Þjóðviljinn - 22.07.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1983 Eðvarð Sigurðsson Fæddur: 18. 7. 1910 Dáinn: 9. 7. 1983 Suður á Grímsstaðaholti, á horni Þormóðsstaðavegar og götu sem nú heitir Suðurgata, stóð til skamms tíma lítill, grasi gróinn bær, hlaðinn úr torfi og grjóti með grasi á þekju og ljósum stafnþilj- um. Hann hét Litla Brekka. í þess- um litla bæ bjó Eðvarð Sigurðsson í yfir 60 ár og vegna þeirrar búsetu varð bæjarnafnið Litla Brekka landsþekkt, enda kenndi hann sig gjarnan við bæinn. Árið 1906 fluttust að Litlu Brekku hjónin Ingibjörg Jónsdótt- ir og Sigurður Eyjólfsson. Sigurður var frá Nýjabæ í Landbroti í V- Skaftafellssýslu. Hann hafði farið suður til vers og kynnst þar konu- efni sínu sínu, Ingibjörgu. Hún var einnig frá bæ sem hét Nýibær, en var í Garðinum. Þau fluttu til Reykjavíkur og eftir vetrardvöl þar fluttust þau að Litlu Brekku og bjuggu þar meðan bæði lifðú. Þau eignuðust 9 börn; tvö létust í frum- bernsku og af þeim sjö sem lifðu var tveimur komið í fóstur til ætt- ingja Ingibjargar suður í Garði. Þetta voru þrír drengir og fjórar stúlkur. Nú eru eftirlifandi þrjár systur; Guðríður, Addbjörg og Sigríður. Sigurður féll frá fyrir aldur fram árið 1921 og þá bar Ingibjörg ní- unda barn þeirra hjóna undir belti. Kröppum kjörum tómthúsmanna með fullt hús barna á þessum árum þarf ekki að lýsa, og ekkja með stóran barnahóp lifði sannarlega engu sældarlífi. Eftirlifandi systur Eðvarðs, Guðríði, var komið ífóst- ur til móðursystur sinnar eftir lát Sigurðar, en elsta barnið, Marís, ólst upp hjá móðurforeldrum sín- um í Garðinum. Á Grímsstaðaholtinu bjó á þess- um tíma almennt fátækt verkafólk og flest voru heimilin barnmörg. Á nútímamáli myndi þetta heita fá- tækrahverfi. En það var ekki fá- tækt í öllum skilningi. Eðvarð Sigurðsson fæddist að Nýjabæ í Garði 18. júlí 1910. Hús- næði foreldra hans var slíkt og að- stæður þeirra þannig að móðir hans fór suður til foreldra sinna til að fæða eldri börnin. Eðvarð var þriðji í röðinni. Hálfsmánaðar- gamlan kom hún með hann að Litlu Brekku. Þarna ólst Eðvarð upp. Ef vinna var fyrir börn á þessum árum var hún tekin, og vitanlega byrjuðu þeir elstu bræðurnir strax að vinna við allt sem til féll. Eðvarð sótti barnaskólann í Reykjavík, sem þá var Miðbæjarskólinn einn. Þá voru 9 bekkir í skólanum en ekki skylda að ljúka þeim öllum. Þetta voru ekki aldursskiptir bekkir, heldur skiptust nemendur eftir kunnáttu. Strax í upphafi kom í ljós náms- hæfni Eðvarðs og honum sóttist námið vel. Ég held hann hafi lokið 7. bekk. Þá komu til möguleikar á fiskvinnu og sendisveinastörfum og skólanámið varð að víkja. Maður verður sjálfur að gera sér í hugarlund æskuár Eðvarðs. Þar skiptust á vinna og atvinnuleysi, en æskufélagarnir á Grímsstaðaholt- inu voru honum jafnan kærir. Og ég held honum hafi þótt vænst um það fólk. Kreppuárin með atvinnu- leysinu og skortinum, og róttækar skoðanir sem oft hindruðu að hann væri tekinn í vinnu þótt hann væri með afbrigðum