Þjóðviljinn - 15.07.1983, Page 18

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Page 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1983 Heigulshjartað slær Það er kunnara en frá þurfi að segja að þau öfl eru mjög sterk og áhrifarík sem vilja fyrir hvern mun koma í veg fyrir árangur þeirra friðarhreyfinga sem nú eflast í sí- fellu um heim allan. Þetta eru þau öfl sem ekki ná að þrífast nema í andrúmslofti kalda stríðsins; tví- eflast við versnandi sambúð risa- veldanna og fitna eins og púkinn á fjósbitanum við sérhverjar þær ávirðingar sem hægt er að nota til að drepa á dreif því máli sem hæst ber og nauðsynlegast er að vinna að: Stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaupsins og fækkun kjarnorku- vopna - þ.e.a.s. framtíðarlífsvon ntannkynsins. Kaldastríðsöflin svokölluðu hafa gjarnan verið kennd við hægri stefnu, en ekkert er óbrigðult í heiminum. Þennan flokk manna fylla ekki síður menn sem telja sig til vinstri í stjórnmálum. Ekki síst þeir sem numið hafa í Austur- Evrópu, hafa legið undir ámæli fyrir kommúnisma hjá andstæðing- um sínum og eru nú svo önnum kafnir við að þvo af sér komma- stimpilinn að segja má að þeir þjá- ist af langvarandi pólitískum timb- urmönnum eftir hugmyndafræði- legt fyllerí námsáranna. Rag- mennskan er svo mikil að einu vopnin sem þeir þora að beita eru tekin beint úr vopnabúri ands- tæðinganna og notuð athuga- semdalaust. Arni Bergmann er einn af þess- um mönnum. Ula haldinn meira að segja og gerir kannski meiri skaða en allir hinir til samans vegna þess að hann er þriðjungur ritstjóra Þjóðviljans og skrifar þar af leiðandi mikið í það blað. Ég ákvað fyrir einu ári að ég skildi aldrei framar skrifa stafkrók í Þjóðviljann. Það var eftir að ég hafði lesið tilraun Árna Berg- manns til afsökunar á viðbjóðs- legum hryðjuverkum ísraels- manna og handbenda þeirra í Líb- anon, og furðulega athugasemd hans (sem hann raunar gerði að skoðun blaðsins) við myndatexta aðsendrar greinar um þau mál. Ég hef hins vegar ákveðið að gefa sjálfum mér undanþágu í þetta sinn. Það er athyglisvert að málgagn þjóðfrelsis, verkalýðs og sósíal- isma hefur ekki lágmarks áhuga á því sem gerist á tæplega 3000 manna heimsþingi friðarafla, þar sem hittast og ræða málin fulltrúar fjölmargra þjóða og þjóðfélags- hópa. Pólitískt voru þessir þátttak- endur af nánast öllu hinu pólitíska litrófi og trúarbrögðin hin fjöl- skrúðugstu. En eitt málefni sam- einaði alla þátttakendurna: Óttinn við gjöreyðingarstríð og áhugi á að vinna af alefli gegn sli'kri vá. Þarna komu fulltrúar iðnvæddra tækni- þjóðfélaga sem sjá heimsbyggðinni fyrir obbanum af vígvélum samtím- ans og fulltrúar þróunarlanda sem þurfa að horfa upp á hungur, ör- birgð og ófrelsi heima fyrir meðan fjármunum landa þeirra er eytt í vopnabirgðir. Ólíkir hópar með eitt sameiginlegt áhugamál, sem koma saman og ræða af einurð og tæpitungulaust um leiðir til að breyta þessu ástandi. En þetta kemur Þjóðviljanum ekkert við. Árna Bergmann varðar ekki um vandamál heimsins, enda bitna þau bara á hinum almenna manni; almúganum. Mennta- mennirnir kynnu að eiga annarra kosta völ og það er félagsskapur sem Árni Bergmann kann vel við sig í. Okkur Árna greinir ekkert á um að vissulega hefði Charta 77 átt að hafa fulltrúa á heimsþinginu í Prag. En það er ótrúlegur aumingja- skapur af ritstjóranum að ætla að láta fins og þing þetta hafi aldrei farið fram og dæma það dautt og ómerkt vegna þess eins að þessi hópur manna átti ekki aðild. Hætt- an á gjöreyðingarstyrjöld er miklu meiri og geigvænlegri en svo. Árni þjónar því ekki öðrum með fram- komu sinni en þeim sem hann þyk- ist í orði kveðnu vera að berjast gegn; þ.e. þeim sem telja