Þjóðviljinn - 22.07.1983, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Qupperneq 9
Föstudágur 22. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 flestra annarra. Enda efast ég um að setið hafi við samningaborð maður sem var betur virtur í öllum samningum og vinnubrögðum. Þar kom margt til. Sjálfur hafði hann lifað lífi verkamannsins og hafði sjálfur unnið þá vinnu sem um var rætt og samið, eða þrautkynnt sér það mál sem um var rætt. Karakt- erinn var svo kristaltær að óheilindi eða ósannindi voru honum víðs- fjarri. Á öllum félagsmálaferli sínum var honum Dagsbrún ávallt efst í huga. Hún stóð hjarta hans næst. Þar kom til að hann var úr verka- mannafjölskyldu, hann var verka- maður sjálfur; flestir æskufélagar hans voru verkamenn; umhverfi hans allt var umhverfi verkamannsins og hann vildi vera umhverfi sínu trúr. Starfsferill hans í félagsmálum hefst í Dagsbrún og þótt hann sæti á Alþingi og gegndi ótal trúnaðarstörfum með sóma, stóð Dagsbrún honum alltaf næst. Ég minnist fjölda funda, sér í lagi að loknum verkföllum, funda sem kannski á annað þúsund verka- manna sóttu. Þá komum við stund- um lítt sofnir, búnir að vaka kann- ski í tvo sólarhringa og fengið lítinn svefn síðustu vikuna. Þá setti hann an hann sat á Alþingi starfaði hann m.a. nær daglega á skrifstofu Dags- brúnar og mikið fyrir Verka- mannasamband íslands, en fékkst aldrei til að taka nein laun fyrir. Og meðan hann var starfsmaður Dags- brúnar var hann á mjög lágum launum. Eftir að systkini hans voru upp komin bjó hann með móður sinni og Guðrúnu systur sinni í Litlu Brekku. Hann gekk börnum Guð- rúnar, Eðvarði og Svölu, í föður- stað. Þarna var hlýtt heimili. Það var kært milli hans og systkina hans og barna þeirra. Þótt bærinn hafi verið endur- byggður 1918 var hann ótrúlega lít- ill. Þó fannst mér þar aldrei þröngt. Og þótt kynt væri með kolum var þetta ein snyrtilegasta og hreinleg- asta íbúð sem ég hef komið í. Og það var ekki að heyra á Ingibjörgu, móður Eðvarðs, að hún hefði lifað erfiðu lífi. Hún var kát og glöð og þeirrar gerðar að manni leið vel í návist hennar. Þau Eðvarð og Guðrún systir hans voru ákaflega samrýmd. Við lát hennar í desember 1965 ritaði ég í minningu hennar stutta kveðju hér í blaðið. Það var fátítt að Eðvarð skipti sér af mínum skrif- hans lést um aldur fram í desem- ber, eins og fyrr segir, og árið eftir lést móðir hans eftir erfið veikindi. Fósturbörn hans voru þá uppkom- in og farin að heiman. Næstu ár fannst mér Eðvarði líða illa. Honum líkaði ekki að borða á matsöluhúsum og hann var ein- mana í Litlu-Brekku. Við vinir hans urðum ennþá hræddari um hann einan, þegar hann fékk slæmt hjartaáfall 1971 og lengi var tvísýnt um líf hans. En um þetta leyti kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, og þau bjuggu sam- an í um það bil áratug. Tími einver- unnar var liðinn og þessi áratugur var báðum gæfu- og hamingju- ríkur. Eðvarð var ætíð fámáll og dulur um sín einkamál, en nú brá svo við að hann sagði mér oftar en einu sinni, að umhyggja og ást Guðrún- ar hefð gjörbreytt lífi sínu. Eðvarð náði aldrei fyrra þreki eftir veikindin 1965. Og enn syrti í álinn við næsta hjartaáfall 1971, en hann var ákveðinn í að deyja stand- andi. Hann skeytti lítt um læknis- í orlofsheimili að Einarsstöðum. Laugardagurinn 9. júlí rann upp, bjartur og fagur. Sólin skein í heiði og fjallasýn var tignarleg. Þau