verklaginn maður voru hlutskipti hans. Þessi bernsku- og æskuár Eðvarðs verða menn að hafa í huga þegar þeir skoða lífsstarf hans. Fátæktin atvinnuleysið og þjóðfélagslegt ranglæti eru bakgrunnur lífs- skoðana og starfs hans alls. f Ijósi þessara ára er rétt að skoða verk hans síðar á ævinni. Hann gengur í Dagsbrún árið 1930 og 1935-36 var hann orðinn einn virkasti andstæðingur þáver- andi stjórnar félagsins. Hann vildi að félagið beitti sér harðar gegn atvinnuleysinu, vildi gera það rót- tækara og virkara. í stríðsbyrjun var hann óumdeildur sem einn sterkasti maður félagsins. Á þrettánda degi jóla kom bresk herfylking að Litlu Brekku. Erindi þessara vopnuðu hermanna var að handtaka Eðvarð Sigurðsson. Hann sagði mér síðar að systir sín, Guðrún heitin, hefði bjargað lífi sínu með því að hlaupa á eftir hon- um, þar sem hann gekk á braut í gæslu vopnaðs liðs og rétta honum þykka lopapeysu. Hann var fluttur inn á Kirkjusand, settur í herfang- elsi ásamt félögum sínum í óupp- hituðum bragga. Þar kom lopa- peysan að góðu haldi. Þeir félagarnir voru ásakaðir um að hafa dreift dreifibréfum meðal hermanna, eftir að herstjórnin hafi skipað þeim að taka upp störf reykvískra hafnarverkamanna í verkfalli Dagsbrúnar. f bréfinu voru hermennirnir hvattir til að sýna samstöðu með verkamönnun- um með því að taka ekki að sér störf þeirra meðan á verkfallinu stæði. Yfirheyrslur hófust á því að vopnaðir hermenn sóttu hina ákærðu og sá er yfirheyrslunum stjórnaði hóf þær gjarnan á því að setja hlaðna skammbyssu á borðið fyrir framan sig. Engin játning kom fram, þrátt fyrir kulda og byssur, og eftir um það bil viku voru þeir afhentir íslenskum yfirvöldum. Eðvarð og félagar hans þrír voru sekir fundnir af íslenskum dómstól- um og dæmdir í fangelsi fyrir landráð gegn breska heimsveld- inu!! Eðvarð afplánaði fjögurra mánaða dóm sem fangi á Litla Hrauni. Hann sagði mér ýmislegt um dvöl sína á Litla Hrauni, en eitt er víst, að samfangar hans ýmsir heimsóttu hann í áratugi eftir þetta, í gleði sinni og sorgum, og leituðu hollra ráða. Árið 1942 var gerð stjórnarbylt- ing í Dagsbrún. Sigurður Guðna- son var kjörinn formaður og nán- ustu félagar hans úr stjórninni voru Hannes Stephensen og Eðvarð Sig- urðsson. Samvinnan milli þeirra þriggja var undraverð. Þar nýttust bestu kostir þeirra hvers um sig. Þeim þremenningum tókst að sam- eina félagsmenn og strax sama sumar braut Dagsbrún á bak aftur gerðardómslög sem bönnuðu kauphækkanir, náðu auk þess samningum um stórhækkað kaup verkamanna og í þessum samning- um kom einnig í fyrsta sinn inn í kjarasamninga ákvæði um orlof. Upp frá þessu var Dagsbrún í ára- tugi óumdeilt forystufélag íslenskr- ar verkalýðshreyfihgar. En hvernig á síðan að segja frá störfum Eðvarðs í verkalýðs- hreyfingunni? Það er ekki hægt nema lýsa íslenskri verkalýðsbar- áttu í 40 ár. Hann var formaður óteljandi samninganefnda Dags- brúnar og Alþýðusambands Is- lands. Hann var í miðstjórn ASÍ um 30 ára skeið og varaforseti þess í mörg