Þjóðviljinn - 22.07.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1983
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
flitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólatur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðiónsdóttir.
Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
/
I minningu Eðvarðs
• I dag kveðjum við með virðingu og söknuði þann mann
sem framar öðrum varðveitti stolt verkalýðsstéttarinnar á
sinni tíð. í þau 50 ár sem hann var áhrifamaður í forystu
verkalýðshreyfingarinnar og leiðtogi sósíalista á þeim vett-
vangi kenndi hann með fordæmi sínu mikilvægi þess „að
hinn almenni verkamaður líti aldrei á sig sem neinn annars
flokks þegn í þjóðfélaginu, glati aldrei tilfinningunni fyrir
rétti sínum, heldur varðveiti stolt stéttar sinnar, það stolt,
sem best hefur dugað í allri jafnréttisbaráttu verkalýðsstétt-
arinnar og sem engu minni þörf er á að varðveita í dag en var
á frumbýlingsárunum“, svo vitnað sé í viðtal við hann á 70
ára afmæli Dagsbrúnar í Þjóðviljanum 24. janúar 1976.
• Dagsbrúnarmaðurinn, verkalýðsleiðtoginn, sósíalistinn,
bókmennta- og náttúruunnandinn og barnavinurinn Eðvarð
Sigurðsson var í sannleika sagt óvenjulegur maður. Mann-
kostir hans, skarpar gáfur samfara gjörhygli og hógværri
rósemi, urðu hverjum manni ljósir er honum kynntust, og
áunnu honum virðingu jafnt samherja sem andstæðinga.
Þeir sem yngri eru þekktu Eðvarð sem valdamann í verka-
lýðshreyfingunni, formann Dagsbrúnar og Verkamanna-
sambandsins, leiðtoga samninganefnda ASI, forseta á ASI
þingum og þingmann Alþýðubandalagsins. Hann þótti
stundum fara sér hægt og segja minna en skyldi. En hann var
ákaflega raunsær og ofmat hvorki samstöðu og styrk verka-
lýðshreyfingarinnar á hverjum tíma né vanmat sterkan ands-
tæðing í atvinnurekendum og íhaldssinnuðu ríkisvaldi. Pess-
vegna voru sótt til hans ráð fram á hinstu stund. Hann var
viðurkenndur meistari verkalýðshreyfingarinnar í að gera
greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum, og greiða úr
flóknum stöðum, þannig að verkalýðshreyfingin gæti teflt
hverja skák til enda með langtímahagsmuni sína að leiðar-
Ijósi.
• Félagar Eðvarðs úr kreppunni og frá upphafi
eftirstríðsáranna þekktu hann sem eitilharðan baráttumann
fyrir hagsmunum verkafólks og hugsjónum sósíalismans.
Hann vó engan mann með orðum eða persónupólitík, en
samt, og ef til vill einmitt þessvegna, var hann erfiður and-
stæðingur sem minnihlutamaður innan Dagsbrúnar og ASÍ,
og síðar við samningaborðið andspænis atvinnurekendum.
Eðvarð Sigurðsson var í fyrstu Dagsbrúnarstjórninni sem
sósíalistar höfðu forystu um árið 1942. Sama ár hafði Dags-
brún forgöngu um að brjóta á bak aftur gerðardómslögin
illræmdu og koma á því jafnvægi stéttanna, sem afturhaldið
hefur ekki enn brotið á bak aftur. Það er fyrst nú, fjörutíu
árum síðar, að vegið er með lagasetningu að samningsrétti
launafólks. Það væri verðugt að heyja baráttuna gegn þeirri
lögleysu í minningu Eðvarðs Sigurðssonar.
• Dægurbaráttan var aldrei markmið í sjálfu sér hjá
Eðvarð. Hún var aðeins þáttur í víðtækari baráttu fyrir því
að tryggja alþýðunni völdin í landinu, setja manninn í önd-
vegi, og tryggja félagsleg réttindi fjöldans. Atvinnuleysis-
tryggingasjóður, Styrktarsjóður Dagsbrúnar og skylda at-
vinnurekenda til þess að greiða í lífeyrissjóði verkafólks eru
allt óbrotgjarnir minnisvarðar um lífsstarf Eðvarðs Sigurðs-
sonar, þó að fyrstu möskvarnir í þetta öryggisnet launafólks
hafi verið riðnir í lok harðvítugra átaka, og oft verið álitnir
eftirgjöf í samningum. Eðvarð þreyttist ekki á að finna að
slíkri skammsýni, sem honum fannst alltof oft skjóta upp
kollinum í verkalýðshreyfingunni hin síöari ár. Hann gerði
þá kröfu til forystumanna hreyfingarinnar að þeir hefðu
jafnan bræðralags og jafnaðarhugsjón frumherjanna að
leiðarljósi. Jafnaðarkrafan var æðri öllum kaupmetingi,
komandi ár mikilvægari en stundarhagur. Þekking, lærdóm-
ur reynslunnar, samstaða fjöldans og þrotlaust starf hinna
mörgu fyrir verkalýðssamtökin og sósíalismann voru lykil-
orðin sem hann ráðlagði eftirmönnum sínum að leggja á
minnið.
