Þjóðviljinn - 22.07.1983, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Qupperneq 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1983 Steinn Stefánsson: Þriðji hluti Þjóðfrelsi íslendinga Haldið vöku ykkar Bandaríkin eru búin að hafa her í landi okkar hartnær 40 ár síðan stríði lauk og þetta er kallað varn- arlið. Til að verja hvern? Svarið er óvefengjanlega: Bandaríkin. Hvað sem mönnum sýndist áður, þá sjá það allir nú, að það er búið að gera hluta af landi okkar að virki sem á að vera U.S.A. til varnar og einnig hagræðis í hinni eilífu yfirráðasókn stórveldis, jafnvel til heimsyf- irráða. Við sjáum sí og æ, a.m.k. seinni árin, hvernig þau færa sig stöðugt upp á skaftið við okkur að hætti stórveldis. Eitt af því nýjasta er Helguvíkurhöfn handa hernum og bætt aðstaða á Keflavíkurflugvelli sem og hér og þar í landinu. Þá er e.t.v. það hættulegasta ótalið, en það eru kjarnorkukafbátar kring- um landið, sem telja má staðreynd a.m.k. með tímanum. Eitt vitum við alveg fyrir víst, að í stórveldastyrjöld verður land okkar skotmark, líklega eitt hið fyrsta vegna herstöðvanna hér. Þá fær a.m.k. meirihluti þjóðar okkar að láta lífið og þó líkast til þjóðin öll í sprengingum og afleiðingum kjarnorkugeislunar. Einhverjum þeirra sem biðja um hernám kann að þykja það ákaflega sælt að deyja fyrir Bandaríkin, en ég veit að flestir með þjóð okkar hugsa nú meira um framtíð hennar og menn- ingu. Séu allar aðstæður skoðaðar rækilega niður í kjölinn utan við allan áróður, veit ég, að hver hugs- andi maður sér augljóslega, að Bandaríkjaher er hér eingöngu vegna eiginhagsmuna síns ríkis og alveg án tillits til íslendinga. Þeim er auðvitað nákvæmlega sama þótt þjóð okkar farist í stórstyrjöld. Eftir það hefðu þeir alger yfirráð yfir þægilegu víghreiðri á hentug- um stað í Atlantshafinu. Þessa full- yrðingu má ekki taka svo, að ég álíti að allir Bandaríkjamenn séu þorparar, síður en svo, enda eru þar friðarhreyfingar sem sýna allt annað. En herstjórn og valdahrok- inn fæst ekki um tillitssemi eða góðmennsku. Nú er það vissulega möguleiki, aðkjarnorkuveldin vinniþað þarfa _ verk! að þurrka út allt líf á jörðinni, standi fyrir heimsendi, en við vonum auðvitað í lengstu lög, að yfirvegun mannvitsins fái að ráða það miklu að svo fari ekki. Þá kem ég að þessari spurningu: Er okkur nauðsynlegt að hafa her í landi vegna hættunnar frá Sovét- ríkjunum? Vissulega eru Rússar stórveldi og ég hef nú látið í ljós skoðun mína á slíkum ríkjum. En hér kemur fleira til. Eins og allir, sem fylgst hafa með, vita, sömdu þeir Stalín og Trúmann forseti USA og kannski fleiri forsprakkar risaveldanna, leynilega um skipt- ingu a.m.k. nyrðri hluta jarðar, og meira þó, í áhrifasvæði í stríðslok 1945. Samkvæmt þessum samningi er ísland óumdeilanlega á áhrifa- svæði Bandaríkjanna. Þess vegna liggur það fyrir, að ef Rússar ætl- uðu eitthvað að fara að bretta sig húsbyggjendur ylurínn er " góóur "AfnrBiAiim Pinannrnparnlast a Afgreiðum einangrunarplasl a Stór-Reykjavikursvæðið fra mánudegi — fostudags. Afhendum vöruna a byggingarstað. viðskiptamonnum að kostncðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmalar við flestra hæfi k»otd g httftnmi f I TtU og reyna að ná yfirráðum á fslandi, væri kjarnorkustyrjöld skollin á. Og af því að Rússar þekkja nú þjóða best, ásamt Þjóðverjum, hinar ægilegu afleiðingar styrjalda, bara af gamla taginu, hefur maður ástæðu til að álíta, að þeir mundu hugsa sig um tvisvar áður en þeir færu út í slíkt ævintýri, sem skv. eðli málsins er útilokað að þeir gætu haft nokkurn hag af. Lítum á fleira í þessu sambandi. Er það ekki skýr sönnun fyrir viðurkenn- ingu áhrifasvæðanna, að þegar Rússar sendu her inn í Ungverja- land og seinna Tékkóslóvakíu vegna afskipta af innanlandsmál- um, datt Bandaríkjunum ekki í hug að hreyfa sig þessum ríkjum til hjálpar, svo að eitthvað sé nefnt. Eða Ameríkuríki eins og t.d. Chile og E1 Salvador. Ekki hefur hvarfl- að að Rússum að hreyfa sig þeim til hjálpar vegna þess að þau eru á umsömdu áhrifasvæði U.S.A. og það þrátt fyrir ógeðslegt framferði svo sem morðið á Allende og sí- felld manndráp. Svarið við spurningunni hér að framan um nauðsyn „herverndar" verður því skilyrðislaust nei. Við getum þess vegna sent bandaríska herliðið hér heim til sín meðan við eigum að heita að ráða því sjálf, sem óvíst er hversu lengi verður. Við erum eftir sem áður á áhrifa- svæði U.S.A. hvort sem mönnum líkar betur eða ver, og það eins þótt viðværum ekki í