hags- munum sínum helst borgið í and- rúmslofti kalda stríðsins og líta á pólitískt skítkast sem þá tjáningar- aðferð sem brúka skal. Eitt er ljóst. Árni Bergmann og Þjóðviljinn undir hans stjórn þjóna ekki hagsmunum alþýðu heimsins með skrifum sínum; hann þjónar heldur ekki hagsmunum þeirra friðarafla sem nú eiga í baráttu við stríðsöflin um allan heim, né held- ur þjónar hann þeim þjóðfélags- hópum sem berjast gegn kúgun og ófrelsi. Hins vegar er ljóst að hann hefur valið sér sinn eigin félagsskap með skrifum sínum og þeirri afstöðu sem hann hefur tekið. Það er að vísu félagsskapur sem ég hefði kos- ið að hann hefði forðast, en hans er valið. Verði honum að góðu. 7. júlí 1983 Haukur Már Haraldsson Siggi í Heiðarseli og Siggi í Hveragerði Sama nafn á manni, sem aldrei sveik sjálfan sig né aðra. Við vorum að nokkru sveitungar, á sitt hvor- um enda Hróarstungu, og kynnt- umst aldrei á þeim árum. Siggi ólst upp á svonefndum hrakningi, sem var þó kannski farinn að missa móðinn. Allir vissu að hann var stórbóndasonur, en stórbændur voru „stikkfríir“ í kvennamálum. Anna Guðjónsdóttir og Sigurður Árnason. Mynd: Leifur. Síðbúin afmæliskveðja Samt þumlungaðist Siggi áfram, las allt, sem hann náði til og rýndi í framfarir, sem voru að skjóta upp kollinum. Hann var um tíma kóngsins lausamaður og kynntist mörgum. Sósíalismi og samhjálp voru hans aðalmál og í þeim hern- aði vannst honum ótrúlega mikið. Þegar hann fór að búa í Heiðarseli mátti segja, að efnilegustu ungl- ingar hreppsins fylktu sérumhann, en bændur, þótt góðir væru, sinntu lítt slíku klaufasparki. Samt fór það svo að hann vann það á, að hætt var að trúa á flónskuna og vinnuvélar náðu til heilans. Eftir að Siggi flut- tist burtu munu sumir hans læri- sveinar hafa linast í trúnni en þó aldrei svo, að þeir veðbindu sig djöflinum og hans aðstandendum. Siggi var lagtækur og hug- kvæmur, smíðaði gúmmískó og gerði við verkfæri. Öllum gerði hann jafnt undir höfði þótt þeir spýttu á hans áhugamál og lítt mun þessi hjálp hafa orðið til búdrýg- inda. Siggi var, að mig minnir, tvisvar í framboði fyrir sósíalista austur þar. Hann vissi að um þingsetu var ekki að tefla, en engu tækifæri mátti sleppa til að kynna málstaðinn. Sjálfsagt litu aðrir frambjóðendur ekki stórum augum á þennan lá- gvaxna mann í gúmmískóm og hversdagslega klæddan. Hann gat samt vikið ýmsu að þeim, sem erfitt var að hundsa og ekki tókst að snúa hann út af laginu. Orðum hans fylgdi festa og sannfæring, sem allt- af er erfitt að koma á högg- stokkinn. Siggi flutti síðan til Hveragerðis og fór að rækta blómjurtir og aldin. Allt smíðaði hann sjálfur, íbúð og gróðurhús. Þar byrjaði sama sagan, menn komu með allt sitt bil- irí og báðu Sigga að athuga. Og auðvitað gat Siggi engum neitað fremur en fyrr, enda mun hann aldrei hafa hugsað hærra en hafa til hnífs og skeiðar. Svo voru það verkaiýðsmálin og Þorlákshöfn að glíma við. Verkafólkið kunni vel að meta störf hans og sýndi það í verki. Sveitarmálin áttu hann einn- ig að. Kona hans hefur verið honum dyggur förunautur og hún mun hafa hamlað því að allt færi um koll. Hann varð alltaf að vera að sinna því, sem ekkert var upp úr að hafa fjárhagslega, það varð alltaf að hafa forgang. Ég hef oft dáðst að þreki hennar og fyrirhyggju. Þetta er síðbúin kveðja til ykkar. Konan mín minnist, að ég held, engra oftar en ykkar hjónanna. Þið voruð hennar guðir þegar hún var í Hveragerði og gat litla björg sér veitt. Nú gerumst við aldraðir og kom- umst ekki svo hátt að svíkja föður- landið, en sú íþrótt er nú hæsti móður. Við höfum aldrei getað frelsast, vitum að sósíalistar geta gert mistök, en slíkt mun okkur lengi fylgja. Hvað ætti okkar góða