Þjóðviljinn - 30.07.1983, Síða 2
shammtur
Af verslunardraumi
2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN > Helgin 30.-31. júlí 1983
Mikið hefur um dagana verið rætt og ritað um
drauma og það er svosem ekki nema von, því fullvíst
er að hver maður á sér draum og sumir fleiri en einn.
Stundum eiga margir sér einn og sama drauminn,
jafnvel heilu þjóðirnar. Þekktur er „The American
dream", - amríski draumurinn, sem mér er sagt að
margan dreymi hér. Þetta er víst Ijúfur draumur, sem
rætist með þeim hætti að menn hafa öðlast allt það
sem hugurinn girnist, nema ef vera kynni lífshamingju.
Á suðvesturhveli jarðarinnar eiga heilu þjóðirnar
sér þann draum að morðsveitir kúgara láti af mann-
drápum og hryðjuverkum. í sæluríkjum kommúnism-
ans eru það mannréttindi, sem fólkið dreymir um, en
nágranna Sovétmanna dreymir um að fá að klára
draumana sína, áður en þeir verði drepnir í nafni Marx
og Leníns. Enn austar kváðu menn ekki lengur eiga
sér drauma, heldur martröðina eina.
í Skandinavíu - með svía í broddi fylkingar -
dreymnir fólk um óleyst próblemm örvhentra og sér-
þarfir þeirra.
íslendingar hafa löngum átt sér lítinn og Ijúfan
draum, en það er að eignast sjoppu.
Þegar togaraskipstjórinn stendur í hólnum vestur á
Halamiðum í fárviðri og fylgist með blókunum berja
klakann, svo dallurinn kanteri ekki, þá lygnir hann
aftur augunum og lætur sig dreyma um litla barnafata-
búð þar sem hann er innanbúðar í eigin forretningu og
afgreiðir barnableyjur, sex í pakkningu yfir glerdisk og
biður ungar konur afsökunar á því að hann geti ekki
skipt, eða hvort þær eigi kannske tvær krónur í smáu.
Eða bóndinn, sem ekki getur byrjað að slá um hey-
annir af því að skaflarnir eru enn í túninu hjá honum.
Hann leggur sig eftir hádegið og lætur sig dreyma um
litla sjoppu, sem hægt væri að kaupa fyrir jörðina. Og
svo gæti hann og Guðríður skipst á að vera í sjoppunni
og telja lakkrískaramellur (nú kallaðar „töggur") og
súkkulaðikúlur oní kramarhús, eða veita þyrstu fólki
og svöngu kók og prinspóló fyrir hæfilegt gjald.
Einhvern tímann sagði vitur maður í merkri bók:
„Þegar draumur rætist er hann ekki lengur til; hann
er orðinn að veruleika.“
Sem betur fer rætast ekki allir draumar.
Mig dreymdi alla tíð um að verða verslunarmaður.
Það fyrsta sem ég man, var að ég var að selja drulluk-
ökur fyrir peninga úr peningagrasi og gerði stór kúpp.
Seinna braskaði ég heilmikið með kæjakkana mína og
átti fyrir fermingu nokkurn skipastól, svo að Ijóst er að í
upplaginu hefur eitthvað af því verið, sem til þurfti.
Þegar svo stríðinu lauk var verslun í lágmarki, ein-
faldlega vegna þess að engar vörur voru til í verslun-
um að selja. Það sjaldan að vörur komu til landsins, þá
voru fölsuðu faktúrurnar sendar til íslands í pósti, en
réttu faktúrurnar í tunnunum, sem innihéldu semsagt
fylgibréfin og varninginn. Stundum fundu yfirvöldin
réttu faktúrurnar í tunnunum. Þá voru heildsalarnir
sóttir til saka og svo féll allt í Ijúfa löð aftur. Þá sagði
amma við mig: „Ég held að forretningar eigi ekki við
þig. Þú hefur ekki rétta innrætið".
En ég hélt áfram að láta mig dreyma um að verða
verslunarmaður.