ár; formaður Verkamanna- sambands íslands frá stofnun þess 1964 til 1975, í stjórn Dagsbrúnar til 1982, eða í 40 ár, þar af formað- ur í 21 ár. Ég held þau hafi verið fá itörfin í verkalýðshreyfingunni >em hann hafi ekki gegnt eða verið Deðinn um að gegna. Það verður aldrei skráð nákvæmlega hve oft var leitað aðstoðar hans eða um- sagnar í deilum og erfiðum stöðum sem hin ýmsu verkalýðsfélög allt í kringum landið áttu í. - Og þeir sem leituðu til hans einu sinni leituðu til hans aftur. Ég vil hér aðeins nefna þrjú at- riði, sem mér virtist í okkar sam- starfstíð að væru honum hug- leiknust: 1955, eftir 6 vikna verk- fall, náðust samningar um atvinnu- leysistryggingar á Islandi. Ég man að við deildum um þessa samninga. Ég vildi láta fella þá. Eðvarð tók því ljúfmannlega en bað mig um að ræða við nokkra fullorðna verka- menn, sem lifað höfðu ár krepp- unnar. Ég varð við þessari ósk hans og er ég kom til hans aftur hafði ég skipt um skoðun. Ég man eftir sig- urljómanum í andliti hans; hann hefur sjálfsagt minnst æsku sinnar og félaga sinna og hlutskiptis þeirra. 1961 stóðum við í 5 vikna verkfalli og þá náðum við fram stofnun Styrktarsjóðs Dagsbrúnar- manna, en í hann skyldu atvinnu- rekendur greiða sem næmi 1% af dagvinnulaunum verkamanna. Sjóðurinn skyldi styrkja verka- menn sem lent höfðu í slysum eða áttu við veikindi að stríða. Hann vissi hvað verkamönnum kom. 1969 kom í samninga skylda at- vinnurekenda til greiðslu í lífeyris- sjóði verkalýðsfélaga. Auk elli- og örorkulífeyris félagsmanna fengu nú ekkjur þeirra maka- og barnalíf- eyri. Ég held að þá hafi hann enn hugsað sterkt til æsku sinnar og æskufélaga. Hann þekkti líf og vanda verkamannafjölskyldna. Ég minnist aðeins á þessi þrjú atriði. Hann sat í stjórnum allra þessara sjóða til dauðadags og þeir voru honum hjartfólgnir. En hvernig var maðurinn Eðvarð Sigurðsson? Ég gat þess fyrr að hann hefði hætt barnaskólanámi. En í hálfan vetur á unglingsárunum sótti hann kvöldskóla KFUM, auk þess sem hann sótti síðan 1936 eða ’37 hálfan vetur á verkalýðsskóla í Svíþjóð. Sá tími taldi hann alltaf að hefði verið sér ómetanlegur. Eftir það léku reikningur og bókhald í hönd- um hans. Á tæplega 30 ára samveru okkar minnist ég þess aldrei að ve- fengdir væru útreikningar hans. Og ég minnist þess heldur aldrei að nokkur aðili sem sat með honum í samningum vefengdi skýringar hans á lögum og reglugerðum. Hugsun hans var svo skýr og rök- föst að með ólíkindum var. í samningaviðræðum geistist hann ekki fram með stóryrðum og fullyrðingum. Hann flutti mál sitt á ákaflega ljósan hátt og með skýrri framsetningu. Var fljótur að átta sig á stöðu mála og afburða samn- ingamaður. Eitt var líka einkennandi. Ég minnist þess aldrei að viðsemjend- ur hans eða samstarfsmenn bæru það að hann segði ósatt. Hann lagði sig fram um að vera svo heiðarlegur í öllum vinnubrögðum að loforð frá hans hendi þóttu hald- betri en skriflegar yfirlýsingar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.