Þjóðviljinn - 30.07.1983, Side 5
4 SÍÐÁ - ÞJÓÐVÍLjÍNN Helgin 30.-3Í. júlí 1983
stjórnmál á sunnudcgí
Þorbjörg___________
Arnórsdóttir, Hala,
skrifar
Uppeldi, skóli, jafnrétti
Eitt er þaö málefni sem ekki hefur mikiö
veriö rætt innan Alþýðubandalagsins, í
þaö minnsta ekki á Austurlandi, en það
erujafnréttismál. Meginuppistaðan í
þessari grein minni er hugleiðing um
stöðu jafnréttismála, hvað varðar
jafnrétti kynjanna, og tengi ég þá
umfjöllun lítillega uppeldismálum og
mótun skólamálastefnu.
Þegar talað er um jafnréttismál er það
hugtak gjarnan tengt jafnrétti karla og
kvenna. Því fer fjarri að ég líti svo á að það
eitt sé jafnréttismál og það er skoðun mín
að Alþýðubandalagið hljóti ávallt að láta
hverskonar jafnréttismál til sín taka sam-
kvæmt þeirri megin hugsjón að jafna ber
efnahagslegan og menningarlegan
aðstöðumun fólksins í landinu. Þar höfum
við mikið verk að vinna og ekki síst þurfum
við sem búum í dreifbýlinu að láta í okkur
heyra hvað varðar þann mikla aðstöðumun
sem er milli búsetu í dreifbýli og þéttbýli.
Einnig þarf það að vera megin uppistaðan í
stefnu Alþýðubandalagsins að hlúa að þeim
sem við erfiðust lífsskilyrðin búa en þar á ég
við öryrkjana og aðra þá sem eiga í erfið-
leikum sökum heilsubrests.
Ef litið er til heimsmála þá er síst ástæða
til bjartsýni hvað varðar jafnréttismál og
jöfnun lífskjara því á undanförnum árum
hefur bilið milli ríkra og fátækra enn aukist.
Jafnframt er það ljóst að konur njóta alls
ekki jafnréttis á við karlmenn hvað varðar
fjárhagslega, pólitíska, hugmyndafræði-
lega og félagslega stöðu þeirra. í því sam-
bandi vil ég nefna að árið 1980, á miðjum
kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna, var
talið að konur ynnu 75% allrar vinnu í
heiminum (launaða og ólaunaða vinnu) en
þægju aðeins 10% allra launa og ættu
aðeins 1% allra einkaeigna í heiminum.
Staða íslenskra kvenna
Mjög fáar tölulegar upplýsingar eru til
um stöðu kvenna hér á íslandi en ég tel að
hún sé síst betri en í öðrum svonefndum
velferðarþjóðfélögum. í því sambandi má
nefna óheyrilega lág laun, óheppilega til-
högun skólagöngu, mikið vinnuálag, stutt
fæðingarorlof, vöntun á dagvistunarheimil-
um, mjög óhagkvæma húsnæðispólitík og
tiltölulega mikinn barnafjölda. Einnig hef-
ur komið í ljós með stofnun kvennaathvarfs
að fjölmargar konur búa við síst minna of-
beldi inni á heimilum hér og í nálægum
löndum.
Jafnréttisbaráttan einkenndist í upphafi
áttunda áratugsins af baráttunni fyrir laga-
legu jafnrétti og árið 1976 voru samþykkt á
Alþingi lög um jafnan rétt karla og kvenna.
