Þjóðviljinn - 15.07.1983, Qupperneq 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1983
BLAÐAUKI
„T alaðu við Aðventistana,"
sagði vinur minn við mig, „þeir
hafa gefið út alveg frábæra
matreiðslubók með alls kyns
ódýrum og hollum jurtaréttum.
Ég hef smakkað nokkra og þeir
eru æðislega góðir". Svo ég
hafði samband við
forstöðumann Sjöunda dags
aðventistaá íslandi, Erling B.
Snorrason.
Það er kona Erlings, Jeanette A.
Snorrason sem tók umrædda mat-
reiðslubók saman. Uppskriftirnar
eru flestar frá konum í söfnuðin-
um. Bókin nefnist Hollt og Gott,
matreiðslubók með jurtaréttum.
Rétt mataræöi
- Við erum fædd í guðsmynd og eigum að fara vel með líkama
okkar, segir Erling P. Snorrason forstöðumaður Aðventista á
íslandi. Við hlið hans er Eva Þórðardóttir sem hefur verið
grænmetisæta frá blautu barnsbeini.
Ljósm. eik.
og hugsunin skýrist
Aðaluppistaða réttanna í bókinni
eru baunir, hnetur, kornmeti og
sojakjöt og flokkast uppskriftirnar
í súpur, salöt, aðalrétti, brauð,
morgunmat og eftirrétti. í formála
bókarinnar segir Árni Hólm að
eins og aðrar þjóðir hafi fslending-
ar vaknað til meðvitundar um
mikilvægi rétts mataræðis en af
eðlilegum ástæðum kvarti þó
margir um að þá skorti þekkingu
og þjálfun í að matbúa fæðuteg-
undir eins og grænmeti og gróft
korn og því sé þessi matreiðslubók
mikill fengur. Þetta held ég að sé
alveg rétt hjá Árna því flestir ís-
lendingar eru aldir upp við hefð-
bundið kjötát. En af hverju leggja
aðventistar áherslu á jurtafæði?
Skýrari hugsun
„Þetta er ekki trúarsetning hjá
okkur,“ segir Erling, „heldur
segirErlingurP.
Snorrason,
forstöðumaður
SD Aðventista
spurning um heilbrigði því við trú-
um því að líkamlegt heilbrigði
haldist í hendur við hið andlega.
Með því að halda okkur
heilbrigðum líkamlega, verður
guðs orð og getum betur gegnt
skyldum okkar í samfélaginu. Við
trúum því að maðurinn sé skap-
aður í guðs mynd og það sé skylda
hans að halda líkamanum sem næst
því ástandi, sem hann var skapaður
í. Við erum ákveðnir bindindis-
menn á áfengi, tóbak og eiturlyf og
t.d. finnst okkur kaffi óæskilegt að
því leyti að það kallar fram auka
orku sem ekki er til í rauninni. Það
má líkja því við að fara yfir á ávís-
anaheftinu!"
Söfnuðir Sjöunda dags aðvent-
ista eru til í um 200 löndum og eru
því útbreiddasta mótmælendatrú í
heiminum. í mörgum löndum eru
rekin sjúkrahús og skólar á þeirra
vegum t.d. eru barnaskólar í
Reykjavík og Keflavík og gagn-
fræðaskóli í Ölfusi, Hlíðardals-
skóli. Hér er einnig rekin myndar-
leg bókaútgáfa. En snúum okkur
að mataræðinu. Sjöunda dags
aðventistar reka verslun að Skóla-
vörðustíg 16 í Reykjavík og nefnist
hún Frækornið. Erling gekk með
okkur um verslunina og útskýrði
hinar ýmsu vörur sem þar fást.