Svo var það að ég fór í siglingar. Þá var það að
Davíð Sveinsson, kallaður svarti Dónald, kom að máli
við mig, sagðist vera í bísness og bað mig að smygla
fyrir sig til landsins nokkrum grossum af bírópennum,
sem sérhannaðir höfðu verið fyrir Súlúmenn í Afríku;
alsettir glitrandi perlum og voru að því leyti mikið þarf-
aþing að auk þess að vera pennar var í þeim bæði
vasaljós og varalitur.
Þessi ritföng gengu út eins og heitar lummur, enda
ekki til í landinu varalitur, vasaljós, né pennar.
Af þessum verslunarumsvifum auðgaðist ég tals-
vert, en varð svo einhvern veginn afhuga forretning-
unni og hélt bara áfram að láta mig dreyma um að
verða verslunarmaður.
Eftir að vörur fóru svo að flytjast til landsins með
heiðarlegum hætti gerðist Davíð-svarti Dónald heild-
sali og það síðasta sem ég frétti af honum var, að
eldur hefði komið upp í bókhaldinu á lagernum hjá
honum, það brunnið til kaldra kola og að þetta óhapp
hefði orðið til þess að hann flutti til útlanda. Svo brann
hann víst inni í einhverri vöruskemmu í Hamborg.
Blessuð sé minning hans.
Og enn dreymir mig um að verða verslunarmaður.
Ég sit við gluggann á Hressó, horfi útá Austurstræt-
ið og sé hvernig annað fólk hefur látið drauminn minn
rætast. Stórir hópar af amatörum og áhugamönnum í
búðarleik á furðulegasta markaðstorgi veraldarinnar.
[ ausandi slagviðrinu og nepjunni stendur þetta
hugumstóra verslunarfólk og býður fram arinklukkur,
rókókó-gullspegla, plastik-marmara-arinhillur, gyð-
ingakertastjaka, grænar baunir, postulínshund’a, gul-
rætur, kínverska vasa, skartgripaskríni, hvítkál, dúkk-
uhús, matarsalt, plastikrósir, Lafði Astor í barok-
ramma, skörunga, skóflur og kolafötur úr gulli, perlu-
festar, skóreimar, lopapeysur, Ijósakrónur, hnattlíkön,
sængurföt, harðfisk, púðurdósir, karmenrúllur, perlu-
skreyttar púðurdósir, sósulit og ráptuðrur, svo aðeins
örfátt sé nefnt.
En áfram sit ég og læt mig dreyma um að verða
verslunarmaður og hugsa sem svo:
Ef að rættist óskin mín
yrði ég svo glaður.
Allri firrtur ógn og pín
innanbúðarmaður.
sHraargatiö
Helgarpósts-
ritstjórar
hafa dregið til baka ásakanir
blaðsins um okur lögfræðinga.
Greinin um okrið var skólabók-
ardæmi um það sem ekki má í
blaðamennsku og frumhlaup
blaðsins kemur sér bölvanlega
fyrir blaðamannastéttina. Það
þykir hins vegar ekki sérlega
glæsilegt af ritstjórum Helgar-
póstsins að reyna að hvítþvo
sjálfa sig og blaðið í heild í máiinu
með þvf að skella skuldinni gjörv-
allri á þá blaðamenn sem gerðu
mistökin, - og setja-þá útá gadd-
inn. Staðreyndin er auðvitað sú
að þvílík mistök henda nær óhjá-
kvæmilega á blaði þarsem rit-
stjórnarstefnan gengur útá einn
skandal á viku.
Tíminn
var fyrstur með fréttirnar af upp-
gjöf Helgarpóstsins. Það vakti
nokkra athygli á öðrum fjöl-
miðlum. Þar vissu menn um mál-
ið, - en biðu með fréttina að
beiðni Helgarpóstsmanna, og
vegna þess að ekki þótti gustuk
að bæta því á raunir Helgarpósts-
ins að leyfa blaðinu ekki að vera
fyrst að segja frá eigin skandal.