Samkvæmt niðurstöðum nefndar, skipaðri
af Svavari Gestssyni félagsmálaráðherra í
apríl 1981, sem fjalla skyldi um jafnréttis-
mál og standa að tillögugerð um breytingu á
jafnréttislögunum með tilliti til þeirrar
reynslu sem fengist hefur síðan lögin voru
sett, er enn langt í land að staða karla og
kvenna sé jöfn og hér ríki raunverulegt
jafnrétti. Ég ætla að vitna í stuttan kafla úr
greinargerð nefndarinnar. Þar sem segir:
„Hvað varðar lagalegan rétt til sömu
menntunar, atvinnu og laun skortir mikið á
að konur hljóti jafn mikla menntun, njóti
sömu launa og karlar eða hafi sömu tæki-
færi til áhrifa í þjóðfélaginu. Konur eru
stærsti hluti láglaunastéttar hér á landi og
hlutur þeirra í störfum verður æ minni eftir
því sem störfin eru betur launuð og hærra
metin í þjóðfélaginu. Hér veldur mestu rót-
gróin kynjaskipting á vinnumarkaðnum svo
og móðurhlutverk kvenna og þær skyldur
og ábyrgð sem það leggur þeim á herðar.
Því fyrra hlýtur að vera hægt aö breyta ef
vilji er fyrir hendi og markvisst að því unnið
og þann aðstöðumun karla og kvenna, sem
móðurhlutverkið skapar í raun, ætti að vera
hægt að jafna með ákveðnum þjóðfélags-
legum aðgerðum."
Ég tel, ef litið er til þeirra sjö ára sem
liðin eru síðan lögin um jafnan rétt karla og
kvenna voru sett, hafi lítið sem ekkert
breyst, annað en það að hlutverk kvenna
úti á vinnumarkaðnum hafi hækkað. Nú
vinna um 80% giftra kvenna utan heimilis.
Því miður þýðir það ekki að kjör þessara
kvenna hafi batnað einfaldlega vegna þess
að af þjóðfélagsins hálfu hefur þeirri breyt-
ingu ekki verið fylgt eftir. Það er staðreynd
að konur eru lang stærsti hluti láglauna-
stéttar hér á landi. Þar tala tölur skýrustu
máli því árið 1979 höfðu aðeins 30% giftra
kvenna meðaltekjur en 61% giftra karla. í
vinnumarkaðskönnun Framkvæmdastofn-
unar ríkisins árið 1981 kom í ljós að laun
kvenna eru 51,8% lægri en laun karla. Sam-
kvæmt jafnréttiskönnun meðal launþega í
Kópavogi árið 1982 kemur fram að um 40%
karla sem svöruðu fengu kaupauka en
aðeins 26% kvenna. Jafnframt útivinnunni
bera konur að meginhluta ábyrgð á heimil-
ishaldinu sem þýðir óheyrilega mikil vinna
og tvöfalt vinnuálag. í Finnlandi vinnur
sambærilegur fjöldi giftra kvenna utan
heimilis og hér á íslandi. Þau ummæli Ann-
elie Mákinin frá ráðstefnu norrænna
kvenna í Finnlandi árið 1983 gætu eins átt
við íslenskar konur er hún segir: „Flestar
konur halda áfram störfum utan heimilis
þótt þær eignist börn og hvergi í Evrópu
hafa mæður ungra barna eins langan vinnu-
dag og í Finnlandi. Þær festast margar í
leiðinlegum, einhæfum störfum, eru of
þreyttar til að berjast fyrir betri stöðum og
það gerir þær oft leiðar og þær glata sjálfsá-
liti sínu“ Auk þessa mikla vinnuálags veit
ég að margar útivinnandi mæður þjást af
sektarkennd gagnvart heimili og börnum.
Þessi sektarkennd stafar oft á tíðum af
vöntun á öruggri gæslu fyrir börnin en einn-
ig er af samfélgasins hálfu töluvert alið á
þeim viðhorfum að konur sem vinna utan
heimilis vanræki börnin sín. Þó að Golda
Meir forsætisráðherra hafi mælt þau orð
sem ég vitna til hér á eftir árið 1930 hefur
örugglega iítið sem ekkert breyst í þessum
efnum síðan þá, en hún sagði:
„Það er fátt sem jafnast á við innri bar-
áttu og örvæntingu útivinnandi móður.