Tekur tíma
að venjast
„Við reynum að borða eins holl-
an mat og hægt er en ekki er þar
með sagt að við borðum aldrei
kjöt. Fólk ræður algjörlega matar-
æði sínu sjálft. Ég vil benda á að
það tekur þó nokkurn tíma að að-
laga líkamann að breyttum matar-
venjum. Það er t.d. ómögulegt
fyrir mann sem hefur verið kjötæta
að ákveða að á morgun ætli hann
að verða grænmetisæta. Líkami
hans myndi gera uppreisn." Máli
Erlings til stuðnings sagðist af-
greiðslustúlkan, Eva Þórðardóttir
sem alin er upp við jurtafæði frá
blautu barnsbeini, hafa orðið fyrir
verulegum líkamlegum óþægind-
um þegar hún þurfti að borða kjöt
einn vetur af því hún bjó á þannig
stað. Líkami hennar var algjörlega
óvanur kjöti og þurfti að venjast
því. Þetta verður að koma smátt og
smátt, segir Erling.
Eftirlíking
af nautakjöti
Jurtaætur borða alls kyns osta-
rétti, salöt og búðinga sem t.d. eru
búnir til úr korni, kartöflum eða
baunumog bakaðiríofni. „Þettaer
kjötlaus kjötbúðingur," segir Er-
ling og sýnir mér dós í búðinni, „og
hérna eru pylsur búnar til úr
baunum." Aðventistar í Dan-
mörku reka verksmiðju sem fram-
leiðir um 400 tegundir jurtafæðis.
Nefnist hún NUTANA og eru ýms-
ar vörutegundir frá þeim til í Fræ-
korninu. Má þar nefna ýmiss konar
morgunmat, hráefni í bollur, mu-
esli, bran og ýmiss konar dósamat.
Sojakjöt er fyrirbæri sem ég hef
aldrei séð áður. Það eru hakkaðar
sojabaunir, mismunandi grófar.
Tvær tegundir eru til í Frækorninu,
eftirlíking af nautakjöti og kjúkl-
ingum. Sojakjötið er bleytt í vatni
og síðan búnar til úr því bollur eða
hleifar sem eru steiktir og líkist það
venjulegu kjöti. Einnig eru til sós-
ur í pökkum, ýmar bragðtegundir,
að sjálfsögðu búið til úr náttúru-
legum efnum. Flestar þessar vörur
eru líka til í Náttúrulækningafé-
lagsbúðinni, Kornmarkaðnum og
fleiri stöðum.
EÞ.
Potta-SEYÐIR:
Pokar
sem þola
suðu
Hver vill ekki gera uppvaskið
léttara, spara rafmagnið og auka
hollustu fæðunnar? Allt er þetta
hægt að gera með Potta-seyði, nýju
plastpokunum frá Plastprent, að
sögn sölustjóra fyrirtækisins.
- Við erum fyrstir í heimi að
framleiða plastpoka sem þola
suðu, segir hann. Maturinn er sett-
ur í pokann, hann lofttæmdur og
lokað fyrir. Kostirnir eru t.d. þeir
að hægt er að sjóða fleiri en eina
tegund matar í sama potti og spara
þannig rafmagn. Hollustan felst í
því að maturinn sýður í eigin safa,
hann fer ekki út í vatnið, og þar
með óhreinkast potturinn ekki.
Þessir pokar hafa verið samþykktir
af Heilbrigðiseftirliti ríkisins svo
nú er bara að prófa - og hætta að
rífast um hver á að þrífa pottana.
EÞ.
Barnareiðhjól
í miklu
úrvaii.
á Frakklandi
A/dur3—10ára.
Dekkjastærðir 121/2", 14" og 16".
Fótbremsa, bögg/aberi, bjai/a,
pumpa, keðjukassi og hjáipardekk á
12 1/2og 14" hjó/um.
Litir blátt og rautt.
Varah/uta- og
viðgerðarþjónusta.
Árs ábyrgð.
Sendum í póstkröfu.
Aidur frá 6 ára.
Dekkjastærðir 20", 22", 24", 26" og
28".
Án gíra með fótbremsu, 3 gíra, 10 gíra
og 15 gíra.
Stráka- og stelpustell.
Litir: silfur, blátt o. fl.
/erslunin
/M4RKIÐ
Suðurlandsbraut 30, sími 35320.