• Þjóðviljinn þakkar Eðvarð Sigurðssyni samfylgd og leið-
sögn og vottar aðstandendum hans samúð sína.
klippt
Aöild að Atlantshafsbanda-
laginu er friðarstefna
um lögö aö liku. Þetta hlýtur
aö stafa af vanþekkingu, og er
ásta -a rifja upp aödrag-
andé? tofnun Atlants-
hafs-.
aðW
lag ‘
■jírS
Sov.*
tryg.'
'Ti
■r^
þegs,,
komiVAJ...st« vio valdarán i
Tékkóslóvaklu 1948. Hitler
haföi innlimað Tékkóslóvakfu
ríki sitt tæpum tíu árum áö-
r. YfirganKur hans var látinn
afskiptalaus i von um. að hann
ætlaði sér ekki frekari land-
vjnnlnaa Mn, ^pnaleg SAInjn.Jeiiadótlii
voriö 1951. Hvor aöilii.
sig getur farið fram
skoðun varnarsan.
Fáist ekki niðurstaf
ári, má segja honui
hliöa.
Ekki aukin
hernaðarumsvif
fslendingar vilja ekki I
landi sfnu, en ástandið í he.
inum er ennþá svo ótrygKt..
hann er iil nauösyn. Engin
vill aukin hernaöarumsvif á
íslandi. Herstöðin er nægilegt
tákn um að íslendingar hafi
fí.'.ESAA.-VIÍFSÍtU:- k*m-rin-S5 Okob þ. »'• ■ b>nd£
j^'jum og beint gcgn fæðingu Sovét-lslands
Al Landaaamb»nd
Raunaleg
grein
Á laugardag skrifaði Sólrún
Jensdóttir sagnfræðingur grein í
Morgunblaðið sem heitir „Aðild
að Atlantshafsbandalaginu er
friðarstefna". Þessi grein er held-
ur raunaieg að því leyti, að sagn-
fræðin hjálpar Sólrúnu ekki
minnstu vitund til að segja neitt
annað um réttlætingu Nató og fs-
lands í því en það, sem hefur ver-
ið sagt eitt þúsund og einu sinni í
Morgunblaðinu í meira en þrjátíu
ár. Tilgangur greinarinnar er svo
sá einn að vara þverpólitfska
friðarhreyfingu íslenskra kvenna
við því að gagnrýna Nató, enda
skrifuð sem framlag Landssam-
bands Sjálfstæðiskvenna til
þeirra mála.
Formúlan sem fylgt er líkist að
því leyti meðferð friðarmála í op-
inberum málgögnum Austur-
Evrópu að það er bara HINN sem
er sekur. Og gagnrýni sem snýr
að eigin valdhöfum er misskiln-
ingur, heimska, barnaskapur eða
þó helst drottinssvik.
Þœgilegar
einfaldanir
En semsagt - það er ekki margt
nýtt í þessari grein Sólrúnar Jens-
dóttur, hvort sem litið er til for-
tíðar eða nútíðar. Fyrst og síðar
ræður einföldun hins pólitíska á-
róðurs ríkjum. Hjá sagnfræðing-
um kom bandaríski herinn hing-
að 1951 vegna þess að það var
stríð í Kóreu - hitt er svo látið
lönd og leið, að löngu áður en
bandamenn í stríðinu gegn Hitler
voru komnir í hár saman höfðu
Bandaríkjamenn ákveðið að
vinna að því með tiltækum ráðum
að hafa hér herstöðvar til allrar
frambúðar.
Önnur einföldun úr nútíman-
um: „Allir íslendingar hljóta að
vera sammála um að umsvif hers-
ins hér á landi megi ekki aukast,
en menn verða að gera sér grein
fyrir því hvað hernaðarumsvif
eru“, skrifar Sólrún. Síðan er sagt
að Helguvíkurmálið sé mengun-
armál og flugstöðvarmálið ekki
annað en íslenskt sjálfstæðis- og
metnaðarmál. Það kemur svo vel
á vonda sagnfræði, að kvöldið
áður en greinin birtist í Morgun-
blaðinu sló Gunnar Gunnarsson,
starfsmaður Öryggismálanefnd-
ar, því föstu að framkvæmdir þær
sem Geir Hallgrímsson hefur ver-
ið að guma af á Varðarfundum,
feli ekki í sér bara endurnýjun á
ýmsum búnaði heldur einnig
aukningu umsvifa hersins. Þetta
gerðist í sjónvarpi og Geir Hall-
grímssyni sem sat þar í umræðum
datt ekki í hug að andmæla þess-
ari túlkun.