Börnin líða fyrir starfið, starfið líður fyrir
börnin. Hún er ofhlaðin vinnu og þjáist af
samviskubiti gagnvart hvoru tveggja.“
Hvað er til úrbóta?
Ég tel að þetta mikla vinnuálag og ábyrgð
á heimili og börnum sé ein megin orsökin
fyrir því að konur gefa sig lítið að félags- og
stjórnmálum auk þess sem gömul viðhorf,
hefðir og fordómar ráða þar nokkru um. En
nvað er þá til úrbóta? Það er spurning sem
við innan Alþýðubandalagsins hljótum að,
velta fyrir okkur svo fremi að við ættum að'
sýna það í verki að við höfum áhuga á að
bæta stöðu kvenna frá því sem nú er. Ég
ætla að telja upp hér á eftir nokkur megin-
atriði sem ég tel að Alþýðubandalagið ætti
að beita sér fyrir á hinum pólitíska vettvangi
til að bæta stöðu kvenna og auka hlutdeild
þeirra í stjórnunar- og áhrifastöðum. Ég
ætla þá í fyrsta lagi að vitna til niðurstöðu
nefndar þeirrar sem Svavar Gestsson
skipaði til að fjalla um jafnréttismál.
Nefndin hefur skilað af sér drögum af frum-
varpi til laga um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla þar sem gerðar eru ýmsar
endurbætur á lögunum frá 1976. Þar stend-
ur: „Helstu nýmæli lagafrumvarpsins eru
að tilgangur laganna sé ekki eingöngu að
koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og
karla heldur beinlínis að bæta stöðu
kvenna. Ætti það ákvæði að opna leið til
tímabundinna aðgerða sem nauðsynlegar
þættu. Önnur mikilvæg breyting sem gert er
ráð fyrir er breytt skipan jafnréttisráðs á þá
lund að félagasamtök sem hafa jafnréttis-
baráttu á dagskrá tilnefna fulltrúa í ráðið.
Það ætti að tryggja að alltaf sitji í ráðinu
fulltrúar sem hafa sérstakan áhuga á að
vinna farsællega að þessum málum. Önnur
nýmæli eru að lögleiða skipan jafnrétis-
nefnda í sveitarfélögum og að leitast sé við
að hafa sem jafnasta tölu kynja í stjórnum,
nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfé-
laga og félagasamtaka“ Ég tel að þessi
breyting á lögunum, ef fram næði að ganga,
sé í alla staði jákvæð en jafnframt er ljóst
frá reynslu fyrri ára að lagastafurinn einn
nægir ekki. Samhliða breytingu á j afnréttis-
lögunum þurfa líkaáð koma ýmsar þjóðfé-
lagslegar aðgerðir. Þar yrði auðvitað efst á
blaði launajöfnuður og endurmat á launak-
erfinu í heild, þar sem hin svokölluðu
Kvennastörf yrðu metin til hærri launa en
nú er. Möguleika á hlutastörfum þarf að
auka og endurmeta þarf húsmóðurstörfin í
þá átt að þau verði metin sem starfsreynsla
er út á vinnumarkaðinn kemur. Fullnægja
þarf dagvistun fyrir öll börn þannig að það
geti orðið í framtíðinni val foreldra en ekki
hins opinbera, eins og nú er, hvort börnin
njóti viðunandi og öruggrar dagvistunar.
Bæta þarf skólamálastefnuna þar sem lág-
markskrafan er einsetinn skóli, samfelldur
skóladagur, möguleikar á máltíð í skólum
og hæfilegur fjöldi nemenda í bekk. Allar
konur fái sex mánaða fæðingarorlof og
fyrsta skref til úrbóta í þeim málum yrði að
allar konur fái sama fæðingarorlof, hvaða
störf sem þær vinna og í þeim efnum sé
húsmóðurstarfið ekki vanmetið, eins og nú
er. Bættir verði möguleikar til endurmennt-
unar og vil ég í því sambandi benda á nauð-
syn þess að koma á fullorðinsfræðslu í hin-
um dreifðari byggðum. Endurmeta þarf
stöðu giftra kvenna hvað varðar lífeyris-
mál, skattamál og tryggingamál og endur-
bætur þarf að gera á orlofslögum hús-
mæðra.