Atlantshafsbanda- laginu -vopnlausþjóðíhernaðar- bandalagi, sem U.S.A. líklega þarf aðeins að hafa að yfirskini til að dylja yfirgang sinn. Eins og áður er sagt veit hver hugsandi maður að Bandaríkin eru hér með her sjálfra sín vegna. Valdsmenn þar hafa gert sér ljósa grein fyrir því, hve hentug lega landsins er til þess að vera útvörður U.S. A. En við vitum ekki hót hve- nær það veldi telur sig „mega til að skipa málum“ hér í landi að eigin vild af þessum eða hinum „knýj- andi“ ástæðum. Þaulæfðum yfir- drottnurum verður ekki skota- skuld úr að búa til einhverjar „óumflýjanlegar" ástæður til af- skipta af innanríkismálum ríkis e.t.v. hæfilega sakleysislegarí byrj- un. En hershöfðingjar atvinnu- manndrápara, eru vanir að hafa sitt fram með einhverjum ráðum. Við vitum heldur aldrei hvers konar menn komast til æðstu valda í stór- veldi. Það er munur á mönnum. Berum t.d. saman Roosevelt og aftur Reagan með allar sínar kröf- ur um aukinn kjarnorkuvopnabún- að. Einhvers konar Hitler getur komið upp í hvaða stórveldi sem er. Hvar stöndum við, ef við yrðum beittir valdi? Þá hugsun er ekki hægt að hugsa til enda. Hlutleysi hefur dugað okkur lengi og vel, enda lengst af virt. Vopnlaus þjóð verður að vera hlutlaus í átökum stórvelda. Við verðum þess vegna að losa okkur við herinn og ganga úr Atl- antshafsbandalaginu. En þótt okk- ur takist að koma hernum úr landi og losna úr Nató, sem hvorttveggja er í dag aðeins innanríkismál okk- ar, þurfum viðsamtaðgerameira. Við þurfum að vinna að því, að Norðurlönd verði friðlýst, eins og víðast er unnið að, og ekki síð- ur að fá viðurkennda friðlýsingu Norður-Atlantshafsins undir eftir- liti og ábyrgð Sameinuðu þjóð- anna, til þess að losna við kjarn- orkukafbáta stórveldanna, svo sem ágætir menn hafa hvatt til nýlega. Takist okkur að koma í gegn þess- um fjórum baráttumálum, værum við loksins búin að ná fullu sjálf- stæði fyrir þjóð okkar. Heiðruðu leiðtogar stjórnmála- flokka þjóðarinnar. Ég heiti á ykk- ur í alþjóðarnafni að íhuga vel hvar við verðum staddir í hinum rang- snúnu kringumstæðum sem um- lykja okkur á þessum síðustu og verstu tímum, sem yfir heiminn hafa gengið og ekki síst þjóð okk- ar. Viljið þið ekki gera það fyrir þjóð ykkar að halda fullu sambandi við anda þjóðfrelsisbaráttu liðinna alda, fylgja dæmi Jóns Sigurðs- sonar og aldamótamanna og halda áfram baráttunni af fullum krafti uns lokasigri er náð. Á ykkur hvílir ábyrgðin, þeim sem stýra málefn- um þjóðarinnar hverju sinni. Hér þarf hver sannur íslending- ur að ástunda íhugun og þar með yfirsýn yfir aðsteðjandi vanda. Leita, leita og finna í sameiningu hina réttu leið til að halda því sjálf- stæði, sem við töldum okkur vera að ná þann 17. júní 1944, binda endi á þá hættu að þjóðin missi fullveldi sitt og týni tungu sinni og menningu. Við erum skvldug til að skila eftirkomendum landinu sem þeirra eign. íslensk æska, þið sem eigið að erfa landið ásamt eftir- komendum ykkar. Gjaldið alvar- lega varhuga við heimskulegum á- róðri um að við,vopnlaus þjóð, þurfum að dingla í einhverjum hernaðarbandalögum og þiggja „hervernd" einhvers stórveldis sem við skiljum að býður einmitt hættunni heim í fleiri en einum skilningi. Verið minnug setningar: Engin þjóð er sjálfstæð sem hefur erlendan her í landi sínu. Unga fólk, unga ísland, ég trúi á þig. Eg hef umgengist mikið yngri kynslóðina um dagana og einatt fundið hve dýrmætan efnivið þjóðin á í ykkur. Aðeins verðið þið að gæta þess að láta ekki rangsnú- inn áróður ná tökum á ykkur. Hugsið sjálf, leitið, íhugið, kynnið ykkur baráttu okkar bestu manna í sögunni fyrir sjálfstæði þjóðarinn- ar og fetið í þeirra fótspor, þá mun ykkur og allri þjóðinni vel farnast. Haldið vöku ykkar og munið að sjálfstæði, tunga og menning þjóð- arinnar hvílir á ykkar herðum. Framtíðin er ykkar. „Þetta land átt þú“, sagði eitt af góðskáldum okkar. íslendingar, örlög lands og þjóðar eru í okkar höndum. Fram til baráttu fyrir óskoruðu frelsi vors lands. Steinn Stefánsson. Blikkiðjan Ásgaröi 7< Garöabæ Ónnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 FRIÐARGANGA ’83 laugardaginn 6. ágúst Herstöðin á Keflavíkurflugvelli kl. 8.30 Skráið ykkur strax á skrifstofu SHA Miðbæjarskóli kl. 22.00 (opið alla daga eftir hádegi) Símar: 1 79 66 (sjálfvirkur símsvari utan opnunartíma skrifstofu) og 2 92 12 Lœkjargata Kúagerði kl. 14.00-15.00 Straumur kl. 16.00-16.15 Hafnarfjörður kl. 18.30 - 19.00 Kópavogur kl. 20.00 - 20.40

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.