hjónin óku af stað í stuttan ökutúr og honum leið vel við tign íslenskr- ar náttúru. Skyndilega var hann allur. Þetta var án efa dauðdagi sem hann hefði óskað sér; að deyja í faðmi íslenskrar náttúru og deyja „standandi“. En íslenskt verkafólk sér á bak einum sínum traustasta og vandaðasta forystumanni. Þegar hart var sótt að fátækum reykvískum verkamönnum upp úr aldamótunum svöruðu þeir með því að fylkja sér saman og stofna verkalýðsfélag þrátt fyrir hótanir og ofsóknir. Þetta var árið 1906, þegar foreldrar Eðvarðs fluttu til Reykjavíkur. Reykvískir verka- menn skírðu þetta félag sitt Dags- brún. Nafnið og merki félagsins er rísandi sól. Undir þessu nafni og þessu merki unnu þeir stóra sigra og á þessum tíma skulum við taka þessar gömlu hetjur til fyrirmynd- ar. Hönd í hönd skulum við ganga saman undir rísandi sól til baráttu. Þannig hefði Eðvarð Sigurðsson viljað láta minnast sín. Guðmundur J. Guðmundsson mitt ráð að leita á náðir hans á milli funda til þess að fá leiðbeiningar. Á fundum í sínu félagi naut Eðvarð sín best. Félagsmenn Dagsbrúnar áttu í honum hvert bein og hann í þeim. f öllu starfi Eðvarðs sem forustu- manns í verkalýðshreyfingunni og alþingismanns fléttaðist hin fag- lega og hin pólitíska barátta saman. Hann gerði sér ljóst að kjör og réttindi verkafólks verða aldrei nema að hluta ákveðin í samning- um við atvinnurekendur og miklu skiptir að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda. f verkalýðsbaráttunni og á Alþingi hafði hann margvís- legt frumkvæði og átti hlut að flest- um meiri háttar framfaramálum á síðari árum. Eðvarð naut einstaks trausts og virðingar innan verkalýðshreyfing- arinnar. Verkhæfni hans, sanngirni og heiðarleiki áunnu honum einnig traust og virðingu í röðum atvinnu- rekenda og pólitískra andstæðinga. Skoðanir hans gátu verið um- deilanlegar en maðurinn var óumdeildur. Eðvarð Sigurðsson skilur eftir skarð í íslenskri verkalýðshreyf- ingu. Þó í hverri stjórn og hverri nefnd komi maður í manns stað Eðvarð og Hannes Þ. Sigurðsson á skrifstofu Dagsbrúnar. Formaður Dagsbrúnar í 21 ár, hér ásamt einni fyrstu stjórninni. fram öll meginatriði samninganna á svo ljósan og skýran hátt, að engu var líkara en hann hefði ekki gert annað síðustu dagana en að undir- búa sig undir að útskýra samning- ana. Hann rakti gang samninga- viðræðna, hvernig mál stæðu núna og skýrði mat sitt á stöðunni. Þarna kom aftur þessi skýra hugsun og ljósa framsetning, þannig að vart kom fram nokkur fyrirspum. Það var auðvelt að tala á eftir honum; það þurfti aldrei að „kítta upp í“ framsöguræðuna. - Umræður voru oft harðar og útlit fyrir að úrslit yrðu tvísýn, en það voru aldrei felldir samningar sem hann hafði skrifað undir. Og aldrei samþykkt tilboð sem hann mælti á móti. Var þó fjarri því að fundarmenn væru allir hans pólitísku samherjar. Eðvarð var mikill unnandi ís- lenskrar náttúru og frekar vildi hann fara upp á Arnarvatnsheiði, sem hann fór sumar eftir sumar, heldur en að fara til útlanda. Hann sótti í kyrrð öræfanna hvfld og frið frá erli dagsins. Á sama hátt svalg hann í sig bók- menntir og var ótrúlega vel lesinn. Við ljóðalestur og fagra tónlist átti hann unaðsstundir. Ég hef aðallega getið starfa Eðvarðs í verkalýðshreyfingunni. En hann var einnig virkur á öðrum sviðum. Hann var stofnandi Kommúnistaflokksins, Sósíalista- flokksins og Alþýðubandalags- ins, átti sæti í