Með framkvæmd þessara sjálfsögðu rétt-
indamála vinnst tvennt. í fyrsta lagi yrði
stuðlað að stórbættum hag barna og um leið
yrðu aukin áhrif kvenna í þjóðfélaginu með
því að efla menntun þeirra og efnahagslegt
sjálfstæði. Með slíkum samfélagslegum
aðgerðum yrði það manngildisstefnan sem
höfð yrði að leiðarljósi, fjárfest yrði í bætt-
ari aðstöðu fjölskyldna í landinu en ekki
yrði horft til skjótfengins peningagróða. Er
það ekki einmitt ein af megin hugsjónum
sósíalismans að setja manngildið ofar pen-
ingagildinu?
Hinn uppeldislegi þáttur
Um leið og við viðurkennum að hægt er
að bæta stöðu kvenna með ákveðnum
þjóðfélagslegum aðgerðum og viðurkenn-
um þessar hindranir sem mikla fyrirstöðu
fyrir jafnrétti á við karlmenn þá má þó ljóst
vera að þar er á ferðinni sjúkdómseinkenni
eða afleiðing en það er meinið sjálft sem
liggur mun dýpra. Meinið sjálft tel ég vera
hina uppeldislegu og félagslegu mótun eða
innrætingu, en sú mótun á sér stað á per-
sónulegum, félagslegum og þjóðfélags-
legum grunni. Þar er ég kominn að hinum
uppeldislega þætti jafnréttismálanna og sá
þáttur hlýtur einnig að tengjast skólunum
og starfi þeirra, en samkv. lögum ber skól-
unum einnig að sinna því uppeldishlutverki
sem áður var nær eingöngu í höndum
heimilanna.
Ég mun hér á eftir styðjast að nokkru við
samantekt félagsráðgjafanna Nönnu Sig-
urðardóttur og Þuríðar Jónsdóttur þar sem
þær hafa á einkar athyglisverðan hátt sýnt
fram á hvernig hin félagslega mótun svo og
félagslegar hindranir og samfélagsleg við-
horf og venjur hafa áhrif á hlutdeild kvenna
í atvinnulífi, félagslífi og stjórnunarstörf-
um. Áhrifa umhverfisins fer að gæta strax í
lífi ungra barna. Þess vegna er erfitt að
segja til um með nokkurri vissu hvort það
sem aðskilur kynin sé eðlislægur munur eða
áunninn af áralöngum rótgrónum þjóð-
félagsvenjum. Ég tel það ekkert vafamál að
umhverfisáhrifin séu veigamikill þáttur í
mótun kynjanna og afgerandi þáttur hvað
varðar jafnréttismál. Það leynir sér ekki að
viðhorf og væntingar eru mismunandi eftir
því hvort um drengi og stúlkur er að ræða.
Það er búist við því að drengurinn verði
fyrirferðamikill í von um að hann verði
sjálfstæður síðar meir. Af stúlku er þess frá
upphafi vænst að hún verðu prúð og elsku-
leg, þurfi á vernd og jafnvel framfæri að
halda að þá jafnframt að hún verði þæg og
stillt. Þær vonir sem bundnar eru við börnin
hafa áhrif á hegðun foreldranna gagnvart
þeim og beina þeim inná ákveðnar brautir.
