Þjóðviljinn - 22.07.1983, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1983 BPWitlwii BBanramia ■fiptd! 6 M J ■MMHIII gBBSIÍÍ! ÍBSSSS BSSSSSi sssggii Flugvélar færðar inn á töflu í Mjörkadah endurnýjun eða aukning? Poul Schliiter forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi í Þórshöfn: við skiptum olíutekjunum jafnt... Sjálfstæðismál Færeyinga: Deilt um Natóradarstöð og eignarrétt á landgrunni Færeyingar eiga sér einnig her- stöðvavandamál og standa um þessar mundir yfir deilur harðar um endurnýjun radarstöðvar í Mjörkadal eða Þokudal, sem er um tíu km frá Þórshöfn. Stöð þessi er kölluð langsýnt auga Nató í Norðuratlantshafi og er partur af „framsettu viðvörun- arkerfi" bandalagsins sem spannar allt frá Grænlandi til Skotlands. Yfirmaður stöðvar þessarar P.E. Juhl ofursti segir í nýlegu viðtali við Information að útbúnaður hennar sé úreltur og þurfi að endurnýja hann í anda nútíma tölvutækni. Juhl, sem er reyndar nýhættur störfum á Færeyjum, segir enn- fremur, að hér sé ekki um að ræða neinarbreytingará hlutverki Þoku- dalsstöðvar frá því sem verið hef- ur (samanber deilur hérlendis um fyrirhugaðar framkvæmdir í þágu bandaríkjahers). Framkvæmdum þessum fylgdi, að það þurfti að sækja um leyfi til að hækka loftnet á Sornfelli úr 25 m í 60 m sækja drjúgan hóp sér- fræðinga til útlanda, sem búa skulu á herstöðinni, en þar á að reisa þrjár byggingar nýjar. Fram- kvæmdir eiga að standa í þrjú ár. Mótmœli í Fœreyjum Áætlanir þessar hafa leitt til mikilla mótmæla. Annan í Hvíta- sunnu fóru um 200 manns í 14 km langa friðargöngu frá Þórshöfn til Mjörkadals og 600 manns tóku þátt í mótmælaaðgerðunum við her- stöðina sjálfa. Það var hreyfingin „Þjóð með friði“ sem stóð fyrir þessum aðgerðum, en hún lítur á það sem eitt höfuðverkefni sitt að leggja niður mannvirki Nató í Fær- eyjum. Hreyfingin vísar til samþykktar lögþings Færeyinga frá 1960, en þar segir að Færeyjar skuli vera hlutlausar gagnvart stórveldum og ekki leyfa staðsetningu hern- aðarmannvirkja erlendra ríkja í landinu. Danskar ríkisstjórnir hafa að sönnu látið þessa samþykkt sem vind um eyru þjóta og hafa Fær- eyjar verið hafðar með í Nató án þess að landsmenn væru um það spurðir. „Þjóð með friði“ hefur mjög á lofti þá röksemd í málinu, að nær- vera Nató geri Færeyjar að skot- marki í hugsanlegum átökum stór- veldanna. En vegna þess að þær röksemdir hafa ekki dugað til þessa gegn þeim sem ákvarðanir taka í málinu, hafa færeyskir Natóand- stæðingar reynt að færa sér í nyt ýmsa formgalla á byggingarmálum í herstöðinni. Leyfi og samningar Fyrsti formgallinn er sá, að byrj- að var á húsunum þrem sem áður voru nefnd áður en menn gerðu sér ljóst að það þurfti að sækja um byggingarleyfi til bæjarstjórnar í Þórshöfn. Þess utan hafa friðar- sinnar dregið mjög í efa að yfirleitt hafi nokkurntíma fengist leyfi til að hafa herstöðina þar sem hún er. Fyrrnefndur Juhl ofursti hefur hinsvegar látið svo um mælt, að gerður hafi verið fullgildur leigu- samningur um Mjörkadal við kóngsbónda einn á Kaldbak, en það hafi verið fyrir handvömm embættismanns að samningnum var ekki þinglýst á sínum tíma. Hart var tekist á um byggingar- leyfið í bæjarstjórninni í Þórshöfn og að lokum fór svo að það var samþykkt með átta atkvæðum gegn fimm. En bæjarstjórnar- menn, sem andvígir voru þessu leyfi, hafa boðað málshöfðun út af leigusamningnum um Mjörkadal. Síðan hefur landsstjórnin, sem nú er skipuð flokkum sem fylgja óbreyttu sambandi við Danmörku og svo Nató, gefið út sitt leyfi. Um hundrað danskir liðsforingj- ar og ráðnir starfsmenn eru nú í Mjörkadal. Natóstöðin er sérstakur þyrnir í augum færeyskra Þjóðveldis- manna og annarra sjálfstæðissinna vegna