miðstjórnum þeirra allra og fórnaði miklum tíma í pólitísk störf. Hann var ákveð- inn sósíalisti að lífsskoðun og þreyttist seint á að boða bræðra- lagið, sem honum fannst svo mjög á vanta á síðari tímum. Eðvarð lifði ákaflega hófsömu lífi og veitti sér lítinn munað. Með- um, en í þetta sinn bað hann mig að geta þess, að ef hann hefði komið einhverju góðu til leiðar með störf- um sínum, þá bæri að þakka henni stóran hluta þess. Hún hefði ávallt hvatt sig og stutt í öllum málum og þá best þegar erfiðast var. Heimsóknir mínar í Litlu Brekku eru mér dýrmætar minn- ingar. í miðri vinnudeilu 1965, með yfirvinnubanni og takmörkuðum verkfallsaðgerðum, vorum við Eðvarð búnir að skipta með okkur verkum. Hann var að vanda for- maður samninganefndar en ég sá um framkvæmd aðgerða og ýmsa takmarkaða þætti samninganna. Þá var snemma morguns hringt til mín. Eðvarð Sigurðsson var í sím- anum og tilkynnti mér með rósemi að hann hefði fengið hjartaáfall þá um nóttina, neitaði lækni um að flytja sig á sjúkrahús vegna þess að hann átti eftir að ganga frá nokkr- um skjölum svo auðveldara væri fyrir mig að taka við samninga- nefndinni. Bað mig nú að flytja sig á sjúkrahús, - en tók fram að það mætti ekki vera í sjúkrabíl. Þegar ég kom að sækja hann, setti hann mig með ró og stillingu inn í stöðu mála og gaf mér hollráð. Þegar á sjúkrahúsið var komið, neitaði hann mér um að halda á tösku sem hann var með og gekk sjálfur upp stigana. Kvaddi mig með handabandi þegar upp var komið og bað mig að duga vel. Alla næstu nótt stóðu yfir samninga- fundir, en í símanum fékk ég þær upplýsingar frá Landakoti að Eðvarð berðist við dauðann. Samningar náðust nokkru síðar og Eðvarð átti eftir að rísa upp og ganga til starfa á nýjan leik. Orsök veikindanna var of mikið og langvarandi álag. Þetta ár og það næsta urðu Eðvarði þungbær. Guðrún systir ráð; að fara gætilega og taka ekki að sér erfið og lýjandi störf. Hann sætti sig ekki við að vera áhorfandi, hann vildi berjast til hinstu stund- ar. Og hann tók að sér erfiðustu og vandasömustu störf eins og ekkert hefði í skorist. En þessi ósérhlífni gekk ekki til lengdar. Árið 1975 hékk líf hans á bláþræði um tveggja vikna skeið. En árið 1976 var hann einróma kjörinn forseti ASÍ-þings, - og aftur árið 1980. En ef um- hyggju Guðrúnar hefði ekki notið við, er hætt við að endalokin hefðu komið fyrr. Árið 1979 lét hann af þing- mennsku eftir 20 ára setu á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið. Og 1982 lét hann af formennsku í Dagsbrún eftir að hafa gegnt því starfi í 21 ár samfleytt. Hann sat lengur í stjórn Dagsbrúnar en nokkur annar mað- ur og átti að baki lengri formanns- feril en nokkur annar. Síðustu árin var hann farinn að draga sig út úr hringiðu erfiðra samninga, en við heimsóttum hann gjarnan ef við áttum í vanda, hvort heldur var að nóttu eða degi. Þótt hann léti af formennsku í Dagsbrún starfaði hann áfram á skrifstofu félagsins og þar var gott að hafa hann til að fá áttirnar í erf- iðum málum. Leiðbeiningar hans allt til hins síðasta voru ómetan- legar. Þegar líða tók á vetur sáu kunn- ugir að Eðvarði Sigurðssyni var brugðið. Þrek hans fór dagminnk- andi. En þegar hann sagði mér um síðustu mánaðamót að hann ætlaði í hringferð um landið, dvelja í or- lofsbúðum austurá Héraðiog vest- ur á fjörðum, þá brá mér nokkuð og ég spurði hvort ekki væri í of mikið ráðist. Eðvarð hló