Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 3
Laxeldis-
stöð í
Laugardal
Stefnt er að því að fyrir árslok
hefjist rekstur laxeldisstöðvar í
Laugardal sem geti framleitt allt að
200 þúsund laxaseiði. Áætlanir um
framkvæmdirnar voru samþykktar
á aðalfundi Laugalax h.f. sl. sunnu-
dag.
Laugalax h.f. er hlutafélag í eigu
heimamanna í Laugardalshreppi
og nokkurra áhugamanna um fisk-
eldi. Einnig er Veiðifélag Árnes-
ings hluthafi. Á fyrirhuguðum
hluthafafundi 28. þessa mánaðar
verður tekin ákvörðun um hluta-
fjáraukningu og endanleg ákvörð-
un um framkvæmdir í haust. í
stjórn Laugalax hf. voru kjörnir á
aðalfundinum Eyjólfur Friðgeirs-
son, Reykjavík, Kristján Krist-
jánsson, Reykjavík og Sigurður
Sigurðsson, Laugarvatni.
-ekh
Sr. Olafur
Skúlason
vígður
vígslubiskup
Á Skálholtshátíð á sunnudag
verður hinn nýi vígslubiskup í Skál-
holtsstifti séra Ólafur Skúlason
dómprófastur vígður. Pétur Sig-
urgeirsson biskup annast vígsluna
en vígsluvottar verða prófastarnir
Sigmar Torfason á Skeggjastöðum
í Bakkafirði, sr. Jón Einarsson á
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sr.
Þórarinn Þór á Patreksfirði og sr.
Jón Bjarman fangaprestur Reykja-
vík. Sr. Björn Jónsson á Akranesi
lýsir vígslu, en Skálholtsprestur, sr.
Guðmundur Óli Ólafsson, og pró-
fastur Árnesinga sr. Sveinbjörn
Sveinbjörnsson í Hruna þjóna fyrir
altari ásamt biskupum.
Skálholtskórinn undir stjórn
Glúms Gylfasonar syngur við at-
höfnina m.a. nýja þýðingu dr. Sig-
urðar Pálssonar úr latínu á lof-
söngnum Te Deum. Biskupsvígsl-
an hefst kl. 13.30 og eru að sjálf-
sögðu allir velkomnir.
Á Skálholtshátíð verður og
minnst þess að Skálholtskirkja var
vígð fyrir 20 árum. Arkitekt henn-
ar er Hörður Bjarnason húsa-
meistari. Samkoma verður í kirkj-
unni síðdegis og mun dr. Sigur-
björn Einarsson biskup verða þar
aðalræðumaður.Matthías Jóhann-
essen skáld mun flytja hátíðaljóð
sitt sem hann flutti við vígslu kirkj-
unnar en hefur nú endurort. Fræg-
ur þýskur kór frá Nikolaikirkjunni
í Hamborg mun flytja tvö kirkjuleg
tónverk. Samkoman hefst kl.
16.30.
Morgunblaðið í gær:
Dáindis-
menn og
dollara-
príns!
Tveir dáindismenn að
þjóna dollaraprinsi er mynd-
efni teiknara Morgunblaðsins
á teikningu sem birtist í
Mogganum í gær.
í ljósi þess að áhrifamáttur
teikninga listamannsins í
Morgunblaðinu er talinn
feikna mikill búast margir við
að þessi teikning eigi eftir að
segja til sín á næstunni.
Föstudagur 22. júlf 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Jökull í Ólafsvík
Hefur
sagt upp
kjara-
samning-
um
Verkalýðs- og sjómannafélagið
Jökull í Ólafsvík samþykkti að
segja upp núgildandi kjarasamn-
ingum á fundi sl. sunnudag. Samn-
ingar þess verða því lausir 31. ágúst
nk. Félagsfundurinn fordæmdi
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
frá því í vor, og tók undir sam-
þykktir formannaráðstefnu fslands
og Sambandsstjórnar Sjómanna-
sambandsins um þau.
Söngvakeppni í Vín:
Kristinn
í úrslitum
íslenskur söngvari, Kristinn Sig-
mundsson keppir nú í úrslitum í
alþjóðlegri söngkeppni í Vín.