þess að þeir líta á hana sem staðfestingu á dönskum yfirráðum, segir í þeirri grein í Information sem hér er stuðst við. Hver á olíuna? Þar segir einnig frá því, að annað hitamál sem tengist baráttunni fyrir sambandsslitum við Dan- mörku eru átökin um yfirráð yfir dýrmætum jarðefnum á landgrunni Færeyja. Færeyska landstjórnin hefur fengið fyrirspurnir frá meira en 25 olíufélögum um leyfi til að bora eftir olíu og gasi á landi eða í sjó. En öll hafa þau fengið svar á þá leið, að þau verði að bíða þangað til gengið hefur verið frá öllum vafaatriðum að því er varðar eignarrétt á landgrunninu. Rétt eins og í lögum um heima- stjórn á Grænlandi er það tekið fram í Iögum um stöðu Færeyja, að réttur til landgrunns sé sameigin- legt mál allra hluta ríkisins. Danir geta með öðrum orðum krafist síns hluta af arði þeim sem kann að verða af færeysku olíuævintýri eftir helmingaskiptin. Lögþing Færeyja hefur á þessu ári ítrekað þann skilning, að Fær- eyingar eigi einir að taka ákvarðan- ir um olíuleit og nýtingu jarðefna af landgrunninu. En svo kom forsæt- isráðherra Dana, Poul Schlúter til Færeyja fyrir skemmstu og hélt fast því striki, að ekki féllist hann á það að Færeyingar fengju betri kjör í þessum málum en Grænlendingar. Og, segir Information að lokum, Pauli Ellefsen lögmaður Færeyja, hefur beygt sig og játast undir það að framtíðarviðræður um þessi mál fari fram á grundvelli jafnréttis- reglunnar svonefndu, þeirrar sömu og gildir um landgrunnið úti fyrir Grænlandi. Blað Þjóðveldismanna, 14. sept- ember, segir á þá leið um málið, að allir flokkar Færeyja séu sammála um að halda fast við samþykktir lögþingsins um yfirtöku land- grunnsins. Nema Sambandsflokk- urinn (flokkur lögmannsins) sem „vill yfirtaka landgrunnið ef það væri hægt“ eins og þar stendar. í sama blaði segir, að boranir í Lopra hafi sýnt að mati Jóannesar Rasmussens jarðfræðings, að finna megi gas, olíu eða kol undir Fær- eyjum. En hvað af þessu finnst og hversu mikið sé enn ekki ljóst, segir jarðfræðingurinn og kvartar um að fé hafi ekki fengist til frekari rannsókna. f Lopra var borað niður á 2180 metra dýpi „en við komumst ekki í gegnum basaltlagið" segir Rasm- ussen. Borinn sem notaður var kom frá fslandi segir í sama blaði. AB tók saman. P.E.Juhl stöðvarstjóri Nató sagði m.a. að hann væri í Rotarí- klúbbnum í Þórshöfn og þar væri aldrei veist að sér persónu- lega með gagnrýni. Nafni er ekki logið á Mjörkadal - skyggni er þar ekki gott. Óttinn fjölgar hjartasjúklingum Hjartaslag er einhver algeng- asta dánarorsök nútímamanna eins og kunnugt er. Orsakir til þess að hjartað bilar eru margvís- legar og er oft deilt um það, hvers konar misnotkun fæðutegunda, hvers konar efnaskortur eða hve miklar reykingar þoki mönnum á hættusvæði. Mörgum ber þó saman um að einn samnefnari sé öðrum stærri þegar grafist er fyrir um orsakir hjartasjúkdóma en það er streitan. Og margir telja að streitan sé vanmetin sem helsti bölvaldur þeirra sem fyrir aldurs sakir, lifnaðarhátta eða annars eiga á hættu að fá hjartaslag. Nýleg bandarísk könnun bend- ir til dæmis til þess, að sjálf við- leitni lækna til að vara líklega hjartasjúklinga við geti orðið þeim hættuleg eða banvæn. Bandarískir læknar tóku fyrir um 1400 karla sem voru allir yfir hættumörkum vegna þess að þeir reyktu, höfðu háan blóðþrýsting eða of mikla fitu í blóði. Þeim var skipt í tvo hópa báðir fengu töflur og holl ráð, en annar hópurinn var oft og sterklega varaður við háskanum. í báðum hópum tóku um þrír af hverjum fjórum hætt- unni með ró. En sá fjórðungur sem varð lífhræddur og þar með „stressaður" lenti líka miklu oftar en hinir á sjúkrahúsum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.