Þjóðviljinn - 30.07.1983, Page 27
Helgin 30.-31. júlí 1983 ÞjlÓÐVILJINN - SÍÐA 27
Steingrímur
Hermannsson
forsætisráðherra
Enginn
ágreining
ur um
verð-
- Ég kannast ekki við neinn
ágreining í ríkisstjórninni um þess-
ar verðhaekkanir, sagði Steingrím-
ur Hermannsson á blaðamanna-
fundi í gær, þegar hann var
spurður hvort Framsóknarráð-
herrar hefðu verið alveg sáttir við
þessar hækkanir.
Spurt var hvort málflutningur í
leiðara Tímans og fréttaflutningur í
fjölmiðlum um ágreining innan
ríkisstjórnarinnar hefðu ekki við
rök að styðjast og kvað ráðherrann
það vera fjarri lagi.
Það væri fullt samkomulag um
þessar hækkanir enda stefna ríkis-
stjórnarinnar að koma í veg fyrir
lántöku erlendis.
-óg.
Forstjórar fjalla
um málið
Nefnd um
gjaldeyri
Fjórir framkvæmdastjórar, tveir
bankastjórar og einn ráðuneytis-
stjóri hafa verið skipaðir í nefnd til
að endurskoða lög og reglur um
gjaldeyris- og viðskiptamál. Við-
skiptaráðherra skipaði þessa nefnd
í gær og skal endurskoðunin
beinast „að því að draga úr
viðskiptahömlum og rýmka reglur
um gjaldeyrismeðferð“.
í nefndinni eiga sæti:
Davíð Ólafsson Seðla-
bankastjóri formaður, Jónas Har-
alz Landsbankastjóri, Árni Árna-
son framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs íslands, Friðrik Pálsson fram-
kvæmdastjóri SÍF, Hjalti Pálsson
framkvæmdastjóri hjá SÍS, Víg-
lundur Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri frá samtökum iðnrekenda,
og Þórhallur Ásgeirsson ráðuneyt-
isstjóri í viðskiptaráðuneytinu.
Matthías Á. Mathiesen, Sverrirj
Hermannsson og Steingrímur Her-:
mannsson sögðu á blaðamanna-
fundi í gær, að þessi nefnd væri
skipuð samkvæmt ákvæði í stjórn-,
arsáttmálanum.
-óg.
Allir sammála um þessar verðhækkanir, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Við borðið sitja
þeir Matthías Á. Mathiesen, Steingrímur og Sverrir Hermannssynir. Fyrir aftan þá sitja aðstoðarmenn
ráðherranna: Páll Flygenring, Helga Jónsdóttir og Þórður Friðjónsson.
Kristján Thorlacius, BSRB, um verðhækkanirnar:
Stjómvöld í stríði
við launafólk
„Þessar verðhækkanir sem ríkis-
stjórnin samþykkti sanna að efna-
hagsúrræði hennar beinast ein-
göngu að launafólki, að því að
lækka kaupmáttinn“, sagði Krist-
ján Thorlacius formaður BSRB í
samtaii við Þjv. í gær. „Það eru
samþykktar hækkanir á alit annað
en laun. Þessar hækkanir munu
koma harkalega við almenning.“
„Mér sýnist engu líkara en aö
stjórnvöld séu vísvitandi að stofna
til nýrrar verðbólgusprengingar".
sagði Kristján ennfremur. BSRB
og aðildarfélög þess hafa sagt upp
samningum frá 1. október og sagði
Kristján að fyrir þann tíma yrði lagt
kapp á að hafa samband við félags-
menn á fundum til að móta afstöðu
bandalagsins og viðbrögð.
„Stjórnvöld hafa lýst yfir stríði
við launafólk, og við slíkar aðstæð-
ur veltur á miklu fyrir launamenn
að ná sem allra víðtækastri sam-
stöðu.“
_ m< Kristján Thorlacius.
Jón Helgason, Einingu, um hækkan-
irnar:
Ógnvekjandi
„Manni ofbjóða allar þessar
hækkanir", sagði Jón Helgason
formaður Éiningar á Akureyri og
Eyjafirði um nýákveðnar hækkan-
ir á gjaldskrám opinberra fyrir-
tækja.
„Þessar hækkanir síðan kjara-
skerðingin varð eru ógnvekjandi.
það virðist hafa verið opnað fyrir
allar flóðgáttir í þessum efnum.
Annars gera menn sér nú einna
gleggsta grein fyrir verðlagningu
með sinni eigin buddu. Ég sé ekki
annað en að fólk hljóti að rísa mjög
kröftuglega upp gegn þessu öllu
núna eftir sumarleyfin.“ - m.
Jón Helgason.