Drengirnir fara í öðruvísi leiki, bílaleiki,
stríðsleiki, fótbolta, tefla og fl., en stúlk-
urnar fara í mömmuleiki, dúkkuleiki, safna
servíettum og fl. Við foreldrarnir styðjum
þetta með því að gefa mismunandi leikföng
eftir því hvort um drengi eða stúlkur er að
ræða og sé þar eitthvað breytt útaf venju
eru viðhorf samfélagsins fljót að koma
fram, strákum strítt ef þeir leika sér að
brúðu o.s.frv. Þessi skipting kemur æ
skýrar fram þegar börnin fara að vinna,
drengirnir vinna þá ýmis útistörf fara í
sendiferðir og fleira en stúlkurnar passa
börn og vinna innistörf. Hér er vitanlega
ekki um einhlíta lýsingu að ræða en megin
viðhorfin eru þessi þó etv. hafi eitthvað
breyst í þessum efnum á sfðustu árum vegna
aukinnar jafnréttisumræðu.
Það má líka ljóst vera að þegar einstakl-
ingurinn mótar sína sjálfsmynd þá leitar
hann fyrirmyndar í umhverfinu, stúlkur hjá
mæðrum sínum og öðrum konum, piltar hjá
feðrum sínum eða öðrum karlmönnum.
Með því að ganga inn í hin hefðbundnu
hlutverk gera þau það sama og kynin hafa
gert á undan þeim. Það er alltaf styrkur í því
að hafa fyrirmyndir sem byggja á langri
hefð en vandasamara að brjótast útúr
hefðinni og móta nýjar leiðir ekki síst vegna
þess að af samfélagsins hálfu er áróður gegn
slíku oft mjög sterkur og erfitt að standast
hann.
Það er ekki bara uppeldi barna og ung-
linga sem mótast af vissum samfélagslegum
viðhorfum, þau fylgja einstaklingum gegn-
um allt hans lífshlaup.
„Áhrifa umhverfisins fer að gæta strax í lífi ungra barna. Þess vegna er erfitt að segja til um.
með nokkurri vissu hvort það sem aðskilur kynin sé eðlislægur munur eða áunninn af ára
löngum rótgrónum þjóðfélagsvenjum.“
Samfélagið ætlast til annars af konum en
körlum og það tívernig karlar og konur
bregðast við hinum ýmsu atburðum á lífs-
leiðinni mótast alltaf að einhverju leyti af
líffræðilegum forsendum en þó ekki síður
félagslegri mótun og þeim viðhorfum sem
allsráðandi eru í samfélaginu. Jafnrétti að
lögum verður því aldrei annað en rammi
eða sá grunnur sem þarf til þess að hægt sé
að móta nýjar hefðir og vinna gegn for-
dómum hjá bæði konum og körlum. Það
þarf því fyrst og fremst algjöra viðhorfs-
breytinu, brjóta niður gamlar hefðir, viður-
kenna hin mótandi áhrif, auka gagn-
kvæman skilning karla og kvenna á jafn-
réttismálum og endurskilgreina hlutverk
kynjanna út frá manngildishugsjón en ekki
kynskiptingu.
Þróun í rétta átt
Það má öllum ljóst vera að slíkar
breytingar verða ekki í einni svipan heldur
hlýtur þar að verða um ákveðna þróun að
ræða og í þeirri þróun getum við öll verið
áhrifavaldar og getum haft viss áhrif í gegn-
um uppeldi barna okkar og mótun skóla- og
uppeldisstefnu. Einkar mikilvægt er að hin-
ar opinberu uppeldisstofnanir hafi jafnrétti
að leiðarljósi og að sú megin hugsjón
grunnskólalaga, að skólinn skuli „leitast við
að haga störfum sínum í samræmi við eðli
og þarfir nemenda sinna og stuðla að al-
hliða þroska, heilbrigði og menntunar
hvers og eins“ sé ætíð haft að leiðarljósi í
skólastaríinu. Hlutverk skólans verður allt-
af að einhverju leyti og óhjákvæmilega inn-
prentun viss gildismats en aðalatriðið er
auðvitað að skólinn geti sinnt sínu hlutverki
sem fræðslumiðstöð sem höfðar til áhuga
nemenda og gerir þá virka. Starf kennara
verður þá fyrst og fremst leibeinendarstarf.