Glæsilegt afrek í fréttamennsku
hjá Tímamönnum.
s
I
yfirlýsingu Iögmanna sem Helg-
arpósturinn bar tilhæfulausum
okursökum taka þeir afsökunar-
beiðni blaðsins til greina og falla
frá málshöfðun. En lengi má lop-
ann teygja. í lok yfirlýsingarinnar
segja þeir nefnilega: „Upphaf
skrifa Helgarpóstsins er heimild-
armaður, sem mun eiga við pers-
ónulega erfiðleika og veikindi að
Traviata eftir Verdi. Þetta verður
geysilega viðamikil uppfærsla
sem kostar mikinn undirbúning
og er hann þegar hafinn. Það er
Bríet Héðinsdóttir sem leikstýrir.
Það
hefur komið á óvart hversu góðar
undirtektir Stúdentaleikhúsið
hefur fengið og má segja að það
hafi tekið við af Alþýðuleikhús-
inu sem lítið fréttist nú af. Fullt
hefur verið á flestar sýningar og
síðasta sýning á Garcia Lorca var
fyrir troðfullu húsi en ekki var
unnt að hafa aukasýningar vegna
anna leikaranna í öðru. Nú hefur
Reykjavíkurblús verið tekinn
upp að nýju og leikhúsið ætlar
síður en svo að láta deigan síga.
Næsta verkefni er franskt leikrit
sem nefnist Elskendurnir í
neðanjarðarlestinni. Annar
framkvæmdastjóri Stúdentaleik-
hússins, Andrés Sigurvinsson,
leikstýrir.
Púkar
eru stundum á ferðinni á síðum
dagblaðanna eins og lesendur
verða varir við. Einn slíkur gerði
heldur betur vart við sig í auglýs-
ingu frá Þjóðviljanum sem nýlega
birtist. Það var fyrirtæki sem var
að auglýsa eftir smiðum og átti að
vera nánar útlistað hver ættu að
vera verkefni þeirra. Þegar
auglýsingin birtist hljóðaði hún
hins vegar svona: „Vana smiði úr
ryðfríu stáli og áli vantar strax til
smíði fiskvinnsluvéla“. Svo brá
hins vegar við að fjölmargir
smiðir gáfu sig fram við fyrir-
tækið og eigandinn réði nokkra
þeirra þó að ekki uppfylltu þeir
það skilyrði að vera úr ryðfríu
stáli og áli. Var auglýsingin því
borguð með glöðu geði.
stríða. Vonandi kemst hann yfir
hvorttveggja." Nýtt meiðyrða-
mál?
Þótt
æra lögmannanna tveggja hafi
verið hreinsuð í Helgarpóstsmál-
inu hefur það vakið athygli innan
lögfræðingastéttarinnar að í við-
komandi máli blanda lögmenn-
irnir saman sínum eigin fjármál-
um og fjármálum skjólstæðinga
sinna. Það þýkir víst ekki mjög
góð latína í þeim hópi.
Og
af öðru máli úr blaðaheiminum.
Það er réttvísin gegn Úlfari
Þormóðssyni vegna annars tölu-
blaðs af Speglinum. Málið verður
tekið fyrir í fyrsta sinn nk. þriðju-
dag kl. 13.30 í Sakadómi Reykja-
víkur og þar verður Úlfar yfir-
heyrður um meint guðlast og
klám. Það verður sjálfsagt fróð-
leg yfirheyrsla enda munu margir
hugsa sér gott til glóðarinnar að
hlýða á.
Islenska
óperan fór vel af stað en sumir
eru hræddir um að eitthvað fari
Bríet: Leikstýrir La Traviata.
Andrés: Elskendurnir í neðan-
jarðarlcstinni næstir á dagskrá.
Úlfar: Yfirheyrður á þriðjudag
um meint guðlast og klám.
að halla undan fæti þegár mesta
nýjabrumið er farið af. Menn
bíða því spenntir eftir því hvaða
verkefni verður næst á dagskrá í
Gamla bíói. Og nú getur Skráar-
gatið frætt lesendur um að það er
ekki af lakara taginu heldur hin
fræga og sígilda ítalska ópera La