og sagði: „Maður verður að kveðja landið". Og þau hjónin óku austur á Hérað og voru búin að dveljast í vikutíma Ég hitti Eðvarð Sigurðsson fyrst þegar ég sem barn fór með föður mínum heim til hans í kaffi í torf- húsinu vestur í bæ. En þá horfði ég trúlega meira á húsið en manninn. Ég kynntist honum fyrst þegar ég hóf störf hjá Alþýðusambandinu fyrir tæpum áratug. Úr fjarlægð var eðlilegt að ímynda sér að maðurinn væri hjúpaður harðri skel af ára- langri harðvítugri baráttu og bæri svip af því að hafa staðið i sviðsljósi sem forustumaður í verkalýðssam- tökunum og sem alþingismaður. Auðvitað var Eðvarð mótaður af sinni lífsreynslu en hvergi brá fyrir svipmóti harðneskju eða hroka. Hann hlífði sér hvergi og var harð- ur af sér í kjarabaráttunni. Þó öll spjót stæðu á honum hélt hann yfir- vegaðri ró sinni og hæfni til þess að greina aðalatriði frá aukaatriðum. En í framkomu var hann hógvær og alúðlegur, hress og uppörvandi. Manngæska og hlýja var honum eðlislæg. Ég finn til að vita að þess er ekki lengur að vænta að hann leggi hönd sína á öxl mér og skjóti að góðlátlegri athugasemd. Eðvarð gegndi fleiri trúnaðar- störfum fyrir verkalýðshreyfing- una en ég kann að nefna. Ég man hann sem traustan og öruggan samninganefndarformann með yfirburða dómgreind og stöðumat. Ég minnist hans sem röggsams þingforseta á Alþýðusambands- þingum, þar sem hann naut slíkrar virðingar að ekki hvarflaði að neinum að mótmæla jafnvel um- deilanlegum úrskurðum. í mið- stjórn ASÍ var hann stefnufastur og tillögugóður. Á öllum samkomum var hlustað af athygli þegar hann talaði. Það setti sitt mark á um- ræður í samninganefndum þegar hann var ekki lengur á fundunum til að draga höfuðatriðin fram og segja kost og löst á þeim lausnum sem til greina komu. Þá var það oft verður það skarð ekki fyllt. Ég sakna þess að hann muni ekki lengur sinna þeim fjölmörgu störf- um sem hann gegndi fyrir hreyfing- una en mest sakna ég góðs félaga sem ekki aðeins var einstakur læri- faðir heldur vinur sem veitti mér uppörvun og hlýju. Eftirlifandi konu hans Guðrúnu Þorbjörgu Bjarnadóttur flyt ég innilegustu samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Missirinn er sár en ég veit að minningin gefur styrk á erfiðri stundu. Ásmundur Stefánsson Eðvarð Sigurðsson er látinn. Með honum er fallinn frá einn á- hrifamesti og besti forystumaður íslenskrar verkalýðshreyfingar í sl. 40 ár. Eðvarð hafði gengið í gegnum öll þau stig, sem verkalýðsbarátt- unni fylgdu. Fyrst var hann verka- maður og vann við margvísleg störf. Hann ólst upp í fátækt og hann þekkti atvinnuleysisárin af eigin raun. Árið 1942 var hann fyrst kosinn í stjórn verkamannafélagsins Dags- brúnar. Síðan gerðist hann starfs- maður þess og árið 1961 var hann kosinn formaður Dagsbrúnar. Hann var kosinn formaður Verka- mannasambandsins frá stofnun þess 1964 þar til hann baðst undan því starfi 1975. Á stríðsárunum 1939-1945 urðu mikil umskipti í kjörum og aðstöðu verkafólks. Þá varð atvinna næg í stað stopullar atvinnu á áratugnum á undan. Eðvarð Sigurðsson átti mikinn þátt í þeirri baráttu, sem háð var á styrjaldarárunum og að því miðaði að leiðrétta kaup verkafólks og knýja fram aukin réttindi vinnandi fólki til handa. Þegar litið er yfir starfsævi Eðvarðs Sigurðssonar og sérstaklega numið staðar við verkalýðsmálin, þá held ég, að

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.