Keppni þessi nefnist Belvedere og
tóku um 300 manns þátt í henni. 3
umferðir eru að baki í keppninni og
aðeins eftir 17 söngvarar í úrslita-
keppninni. Bíða menn nú spenntir
eftir úrslitunum, en þetta er talinn
mjög góður árangur hjá Kristni.
Kristinn er við söngnám á Ítalíu, en
hann hefur sungið hér á mörgum
sýningum, bæði hjá íslensku óper-
unni og í Þjóðleikhúsinu.
þs.
Leiðrétting
Aðmírállinn
hvorki kapteinn
né prestur
Togarinn Guðsteinn í Akureyrarslipp. Hann hefur verið keyptur norður og heitir Akureyrin þegar hann
kemst aftur í kynni við sjávarseltuna. Ljósm.: Leifur.
Slippstöðin á Akureyri:
Framtíðin svört
„Framtíðin? Hún er svört. Ann-
ars er best að spyrja Halldór ráð-
herra, hann ræður þessu“, sagði
Gunnar Skarphéðinsson starfs-
mannastjóri á Slippstöðinni á Ak-
ureyri þegar spurt var um verkefn-
in framundan. Auk almennrar
óvissu um framtíðarverkefni skipa-
smíðastöðvanna eru uppi hug-
myndir um að selja hlut ríkisins í
Slippstöðinni á Akureyri,'en þar
vinna nú 310 manns.
Að sögn Gunnars eru næg verk-
efni frammá haustið en enginn veit
hvað þá tekur við. Þeir á Slipp-
Déskoti að eiga ekki lengri dregil þegar sroom dolUrsprinsar koma ( heimsókn!!
stöðinni eru nú að ljúka við fyrsta
raðsmíðabátinn og hafa selt hann
til Eskifjarðar. Annar er í smíðum,
en óseldur. Að auki er verið að
smíða bát sem á að senda til Græn-
höfðaeyja, liður í þróunaraðstoð.
Þá er verið að breyta Guðsteini,
pólsksmíðuðum togara frá Austur-
Þýskalandi, í einskonar verk-
smiðjutogara þarsem aflinn er
unninn um borð. Guðsteinn var
búinn að liggja lengi við kæjann í
Hafnarfirði en hefur nú verið
keyptur norður og á að heita Akur-
eyrin þegar verkamenn á Slipp-
stöðinni hafa lokið breytingum.
Auk þess er á Slippstöðinni
unnin almenn viðgerðarvinna, „við
köllum það skveringar“, sagði
Gunnar Skarphéðinsson hjá Akur-
eyrarslippnum.
Undarleg villa slæddist inní frá-
sögn af aðmírálaskiptum á her-
stöðinni í Keflavík í gær. Þar var
sagt að aðmírállinn, sem væri að
taka við af Marryott handhafa ís-
lensku fálkaorðunnar, héti Alston
S. Kirk. Þetta er óttalegt rugl, því
sá sem tók við aðmírálshlutverkinu
á herstöðinni heitir Ronald E.
Narmi og hefur fengið margar
orður fyrir framgöngu í Vietnam-
stríðinu. Hinu má svo bæta við að
Alston Kirk er líka til. Hann er
hinsvegar bara kapteinn og prestur
í hernum.
-óg.
St j órnmála-
samband
tekið upp
við Jemen
Ríkisstjórnir íslands og Al-
þýðulýðveldisins Jemen hafa tekið
upp stjórnmálasamband. Ekki hef-
ur verið ákveðið hvenær skipst
verður á sendiherrum segir í frétt
frá utanríkisráðuneytinu.
Skuldbreytingalánin
umsóknarhæf 26. júlí
Eyðublöð fyrir umsóknir um
skuldbreytingarlán til þeirra sem
fengið hafa lán hjá viðskiptabönk-
um og sparisjóðum vegna bygging-
ar eða kaupa á eigin húsnæði í
fyrsta sinn undanfarin 2-3 ár liggja
frammi í afgreiðslu banka og spari-
sjóða frá og með þriðjudegi 26.
þ.m. Sarna dag birtist auglýsing um
lánin í blöðum. Umsóknarfrestur
er til 31. ágúst.