Ekki þarf tíinsvegar að ætla að neinn skóli
megni að leiðrétta til fulls neitt það misrétti
sem viðgengst í þjóðfélaginu. Það liggur
miklu frekar á pólitísku, efnahagslegu og
félagslegu ákvörðunarsviði að hve miklu
leyti einstaklingurinn öðlast viðurkenningu
sem fullgildur þegn. Skólinn getur hins veg-
ar hjálpað einstaklingnum til að fá viður-
kenningu en einnig dregið úr möguleikum
hans. Þess vegna skiptir skólagerðin og
starfið innan veggja hans verulegu máli í
þessu sambandi, ekki síst ef tillit er tekið til
leiðbeininga varðandi starfsval,
leiðbeininga um áframhaldandi menntun
og menntunarmöguleika og að hinni hefð-
bundnu starfskiptingu kynjanna, hvað
varðar heimilistörf, handmennt ogfleira, sé
algjörlega rutt burt úr skólunum. Stórauka
þarf kennslu í heimilisfræði og færa hana
niður í yngri bekki grunnskóla þar sem
megináhersla yrði lögð á að kenna alla þætti
heimilishalds (ekki bara matargerð). Um
leið erum við að kenna börnunum að sjá
fyrir frumþörfum sínum og gera þeim ljóst
að allir þurfa að vinna þessi störf og bera
ábyrgð á heimilishaldi og barnauppeldi.
Samstaða gegn íhalds-
stjórn
Alþýðubandalagið hlýtur sem sósíalís-
tískur flokkur að starfa með jafnréttishug-
sjón að leiðarljósi og beita sér fyrir bættri
stöðu kvenna. Ég tel það því mikilsvert
fyrir Alþýðubandalagið að æ fleiri konur
koma til starfa innan flokksins því um leið
hljóta málefni kvenna að verða meira af-
gerandi þáttur í stefnu flokksins. Frum-
kvæði í jafnréttisbaráttu hlýtur að þurfa að
koma frá konunum sjálfum og stefnumótun
hlýtur að byggja á reynslu og sjónarmiðum
kvenna. Einmitt þess vegna er það ekki
óeðlilegt að konur innan Alþýðubandalags-
ins starfi saman í sérstökum hópum og
standi saman að því að koma sínum málefn-
um á framfæri og er það reyndar mjög í
samræmi við hið nýja skipulag sem nú er
verið að ræða innan flokksins. Hins vegar
verður sú starfsemi að vera í þeim farvegi
að náin tengsl séu við flokksstarfið svo ekki
skapist tortryggni og togstreita á milli hinna
einstöku hópa, því þá um leið er þeim mál-
stað sem við berjumst fyrir stefnt í voða.
Ég held að þaö hafi kannski aldrei verið
Ijósara en nú þegar situr að völdum hægri
stjórn að jafnréttisbarátta kvenna verður
aldrei annað en hjómið eitt meðan að völd-
um situr ríkisstjórn sem sker á félagslegar
aðgerðir, sker niður laun þar sem láglauna-
fólki er í engu hlíft og býður heim hættunni
á atvinnuleysi. f öllu þessu eru það konur
sem verða verst úti, við þurfum ekki annað
en að líta til nágrannaríkjanna til að sjá
dæmi um það. Vinstri konur þurfa því að
gera sér ljóst hversu mikilvægt það er í jafn-
réttisbaráttunni að standa saman og stuðla
að öflugri vinstri hreyfingu sem mótvægi
gegn hægri öflunum í þjóðfélaginu. Við
höfum ekki efni á að sundra kröftunum því
um leið auðveldum við atlögu íhaldsins
gegn launafólki og gegn mikilvægum
jafnréttis- og baráttumálum okkar sjálfra.