Það væri heldur ekki úr vegi að
spyrja hvort íslenskir aðalverk-
takar séu með í þeirri staðhæf-
ingu að „allir íslendingar hljóta
að vera sammála um að umsvif
hersins hér á landi megi ekki
aukast"?
Fórnarlömb
Rússa
Ein einföldun enn. Sólrún
Jensdóttir segir: „Kröfur um ein-
hliða afvopnun Vesturlanda eru
hinsvegar hættuleg fljótfærni.
Slíkar kröfur eru ógnun við
lýðræðið, en augljós hagur óvina
þess með Sovétríkin í farar-
•broddi. Þessi staðreynd vekur
spurningu um hvort þeir sem
berjast fyrir einhliða afvopnun
Vesturlanda séu fórnarlömb
undirróðurs Sovétríkjanna".
Þetta er mjög ómakleg sneið til
friðarsinna, ekki síst þeirra,
fjölmörgu kirkjufunda, sem hafa
m.a. mælt með skrefum til ein-
hliða afvopnunar. Þetta orð
skref, er undirstrikað vegna þess
að það er mikil rangfærsla að
setja mál svo fram, að friðarsinn-
ar ímyndi sér að það sé raunhæft
að önnur blökkin afvopnist ein-
hliða (þótt til séu pasifistar svo
hreinræktaðir að þeir vilja engin
vopn sjá, en það er önnur saga).
Hugmyndir t.d. mjög margra
kirkjunnar manna um að það sé
æskilegt að stíga viss skref til ein-
hliða afvopnunar byggjast svo á
tvennu. Annarsvegar því, að þar
með væri farið af stað fordæmi,
sem mótaðilinn neyddist til að
fylgja (ella myndi vígbúnaðar-
kapphlaupið hefjast upp á nýtt
væntanlega) - að með slíkum
skrefum sé hægt að skrúfa niður
þetta margbölvaða kapphlaup. í
annan stað byggir þessi afstaða
svo á því, að hin kenningin (að
ekki sé hægt að afvopnast nema
að vígbúast fyrst og semja svo) -
hún hefur ekki borið umtals-
verðan árangur í þrjá áratugi.
Spurning sú sem öðru fremur
blasir við hverri friðarhreyfingu
er þessi: vilja menn leggja í
áhættu þess sem ekki var áður
reynt til að komast út úr vítahring
eldflauganna? Þá spurningu forð-
ast greinarhöfundur eins og Sól-
rún Jensdóttir - þess í stað er
gripið til þess eilífðarráðs að fara
með dylgjur (án þess þó að stað-
hæfa of mikið) um „fórnarlömb
undirróðurs Sovétríkjanna“.
Brenglun?
Að lokum þetta. Á einum stað
segir Sólrún Jensdóttir, að sögu-
skoðun Þjóðviljans sé brengluð
vegna þess að í leiðaara hér í
blaðinu var sagt að með gerð
Keflavíkursamnings 1946 hafi
verið undirbúin varanleg hers-
eta Bandaríkjamanna á íslandi.
„Það var ekki her á íslandi 1947-
1951“, segir Sólrún með sagn-
fræðilegum ábyrgðarsvip, rétt
eins og einhver hefði haldið öðru
fram. Nei, vitanlega muna menn
það, að á þeim árum voru hér
ekki hermenn í einkennisbún-
ingi. En hitt reyndist svo rétt,
sem sósíalistarnir héldu fram
strax eftir stríð að Keflavíkur-
samningur væri undanfari annarra
og verri tíðinda.
- AB.
Víðsýnin
í Framsókn
Tómas Árnason fyrrum ráð-
herra varð sextugur í gær og er
skrifað um hann í Tímanum eins
og maklegt er.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra ríður á vaðið og
skrifar svona heldur í kveðjustíl
umTómas, „samstarfokkarTóm-
asar varð nánara með hverju ári“
stendur þar. En það sem er at-
hyglisverðast í þessari afmælis-
grein er svofelld lýsing Stein-
gríms á því að Tómas hvarf úr
tveim áhrifa- og valdapóstum:
„Tómas Árnason tók þá á-
Tómas Árnason „gaf ekki kost á
sér“.
kvörðun að gefa ekki kost á sér til
ráðherradóms í þeirri ríkisstjórn
sem nú situr. Sú ákvörðun hans,
sem og að gefa ekki kost á sér til
endurkjörs sem ritari flokksins,
lýsir þeirri skoðun Tómasar, að
endurnýjun í stjórnmálastarfinu
er nauðsynleg. Sýndi Tómas með
þessu mikla víðsýni."
Nú mætti halda áfram með
þessa hugsun stundarkorn og
spyrja sem svo: Ef það ber vott
um víðsýni að fara ekki í ríkis-
stjóm Steingn'ms og Geirs og vilja
ekki vera varaformaður Fram-
sóknarflokksins við núverandi
aðstæður - hvaða athæfi er það
þá í þeim sama flokki sem ber
vott um þröngsýni? _ ÁB.
-ekh