið. - Sykur var mikið
notaður í matargerð og jafnvel út á
egg, sagði Gisella. - Mér fannst ég
væri alltaf að koma daginn eftir
brúðkaupsveislur þegar ég kom á
bæina fyrst, því alls staðar voru til
kökur. Annars hefur mataræði til
sveita breyst mjög þessi ár sem ég
hef búið hér, það er að verða svip-
að og var í Þýskalandi fyrir rúmum
tuttugu árum. Breytingin felst að-
allega í fjölbreyttara úrvali í
kaupfélaginu og svo hefur tilkoma
rafmagnsins breytt miklu.
Nú á fólk eigin frystikistur en
áður var kjötið geymt í súr. Á
haustin var unninn matur til eins
árs sláturo.fl. ogmjólkin var unnin
heima. Brauð voru líka heimabök-
uð. Það eru uþb. 10 ár síðan við
fórum að fá bakarísbrauð. Unnar
kjötvörur sáust varla, ekki heldur
grænmeti. Nú er þetta til allt árið,
eins og í kaupstöðum en það sem
okkur vantar er fiskur. Við fáum
bara fryst flök í kaupfélaginu.
Aðeins einstaka sinnum selja
menn úr Flatey okkur lúðu eða
annan fisk.
Við borðum því mest kindakjöt,
soðið eða hakkað virka daga og
steikt um helgar. Á sunnudögum
borðum við líka svið eða hangikjöt
og nú eru farnir að fást kjúklingar
sem líka er sunnudagsmatur.
Aðrar tegundir af kjöti eru sjald-
gæfar, t.d. er nautakjöt aðeins selt
úr sláturhúsinu þegar nautaslátrun
fer fram og hrossakjöt borða bara
þeir sem slátra sjálfir.
Gisellu fannst mjög áberandi
Oft er þröng á þingi við matborð-
ið á sveitaheimilum. Þessi mynd
er tekin á Miklagarði í Saurbæ
og sýnir ósköp venjulegt morg-
unverðarborð en matur er mikil-
vægur í sveitum eins og annars
staðar þar sem útivinna er
stunduð. - Ljósm. EÞ.
munur á innkaupum yngri og eldri
kvenna og sagðist vera í góðri
aðstöðu að meta það því hún vinn-
ur í kaupfélaginu í Króksfjarðar-
nesi. - Yngri konur kaupa helmingi
meira af mat en þær eldri sem enn
halda sig við gömlu matarvenjurn-
ar. Mér finnst ótrúlega mikið fara í
matarkaup hjá yngra fólki og hef
grun um að það sem áður var há-
tíðamatur sé orðinn hversdagsmat-
ur. Ég er viss um að hér fer mun
meira í mat hjá venjulegu fólki en
t.d. í Þýskalandi. Hins vegar held
ég að minni munur sé á matarvenj-
um eftir stéttum á fslandi en annars
staðar, sagði Gisella.
Gamli siðurinn að borða morg-
unmat, 10-kafTi, hádegismat, 3-
kaffi, kvöldmat og kvöldkaffi er
víða aflagður þar sem húsmæður
vinna úti. Tíðkast þetta enn í
sveitinni?
- Þar sem húsmæður eru heima
og menn í útivinnu er oftast heitur
matur tvisvar á dag og kökur og
brauð með kaffinu, sagði Gisella.
Menn sem eru við útiverk þurfa á
allri þessari næringu að halda. Hins
vegar er það æ algengara í sveitum
að konur sem eiga stálpuð börn
vinni af bæ, og þá er bara eldað á
kvöldin. Ég elda til dæmis svo ríf-
lega að það dugar í hádeginu dag-
inn eftir fyrir þá sem eru heima. Ég
er alveg hætt að elda hafragraut á
morgnana en ég held að sveitakon-
ur sem eru heimavið eldi ennþá
grauta og búi t.d. til kæfu og rúllu-
pylsu. Á ég þá eins við þær yngri,
alla vega þær sem alist hafa upp í
sveit. EÞ
heilsu-,
, ..verndar
honnun
Aöeins þaö allra besta er nógu gott lyrir
skrilstoiulólk þegar stólar eru annars
vegar. Réttur stóll á réttum stað
eykur ekki aðeins þægindi
og velliðan, heldur
getur hann einnig
verið mikilvægur
hlekkur í verndun
heilsu og
startsorku.
FACIT COMBI vélritunarstóll
Vélritunarstóll. Meö og án arma, hjóla og gaslyftu. Stillanlegt
bak og setuhæö.
GÍSLI J. JOHNSEN rTpjxn
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF L, 1,,
Smidjuvegi 8 - Simi 7^111