Helgin 30.-31. júlí 1983 ! ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Tvísýnar
horfur
með
kartöflu-
upp-
skeru
Þeir voru aö minnast á það
Vestlend- og Vestfirðingarnir,
sem við töluðum nýlega við, að
þar hefði séð á kartöflugrösum,
eftirfrostvotteinanótina. Þá
sögu hafa þeir ekki að segja í
Þykkvabænum og á Sval-
barðsströndinni, aðalkartöflu-
ræktarsvæðum landsins. Þar
eru kartöflugrösin óskemmd af
frostum en samt horfir þó eng-
an veginn nógu vel með upp-
skeruna, þótt af öðrum ástæð-
um sé.
Þykkvibær
Hrafnhildur Guðmundsdóttir í
Miðkoti í Þykkvabæ sagði að þar
væri útlitið með uppskeruna engan
veginn glæsilegt, vegna sífelldra
kulda og bleytu. En frost hefði ekki
komið þar ennþá. Úr þessu gæti þó
ræst enn ef fljótlega stytti upp og
hlýnaði. En þá ykist líka hætta á
næturfrostum eftir að komið væri
fram í ágúst. Við verðum bara að
vona hið besta, sagði Hrafnhildur.
Stundum hefur sandurinn viljað
fjúka ofan af kartöflunum í
Gengur
vel
hjá
Eddunni
Ýmsir hafa leitt að því getum að
farþegaferjan M.S. Edda myndi
verða rekin með tapi á þessu sumri
sökum bágs efnatíagsástands al-
mennings. í fréttatilkynningu frá
Farskip, sem rekur ferjuna, segir
hins vegar, að uppselt tíafi verið í
síðustu ferð skipsins, en þa$ lét úr
höfn sl. miðvikudag. Ennfremur
segir í tilkynningunni, að ljóst sé,
að hið slæma sumar hér á landi hafi
leitt til þess, að landsmenn leiti sér
sumarauka með skipinu (hér mun
átt við veðrið en ekki efnahaginn).
Bfllinn í lagi — beltin spennt
bömin í aftursæti.
GÓÐAFERÐ!
Þykkvabænum í þurrkum og
stormum en það hefur ekki gerst
nú, um það sér úrfellið. Hrafnhild-
ur áleit að Þykkbæingar hefðu sett
álíka mikið niður af kartöflum í vor
og undanfarin ár.
Svalbarðsströnd
Bjarni Hólmgrímsson á Sval-
barði taldi uppskeruhorfur þar á
ströndinni með lakara móti. Valda
því kuldar og þurrkar í maí sem
mjögtöfðufyrir sprettu. Ekkierþó
öil nótt úti enn og veltur mikið á
ágústmánuði.
Frost hafa engin komið en ef
bregður til norðanáttar má búast
við kalsa. Sjórinn er svo kaldur að
hitastigið er strax komið niður
undir frostmark ef eitthvað andar á
norðan.
Bændur á Svalbarðsströnd eiga
mikið undir því komið að kartöflu-
uppskeran sé góð því hjá nokkrum
þeirra er hún aðal búgreinin.
Bjarni kvað kartöflufram-
leiðendur þar um slóðir hafa selt
sínar síðustu kartöflur í maí og nú
yrði verksmiðjan á Svalbarðs-
strönd að flytja inn kartöflur til
þess að geta tíaldið áfram starfsemi
sinni.
-mhg
Það hljóta að vera góðar kartöflur, sem þessar fallegu stúlkur hafa farið höndum um.
, þudrekkur
sykudaust Soda Stream
með goðrí samvisku!
Nú fást fjórar tegundir: Appelsín, Cola, Límonaði og Ginger Ale. Þér er óhætt að
drekka sykurlaust Soda Stream eftir æfingar því það er minna en ein kaloría í glasi.
Sól hf.
ÞVERHOLTI 19 SÍMI26300
REYKJAVÍK