Gjaldeyrisskatturinn felldur niður
Framsókn gerir stefnu Sjálfstæðisflokksins að sinni, sagði Sverrir Hermannsson
- Þetta er stefnuskráratriði
Sjálfstæðisflokksins sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur nú gert
að sínu, sagði Sverrir Hermanns-
son iðnaðarráðherra á blaða-
mannafundi í gær sem hann
boðaði til með forsætisráðherra
og viðskiptaráðherra um nýjustu
ákvarðanir ríkisstjórnarinnar
þ.á m. að fella niður skatt al'ferð-
amannagjaldeyri.
Sagði Sverrir að þetta væri
gamalt stefnumál Sjálfstæðis-
flokksins og nú hefðu Framsókn-
armenn gert það að sínu.
Ekki hugsað um
halla ríkissjóðs
- Ráðherrarnir voru spurðir
um það hversu háa upphæð væri
að ræða sem með þessari ákvörð-
un hyrfi úr ríkissjóði. Sverrir
Hermannsson sagði það vera um
30 miljónir, en Matthías Á.
Mathiesen kvað það vera upp-
hæð á bilinu 75 til 95 miljónir.
Þá voru þeir spurðir hvernig
ríkissjóður ætti að mæta tekju-
tapinu, og varð þeim svarafátt við
því.
Spurt var hvort ekki væri ó-
samræmi í því að skera niður lán
til Lánasjóðs námsmanna á sama
tíma og ákveðið væri að rýra tekj-
ur ríkissjóðs með þessum hætti.
Það fannst þeim ekki.
Flugvallarskatturinn
næstur?
Forsætisráðherra kvað það
vera í athugun hjá ríkisstjórninni
að fella einnig niður flugvallar-
skattinn svokallaða, sem inn-
heimtur er með fargjöldum. Ekki
var minnst á það heldur hvernig
ríkissjóður ætti að mæta þeim
hugsanlega tekjumissi.
„Fylgi í einu og öllu“
í máli Steingríms og Matthías-
ar Á. Mathiesen kom fram að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hefði oft farið fram á að ferða-
mannagjaldeyririnn yrði sam-
ræmdur almennri gengisskrán-
ingu. Sögðu ráðherrarnir að þessi
skattur hefði verið þvingandi og
því þyrfti að losna við hann.
Aðspurðir um það hvort Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði
þvingað íslensk stjórnvöld til að
taka upp nýja stefnu sögðu þeir
það alls ekki vera.
I fréttatilkynningu frá við-
skiptaráðuneytinu í gær um málið
segir hins vegar: „Með því að
fella nú niður ferðaskattinn geta
Islendingar lýst því yfir, að þeir
fylgi í einu og öllu reglum gjald-
eyrissjóðsins um frjáls gjaldeyris-
viðskipti".
Ráðherrarnir sögðu að í næsta
mánuði væru væntanlegir fulltrú-
ar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
- og væri eðlilegt að hafa þessi
mál á hreinu áður en gengið væri
til samninga við þá.
-óg.
31% hækkun til
almenningsveitna
Alusuisse
ennþá
á kosta-
kjörum
Rikisstjómin
veit ekki hver
er munurinn á
raforkuverði til
almennings
veitna og til
Alusuisse!
Raforkan til almenn-
ingsveitna hækkar um
31% á meðan Alu-
suisse-fyrirtækið 1
Straumsvík fær orkuna á
sama verði áfram. AIu-
suisse kaupir helming
orkunnar af Landsvirkj-
un. í tölu Sverris Her-
mannssonar á blaða-
mannafundi í gær var
ekki gert ráð fyrir
neinum hækkunum til ál-
versins í Straumsvík í
langri talnaþulu ráð-
herrans um bágan fjár-
hag Landsvirkjunar og
áætlaðan halla fyrirtæk-
isins.
Höfum ekki
lengur ódýra orku
- Iðnaðarráðherra var spurður
hver yrði munur á verði raforku
til almennra neytenda annars
vegar og Alusuisse hins vegar,
eftir að ríkisstjórnin hefur sam-
þykkt 31% hækkun til almenn-
ingsveitna. Sverrir hafði ekki
skoðað það og spurði ráðuneytis-
stjóra sinn, sem kvað þennan
mun verða orðinn býsna mikinn.
- Það er umhugsunarefni,
sagði forsætisráðherra, að við ís-
lendingar höfum ekki lengur
ódýra orku einsog margir hafa
talið. Þá var upplýst að hvert
mills í hækkun til Alusuisse þýddi
rúmar .36 miljónir króna tekju-
aukningu til Landsvirkjunar á
mánuði. Raforkuverðið er nú 6.5
mills til Alusuisse en forsætisráð-
herra hefur sagt í sjónvarpi, að
íslendingar þyrftu að fá 17-18
mills. Minna mætti það ekki
verða.
-óg.
Steingrímur
Hermannsson
Burt
með
vísitölur
- Ég er þeirrar skoðunar að það
eigi að fella niður allar þessar hel-
vítis vísitölur, sagði forsætisráð-
herra á blaðamannafundi í gær þar-
sem verið var að ræða m.a. hug-
myndir ríkisstjórnarinnar um nýja
vísitölu, „Íbúðalánavísitölu".
-óg.