íhald að vera orðið hvítþvegið eftir allt sitt blóðbað frá því sögur hóf- ust. Mistökum á að breyta f brús- andi gróður og hætta að taka ill- menni í guðanna tölu. Við lifum þetta ekki en förum héðan glaðir til staða, þar sem lífið er á hærra stigi. Þetta er ekki sagt af neinni trú heldur þeirri vissu, að sá, sem skóp alheiminn, er ekki íhaldsmaður, heldur tákn þess, er hæst ber. Með bestu kveðju frá okkur Svövu. Dóri frá Geirastöðum. Hallsteinn Sveinsson. Málverk eftir Ágúst Petersen. Leiðréttingar og áréttingar við afmælisspjall Mistök og villur urðu í afmælis- spjalli mínu við heiðursmanninn Hallstein Sveinsson, í liðinni viku, en hann varð áttræður 7. júlí sl. Þau mistök urðu, að Jóhanns sonar míns var eigi getið í fyrsta og öðrum hluta spjallsins. Ég var raunar sjálfur rúinn þeim heiðri að vera höfundur texta í öðrum hlut- anum, sem birtist 8. júlí. Jóhann annaðist allar mynda- og eftirtökur eldri mynda, sem ég fékk léðar og lagði mikla vinnu í. Ég hefði þó kosið að þessu rabbi okkar Hallsteins, hefði verið ætlað meira rými í blaðinu og þar með birtar miklu fleiri myndir. En það er búið og gert einsog þar stendur. Leiðréttingar Máski sýnast villurnar smávægi- legar, sem ég tíni til, en breyta þó yfirbragði textans. 1. í inngangsorðum fyrsta hluta stóð: eggsléttur sparkvöllur. Á að vera egasléttur. 2. Upphafsorð annars hluta voru ekki mín og raunar argasta hnoð. En þar stóð: Kolstöðum í Miðdal. Á að sjálfsögðu að vera, Miðdölum. 3. Síðar í öðrum hlutanum, þar sem Hallsteinn minntist á hjásetu Ásmundar bróður síns, var röng forsetning. Þar stóð: fram í Geld- ingadal. Á að vera, fram á Geld- ingadal. Ég sem Vestfirðingur, hef aldrei heyrt talað um annað en, að fara fram á dai. Áréttingar 4. Annar hluti spjallsins hlaut hraklegustu og smánarlegustu út- reiðina. Honum var klesst til hliðar við frásögn blaðamanns af hafnar- stjákli og athygli lesenda beint að fimmdálka mynd, ásamt bústinni fyrirsögn í bláum lit. Minna mátti það ekki vera! Uppsetningin er ein sú hroðaleg- asta, sem ég hef lengi séð. Texti afmælisspjallsins, klofinn af þrem- ur myndum og flöturinn þar með steindauður. 5. Þriðji og síðasti hlutinn, sem birtist í helgarblaðinu, hlaut skárstu meðferðina, þó ekki yrði útkoman góð. Þar, sem í hinum fyrri hlutum, hefði þurft meira rými og uppsetning mynda afleit, en fyrirsögn og upphafsorð voru þó einsog í handriti mínu, sem ekki var að heilsa í fyrri hlutunum. 6. Ljósmyndin af vatnslitamynd- inni, sem birtist í þessum síðasta hluta, er eftir Hallstein Sveinsson og heitir Rof. Myndin er raunar eitt af því fáa, sem hann hefur varðveitt í þá veru. 7. Mynd af Hallsteini, sem er málverk eftir vin hans Ágúst Pet- ersen, birtist ekki. Lagði ég þó ríka áherslu á það, en svo bregðast krosstré sem önnur tré og vonandi birtist myndin með þessum línum og það með réttum texta. Ánnað í afmælisspjallinu, sem til villna getur talist, var það léttvægt, að ég læt slag standa. Það er leitt til þess að vita, að Hallsteinn vinur minn Sveinsson, listasmiður og valmenni, skuli hafa orðið fyrir barðinu á flausturs- legum vinnubrögðum starfsfólks blaðsins, þar sem snyrtimennsku og vandvirkni var sökkt í sæ. Er hann og aðrir lesendur blaðsins beðnir velvirðingar. Ég lýk svo þessari umkvörtun á orðum Hallsteins vinar míns, er hann viðhafði í gær (sunnud.), þeg- ar við heimsóttum hann nokkrir kunningjar og þágum veigar í glöðum hópi í Borgarnesi. „Og nú eru þeir Steingrímur og Geir, búnir að semja um útvíkkun á herdrasl- inu. En þeir þurftu nú ekki endi- lega að gera slík óhæfuverk á af- mælisdaginn minn!“ Á Benediktsmessu á sumri, 11. júlí 1983 Hjalti Jóhannsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.