Þjóðviljinn - 22.07.1983, Page 20
DIÚDVIUINN
Föstudagur 22. júlí 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umþrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Almenn menningarstarfsemi undanþegin söluskatti
Geðþótti ráðherra
á ekki að ráða
segir Ragnar
Arnalds fyrrum
fj ármálaráðherra
um Tívolí og
Cirkusundan-
þágur
„Aðalatriði þessa máls er að
söluskattsundanþágur séu ekki
veittar að geðþótta ráðherra eftir
því hvaða aðilar sækja um slíkar
undanþágur, heldur í samræmi við
almennar reglur“, sagði Ragnar
Arnalds í samtali við blaðið í gær.
„I samræmi við þær reglur sem
mótaðar voru í fjármálaráðuneyt-
inu í minni ráðherratíð hefði ekki
átt að veita Tívolírekstri undan-
þágu nema að því er tekur til
skemmtiatriða á sviði, en undan-
þiggja Cirkusrekstur söluskatti
nema að því er tekur til veitinga-
reksturs“.
Eins og alþjóð er kunnugt felldi
Albert Guðmundsson niður sölu-
skatt af Tívolírekstri í Reykjavík,
en segist ekki munu fella niður
söluskatt af Cirkusrekstri. Fram
hefur komið að búið var að fella
niður söluskattinn af Cirkusnum
án þess að það hafi borist ráðherra
til eyrna.
„Undanþágan til cirkusins mun
hafa komið til á síðustu dögum
mínum í fjármálaráðuneytinu, og
ég veit ekki nákvæmlega hvaða
meðhöndlun hún fékk“, sagði
Ragnar Arnalds. En meginatriðið
er að afgreiðslan var rétt í samræmi
við þær reglur sem mótaðar höfðu
verið. Meðan ég starfaði í fjár-
málaráðuneytinu var unnið að því
að setja skýrar afdráttarlausar regl-
ur um söluskattsundanþágur, en
beiðnir um sííkt eru algengar. Sú
viðmiðun var sett upp að almenn
menningarstarfsemi skyldi vera
söluskattsfrjáls. En vegna þess að
erfitt er að skýrgreina hvað flokkist
nákvæmlega undir það heiti, þá var
kveðið nánar á um það að öll dag-
skráratriði á sviði, úti sem inni,
skyldu vera söluskattsfrjáls, hvort
sem um væri að ræða dans, leik,
tónlist, íþróttir, útihátíðir eða
hestamannamót. Söluskattur væri
hins vegar greiddur þar sem fólk
borgaði sig inn til þáttöku í dansi og
öðru þvíumlíku, eða greiddi að-
gang að tækjum. Samkvæmt þessu
hefði ekki átt að taka söluskatt af
■dagskráratriðum Tívolísins en
leggja söluskattinn á sölu Tívolí-
manna á aðgangi að tækjum. Á
sama hátt á ekki að leggja söluskatt
á sölu cirkusmanna inn á dagskrár-
atriði þeirra í sviðstjaldinu, en skil-
yrðislaust á veitingasölu á svæðinu.
Svona reglur eru ekki hafnar yfir
gagnrýni, en þær eru það skýrar að
eftir þeim má fara í afgreiðslum án
þess að geðþótti ráðherra ráði“,
sagði Ragnar að lokum.
-ekh
Merki göngunnar.
Friðargangan
6. ágúst
- Friðargangan 6. ágúst næstkomandi er aðalefni
Dagfara, fréttabréfs Samtaka herstöðvaandstæð-
inga sem kom út í gær.
I fréttabréfinu er merki göngunnar, sem Rúnar
Ármann Arthúrsson teiknaði. Fólk er minnt á að
hafa samband við skrifstofu Samtaka herstöðvaand-
stæðinga í símum 17966 og 29212 til að láta skrá sig.
-óg
í reglugerð er kveðið nánar á um það að öll dagskráratriði á sviði úti sem
inni, skulu vera söluskattsfrjáls. Atriði hjá Arena- sirkusnum sem nú sýnir
í Reykjavik. Ljósm.: eik.
Vöngum velt.
Uppboð á bílum:
Fyrsta, annað og...
Fjöldi bíla skuldara seldur.
Fjöldi manns mætti á bílauppboð
sem haldið var að tilhlutan ýmissa
skuldheimtumanna m.a. gjald-
heimtunnar, á svæði björgunarfé-
lagsins Vöku, á Smiðshöfða í
Reykjavík síðdegis í gær. Um 45
bíiar voru skráðir til uppboðs en
færri voru seldir þar eð nokkrum
hafði verið bjargað frá uppboði á
síðustu stundu. Um 400 bílar voru
ætlaðir til uppboðs í byrjun en síð-
an hafa farið fram samningar milli
fjölda skuldara og skuldheimtu-
manna.
Það voru aðallega karlmenn í
vinnugöllum sem mændu í átt til
uppboðshaldarans eða spörkuðu í
bílana til að athuga ástand þeirra.
Byrjað var að bjóða 100 krónur í
suma og hækkaði talan mishratt,
eftir aldri og tegund bílanna. Sumir
voru seldir á 3000, aðrir á yfir 100
þúsund og allt þar á milli.
Að sögn eins uppboðshaldarans
fær sá innheimtuaðili sem á fyrsta
veðrétt hjá skuldaranum, sína
skuld greidda auk kostnaðar, sá
sem á annan veðrétt, sína skuld ef
söluverð nægir til þess o.s.frv.. Ef
bíll er hins vegar seldur fyrir mun
hærri upphæð en nemur skuldinni,
fær eigandinn mismuninn, að frá-
dregnum kostnaði.
Mikið ber á hertum innheimtu-
aðgerðum ýmissa stofnana um
þessar mundir. Virðast fyrirtækin
einsetj a sér að ná inn skuldum áður
en enn verri afkoma fer að hrjá
almenning og þar með auknar
skuldir.
EÞ
Býður nokkur betur?